Dagur


Dagur - 21.10.1927, Qupperneq 2

Dagur - 21.10.1927, Qupperneq 2
166 DAGUR 44. tbl. mm Kolafarm af hinum ágætu hörpuðu D. C. B. eimkolum fá- um við í lok þessa mánaðar. Verða seld á bryggju fyrir 38,00 kr. tonnið. — Fáum einnig nokkur tonn af ágætu gas-koksi, sem verður selt á 55,00 kr. tonnið á bryggju. Peir sem enn eiga eftir að panta kol hjá okkur ættu að gera það hið fyrsta. — Sími 228. — Kaupfélag Eyfirðinga. •m •m Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kli 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. mönnum hafi aukist mikið fylgi, bændum talsvert en aftur á móti hafa hægrimenn stórtapað og vinstrimenn einnig tapað tals- verðu fylgi. -----o---- Ríki Evrópu. (Ágrip). Evrópa er þéttbýlasta álfa heims, eins og kunnugt er. Þar lifa 48 manns að meðaltali á hverjum ferkilometra, en í Norður- og Mið-Ameríku aðeins 6,9, Suður-Ameríku 3,5, Asíu 24,6, Afríku 4,8 og Ástralíu einn maður á hverjum ferkílómetra, að meðaltali. Þéttbýlasta land álfunnar, áð undanteknu kotríkinu Monaco, er Belgía. Þar koma 256,6 manns að meðaltali á hvern ferkm. Strjálbýlast er í Noregi (8,5 á ferkm.). og Finnlandi (9 á ferkm.). En þó er ís- land strjálbýlast allra landa álfunnar, því þar kemur tæplega einn maður að meðaltali á hvem ferkm. Með friðar- samningunum 1919 breyttist flatarmál ófriðarlandanna flestra. — Þannig misti Þýzkaland 68,823 ferkm. lands með 6% miljón íbúa. Aausturríki misti 216,171 ferkm., ITngverjaland 332,401 ferkm., Rússland 961,797 ferkm. og Tyrkland 4684 ferkm. Af þessu landi fengu Frakkar 14,500 ferkm., Rúmenar 156,989 ferkm., Italir 23,445 ferkm., Grikkir 21,085 ferkm., Danir 4046 ferkm. og Belgir 990 ferlcm. Auk þess risu upp ný sjálfstæð ríki. En af þeim eru þrjú stærst: Tékkóslóvakía, Júg'ó- slóvakía og Pólland. Samkvæmt nýjustu skýrslum er flatarmál allrar Evrópu 9,657,451 ferkm. og fólksfjöldi 463,609,0000. Hér fer á eftir yfirlit um ríkin í Ev- rópu, stærð þeirra og fólksfjölda (ný- lendur í öðrum heimsálfum ekki taldar með), stjórnarskrá, stjórnarfyrirkomu- lag og æðstu stjómendur, þjóðþing, trú- arbrögð og fleira: ALBANIA. — Stærð nál. 44,040 ferkm. Fólksfjöldi: nál. 850,000. Frá 1431 til 1912 var Albanía nálega óslitið hluti úr Tyrklandi. 20. desember 1912 var það viðurkent sjálfstætt ríki, en á styrjaldarárunum 1914—18 flúði stjórn- in úr landi og ríkti þar síðan algert stjórnleysi um skeið. 1917 var landið lýst lýðveldi og stjórn mynduð í Dur- azzo. Þjóðþingið er í tveimur deildum. í efri málstofunni (senatinu) eiga 18 þingmenn sæti, en 99 í þeirri neðri. For- seti lýðveldisins heitir Ahmed Bey Zogu (f. 1894). 71% landsmanna eru Mú- hameðstrúarmenn, 10% rómversk-ka- þólskir og 19% grísk-kaþólskir. ANDORA. — Lýðveldi í Pyrenea- fjöllum. Stærð um 450 ferkm. með 6000 íbúum. Greiðir árlegan skatt til Spánar, sem nemur um 800 kr. 1 stjórninni eiga 24 menn sæti„ og eru þeir kosnir af í- búum sex helztu þorpanna í ríkinu. Höfuðborgin heitir Andorra. AU STURRÍKI. — Stærð 83,833 fer- km. Fólksfjöldi 6,534,412. Höfuðborgin er Vín, 1,865,780 íbúar. Austurríska keisaradæmið leið undir lok í ófriðnum mikla og hinn 12. nóvember 1918 var það, sem eftir var af hinu forna keis- aradæmi, lýst lýðveldi. í nóvember 1920 gekk ný stjórnarskrá í gildi. Austur- ríki er nú samband 8 landshluta eða héraða, sem hafa sameiginlegar her- varnir, fjármál og tollmál. Löggjafar- valdið er í höndum sambandsþings í tveim deildum, sem kosið er til fjögra ára. Núverandi forseti lýðveldsins er dr. Michael Hainisch. Trúarbrögð: Ka- þólskir (fjölmennastir), mótmælendur, Gyðingar o. fl. BANDARÍKI RÚSSLANDS. (Þar með talin lönd Rússa í Asíu). — Stærð 21,875,000 ferkm. Fólksfj. 142,693,000 Höfuðborg Moskva, 1,900,000 íbúar. Rússneska ríkjasambandið var til fullnustu formlega stofnsett 6. júlí 1923. 'Stjórnarskrá 10. júlí 1918. Sam- bandsþing umboðsnefnda (soviet) Rúss- lands velur framkvæmdanefnd alríkisins. Hún skiftist samkvæmt stjórnarskránni í tvær deildir. í annari deildinni eiga sæti 414 menn, kjörnir hlutfallslega eft- ir íbúatölu hinna ýmsu ríkja í sam- bandinu, og í henni eiga sæti 100 menn, jafnmargir fyrir hvert ríkjanna. Innan þesarar framkvæmdarnefndar starfar sérstakt 21 manna ráð, 7 fyrir hvora deild framkvæmdaniefndarinnar og 7 kjörnir af báðum deildum í sameiningu. Sex eru forsetar í framkvæmdarnefnd- inni. Þeir eru þessir: Kalinin, Petrov- ski, Mussabekow, Cherviakov, Aitakov, Khodzhyaev-Faisula. Meðal ráðsmeðlim- anna má nefna þessa: Stalin, Tomsky, Kamenev, Rakovsky, Zinoviev og Trot- sky. BELGÍA. — Stærð 30,444 ferkm. Fólksfjöldi 7,744,259. Höfuðborg: Brussel, 794,311 íbúar. Stjórnarskrá Belgíu er frá 1830, en hefir tekið ýms- um breytingum síðan. Þingið er í tveim- ur deildum. 1 neðri deild sitja 186 þjóð- kjörnir þingmenn. í efri deild 93 þjóð- kjömir, engir yngri en fertugir, en auk þess kjósa sveitastjórnir einn þingmann í efri deild fyrir hverja 200,000 íbúa, og- í þriðja lagi kýs öldungaráðið sjálft nokkra þingmenn úr hópi merkustu borgara landsins. Konungur Belgíu er Albert I. (f. 8. apríl 1875). Níu tíundu hlutar landsmanna eru kaþólskrar trú- ar. BRETLAND (England, Skotland og Norður-lrland). — Stærð: 244,181 ferkm. Fólksfjöldi: 45,081,000. Höfuð- borg London, 7,616,229 íbúar. Þjóðþing í tveim deildum. Efri deild með 714 þingmönnum, neðri deild með 615 þing- mönnum. Konungur: Georg V. Trúar- brögð: Enska kirkjan, auk þess ýmsir aðrir trúarflokkar. BÚLGARIA. — Stærð: 103,146 103,146 ferkm. Fólksfjöldi 5,081,700. Höfuðborg: Sophia, 154,025 íbúar. Síð- an 1908 hefir Búlgaría verið óháð kon- ungsríki. í þjóðþinginu eru 227 þing- menn. Konungur ríkisins er Boris III. Aðal-trúarbrögð landsmanna: grísk-ka- þólska. DANMÖRK. — Stærð 42,925 fer- km. Fólksfjöldi: 3,420,000. Höfuðborg: Kaupmannahöfn, 729,214 íbúar. Stjórn- arskrá frá 1915. — Þjóðþing í tveim deildum: Efri deild með 149 þm., neðri deild með 76 þm. Konungur: Kristján X. (f. 26. sept. 1870, kom til ríkis 14. maí 1912), sem jafnframt er konungur Islands. — Trúarbrögð: Mótmæl. (í öðrum trúarflokkum um 70,000 manns). DANZIG. — Stærð: 1954 ferkm. Fólksfjöldi: 386,000. Borgin Danzig er, samkvæmt friðarsamningunum í Vei- sailles frá 1919, fríríki undir vernd Þjóðabandalagsins — Stjórnarforset- inn er dr. Heinrich Sahm. FINNLAND. — Stærð 388,483 ferkm. Fólksfjöldi: 3,495,186. Höfuðborg: Hel- singfors, 207,954 íbúar. Finnland sjálf- stætt lýðveldi 1919. Þjóðþingið er ein málstofa með 200 fulltrúum, kosnum til þriggja ára hlutbundnum kosningum. Forseti lýðveldisins er kjörinn til sex ára af 300 fulltrúum, sem kosnir eru af allri þjóðinni á sama hátt og þingfull- trúar. Forseti lýðveldisins er Lauri Kr. Relander. Trúarbrögð: Mótmælendur 97,5%. FRAKKLAND. — Stærð: 550,986 ferkm. Fólksfjöldi: 39,870.000. Höfuð- borg: París, 2,906,472 íbúar. Stjórnar- skrá frá 1875 og 1885. — Þjóðþingið er í tveim deildum: Efri deild með 314 þm. Neðri deild með 626 þm. Forseti franslca lýðveldisins er Gaston Doumergue (kos- inn 13. júni 1924). Síðan ófriðnum mikla lauk, hafa fimtán sinnum orðið stjórnarskifti í Frakklandi. ISLAND. — Stærð: 103,000 ferlun. Fólksfjöldi: 100,000. Höfuðborg: Reykjavík, 20,657 íbúar (1924). Kon- ungsríki í konungssambandi við Dan- mörku. Stjórnarskrá 18. maí 1920. Trúarbrögð 99 % % evangelisklútherskir. ÍTALIA. — Stærð: 309,720 ferkm. Fólksfjöldi: 39,860,000. Höfuðborg: Róm, 767,983 íbúar. Þingbundið ein- veldi. Konungur: Victor Emanuel III. Sem stendur því nær algert einræði for- sa,tisráðherrans Benito Mussolini og flokks hans. — Fascistaflokkurinn, sem styður Mussolini, er hálf miljón manna. Auk þess hefir hann 300,000 manna fastan hei-vörð. Mussolini gegnir 7 ráð- herraembættum í senn. Vald konungs og þjóðþings er mjög takmarkað. Trúar- brögð: Rómversk-kaþólsk (95,1%). NOREGUR. — Stærð: 323,793 ferkm. Fólksfjöldi: 2,772,000. Höfuðborg: Osló 252,830 íbúar. Stjórnarskrá 4. nóvem-- ber 1814, en breytt fimm sinnum síðan. Þingbundið einveldi. Konungur: Hákon VII. Trúarbrögð: Mótmælenda (97%). SPÁNN. — Stærð: 505,208 ferkm. Fólksfjöldi: 21,763,000. Höfuðborg': Madrid, 783,216 íbúar. Spánn er þing- bundið einveldi, en sem stendur er þing og stjórn hvorttveggja háð einræði Primo de Rivera hershöfðingja. Kon- ungur ríkisins er Alfons XIII. 12. sept- ember 1923 lét Rivera leysa upp þingið, reka stjórnina frá völdum og setti her- ráð í hennar stað. Þetta ráð stjórnaði landinu þangað til 3. desember 1925 að Rivera setti í þess stað borgaralega stjórn og gerðist sjálfur forsætisráð- herra. SVÍÞJÓÐ — Stærð: 448,460 ferkm. Fólksfjöldi: 6,053,562. Höfuðborg: Stokkhólmur, 442,528 íbúar. Stjómar- skrá 6. júní 1809 (með ýmsum breyting- um síðan). Konungsríki. Þjóðþing: Efri deild 150 þingmenn, neðri deild 230 þm. Konungur: Gustav V. Trúarbrögð: Mótmælenda. SVISSLAND. — Lýðveldi (bandalag 22 sjálfstjórnarfylkja). — Stærð: 41,295 ferkm. Fólksfjöldi: 3,936,000. Höfuð- borg: Bern, 104,626 íb. Sambandsþing: Fylkjaþing (ed.) með 2 þingmönnum úr hverju fylki (Canton), þ. e. 44 þingm., og þjóðþing (nd.) með 198 þingmönn- um. Framkvæmdarvaldið er hjá 7 manna sambandsstjórn. Forsetinn heitir Giuseppi Motta. TYRKLAND. — Stærð: 23,500 ferkm. Fólksfjöldi: 1,500,000. Höfuðborg Kon- stantinopel, 880,998 íbúar. Tyrkland varð lýðveldi 29. október 1923, og er stjórnarskrá lýðveldisins útgefin 20. apríl 1924. — Forseti er Gazi Mustafa Kemal Pasha. UNGVERJALAND. — Stærð: 93,010 ferkm. Fólksfjöldi: 8,368,273. Höfuð- borg: Budapest, 960,535 íbúar. Ung- verjaland gekk úr sambandinu vjð Austurríki 16. október 1918, og var tal- ið lýðveldi fyrst eftir skilnaðinn. En í nóvember 1919 brauzt Horthy aðmíráll til valda og reisti einveldið að nýju, og 1. marz 1920 var hann kjörinn æðsti stjórnandi landsins. Trúarbrögð: róm- versk-kaþólskir 64,2%, evangelist-lúth- erskír 27%, aðrir trúarflokkar 0,8%.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.