Dagur - 30.09.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 30.09.1927, Blaðsíða 3
41. tbl. DAGUR 155 ] 0 0 m 0 m 0 0 0 m 0 0 <§> Ryels Verzlun. Aldrei síðan Akureyri byggðist, hefir séðst hér eins fjöl- breytt úrval af allskonar vefnaðarvöru, fatnaði, og uliarvöru eins og hjá Ryel á þessu hausti. Vörurnar eru ekki aðeins fjölbreyttar, en samanborið við gæði og útlit svo ódýrar, að aðeins margra ára reynsla í innkaupum frá stærstu og beztu verksmiðjum álfunnar, gjörir það mögulegt að bjóða viðskifta- vinum slík kjör. Leitið þessvegna fyrst til Ryels, og þið sparið peninga og óþarfa hlaup. BALDUIN RYEL. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 framt aukin búsæld þess og um leið velmegun þjóðarinnar. f báðum leiðum var komið við á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Þar býr stórbóndinn Metúsalem Kerulf. Það sem eg dáði þar mest var hinn innilegi áhugi búanda á trjá- og blómarækt. Honum var blómagarðurinn sinn einn óhjá- kvæmilegur þáttur í búskapnum. Fyrir 2 árum hafði hann flutt reynitré í garðinn; var það tekið úr svonefndum Ranaskógi, sem liggur alllangt norðan bæjar. Tré þetta var einkar-fallegt, 3—4 metrar á hæð, teinrétt og vel lim- að og virtist ekki hafa beðið minsta tjón við flutninginn. Mun sjaldgæfara að svona flutningur hepnist, nema beitt sé einstakri varkárni og nákvæmni. Mörgum búandanum mun finnast að blóma- og trjárækt gefi lítið í aðra hönd. En eg fyrir mitt leyti get ekki skoðað það myndarbú- skap, sem ekki á ofurlítinn gróðr- arreit »sólarmegin« á heimilinu. Hallo'rmsstaðaskógur. Flestir munu heyrt hafa nefnd- an Hallormsstaðaskóg, en færri átt kost á því að sjá hann með eigin augum. Það á hann þó skil- ið, og ætti enginn, sem leið sína leggur um Fljótsdalshérað að láta hjá líða að heimsækja þenna hlý- lega birkiskóg. Svæði það sem skógurinn nær yfir, er talið vera um 480 hektar- ar að stærð; en land það, sem um- girt hefir verið, er langtum víð- áttumeira, því stórir skóglausir flákar eru sumstaðar innan um girðingar. Aðal-skógurinn liggur á 5 hæðuin, sem aftur eru meira og minna öldóttar. Þessar hæðar virðast vera ævagömul framhlaup úr fjallinu fyrir ofan. Auk hinna stærri birkivana spilda, eru berir klettahausar og melhólar hér og hvar um skóginn. En birldð virðist vera, minsta kosti sumstaðar, að leggja undir sig þessa auðu hrjósturbletti. Og þar sem skóglaust var fyrir 10— 20 árum, er nú kominn þéttur kjarrgróður. Hæð trjánna er af- ar mismunandi, en nærri mun láta að mestur hluti skógarins leiki þetta á 4—7 metra hæð. Hæstu trén eru í svonefndum Gatnaskógi, sem liggur meðfram alfaraveg, á milli Hallormsstaðar og Ormsstaða. Eru mörg tré þar 7—9 metra há og hæsta tréð nær 10 metrar á hæð. Fæst stærri trén eru reglulega falleg og bol- bein og stafar það sumpart af því, í hve miklum halla þau vaxa. Eitt tré sá eg þó með teinréttum, 3,2 metra háum stofni. Og gildasti stofninn (skamt fyrir ofan jörð), sem eg mældi var rúmur 1 metri að ummáli. Reynihríslur eru mjög sjaldséðar í skóginum, en gulvíði- runnar á nokkrum stöðum og það 3—4 metra háir. Allháir loðvíði- runnar vaxa þar á stöku stað. Undirgróður skógarins virðist vera fremur fátæklegur, og bar meira á því í þetta sinn en endra- nær, því gróður hafði kalið til- finnanlega í vorkuldunum. Af sjaldgæfum jurtategundum sem eg fann í skóginum, skal eg geta um fjólutegund eina, sem er ný fyrir island; nefnist hún á vís- indamáli viola epvpsila og hefi eg skírt hana birkifjólu, af því eg rakst fyrst á hana innan um birkikjarr. Er furðulegt að teg- und þessi skuli ekki hafa fundist hér fyr, þar sem hún má algeng heita á milli Hrafnkelsstaða og Grímsár, en þó einkum í Hall- ormsstaðaskógi. (Meira). Ingimár óslcarsson. -----o---- Orðsending. (Leikfimisnámskeið). Eins og auglýst hefir verið hér í blaðinu, byrja eg bréflega leik- fimiskenslu nú í haust. En þar sem tíminn er orðinn mjög stutt- ur þar til kensla þessi byrjar, vil eg biðja fólk' sem sendir mér um- sóknir eftir þennan tíma, að taka þetta fram: Aldur, fæðingardag og ár, fult nafn, heimili, sýslu og póststöð. Námskeiðið er bæði fyrir konur og karla og verður nemendum skift í flokka eftir aldri. Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum. -----o----- — Kirkjan. Messa og- ferming- á sunnudaginn kl. 2. F r é 11 i r. — Goðafoss kom frá útlöndum þriðjudaginn 27. þ. m. og fór á fimtu- dagsmorgunn áleiðis til Reykjavíkur. Meðal farþega voru Kristján Kristjáns- son söngvari og síra Sveinbjörn Högna- son. — Sú breyting hefir orðið á stjórn Hjálpræðishersins hér, að Oddur Ólafs- son, sem dvalið hefir síðasliðin 3% ár við miðstöð Hjálpræðishersins í Dan- mörku og kom hingað með Drotningu Alexandrínu síðast, hefir nú tekið við forstjórn hans. — Veðráttan hefir verið stirð und- anfarið. Stanslausar rigningar og jafn- vel hríðaði hér einn daginn. Þetta er mjög bagalegt því menn eru önnum kafnir við slátrun og sláturtöku en alt verður úr hófi óþokkalegt í svona tíðar- fari. — Síra Sigurður Einarsson frá Flatey messaði í Akureyrarkirkju á þriðjudagskvöldið, í Glerárþorpi á fimtudagskvöldið og messar í Lög- mannshlíð á sunnudaginn kl. 12. á h. d. — Gagngfræðaskólinn verður settur á morgun (laugardag 1. okt.) í hátíða- sal skólans. Vegna óhagstæðra skipa- ferða er fátt nemenda komið enn. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- band í Reykjavík ungfrú Sigríður Þorvarðardóttir, prentsmiðjustjóra í Reykjavík, og Einar Olgeirsson kenn- ari. Komu ungu hjónin með Drotningu Alexandrínu síðast. Heimili þeirra er á Eyrarlandsveg 19 hér í bæ. — Kristján Kristjánsson söngvari frá Seyðisfirði söng í Akureyrar Bio á mánudagskvöldið var í síðasta sinn. Húsfyllir var og áheyrendur alment hrifnir. Mun óhætt að segja að Kristján sé þegar orðinn einn vinsælasti söng- v^ri af þeim, sem hingað hafa komið síðari ár. --------o------- S im s k ey í i. Rvík. 24. sept. 1927. í gær var kveðinn upp hæsta- réttardómur í málinu: valdstjórn- in gegn Kjerulf lækni á ísafirði. Fékk læknirinn 1000 kr. sekt og var sviftur heimild til þess að gefa út seðla á áfengi eða áfeng- isblöndu. Hæstaréttarlögmennirn- ir Pétur Magnússon og Guðmund- ur ólafsson hafa höfðað mál gegn Alþýðublaðinu, fyrir greinarum- mæli í sambandi við sjóðþurðina hjá Brunabótafélagi íslands. Krefjast þeir þess, að ummælin verði kölluð aftur og greidd sekt fyrir þau og þar að auki 25000 króna skaðabætur fyrir álitsspjöll og atvinnuhnekki. Rvik. 28. sept. 1927. Eldur kviknaði nýlega í húsi hér. Kviknaði frá bruggunará- höldum, en tokSt að slökkva áður skaði yrði tilfinnanlegur. Tveir menn hafa verið handteknir í sambandi við mál þetta. wvvl.............. - , ..... | HJ^LPRÆÐISHERINN AKUREYRI '# »Laxamýri« Strandgata 19 B. I. Simi 49. Pósthólf 31, Qesta & Sjómannaheimili — Fyrir ferðamenn — — Ódýr og góð gisting — — Fyrir sjómenn — — Lestrar- og skrifstofur — —O— ♦ Opinberar samkomur: Sunnudaga, Priðjudaga, Fimtudaga og Föstudaga kl. 8,30 síðd. Allir eru boðnir og velkomnir! ♦ -o- ' I Sunnudagaskóli. Barnasamkomur. Æskulýösfélag o. fl. Allar nánari uppiýsingar um starf- '> S- semina gefur ÍO. Ólafsson forstjóri. .; Vegna þurka hefir vantsleysi orðið bagalegt víða á Suður- og Vesturlandi, sumstaðar voru skepnur .farnar að líða vegna vatnsleysis, áður en úrkomudag- urinn kom í gær. Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson hafa stefnt Morg- unblaðinu fyrir meiðyrði. Sátta- tilraun milli Alþýðublaðsins og liæstaréttarlögmannanna varð á- rangurslaus. Ari seldi nýlega afla sinn fyrir 1818 sterlingspund, annars hefir verið léleg ísfisksala til þessa. Innflutt ágúst 5,678,510, þar af hingað 8,412,396. ------o----- Frá Thorstínu Jackson. Ungfrú Thorstína Jackson hef- ir undanfarið verið á ferðalagi um Ameríku til þess að flytja fyr- irlestra um ísland og íslendinga. Efni í fyrirlestra sína ásamt fjölda mynda mun hún hafa safn- að síðastliðið ár, er hún var hér á ferð. Ungfrú Thorstína hefir sent Degi bréf og óskað eftir að hann leiðrétti þá umsögn um Land- námssögu íslendinga í N.-Dakota, að hún sé að miklu bygð á sögu- þáttum þeim, er birzt hafa í Al- manaki ólafs Thorgeirssonar. Telur hún að í mesta lagi sé einn tíundi hluti bygður á þeim þátt-. um. óskar hún að þetta sé tekið fram. út af ummælum ólafs Thor- geirssonar uim mynd Walters af fyrsta landnámskofanum, þá tel- ur og ungfrúin í nefndu bréfi, að málarinn, eins og skáldið eigi að hafa leyfi til að gefa hugmyndum sínum lausan taum. Þetta er rétt. En sagnfróðleikur og skáldskap- ur getur aldrei farið saman. Við það kemst hvorttveggja úr sinni réttu rás og afskræmist. Land- námssaga ísiendinga verður að byggjast á sannsögulegum heim- ildum en ekki hugmyndaflugi mál- ara og skálda. Það er því söguleg villa að sýna fyrsta landnámskof- ann með múrpípu upp úr þakinu. Sú vara var ekki fáanleg í Dakota á fyrstu árum landnámsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.