Dagur - 09.07.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1927, Blaðsíða 2
112 BAOUR 29. tbl. Opið bréf til Björns Lfndals. Árið 1921 lýstuð þér yfir því hér á Akureyri, með grátstaf í kverkun- um, að þér ætluðuð að gera nýbýla- málið að æfistarfi og lífshugsjón yðar og væruð reiðubúinn, til þess að þola vanþakklæti veraldarinnar og jafnvel ofsóknir manna fyrir fórnarstarfið. Síðan hefir ekkert heyrst frá yður um þetta mál og þér hafið ekki, svo vitanlegt sé, gert neitt í þessa átt. Fyrir því leyfi eg mér að spyrja yður og óska svars: Hvenær ætlið þér að byrja á æfi- starfinu? Hvar eru niður komnar þær 50 kr., er þér þá gáfuð í þágu þessarar lífshugsjónar yðar? Jónas Þorbergsson. ------0----- Jói) Þorlákssoi) r um Ihaldið. (Leturbreytingarnar blaðsins). »Ihaldsmenn semja í öllum lönd- um stefnuskrár sínar þannig, að þær gangi sem best í augu almennings. Því að á því veltur fylgið. Þessvegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki járn- brautir, ekki hafnir, kærum okkur ekki um alþýðuskóla o. s. frv. Ef þeir segðu það, fengju þeir sem sé lítið fylgi. Þeir segja aðeins sem svo: Við viljum fara sparlega með lands- fé, við viljum styðja gætilega fjár- málastefnu, við viljum ekki hleypa okkur í skuldir. Þeir vita það ofur vel, að ef þeir geta passað, að þjóð- in komist ekki í landssjóðinn, þá fær þjóðin hvorki alþýðuskóla, hafn- ir, járnbrautir eða annað slíkt, sem hún telur sig þurfa, en þeir íhalds- inennirnir halda að hún geti án ver- ið. Það eru venjulega lúnir efnaðri borgarar í hverju þjóðfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn, þeir eru ánægð- ir með sinn hag og finna þess vegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðarinnar, og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- og umbótaflokkana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til þess að bæta lífsskilyrði al- þýðunnar, sömu stefnu fylgja og þeir meðal efnaðri manna, sem ein- blina ekki á sina eigin pyngju, held- ur hafa hag þjóðarinnar í heild fyrir augum....... Þetta er eyrnamark reglulegs aft- urhaldsflokks, hverju nafni, sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu ,að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því, og vantrú á þjóðinni, að hún sé fær um að nota sér þær lyftistengur, á leiðinni til hagsældar og sjálfstæð- is, sem aflmestar hafa reynst ann- arsstaðarc. (Jón Þorláksson í Lögréttu 10. tbl. 1908). Á viðavangi. Nrós, sem verður háðung. íslendingur reynir af veikum mætti, þrátt fyrir alla óánægju með Líndal, að setja saman um hann til- búið og uppfundið hrós. Fyrir skönnnu skrökvaði blaðið upp á hann nálega öllum hugsanlegum þingmannskostum og spurði svo: Eru þetta ekki ait kostir sein þing- mann mega prýða? Þá brostu sum- ir fyrverandi samþingismenn Lín- dals, sem hafa verið sjónarvottar að vinnubrögðum hans á þingi. 1 nefndum er hann óstarfhæfur sökum viljaleysis og þolleysis. Vill flaustra af hverju verki, lítur ótt og títt á klukkuna, þykist hafa margvíslegum öðrum störfum að gegna en þeim störfum, sem hann er valinn til að gegna. »Störfin« vinnur hann í »privathúsum« broddborgara Rvík- ur, þar sem hann, með hjálp annara mannvina brýtur heilann um hags- bótamál sinna kæru nreðbræðra og fósturjarðar. — í þingsal er hann manna ókyrrastur. Reikar hann sí- felt um og ef hann lendir í orða- sennu »hleypur« hann. Skap hans er jafnan æst og úfið og honum næsta erfitt. Er það til marks, að er þingmenn halda gleðisamkvæmi. er hann einn þingmanna of fjandsam- lega sinnaður gagnvart andstæðing- um til þess að geta verið með í þeim samkvæmum. Slíkur maður þyrfti að vera heima hjá sér jafnan og um- gangast vini eina. Vœntanleg málshöfðun. Dagur gat þess að svipað myndi ástatt um Gunnlaug Tryggva eins og Þorstein Gíslason forðum, að hann þyki ekki hæfur, til þess að . skrifa nógu miklar svívirðingar fyr- ir íhaldsmenn. Nú hefir því verið skotið að ritstjóra Dags, að eigend- ur íslendings muni fyrirskipa G. Tr. J. að höfða skaðabótainál á hendur ritstjóra Dags, því að það verði tal- inn atvinnurógur, að gera ráð fyrir heiðarlegum íhalds-ritstjóra. Vinnubrögð Ihaldsmanna. Hreppstjórinn í Bolungarvík, Hálfdán Hálfdánarson, hefir verið settur í gæsluvarðhaid vegna ákæru um, að hann hafi falsað atkvæði handa frambjóðanda fhaldsins Jóni Auðunn. Fregnir benda til, að hieppstjórinn hafi átt fyrirliggjandi atkvæðaseðla útbúna handa Jóni Auðunn og að hann hafi á kænlegan hátt laumað þeim seðlum í stað hinna réttu í hin innsigluðu uinslög. Ot af þessu hafa orðið miklar æs- ingar á ísafirði. Fregnmiði Skutuls og blaðið Vesturland hafa, að sögn, verið gerð upptæk. — Atkvæði, greidd hjá þessum hreppstjóra, hafa komið fram í Strandasýslu. Tryggvi Þórhallsson hefir símað í alla hreppa sýslunnar og krafist þess, að atkvæðin yrðu tekin frá. Jafnframt hefir hann krafist þess, að slík at- kvæði yrðu talin ógild. Og stjórnar- ráðið hefir úrskurðað að þau skuli ógild teljast. Silkisokkar og berklaveiki hét erindi, sem Steingrímur læknir Matthíasson flutti á fundi Bauða Kross \ Peildar Akureyrar nýlega. Eins og fyr- ii'sögnin gefur í skyn, var efni þess að skýra frá, hvernig læknar líta á hinn skjóllitla, nýtízku klæðnað kvenfólksins frá sjónarmiði heilsufræðinnar. Stöðugt verður slíkur klæðnaður almennari hér á landi, þó sumu eldra fólkinu sýnist hann frekar eiga við suður við Miðjarð- arhaf, heldur en hér á norðurhjara heims. Sjálfur sagðist læknirinn verða að játa, að til þessa hefði hann ekki orðið var við neinn heilsuháska af þunnu sokkunum eða lausagopakjólunum. Ný- tízkustúlkurnar virtust ekki þurfa fremur að leita læknis heldur en hinar, sem væru vel dúðaðar og klæddar upp á gamla móðinn. Og alls ekki kvaðst hann hafa séð þær nýtízkuklæddu verða fremur berklaveikinni aö bráð. Hins- vegar gæti verið, að reynsla hans væri ekki nógu víðtæk, til þess að hann værl fær um að leggja-nokkurn fullnaðardóm á þetta mál. Líka væri talið sjálfsagt nú á tímum að leita álits sérfræðinga um hvaðeina, og þess vegna mundu margir gera lítið með það, sem hann segði. Nú vildi svo vel til, að norskir heilsu- hælislæknar hefðu fyrir nokkru haft þetta klæðnaðarspursmál til meðferðar á fundi. Kvenlæknir norskur, frú Inge- horg Aas, flutti þar erindi, og hafði mörg orð um það, hve þunni klæðnaður- inn væri varasamur í köldu landi eins og Noregi. Þóttist hún hafa orðið vör við ýmsa kvilla í ungum stúlkum, er sennilega væru orsakaðir af skjóllitlum klæðnaði, og taldi líklegt, að hin aukna útbreiðsla tæringar og vaxandi dauði meðal ungra stúlkna í Noregi úr berkla- veiki á síðustu 20 árum, væri meðfram að kenna glæfralegum búningi. Lækna- fundurinn samþykti fundarályktun, er fór í svipaða átt og þá, sem frúin hafði stefnt að í erindi sínu, en þó með væg- ari fullyrðingum. Greiddu 40 læknar at- kvæði með henni, en 24 á móti. Hins- vegar skýrði Stgr. læknir frá umræðum danskra lækna um svipað efni, þar sem mjög reyndur berklalæknir, Dr. Chiev- itz, hélt þeirri skoðun fram, að konur slyppu yfirleitt fremur við útvortis berkla heldur en karlmenn og batnaði fyr, og það myndi sennilega mega þakka því, að þær yrðu hörundshraustari fyr- ir þá herðingu, er þunni klæðnaðurinn veitti þeim. Engin mótmæli komu frá hinum læknunum gegn þessari skoðun. Stgr. læknir kvaðst fremur hallast að skoðun Dr. Chievitz en norsku lækn- anna. Það væru hér á landi aðallega ýmsar kaupstaðarstúlkur, sem klæddu sig skjóllítið, en þar sem dagleg útivist þeirra væri venjulega stutt, og inn í hlý húsin að venda, væri þeim sennilega lit- il hætta búin. Öðru máli væri að gegna um sveitastúlkur, sem þýrftu stundum að fara langar leiðir til að sækja sam- komur eða dansleiki, og ættu þá aðkomu að lítt hituðum húsum. Þeim gæti frem- ur orðið hált á því að klæða sig gálaus- lega upp á kaupstaðarmóð, en trúlegt væri að þær rækju sig fljótlega á hætt- una og færu varlega, Til langferða i DRÁ TTARHEST UR, 6 vetra gamall til sölu. Upplýs- ingar hjá Benedikt Einarssyni söðlasmið. Fleur de Paris » og Fleur de Luxe smávindlarnir eru mest reyktir. vetrarkulda er áretðanlega hollast að hafa bæði trefil og ermakjól, vetlinga, utanyfirsokka og jafnvel Mývatnshettu. Léttúðugar og gruimhygnar stúlkur hlusta ekki á neinar aðvaranir, hvorki guðs né manna, þegar tízkan er annars- vegar. En hinar vitibornari fara brátt eftir skynsamlegu viti sínu, hvað sem prédikunum læknanna líður, enda eru þær prédikanir oft sitt á hvað; einn bannar það, sem annar leyfir, eða þvert á móti. I klæðnaðar- eða klæðleysis- spursmálinu þurfa læknar að hafa sterk rök á takteinum til að sannfæra kven- fólkið. Það hefir hinsvegar sína reynslu sem getur verið sannvísindaleg. Stúlk- unum líkar vel nýmóðins þunni búning- urinn, og þær neita því að þeim sé kalt. Auk þess verður að taka til greina, að nýju búningamir láta laglegan líkams- vöxt betur njóta sín en hinir gömlu,^ svo að stúlkurnar ganga betur í augu karlmannanna, og ganga fyrir það bet- ur út. En það er engu þýðingarminna hollustuspursmál fyrir stúlkurnar. Að endingu mælti læknirinn á þessa leið: »Fjarri sé mér að hneykslast á klæðn- aði kvenfólksins fyrir það, að hann sé þunnur. Úr því stúlkunum sjálfum finst hann nógu skjólgóður, er ástæðulaust að rengja þær um það. Og óneitanlega fer hann þeim vel. Alt of miklar dúður eru óhollar. Of mikill hiti veiklar ætíð; en hæfilegur kuldi herðir og styrkir, NB. meðan fæða er ekki af skomum skamti og menn vilja vinna til matar síns. En annað mál er það, hvort við Is- lendingar höfum ráð á að kaupa alt þetta haldlausa silki og lélegan bómull- arfatnað frá útlöndum. Það er rauna- legt, að hið Unga Island skuli ekki geta notað ullina sína til að klæða sig úr meira en nú tíðkast. Og enn verra er það, að stúlkurnar nú á tímum skuli vera alment hættar að prjóna sjálfar á sig sokka, og enginn skóari skuli kunna að gera skó úr innlendum skinnum. Það mætti gjarnan hafa á þeim h&a og mjóa tindhæla, ef stúlkunum finst það þægi- legra. Og sokkamir mættu gjarnan vera næfurþunnir, svo grisjaði í bera legg- ina. En æskilegast væri að alt væri ís- lenzkt — bæði efni og vinna«. X. Bitstjóri: Jónas Þorbergsson. PrenUmiðja Odda Bjömuonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.