Dagur - 06.10.1927, Side 1

Dagur - 06.10.1927, Side 1
D AGU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). ^ aaur A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. de*. X. ár. Akureyri, 6. október 1927. 42. tbl. Samstarf atvinnuveganna. Fullkomin skipun á atvinnuháttum þjóðanna Ieiðir til samstarfs atvinnu- veganna þannig, að liver þeirra styðji annan gagnkvæmt gegnum viðskifti og og verklegar raðstafanir. Alhliða fram- för hverrar þjóðar er komin undir glöggri sýn manna um þessháttar meginnauðsynjar þjóðmálanna. Munu verða, í mörgum efnum, fundnar leiðýtj til þess að láta atvinnugreinar grípa hverjar inn í aðrar til fjölbreytilegra samstarfs og alhliða eflingar atvinnu- veganna. Sjávarútvegur Islendinga, einkum stórútgerðin, er vaxin upp á tiltölulega stuttum tíma. Fólkið, sem hefir bygt hann upp og starfað að vexti hans, er að mestu leyti upprunnið í sveitum og alið þar upp til þroskaára. Sveitirnar hafa þannig lagt fram til annarar höfuðgreinar atvinnuveganna kjarnan úr fólki sínu til margra ára/ Framlag þetta hefir orkað því, að sumum heim- ilum og stappar nærri því að sumum sveitum blæði til ólífs. betta er hin mikla fórn, sem bændaþjóðin íslenzka hefir á fáum árum fært á altari þjóð- framfaranna. Glöggsýnir menn sjá, að framtíð sjávarútvegsins er á ýmsan hátt komin undir stuðningi Iandbúnaðarins. ís- lenzkar sveitir munu hafa samskonar þýðingu fyrir íslenzka bæi, eins og sveitir allra landa hafa yfirleitt fyrir borgirnar. Jafnvel þótt borgirnar geymi margt það, sem tnenning þjóðanna á dýrmætast í fórum sínum, verða sveit- irnar alt af einskonar heilsuhæli land- anna. Andlegt og líkamlegt pestnæmi nær þar síður tökum á kynstofni þjóðanna, heldur en í þröngum iðn- aðarhverfum og óþrifalegum fiskiverum. bangað senda bæjarbúar börn sín til sumardvalar við gróðrarilm, fjallaloft og víðsýni Paðan fellur stöðugur straumur til bæjanna af fólki, sem hefir hlotið hollvænlegra uppeldi en kostur er á í bæjum. Kynslóðir bæj- anna, sem vegna of mikils þéttbýlis eiga við að stríða margvíslega óholl- ustu, endurnærast þannig beint og óbeint við heilsulindir gróandi sveita. Bæir, sem hafa sprottið með öruin vexti við kappsamlega sókn á djúp- miðin undanfarið, hafa lagt orku sína alla í hinn ytri vöxt en vanrækt að treysta undirstöðu sína og leggja stund á menningarmálefni og uppeldi barna sinna. Efnahagslega hljóta bæirnir, að standa höllum fæti, þegar afla tekur undan eða afturkippur kemur í yfir- spenta veiðisókn. Getur að því rekið einhvern góðan veðurdag, að atvinnu- skortur og stórmisbrestur f bjargræðis- vegum bæjanna þröngvi stórlega kosti íbúanna. bar sem svo háttar til verður land- búnaður að koma til hjálpar, hvar sem því verður við komið. Eitt af höfuð- verkefnum framtíðarinnar verður að efla ræktun við bæina og sjávarþorp. Verður á þann hátt bygður haldbærri grunnur undir framtíð bæjanna, heldur en unt er að byggja á sjávarútvegi, jafnvel þó tryggja megi þann atvinhu- veg betur en nú er gert. Flreinleg sjávarþorp með styrkum flota, sem sé stjórnað með velfarnað almennings fyrir augum og ríkulegt, vel gróið og ræktað land að bakhjalli á að vera framtíðarskipulag atvinnuveg- anna við sjóinn. -------o------ Gróðrarrannsóknir eftir Ingimar óskarsson. (Frh.). Guttormur bóndi á Hallorms- stað sýndi mér Gróðrarstöðina. Var henni komið á fót fyrir rúm- um 20 árum og liggur hún í skóg- inum sunnanverðum, spölkorn inn frá Hallormsstað. Villiskógur er á alla vegu, nema að sunnan; þar voru í fyrstu gróðursett ung birkitré, sem gagna áttu sem skjólgirðing í framtíð; enda er þar nú kominn 5—7 m. hár skóg- ur. Auk íslenzkra trjátegunda, eru nokkur útlend tré ræktuð í stöðinni. Þektastar eru: Lerki, heggur, greni og fura. 20 ára gömul skógfura hafði náð 2.25 m. hæð. Af grenitegundum hafði hvítgreni (picea alba) dafnað bezt; var orðið nálega 3 m. á hæð eftir 22 ára útivist. Til sáningar er altaf notað íslenzkt birkifræ, því oftar en hitt nær það fullum þroska. Það er líka auðséð að skógurinn er smátt og smátt að sá til sín sjálfur, og sumstaðar í nágrenni skógarins má sjá korn- ungar birkiplöntur. En þar sem slíkt er á ógirtu og óvörðu landi, verða hinar veikbygðu plöntur fénaði að bráð. En það sýnir samt, hve auðvelt er að græða upp skóg á þessum stöðvum, e£ vilji stæði að verki. Vil eg ráðleggja flestum, sem við trjárækt fást, að ná sér í birkifræ úr Hallormsstaðaskógi. í góðsveitum landsins væri auðvelt og ekki ýkja kostnaðarsamt fyrir bændur að afgirða blett á hentug- um stað og sá í hann birkifræi. Ef víða hefði verið byrjað á slíku fyrir nokkrum áratugum, væri viðmót sveitanna alt annað nú en reyndin er á. Nauðugur hverf eg á braut úr Ilallormsstaðaskógi. Það er svo margt sem laðar. Og í gegnum huga minn > líða sagnirnar um gróðrarfegurð liðinna alda, er »landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru«. Ilmurinn gerir and- rúmsloftið áfengt, og bolstyrk trén benda í hæðirnar. Það er sem þap hvísli í árdagskyrðinni: Við erum tákn um dáðrekki og fram- tak íslenzku þjóðarinnar. Ræktar- semi hennar gagnvart okkur er mælikvarðinn fyrir manngildi hennar. Þakklátur í hjarta mínu yfirgaf eg svo Fljótsdalshérað að kvöldi dags 2. júlí. Aftur í Reyðarfirði. Nú var Reyðarfjörður kominn í þann ham (auðvitað landið en ekki sjórinn), aðeg gat þegar byr- jað á athugunum mínum. Eyddi eg nokkrum dögum í það að taka gróðurhæðir norðan og sunnan- vert við fjarðarbotninn. Við sam- anburð kom það í ljós, að há- plöntugróður fjallanna liggur 200 —300 m. lægra yfir sjó, undan sól en móti. Norðvestur í fjöllin gengur Svínadalur; eftir honum fellur Búðará og niður í gegnum kaup- túnið. Nálægt dalsmynninu er einkar-fallegur foss, og í gilinu neðan við er stór, mosagróin urð. Eyddi eg miklum tíma í að skima niður í urðaholurnar, til þess að vita, hvort eg fyndi ekki eitthvað fémætt! Sá eg þar fáeinar plönt- ur af bergsteinbrjót (Saxifraga Aizoon), einni hinni fágætustu tegund, sem við eigum. Austan Svínadals fór eg 750 m. yfir sjó; var þá gróður þrotinn að mestu; enda stöðvuðu mig snjóskaflar og ldettar. Á niðurleiðinni kom eg að einkennilegri borg urða og kletta; það heitir Kista. Hefi eg hvergi séð jafnmikla fjölbreytni af Vinum og vandamönnum tilkynn- ist, að okkar elskaða dóttir, Helga Pálína, andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 5. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Hólakoti 6. október 1Q27. Anna Pétursdóttir. Guðmundur Gunnlaugsson. fléttugróðri og þar. Þetta var 500 m. yfir sjó og þó óx þar hjónagras (habenaria albida), þetta annál- aða galdragras, sem karlar og konur m,undu hagnýta sér svika- laust, ef þau kynnu með að fara! Það mun sjaldgæft vera, að planta þessi finnist svona hátt yfir sjó, og það svo að segja ein síns liðs innan um lágplöntugróður. Af Kistu er laglegt útsýni iim yfir dalbotninn, og eins út og suður yf- ir fjörðinn. Mér fanst þarna vera allra bezti sumarbústaður — að minsta kosti fyrir útileg'umenn. Niðri í dalbotninum er algrösugt og heimantil afgirtar engjar. En víða er parna einkennilegt sam- bland af lágléndis- og hálendis- gróðri, því fjallalækirnir bera með sér fræ fjallajurtanna. I þesari Svínadalsferð fann eg dvergasóley (ranunculus pygmæ- us), sem talin hefir verið afar-fá- gæt á Austurlandi, f Reyðarfirði finst tegund þessi víða í 500—600 m. hæð yfir sjó. 7. júlí var eg róinn yfir fjörð- inn, yfir á svonefnda Hrúteyri. Þar fellur Hi-útadalsá til sjávar. Getur hún orðið all-vatnsmikil í leysingum og ill yfirferðar. í henni eru nokkrir fossar og sumir allháir. Hæstur mun vera sá fossinn, er myndast, er áin beygir niður úr Hrútadalnum. Þar er hrikalegt gljúfur. Eru klettarnir auðgir mjög af mosagróðri. Og merkilegt þótti mér að finna þar jöklasóley og draumsóley í því úðahafi, sem fylti gljúfrið. Uppi í Hrútadalnum er einkennilegur foss; klettur á fossbrúninni klýf- ur vatnið svo að segja niður í gegn, þegar áin er ekki í vexti, og koma því fram tveir fossar, sem eru svo að segja hnífjafnir að stærð. Þenna foss skírði eg Tyí- foss. Austan við dalinn rís Kambfjall gróðurvana og snarbratt; en þar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.