Dagur - 21.07.1927, Page 1
. DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innheimtuna annast Jónas
Sveinsson bóksali, Eyrar-
Iandsveg 3 (Sigurhæðir).
X. ár.
Akureyri, 21. júlí 1927.
A f g r e i ð s lan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við Ara-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
| 31. tbl.
Ritstjóri þessa blaðs sigldi til
Kaupmannahafnar með „Brúarfossi“
16. þ. m., og gerir hann ráð fyrir
að koma heim aftur í lok næsta
mánaðar. BrynleifurTobiasson kenn--
ari annast ritstjórn blaðsins i fjar-
veru hans. Auglýsingum i blaðið sé
skiiað i prentsmiðju .Odds Björns-
sonar.
íslandsminni.
Flutt á Iþröttavelli Akureyrar
17. júni 1927.
»En lágum hlífir
hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem
Gunnar sneri aftur«.
Þjóðsögnin um Gunnarshólma er
bæði fögur og spakleg. Algrænn og
síungur verst hann ágangi vatna í
víðu landbroti Markarfljóts og
Þverár. Aldir komu og fóru. Ár og
daga ruddu bólgin jökulvötn sand-
inum úr leynum fjallanna út yfir hið
fegursta gróðurlendi og breyttu því
í eyðimörk öllu, nema hólminum,
»þar sem Gunnar sneri aftur«.
Gunnarshólmi er, þar sem hann
stendur í sándauðninni, imynd
þeirra stunda og þeirra verka, sem
hafa megingildi fyrir líf manna. Ef
djúptækir atburðir í lífi okkar
heimta þrek okkar alt, fórnfýsi okk-
ar skilyrðislausa, og við verðum við
kröfunum, þá verður sú stund
heilög. — Ef okkur opnast á leiða-
mótum í lífi okkar sýn um kjörland
hæstu þrár og dýpstu elsku mann-
anna, þá er sá staður heilagur.
Þegar við skiljum, að innra lífs-
gildi verpur helgi yfir stað og stund,
þá skiljum við um leið eðli ættjarð-
arástarinnar. — Eg hefi verið fjar-
vistum frá fslandi og þráð það
hverja stund. Eg hefi séð draum-
land þrár minnar rísa við árdags-
bjarmann, — sólstafað land, græn-
mötlað, jöklum skygnt með andblæ
vorsins í hverjum dal. Það var ekki
hið eiginlega efni landsins sjálft,
sem hugur minn leitaði, ekki steinar
þess, mold þess eða gróður. Hann
leitaði staða, þar sem eg hafði átt
stórar stundir í lífi rnínu. Hann leit-
aði heilagra staða, þar sem gerst
hefir merkilegur þáttur í sögu alls
mannkyns. Hann leitaði staða, þar
sem mér hafði opnast sýn um kjör-
land framtíðarkynslóða fslendinga.
Hann leitaði endurfunda horfinna
stunda og fjarlægra staða, þar sern
eg hafði teygað unað fegurðar-
nautna frammi fyrir svipstórri útsýn
yfir vötn og velli, fjöll og firnindi,
línur og liti þessa blessaða lands.
Falslaus ættjarðarást er engin í-
myndun eða uppæstur hégómi, eins
og sumir vilja telja. Sönn ættjarðar-
ást er ekki þóttafull né drambsöm,
ekki sérgóð og kaldlynd gagnvart
umheiminum. Hún er aðeins trygð
við lífsgildin, trúleikans viðnám á
stöðum skyldunar. Hún á rætur í
trygglyndi mannsins og ástar til
þeirra stunda, sem hafa markað
djúpt og atburða, sem hafa skift
örlögum, til þeirra staða, þar 'sem
æfisaga horfinna kynslóða gerðist
og þar sem saga óborinna kyn-
slóða á að gerast.
Heill sé þeim stórhuga umbóta-
mönnum, sem'vilja bæta mein allra
jarðabúa. Þeir eru fulltrúar hinnar
ósíngjörnu viðleitni. En þeim mis-
sýnist stundum um verkefni og
horfa langt yfir skamt. Þeir líta á
hin stóru alþjóðarverkefni en síst
yfir nauðsynjaverkin í næstu fót-
málum. Þeir líta ekki ætíð á þann
óræka sannleika að þjóðirnar verða
bygðar upp af einstaklingum, þjóð-
löndin af heimilum og alríki jarðar
af þjóðlöndum og að grunnurinn
undir þessari byggingu allri eru
einstaklingarnir, skapgerð þeirra,
þrek þeirra og siðgæði. Þar sem er
veruleg veila í mannfólkinu verður
ekki bygt sterkt þegnríki. Þungi
hinnar miklu og alvarlegu ákvörð-
unar mannlífsins leitar á grunninn
jafnt þar sem bilun er í múrinn og
veldur ægilegu niðurbroti og slys-
um í æfi og sögu þjóðanna.
Fyrir því er það æðsta nauðsyn í
mannfélagslegum efnum að vinna
fyrst og trúlega hin næstu verkefni,
efla þrek og siðgæði samþegnanna,
byggja traust frá rótum. Sannastur
ættjarðarvinur er beztur alheims-
borgari. Honum sézt ekki yfir höf-
uðskilyrði allrar mannkynsfarsæld-
ar, að leggja trúlega sinn stein í
grunninn undir þeirri byggingu,
sem á að standa víðum og traustum
múrum um alla jörð og skjóta turn-
spírum sínum til himna.
Talið er, að landspildur stórar
umhverfis ísland hafi rofnað í bylt-
ingum jarðskorpunnar og sokkið í
hafið. ísland stendur á bergrimum
þessara hrundu landa eins og Gunn-
arshólmur í landbroti Markarfljóts
og Þverár. Djarfmannlegur trúleik-
ur Gunnars á Hlíðarenda varpaði
helgi á hólmann. Nú er það verkefni
okkar íslendinga að láta líf okkar
og verk varpa helgi á þennan hólma,
sem við byggjum, höfum bygt og
munum byggja. Hann á að verða
áfangastaður á leið mannanna, þar
sem lítil þjóð vann ætlunarverk sitt
trúlega, þar sem hún »sneri aftur«
frá lítilmannlegu undanhaldi þrek-
leysingjans til djarfmannlegrar
sóknar gegn hverskonar ægivaldi
örlaganna, þar sem hún fann sjálfa
sig, dýrustu kosti sína og skapein-
kunnir. Og þar sem fámenn þjóð
skapar einstæðan en haldgóðan þátt
í menningu þjóðanna.
Þið vitið ofurvel, að á þessu landi
einu getum við unnið slíkt ætlunar-
verk. Við erum kynkvistir á þjóð-
meiði, sem hefir hlotið sérkenni sín
gegnum sögulega þróun í þessu
landi. Hugsun þjóðarinnar er runn-
in eins og uppspretta úr bergi for-
tíðarinnar. Þróun okkar öll og þjðð-
arhugsun er mótuð af framtíðarætl-
unum horfinna kynslóða þessa
lands. Og þær framtíðarætlanir eru
skapandi máttur í eðli okkar og at-
höfnum. Hvenær sem við af léttúð
eða yfirlæti köstum frá okkur sögu-
legum verðmætum, slítum við þráð
sögunnar, rjúfum lögmál mannkyns-
viðleitninnar og vanhelgum þann
stað, sem við stöndum á. Og refsi-
dómur slysanna kemur yfir okkur
og slær okkur í duftið.
»Dauft er í sveitum, hnipin þjóð í
vanda,« kvað Jónas Hallgrímsson.
Við erum staddir á alvarlegum
Ieiðamótum, íslendingar. Við höfum
tekið upp hætti erlendra þjóða um
atvinnubrögð og skifti okkar í milli.
Og við höfum fengið öfgar og ó-
farnað fjárhyggjumenningarinnar
inn í landið. Við höfum fengið rang-
sleitni í atvinnurekstri, þjakaðan
og æstan öreigalýð, hóflausa
eyðslu og yfirlæti, syndaflóð ver-
aldartízkunnar og botnlausar
skuldir.
Eg hirði ekki uin að telja einstök
dæmi, eins og drengjakolla og silki-
sokka, sem jafnan er klifað á. Mér
nægir að benda ykkur á þann alvar-
lega heildarsannleika, að sú 'þjóð,
sem liggur jafn marflöt fyrir er-
lendri sníkjumenningu, eins og við
gerurn fslendingar, hún er á undan-
haldi, þar sem hún á að veita við-
nám, hún er að gleyma bókmentum
sinum, glata þjóðerni sínu, missa
sjónar á verðmætum sálar sinnar.
Hún er að vanhelga þá jörð, þar
Það tilkynnist hér með vinum og
vandamönnum, að jarðarför konu
minnar Júlíönu Sigurðardóttur, sem
andaðist 19> þ. m., er ákveðin að
fari fram fimtudaginn 28. þ. m. frá
kirkjunni kl. 1 e. h.
Akureyri 21. júlí 1927.
Helgi Agústsson.
Hér með tiikynninst vinum og
vandamönnum, að jarðarför dóttur
okkar og systur, Ingibjargar J. Hós-
easdóttur, sem andaðist 16. þ. m.,
er ákveðin laugardaginn þ. 23. og
hefst með húskveðju kl. 1 e. h. frá
heimili okkar, Aðalstræti 12.
Akureyri 20. júií 1927.
Foreldrar og systkini hinnar látnu.
ínnilegustu hjartans þakkir fyrir
auðsýnda samúð og hluttekningu við
fráfall og jarðarför Albinu Sig-
r ið a r Jónsdóttur.
Einnig þökkum við innilega þeim,
sem hjúkruðu Albinu sál. í hennar
löngu legu, og glöddu hana með
gjöfum, eða á annan hátt.
Aðstandendur.
t
Vilhjálmur Hjálmarsson
hreppstjóri,
á Brekku í Mjóafirði, andaðist að
heimili sínu 18. þ. m., 77 ára að
aldri.
Hann var einn af heistu búnað-
arfrömuðum og bændahöfðingjum
Austurlands og merkismaður hinn
mesti í hvívetna. — Kona hans er
látin fyrir rúmu ári síðan, en tíu
mannvænleg börn þeirra eru á lífi,
m. a. Sigdór, kennari á Norðfirði.
Æfiatriða þessamerkismanns verð-
ur nánar minst síðar.
sem undangengnar kynslóðir ís-
lendinga hafa veitt viðnám og þolað
mestu þjáningar og raunir, sem
hægt er að leggja á mennina.
Minni íslands er minni þjóðarinn-
ar, sem landið byggir, því að
þjóðin er landið og landið er þjóð-
in. Og sérhver ósk um velfarnað
ættjarðarinnar verður bæn, verður
lögeggjan til íbúa landsins um að
veita djarfmannlegt viðnám, sýna
hófsemi og stöðuglyndi í hverri
raun. Örlög íslendinga og sögu
landsins ráðast á næstu áratugum.