Dagur - 06.10.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 06.10.1927, Blaðsíða 3
42. tbl. DAGUR 159 I. BRYIJ ÓLFSSON & KYARAN. HEILDSALA. UMBOÐSVBRZLDN. SÍMNEFNl: VERUS. SÍMI: 175. PÓSTHÓLE (». ^ AKLREYRI, 1. OKTÓBER 1927. TILKYNNING til kaupmanna og kaupfélaga á Norðurlandi. Það tilkynnist hérmeð, að við höfum opnað hér á Akureyri skrifstofu, sem ætlað.er að annast viðskifti okkar á Norðurlandi. — Við útvegum beint frá ágætum verksmiðjum og verzlunarhúsum erlendis allflestar vörutegundir, svo sem allskonar kornvörur, nýlenduvörur, niðursuðuvörur, mjólk, ávexii nýja, þurkaða og niðursoðna, sœlgœti, vindla, hreinlœtisvörur, vefnaðarvörur, veiðarfœri, manilla, hessianstriga, saumgarn, ullarballa, þakjárn o.m.fl. — Einnig munum við ávalt hafa fyrirliggjandi hér á Akureyri birgðir af allsk. nauðsynjavörum o. fl. með svo vægu verði sem frekast er unt. — Að þessu sinni er ókleyft að telja upp allar okkar fjölbreyttu vörutegundir, en gerið svo vel og lítið inn til okkar í Hafnarstræti 100 (Hótel Gullfoss, neðstu hæð), símið okkur eða skrifið, og mun öllum fyrirspurnum verða svarað greiðlega. — Virðingarfylst, p. p. I. Brynjólfsson & Kvaran. Ágúst Kvaran. P. S. Með síðustu skipum höfum við fengið miklar birgðir af allskonar nauðsynjavörum. — Viðskifti aðeins við kaupmenn og kaupfélög. Orðsending tn Jónasar þorbergssonar. Herra ritstjóri! Við burtför yðar á dögunum, héðan úr bænum, senduð þér ná- ungum yðar kveðju, sem menn á- litu að þér hefðuð samið eftir »kristilegu grunnlínunni« yðar. Þér voruð þar bljúgur í anda og auðmjúkur og þótti mér fara vel á því. Eg þóttist sjá, að enn sann- aðist hið fornkveðna, »að engum er alls varnað« og að iðrun eins og annars, hefði verið yður ríkust í huga við burtförina. En svo kem- ur viðbótar-kveðja frá yður í sein- asta blaði, og gerið þér mér þar þeim mun hærrá undir höfði en öðrum, að sú kveðja er að heita má, helguð mér einmn. Má því varla vera minna, en eg láti yður vita, að eg hafi lesið »kveðjuna«, þótt eg hafi að undanförnu látið yður algerlega afskiftalausan, þegar þér hafið verið að lýsa mér og starfsemi minni fyrir lesend- um »Dags«. Efni »kveðjunnar« til mín, er að reyna að gera mig tortryggi- legan í augum almennings, vegna þess að eg sé afgreiðslumaður »Sameinaða félagsins« hér á Ak- ureyri, tilraun til þess, að reyna að fá fjoldann til að álíta mig sitja á svikráðum við Eimskipafé- lag íslands. Þar gerið þér víst ó- vart meira úr mér og áhrifum mínum en þér hafið ætlað, því ekki er líklegt, að maður sem er svo sneyddur viðskiptatiltrú, sem þér segið um mig, sé þess megn- ugur »að halda fótunum á Eim- skipafélaginu« eins og þér svo smekklega orðið það. En nú verð eg að hryggja yður með því, að ef eg væri að vinna á móti Eim- skipafélagi íslands, væri eg jafn- framt að vinna gegn hagsmunum sjálfs mín. Eg er nefnilega meðal stærstu hluthafa í félaginu. Og það gæti illa samrýmst fjármuna- græðgi minni, eins og þér hafið oft og einatt með hjartnæmum orðum lýst henni, ef eg vildi koma í veg fyrir, eða vinna gegn því, að þau hlutabréf mín, gæfu sem mestan arð, að unt væri. Annars skal eg fúslega lýsa yfir, að í mín- um augum, er ekkert athugavert við, að annast afgreiðslustörf fyr- ir »Sameinaða« og munu margir samherjar yðar og máske sumir af húsbændum yðar, vera þar á sama máli og eg. T. d. annast »Kaupfélag Þingeyinga« af- greiðsluna fyrir »Sameinaða« á I-Iúsavík. Þér glamrið svo hvíldarlaust um óeigingirni og fórnfýsi, heimt- ið þær dygðir svo stöðugt af öðr- um, að þér hljótið að vera þeim kostum búinn í ríkum mæli, ef þér eruð ekki ómerkilegur blaðr- ari, sem ekkert getur sjálfur, nema að gelta að öðrum og heimta af þeim, það sem þér eruð ekki maður til sjálfur að láta í té. Því spyr eg yður nú og vænti yður verði ljúft, að veita refjalaust svar: Hvað hafið þér unnið til gagns fyrir Eimskipafélag ís- lands? Hve mikið hundraðsgjald af kaupinu yðar hjá »Degi« hafið þér t. d. lagt í hlutabréf félags- ins? Eg tek viljann fyrir verkið, hvað sem kemur upp um það. Flutningi á fólki, farangri og vörum, sem þér ráðið yfir, ættuð þér áð láta Eimskipafélag íslands sitja fyrir, sam- kvæmt því sem þér heimtið af öðrum. Haldið þér ekki, að margur hafi hlegið af predikun yðar, séð heilindin og samræmið, þegar þér hélduð héðan í nýju vistina, með »Dronning Alexan- drine« þess »Sameinaða« þótt »Goða- foss« færi svo að segja um leið og yrði nálega helmingi fljótari á leiðinni, en danska skipið, sem flutti yður og fólk yðar. Ekki hefur sú ferð orðið ó- dýrari en með Goðafossi. Hversvegna þá, að forsmá íslenzka skipið? Bjugg- ust þér við, að yðar göfugu persónu mundi líða betur, um borð í danska skipinu ? Og fór það þá svo, að nautna- löngun líkamans tröllsligaði þjóðræknis- hneigðir kappans, þau augnablikin sem þér voruð að kveðja Norðurland? Þá eru nú Oddeyrarkaupin. Eg undr- aðist er þér fóruð að vekja þann draug upp enn á ný. Hugsaði, að það sem farið hefir fram í málinu, hefði sann- að öfgar yðar svo rækilega, að jafnvel þér sjálfur, hefðuð látið sannfærast um, að þér hafið vaðið reyk í því frá upp- hafi. Eg segi ekki, móti • betri vitund. Ókunnugum til skýringar, skal eg í örfáum orðum, rekja hinn sanna gang málsins: Eg hafði ávalt ætlað mér, að stuðla að því, að Akureyrarbær fengi Odd- eyrina með sem beztum kjörum og sá ekki annan veg gréiðari, en að eg keypti allar eignir gömlu Gránuverzi- unar hér og seldi svo bænum aftur þann hluta Oddeyrar (túnin og strand- lengjuna að sunnan, ásamt leigugrunn- um o. s. frv.), sem menn álitu bæn- um nauðsynlegast að eignast. Eg verð að álíta, að eg hafi betur getað dæmt um kaupgetu Akureyrarbæjar, til þessa, en þér og ýmsir aðrir, sem mest hafa gasprað, ábyrgðariaust, um það mál. Reynslan hefir nú staðfest, að eg leit rétt á þetta. Eg bauð bænura Odd- eyrina, með tvennskonar borgunar- skilmálum. Eftir allar þær svívirðing- ar, sem þér hafið dróttað að mér, í sambandi við þetta mál, hefði maður getað vænst þess, að þér og aðrir sem vildu láta bæinn kaupa Oddeyr- ina, hefðuð verið búnir að tryggja honum fé, til þess, að geta keypt, án þess, að njóta hjálpar frá mér. En svo varð ekki. Bærinn gat hvergi fengið lán til kaupsins, með eins góðum kjörura og eg gerði kost á og hann sætti þeim svo, eins og rétt var. Eg hefi ekki lagt í vana minn, að svara yður og ætla ekki að gera framvegis. En eg ætla að árétta þessar línur, með því, að láta dómstólana athuga nánar, umrnæli yðar um mig, í »Degi« 30. sept s. 1. Ef þér gætuð fengið þá hirting, sem eg álít, að þér hafið unnið til, gæti hún orðið yður til viðvörun- ar framyegis, svo að þér lærðuð að láta saklausa menn í friði og hegða yður eins og siðuð mann- eskja. Akureyri 4. okt. 1927. Ragnar ólafsson. * Hér fellur úr kafli um annað efni. Á. J. ATHS. Grein þessi verður síðar tekin til athugunar hér í blaðinu. Á. J. Fréttir. — Brúarfoss kom á miðvikudags- morguninn vestan um. Tekur hann nú hið frysta kjöt, sem kaupfélög Eyfirð- inga og Vestur-Húnvetninga senda til Eiiglands. Brúarfoss fer héðan kl. 12 í kvöld. — Goðafoss kemur á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun. Er þetta auka- ferð og fer hann héðan til Reykjavíkur aftur. — Slátrun hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga verður lokið miðvikudaginn 12. október.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.