Dagur - 22.09.1927, Page 1

Dagur - 22.09.1927, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhaaðir). X. ár. A f g r e i ð s Ian er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 22. september 1927. 40. tbl. Að skilnaði. Síöan í Apríl 1920, eöa um 7/2 árs skeið, hefi eg haft á hendi rit- stjórn Dags. Nú hefir svo ráðist, að eg hverfi frá því starfi, til þess að takast á hendur ritstjórn Tímans. Ritstjórn smáblaða verður jafn- an bundin þeim vandkvæðum, o.ð fábreytilegir lcraftar standi þar að. Verður því mikil hætta á, að slík blöð gerist dauf og einhæf. Dagur héfir elcki farið varhluta af þessum annmörkum, jafnvel þó viðleitni mín, til þess að liamla upp á móti þeimi, hafi verið viður- lcend af mörgum og um skör fro.m af sumum. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika hefir starfið verið mér ánægju- legt í flestwm greinum. Ber það eirikmn til, að eg hefi getað starf- að af fullri sannfæringu fyrir gildi þess málstaðar, sem eg hefi barist fyrir. Eg liefi aldrei þurft að vega um öxl. Og þar sem mér lcann að hafa fatast, verður um kent hæfileikabresti mínum og engu öðru. Deihrni og yfiraMstri margra andstæðinga hefi eg getað tekið með jafnaðargeði. Ýmsa þeirra hefi eg getað virt mikils. Kalalaus get eg lcvatt þá alla og árnað þeim heilla. Floklcsbræður mína, eigendur og uonráðamenn blaðsins vil eg sérstaklega áminna um, að láta elcki niður falla varnir fyrir mál- staðinn og sókn í þeim þjóðþrifa- málusm, sem flokkurinn beitist fyrir. Það er ekki tilviljun að ör- uggustu vígi Framsóknarfloklcs- ins eru þar, sem bæði blöð hans hafa hlotið mesta útbreiðslu. Fjórðungsblöðin hljóta, nú orðið, útbreiðslu á takmörkuðum svæð- um. En þar sem þau eiga land til yfirsóknar, verða áhrif þeirra cngu minni en aðalblaðanna. Veld- ur því nánara samband þeirra við íbúa og málefni næstu héraða. :Sem dæmi skal eg nefna Heilsu- hælismál Norðurlands. Hiklau-st tel eg, að fyrir áhrif Dags hafi risið sú alda, sem hefir nú borið það í höfn. Að skilnaði þakka eg þeim, sem með samúð og vinarþeli hafa stutt mig til starfs á undanförnum ár- um og kveð alla lesendur blaðsins með beztu ánwiðaróskum. Jónas Porbergsson. -----0---- / landi minninganna. Pura á Pórustöðum* Mér hefir lengi verið varnað máls um sviplega brottför þína, Þura, frænka mín. Atburðir þeir .voru mér svo grátlega raunalegir, að mig brustu orð. Þó hefi eg jafnan fundið, að eg átti skuld að gjalda vegna frændsemi okkar, kynningar og vináttu. Þegar morguninn hefir glaðnað við aust- urbrún og ársólin blessað yfir bygðina, hefir mér orðið reikað til þín inn í minninganna land. Eg minnist þín oft við morgunskin, af því að fyrstu geislar rísandi sólar komu inn til þín á bana- stund þinni og veittu þér líkn og frið. Og nú vil eg að skilnaði, áður en eg hverf af þessum slóðum, leita á fund þinn í anda og minn- ast enn að nýju þessara fáu við- kynningarstunda okkar, sem hafa verið mér svo hugstæðar síðast- liðið ár. Eg minnist þín, er þú, eins og reyndar margir fleiri, komst til mín með kvæði þitt, til þess að fá dóm minn um það. Eg vissi að þú komst í þeirri von, að eg væri dómbærari þér um gildi þess og ytra foi'm. Kvæðið var kveðja til vinstúlku þinnar, nýdáinnar. Það var, eins og þú sjálf, ástúðlegt og hreint, — stuna frá þínu klökka hjarta. örfáar athugasemdir við vtra form kvæðisins nægðu þér, til þess að þú létir ekki framar á því bæra. Þú munt úr því hafa * Svo var hún jafnan nefnd húsfreyjan á Þórusföðum, Þuríður Pálsdóttir Jóns- sonar (bróður Halldórs bankaféhirðis og Vaigerðar biskupsfrúar) og Jónínu Guð- mundsdóttur, konu hans. Hún var fædd að Litlutjörnum í Ljósavatnsskarði en fluttist ung með foreldrum sínum að Pórustöðum. Hún giftist Helga Stefáns- syni frá Gröf í sömu sveit og andaðist frá eiginmanni og fjórum börnum þeirra hjóna 23. ágúst 1926. Svipleg sturlun svo og hastarleg veikindi eftir að hún hafði verið flutt i Sjúkrahúsið á Akur- eyri lögðu hana í gröfina. talið það vansmíði, sem ekki væri frambærilegt í dánarranni vin- stúlku þinnar. Og harmur þinn bældi sig vænglama og grátsár við hjantarætur þínar. Það gerði hann reyndar ávalt. Þessvegna fór sem fór. Gegnurn þetta og fleiri atvik var mér sýnt inn í draumheim þinn. Þú áttir djúpa þrá, til þess að skapa andleg verðmæti. Yrkis- efnin þín spruttu upp eins og ný- græðingur á móti hverri sólar- upprás. Flest munu þau hafa far- ist í næðingum langdegisins. Að- eins fá hafa vaxið til lífsins í skjóli rökkursins og kyrð nætur- innar. Sagan þín í nýkominni »Hlín« sýnir, að í þessu efni hefir þér verið mikið gefið. Hún er vax- in af ríku ímyndunarafli og barnslegum hreinleik. Sem byrj- andasmíð er hún og gerð af ó- venjulegri stílleikni. Eg minnist þess, hversu gott var að koma til þín eins og gestur. Rausn þín og aluð var eins og bezt gerist. Þú varst glæsileg hús- freyja, sem fyltir fátækleg heim- kynni þín andlegum hlýindum og samúðarþokka. Til húsa þinna var jafnan heim að hverfa. Þú bygðir skála þinn yfir þvera braut allra þeirra, sem áttu ó- bætta harma og lögðu leið sína til þín. í það skjól var gott að hvefía, þegar kuldi umhverfisins næddi ’um opin sár. Þú kunnir vel að lægja storma hugans og baða blóðstokkin augu vegfarandans. Og eg minnist þín í eigin harmi þínum. Sviplegt fráfall systur þinnar varð þér ægileg ráðgáta. öðrum gaztu hjúkrað. Sjálf barstu harm þinn í hljóði og fal- inn geig í hugskoti þínu. Andvök- ur þínar og hugarstríð duldir þú fyrir þínum nánustu, þangað til böl þitt hafði brotið niður þrek og heilbrigði. örlög þín hnigu til þeirra úrslita, sem telja má raunalegust, eins og nú er háttað viðhorfi manna til andlegra sjúk- dóma. Eg minnist þess, að þú kveink- aðir þér undan umtali »náung- anna« um hai*msakir þínar. Hriæmulegar og staðlausar get- gátur særðu þig og þjáðu. Þú varst jafnvel ekki óhult fyrir rit- stungu sorptínslumanns í skáld- sagnagerð. För hans um heima- land harma þinna var eins og klaufnaspark í blómreit. Loks kom reiðarslagið. Þú varst svo ólánssöm, að vera slegin þeim sjúkdómi, sem sviftir menn skiln- ingi, samúð og frjálsmannlegri umgengni »meðbræðranna«. Þeg- ar gusturinn slekkur ljósið í hönd- um manna, skilja þeir það. En þegar ósefaðir harmar, sem lengi hafa geysað í hugskoti þjáðs manns, slökkva ljós vitundarinn- ar, skilja menn það ekki. Þú áttir því ekki batavænlegt erindi í hendur þeirra andlegu fúskara, sem vita engin ráð við mannleg- um þjáningum önnur en hníf og »mixtúrur«. Andlegur hranaskap- ur og klaufatök skilningslausra manna er hið eina, sem vísinda- menskan íslenzka hefir átt að bjóða þér og þínum líkum. En við banastund þína birti yf- ir öllum þessum ömurleik liðinna harma. Þú hvíldir í sjúkraklefa móti austri. Eiginmaður þinn hafði vikið frá sjúkrastokknum heim til barnanna ykkar ungu. Mainma þín vakti yfir þér. Aldur- hnigin og hlaðin þyngstu raunum, sem á menn verða lagðar, stóð hún nú við dánarbeð þinn, eins og fyrr við vöggustokkinn, viðbúin að fórna síðustu kröftum þér til líknar og kvalastillingar. Aldrei hafði hún á leiðinni milli þessara tveggja áfangastaða í lífinu, kvikað frá skyldu sinni í einu eða neinu. Aldrei hafði skugga borið á ljóma móðurástarinnar, sem birti yfir vöggu þína. Aldrei hafði hún verið ráðnari í því en nú, er hjarta hennar blæddi mest og sár- ast, að teyga í botn þann bikar, sem henni yrði réttur. Svo konlu fyrstu geislar morg- unsólarinnar inn til ykkar, eins og líknarkveðja frá almættinu. Það birti í hugs"koti þínu og þú öðlaðist aftur fulla rænu. Þú tal- aðir um brottför þína- og ástvini. »Eomdu og hvíldu þig hérna hjá mér, mamma mín«, sagðir þú. Og er sólin helti geislum sínum yfir þig, blessaðir þú hana og baðst um, að mega fljúga burt með henni. Þannig var viðskilnaður þinn, fagur og draumblíður eins og þrá þín og hugsanir. Böðuð í Ijóshafi morgunsólarinnar flaugst þú til landsins, þar sem gátur ráðast,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.