Dagur - 22.09.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1927, Blaðsíða 2
150 DAGUR 40. tbl. K j ö t s a I a n fer fram úr sláturhúsi okkar á Akureyri alla virka daga, meðan sláturtíðin stendur yfir. Verðið er kr. 1,10 kilóið en getur lækkað um alt að 20 aurum kilóið eftir því hvernig gengur með sölu kjötsins í Bretlandi. — Verði endurgreitt af kjötverðinu, skal kjötnótan sýnd og endurgreiðslunnar vitjað fyrir 1. ágúst n. k.,annars tapastallur réttur til hennar. Kaupfélag Eyfirðinga, mmímmmímmmmm Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá kU 10-6. Guðr, Funch-Rasmussen. þar sem storma lægir og hugir stillast. Og nú verður mér enn að nýju -reikað inn í land minninganna, þar sem tárperlur liðinna harma glitra á stráunum. Og er eg hlusta á vængjablak horfinna ára, minn- ist eg einnig þín. Þú hafðir svo lengi starað spurnaraugum í dökkvann, sem rís fyrir sjónum okkar hinum megin grafar. Þú hafðir kallað þögulum hugarópum inn í heim duldra raka. Sólin blessuð bar þig yfir allar torfær- ur inn í birtunnar heim. Drottins eilífa sól blessi þig og gleðji þig og vinina þína alla! Jónas Þorbergsson. ----o---- Húsavík. Húsavík mun vera eitthvert fegursta sjávarþorp á íslandi. Hún liggur undir vesturrótum Húsavíkurfjalls og milli tveggja Iághæða, eins og grænt men í faðmi landsins. Porpið er frábærlega vel ræktað og gróið. Með hverju ári, sem nú líður breiða túnin sig í þrjár áttir út frá þorpinu. Húsavíkurhöfði, sem til skamms tíma var iliræmdur harðbali, af því að hestar ferðamanna gátu aldrei fengið þar fylli sína, er að breytast í iðja grænt tún. Þessar stórstígu ræktunarframfarir eru ungar, aðeins 2—3 ára. Hvað veldur? Pað veldur, að Húsvíkingar eru teknir að hirða allan fiskiúrgang, hvert tangur og tetur, og hagnýta til ræktunar. Til skamms tíma var á Húsavík, eins og í öðrum veiðistöðv- um norðan lands, öllu slógi kastað í fjöruna. Þar úldnaði það í röstum og er maðki sló í kasirnar varð fjaran öll og sjávarbakkinn kvik af maðki. Ó- daun þeim og óþrifnaði, sem fylgir þessháttar athæfi, verður ekki lýst með of sterkum orðum. Fyrir 2—3 árum tóku Húsvíkingar að ráða verulega bót á þessu ástandi. Pá tóku þeir að flytja slógið á túnin. Reyndist það, sem vitanlegt er, hinn bezti áburður. í fyrra sumar tók Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri sig til og bannaði að varpa neinu slógi í fjöruna af bryggju og upplagspöllum félagsins. Ástæður fyrir banninu voru: í fyrsta lagi ó- þrifnaðurinn, sem fylgdi hinni gömlu aðferð. í öðru lagi átti slorið þátt í að grynka höfnina, með því að sandur og Ieðja dróst í beinarastir í flæðar- málinu. Regar þetta fyrsta spor var stigið, gaf hreppsnefnd þorpsins út bann, er gilti um alla strandlengjuna. Síðan hefir ekki haus né dálki verið kastað í fjöruna. Á upplagspöllum og bryggjum þorpsins eru settir trékassar og í þá varpað öllum úrgangi. Regar lokið er aðgerð fiskjarins í hvert sinn, eru kassarnir tæmdir og slóginu ekið á túnin og nýræktarlöndin. Bezta ráun gefur sú aðferð, að ausa miklu af slógi á löndin óræktuð og láta þau auka gróður sinn 1—2 ár. Plægja síð- an í flag og láta gróa, sáin grasfræi og höfrum eða ósáin upp af fyrra gróðri. Um 120 dagsl. hafa á þennan hátt verið teknar til ræktunar í Húsa- vík síðastliðin 2 ár. Þar af er um helmingur kominn í meiri og minni rækt og gert ráð fyrir að hinn helm- ingurinn verði ræktaður meira og minna á næstu tveimur árum. Af þessari nýrækt hafa þeir Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri og Björn læknir Jósefsson um 30—40 dagsl. með höndum. Pessi vinnubrögð þorpsbúa verka á tvennan hátt til þrifnaðar og hagsbóta. í fyrsta lagi er þorpið eitt hið ánægju- legasta og líklega þrifalegasta á öllu íslandi. í öðru lagi grær land óð- fluga út frá þorpinu og á þátt í að bæta afkomu þorpsbúa og bera þá yfir misfellutíma veiðimenskunnar. Þannig leggur sjórinn til nýtt verð- mæti, sem með réttri hagnýtingu verk- ar til þess að tryggja framtíð sjávar- útvegsins á þann hátt að styrkja að- stöðu fólksins við sjóinn, svo að það þurfi síður að hvarfla til annara veiði- stöðva, ef afla tekur undan á Húsavík. í öllum veiðistöðvum hér við Eyja- fjörð og á Siglufirði herjar hinn stak- asti óþrifnaður. Tugir og hundruð smálesta af slógi og fiskiúrgangi úldn- ar þar í fjörunum frá ári til árs, með- an landið býður lítt gróið og nytja- laust að baki þorpanna. Ofurkapp rányrkjunnar á sjónum blindar augu manna fyrir siðmennilegum aðferðum við hagnýtingu þess geysimikla auðs, sem dreginn er úr djúpi hafsins. Hús- víkingar munu vera að komast á þá skoðun, að hirða beri slóg til hagnýt- ingar eigi síður en fiskinn. Sú skoðun þyrfti að útbreiðast til annara sjávar- þorpa, þar sem svipað stendur á. Mun svo reynast, þegar til lengdar lætur, að til mestra og varanleg- astra þjóðþrifa horfa þær athafnir, sem láta tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt. ------o------ F r é 11 i r. — Eins og' getið var í síðasta blaði tókst að stöðva brunann í Krossanesi vonum framar. Stórt geymsluhús ásamt einhverju af áhöldum verksmiðjunnar brann. Vörur ónýttust og þar á meðal mjög mikið af óbræddri síld er var geymd og beið bræðslu í þrónum. Eór mikið af henni í sjóinn, en það sem eft- ir er, er skemt af eldi og jámarusli, er varð laust við sprenginguna. Brotnuðu þá og' rúður í gluggum næstu húsa og lauslegir munir innan húss féllu niður og skemdust. Skaðinn er talinn nema hundruðum þúsunda króna. — Tíðarfarið hefir verið mjög stirt nú um skeið. Úr miðjum mánuðinum gerði norðanáhlaup með miklum veður- ofsa og úrfelli. Snjóaði þá í fjöll. Hefii' síðan verið hryðjuveður öðruhvoru með norðaustanátt og talsverðum kulda. — Kristján Halldórsson úrsmiður frá Stórutjörnum er aftur fluttur til bæj- arins og hefir opnað úrverkstæði I Is- landsbanka niðri. — Þegar Suðurlandspóstur var síð- ast á ferð vestur yfir Breiðamerkur- jökul, sprakk jökullinn undir honum. Féll 1 maður og 6 hestar í sprunguna. Náðust 3 af hestunum aftur iifandi en maðurinn Jón bóndi Pálsson á Svína- felli í Öræfum og 3 hestar fórust. — Slátrun hófst á þriðjudaginn í Sláturhúsi Kf. Eyfirðinga. — Haraldur Björnsson leikari er ráð- inn til að starfa fyrir Leikfélag Akur- eyrar næstkomandi vetur. Er hans bráðlega von heim. Mun leikfélagið ætla að taka snemma til starfa að þessu sinni og' fyrsti leikurinn ákveðinn: »Galdra-Loftur« eftir Jóhann Sigur- jónsson. — Um 300 marsvín voru nýlega rek- in á land á Hellissandi. — Síðastl. laugardag' voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ung- frú Magnea Daníelsdóttir og Vilhjálm- ui' Jónsson bílstjóri. — Þessi rit hafa blaðinu borist ný- lega. Tímaritið »Saga« úr Vesturlieimi. Er hún að vanda læsileg og skemtileg. Sögur frunwamdar og þýddar, kvæði, dæmissögur, þjóðsagnir, úi-valsmolar úr bókmentum, bókafregnir og margt smá- vegis er þar saman komið. — »Hlín« er í svipuðu formi og áður: Margvíslegir fræðimolar ásamt ritgerðum, söguleg- um fróðleik og skáldsögur o. fl. — vÁrsrit Nemendasamibands Laugaskóla« er talsvert stærra en í fyrra og í svip- uðu formi. Verður þess rits væntan- lega nánar getið hér í blaðinu. —Fimm fjölskyldur hverfa brott úr Akureyrarbæ í sumar og haust og eru þær þessar. Fjölskylda Jóns Espholin, Jónasar Rafnars, Freymóðs Jóhanns- sonar, Önnu Magnúsdóttur og' Jónasar Þorbergsonar. Jón, Anna og Freymóður ilytja til Kaupmannahafnar. — Dagur vill vekja athyg'li lesend- anna á auglýsingu Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara frá Hofsstöðum, þeirri er birtist í síðasta tbl. Vísast og til greinar Helga Valtýssonar á öðrum stað í þessu blaði. — Gert er ráð fyrir að Dagur geti haldið áfram að kcma út nokkurn veg- inn viðstöðulaust og að nýr ritstjóri taki við eigi síðar en um miðjan næsta mánuð. Nýi ritstjórinn verður, að minsta kosti til bráðabirgða, Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi. ———o------ Simskeyti. Rvík 21. sept. Símað er frá London: Endan- leg úrslit írlandskosninganna eru enn ekki kunn, en talið líklegt að fylgismenn ensk-írska samnings- ins nái þingmeirihluta. Frá París: Á fundi ráðuneytis- ins var ákveðið, að slíta ekki þeg- ar stjórnmálasambandi við Rússa. Stjórnin vill halda áfram tilraun- um um frakknesk-rússneskan ör- yggissamning, en ókunnugt er um, hvort ákvörðun hefir verið tekin um að æskja þess, að Rússar kálli heim Rakovskis sendiherra sinn. Reykjavík: Stjórnin hefir ný- ’lega skipað Pál Eggert ólason í útvarpsnefndina. Hinir mennirnir í nefndinni eru Gísli ólafsson og Lúðvík Guðm'undsson. Þá hefir stjórnin skipað í landbúnaðar- nefndina Bernharð Stefánsson. Frá Seyðisfirði: Nýlega drukn- aði barn í mógröf að Hrafna- björgum. Frá ísafirði: Vélskipið Eggert ólafsson misti út mann, Jón Jó- hannesson frá Hnífsdal, í óveðr- inu 16. þ. m. Maðurinn druknaði. Báturinn var hætt kominn. Hin viðurkendu ágætu „Svendbo rg“-eldfœri sem reynsla er fengin fyrir, að eru eldiviðardrýgst og kostaflest allra eldfæra á Norðurlðndum, eru nýlega mjög mikið fallin í verði svo nú er gott tækifæri að fá sér ódýra ofna og eldavélar. Þeir, sem hafa talað við mig um að fá ofna og eldavélar með »ís- landi«, sem á að vera á Akureyri 10. október, eru beðnir að hitta mig innan 25. septbr. Nokkrar birgðir hefi eg enn fyrirliggjandi, bæði af oínum og eldstóm. Jón Stefánsson. Strandgötu 35. — Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.