Dagur - 02.09.1927, Page 4

Dagur - 02.09.1927, Page 4
140 DAOUS 37. tbl. amerískan þorparaskap, sem nálega var óskiljanlegt, að þeir liefðu getað framið. Báðir hinir sakfeldu gátu sannað fjarveru sína (alibi) frá þeim stað, sem giæpurinn var framinn, og mundi það hafa verið tekið til greina af hverjum vcnjulegum dómstóli annarstaðar í mentuðum heimi. Embættismaður í í- talska konsúlatinu í Boston vottaði, að Sacco hefði verið að biðja um vegabréf einmitt á þeirri stundu, sem glæpurinn var framinn í fjariægri borg. Vanzetti leiddi meira en tylft votta, er sönnuðu, að þeir hefðu verið að kaupa fisk af honum á því augnabliki, þegar hann átti að hafa verið að skjóta úr marg- hleypu á mann út úr vagni. En Thayer dómari lpt alla þessa vitnisburði eins og vind um eyrun þjóta og brýndi fyrir kviðdómnum að beina allri athygli sinni að sektarmeðvitund þeirri, er gert hefði vart við sig hjá verjendunum, eftir það að þeir voru teknir höndum. Hér er ekki rúm til að lýsa öllum þessum sorglega skrípaleik málsmeð- ferðarinnar. Hann var sannkallaður svartliðadjöfladans í kring um þessi fórnarlömb. Fyrir enskum dómstóli mundu fjórir fimtu hlutar vitnisburð- anna hafa verið taldir málinu óviðkom- andi og dómarinn að lokum vísað málinu frá á þeim grundvelli, að vitni væri eigi nægileg í málinu, til þess að það kæmi fyrir kviðdóm. í rauninni voru engwr sannanir fyrir hendi. Engar líkur bentu til, að þeir Sacco og Vanzetti hefðu nokkurntíma á æfi sinni orðið sannir að sök eða fram- ið nokkurt lagabrot annað en það að vera róttækir (all-frjálslyndir) í skoð- unum(I). Thayer dómari og sækjandi málsins voru ótrúlega óheiðarlegir í öllu þessu máli. Framkoma þeirra verður ekki varin og er, að því er kunnugt er; heldur ekki varin af nokkrum sæmilega mentuðum Ameríkana. Málið var gert að pólitísku hatursefni og eldkveikju þjóðflokka milli. Ef kviðdómsmenn m hefðu ekki talið þá seka, mundi þeim naumast hafa orðið vært vestur þar. Þeir mundu hafa verið sakaðir um sam- úð með pólitískum sálarháskum (rót- tækum sósíalistum), en það er hræði- leg ásökun í landi »frélsisins«(!) og getur haft í för með sér ofbeldisfullar og lífshættulegar árásir. Úrskurðinn má því í sjálfu sér virða kviðdómnum til vorkunnar, en hitt er erfiðara að rétt- læta eða skilja, að ávalt, er málið hefir verið tekið til nýrrar athugunar og rannsóknar á síðustu sex árum, hefir það altaf komið fyrir sama dómarann, Thayer. Það hefir verið skorað á hann að kannast við eða viðurkenna það, sem alment er álitið, að honum hafi orðið á í þessu máli, en auðvitað hefir hann neitað að gera það. Það hlýtur að vera meira en lítið bogið við það réttarfars- kerfi, sem leyfir að skjóta slíkum mál- um einmitt til þess dómara, sem liggur undir þungri ákæru almenningsálitsins. Það kann að vera; að á Englandi séu til dómarar, jafn heimskir, hleypidóma- fullir og lélegir, sem Thayer, en á Eng- landi er þó kostur á að áfrýja málum til ýmissa dóma. Það virðist nálega einsætt, að Sacco og Vanzetti séu saklausir þess glæps, sem sakaðir voru þeir um, en eigi að síður æskja þess margir Bandaríkja- menn, sem annars eru i miklu áliti, að þeir séu teknir af lífi, eins og nú er orðið, svo sem sönnun þess, að amerísk- ir dómstólar láti ekki stjórnast af hrópi fjöldans. Menn virðast ekki hafa gert sér full- komlega grein fyrir veilunni í þessari skoðun í Ameríku. Málið er nýtt Dreyf- ur-mál. Meginrök andstæðinga Dreyfus á sínum tíma voru þau, að betra væri, að einum manni væri ranglega refsað, heldur en franskir dómstólar yrðu fyrir þeirri hneisu að verða að viðurkenna, að þeir hefðu kveðið upp rangan dóm. Baráttan um Dreyfus var stórfelt próf á menningu Frakka, og með því að menning þeirrar þjóðar stendur djúpum rótum, stóðst hún prófið með heiðri og barg virðingu dómstólanna, með því að kannast við hræðileg mistök og veita Dreyfus réttláta uppreisn. Ef Banda- ríkin hefði farið eins að í þessu máli, sem Frakkar að lokum í Dreyfus-mál- inu, þá hefðu þau áunnið sér aftur virð- ingu mentaðra þjóða. En nú er álitið á dómstólunum í Massachusetts svipað og á byltingadómstólum Fascista (svart- liða) á ítalíu og Bolshevíka (rauðliða) á Rússlandi. Allri Evrópu er það nú ljóst, að litlu eða engu meiri trygging er fátækum útlendingi búin um lagalegt réttlæti í Boston heldur en í Hankow (í Kína). Glæpurinn, sem þeir S. og V. voru á- kærðir um, var versta tegund stig'a- mensku, og dómarinn heimtaði þá sak- felda, af því að þeir voru sósíalistar og andstæðingar hans og höfðu flúið til Mexico, á ófriðartímanum, til þess að komast undan herþjónustu. Það virðist furðu gegna, að forseti Bandaríkjanna skyldi ekki grípa í strenginn í þessu hneykslismáli, en svo virðist sem hann vanti stjórnskipulega heimild til þess ( Allar þjóðir eiga sinn Thayer, en flestar þeirra hafa tök á að leiðrétta dóma slíkra manna. Sjáanlega er mikil þörf breytingar á réttarfarskerfinu í Massachusetts. Átt hafa sér þar nú stað hin i óverjanlegustu mistök á réttarfars- sviðinu, sem nokkurntíma hafa komið fyrir með nokkurri svokallaðri mentaðri þjóð í víðri veröld. —.....o ----- Stór skóútsala byrjar á LAUOARDA-OINN. Fjölda- margar tegundir seldar með og U N DIR H Á L FVIR Ð1. Aðrar tegundir mikið lækkaðar. Komið, skoðið og kaupið. A.V.: Útsöludagana verða vörur ekki heimlánað- arogaðsjálfsögðu aðeinsumkontantsölu að rœða. Skóverzlun P étu r s H. Lárussonar. i s i. Knattspyrnumót ■ s. i. fyrir Eyjafjarðar- og Pingeyjarsýslur verður háð á Akureyri dagana 1. og 2. okt. n. k. ef næg þátttaka fæst. — Kept verður um verðlaunabikar Ungmennafélags Akureyrar og íþróttafélagsins »Magni« í Höfðaverfi. Skriflegum þátttökubeiðnum sé skilað til einhvers undirritaóra fyrir 25, næsta mánaðar. f Akureyri 31. ágúst 1927. í knattspyrnunefnd U. M. F. A. og íþrf. »i^agni«. ' Gunnar Thorarensen. Jón Björnsson. Hermann Stefánsson. Brent og malað kaffi framléiðum við úr beztu vöru og með nákvæm- ustu aðferðum. Hver er sá, sem neitar því, að rétt sé — að öðru jöfnu — að styðja það, sem íslenzkt er? Kafribrensla Reykjavíkur. SKILVINDAN er smíðuð af stærstu og elztu skil- vinduverksmiðju í heimi og hefir náð fádæma útbreiðslu. Eru yfir 3.500.000 Alfa- Laval skilvindur í notkun víðsvegar um heim. Látið 'ekki dragast að kaupa ALFA-LAVAL skilvindu. hjá Sambandskaupfélögunum. I heildsölu hjá Fást Sambandi Isl. Samvinnufélaga. Bíldherfin eru bezt Samb. ísl. samvinnufél. Hestur tapaOlst frá Kaupangi í Kaupangssveit, rauður að lit, auðkenni: Brigsl, aftarlega á miðju baki. Mark: Tví- stýft fr, h. — Sá, sem kynni að verða var við hest þenna, skili honum eða geri við- vart í Kaupang, gegn ómakslaunum. M U N D LO S-saumavélar eru beztar. Ritstjóri: Jónaa Þorbsrgsson. Frentsmiöja Odda Bjömaaonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.