Dagur - 11.11.1927, Page 2

Dagur - 11.11.1927, Page 2
182 DAGUR 47. tbl. s: fmmmwmmmm VINDLAR: Habana 4 teg. Hollenzkir 18 teg. Danskir 10 teg. Þýzkir 5 teg.— SMÁVINDLAR: Hollenzkir 5 teg. Rýzkir 1 teg. Danskir 4 teg. — VINDLINGAR: Virginskir 10 teg. Tyrkneskir 5 teg. Egypskir 2 teg. Habana 2 teg. — REYKTÓ- BAK í dósum: 15 tegundir. — REYKTÓBAK í pökkum: 8 tegundir. — MELLEM SKRAA, SKIPPER SKRAA, SMALL SKRAA 2 tegundir. Plötu-tóbak. — Roel B. B. — Snús. Kaupfélag Eyfirðinga, ðliillliiiililiiiliiiftiiij Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá ki; 10-6. Guðr, Funch-Rasmussen. á Akureyri getur vottað, gat eg ekki fengið neina vissu um að skipið he’fði hraðari för, en áætl- unin mælti fyrir. Er það og títt um skip E. í. að þau verða að bregða áf áætlun og fara inn á aukahafnir. — Eg hafði þegar sent mestan hluta búslóðar minn- ar með »0rúarfossi« og átti óhægt með að dvelja lengi í auðum stof- um. Eg hefi og margsinnis bent á og síðast í greininni »Kyst á vöndinn«, að á meðan svo er hátt- að ástæðum í íslenzkum siglinga- málum, neyðast margir til að sæta hinum hröðu ferðum dönsku skip- anna. Eg skal játa, að mér var það óljúft, en eg taldi mig til þess neyddan, þar sem eg hafði ung- börn meðferðis og þurfti að sæta hröðustu ferð, sem kostur var á. Þér getið þess til, að eg hafi kosið að ferðast með hinu danska skipi, af því að »nautnalöngun líkamans« hafi orðið þjóðræknis- hneigð minni ýfirsterkari. Þetta þykja mér kynlegar getgátur og hljóta þær að styðjast við yðar eigin reynslu. Hefir þjóðræknis- kend yðar sljóvgast við hinar dönsku krásir í skipunum? Eru yður búin sérstök skilyrði til að svala fýstum yðar og »nautna- löngun líkamans« í hinum dönsku skipum? Efalaust munuð þér launa eldið í trúmensku við að hlynna að dönskum hagsmunum hér á landi, um leið og þér tínið fjármuni í yðar eigin digra sjóð. Þá eru Oddeyrarkaupin. ó- skammfeilni yðar í því máli er stórfurðuleg. Þér segist ávalt hafa ætlað yður að stuðla að því að Ak- ureyrarbær fengi Oddeyrina með sem beztum kjörum. Má eg nú spyrja: Var það af umhyggju- semi fyrir hagsmunum bæjarins, sem þér læddust burt eins og sak- bitin maður, hvert sinn sem Odd- eyrarkaupin voru til umræðu í bæjarstjórninni? Var það af sömu ástæðuan, sem þér fóruð á bak við samverkamenn yðar í bæjarstjórninni, sem voru að reyna að inna af höndum sameig- inlega skyldu yðar allra, — skyldu, sem þér voruð að láumast frá? Var það af umhyggjusemi fyrir hagsmunum og sóma bæjar- ins að þér áttuð óbeinan þátt í að hæjarstjórnin var smánuð og dregin á eyrunum af hinum danska umboðsmanni, Vester- gaard? Þér segist hafa vitað um fjárhagsörðugleika bæjarins og vanmátt hans að fá lán. Vitanlega vissuð þér um þetta, enda notuðuð yður ósleitilega. Þér spyrjið hvers vegna eg og aðrir höfum ekki verið búnir að tryggja bæn- um lán? Eg spyr aftur: Hvers vegna voruð þér, sem höfðuð ráð á því að kaupa meginhlutann af eignum Sameinuðu verzlananna á íslandi, ekki búnir að því? Hvers- vegna fóruð þér, sem þykist hafa borið fyrir brjósti hagsmuni bæj- arins, þessa krókaleið, að kaupa fyrst og selja bænum svo? Þér gerbuð það, til þess að klófesta verðmætasto hluta eignarinnar og láta Almreyrarkau'pstað greiða yður tvo peninga fyrir hvem einn, sem þér höfðuð greitt fyrir þann Khitann, er þér selduð bænum. Því hefir verið haldið vel leyndu, hvað þér hafið borgað fyrir allar þær miklu eignir, sem þér keyptuð af Sameinuðu verzlunum. En aldrei mun yður takast að telja mönnum trú um að þér hafið í þessum Skiftum við bæinn beitt öðrum yinnubrögðum heldur en yður og öðrum fjáraflamönnum eru töm. en þau eru að taka tvo eða fleiri peninga fyrir hvern einn, sem þér látið úti í viðskiftum. Þér hafið verið sérstaklega slingir í þessu almenna fjárbralli kaupsýslu- manna nútímans. Þessvegna hefir yður tekist að raka saman miklu fé. Á sama hátt dróguð þér sam- verkamönnum í bæjarstjórninni burst úr nefi og komuð fjárgróða- ífæru yðar í bæjarsjóð Akureyr- arkaupstaðar um næstu tugi ára. Og eftir allar þessar ófrjáls- mannlegu aðfarir, laumuspil og 0 m 0 0 0 0 0 0 0 w 0 0 G r íðar stó r ÚTSALA byrjar Laugardaginn 12. Nóvember í 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 £ RYKLS VKRZLUY. 9 Vetrar- er bezt að kaupa í Kápur, Frakkar, Stórtreyjur, Húfur, Nærföt, Peysur, Brauns Verzlui). Páll Sigurgeirsson. vel hepnaða fjárbrask í skiftum yðar við Akureyrarbæ, setjið þér upp slétt andlit og þykist vera vel- gerðarmaður bæjarins í þessu máli! Hvílíkt ofurmagn óskamm- f eilninnar! í áframhaldandi svörum til yð- ar verður athuguð afstaða yðar og yðar líka sem þjóðfélagsborg- ara. Reykjavík 23. okt. 1927. Jónas Þorbergsson. -----o----- Hnífsdalsmálið. Þess var getið í símfréttum hér í blaðinu fyrir nokkru, að ríkis- stjórnin hefði skipað Halldór Júlíusson, sýslumann í Stranda- sýslu, rannsóknardómara í Hnífs- dalsmálinu. Hann hefir unnið, og vinnur enn, ósleitilega að rann- sókn málsins, haldið réttarhöld yfir hinum ábærðu og vitnaleiðsl- ur í málinu;hefirýmislegtnýstár- legt gerst í sambandi við þenna málarekstur þar vestra. Þegar rannsóknardómarinn hafði kveðið upp úrskurð um, að Hálfdán Hálfdánarson og Eggert Halldórsson í Hnífsdal, skyldu fluttir til ísafjarðar í gæzluvarð- hald, Eggert þó á sjúkrahús, neit- uðu þeir báðir að fara sjálfviljug- ir í varðhald. Dómarinn kvaddi menn til að taka þá með valdi, en enginn fékst til þess, þar sem réttarhaldið fór fram í Hnífsdal, að gegna kalli laga og réttar. 1- haldsblöðin »Vesturland« og »Morgunbl.«, hældust um yfir þessu, og töldu öll tormerki á að lögum yrði framfylgt gagnvart þessum, sakfeldu mönnum, t. d. sjúkleik þeirra, slæmar heimilis- kringumstæður o. s. frv. Kvað nú við annan tón hjá þessum Ihalds- málgögnum, heldur en þegar þau eru að bregða verkamönnum um að þeir þverskallist við skipunum stjórnarvalda. Gátu þau tæplega gefið sjálfum sér eftirminnilegri löðrung. í skýrslum »Vesturlands« um málið, liggur- eggjun til hlut- aðeigenda um mótstöðu gegn skipunum rannsóknardómarans. En framkoma blaðsins fer að verða skiljanleg þegar þess er gætt, að samkvæmt vitnaleiðslum í málinu, berast böndin mjög að kosningaskrifstofu íhaldsflokksins á ísafirði. Þrjú vitni hafa borið það, að þau hafi, að tilhlutun kosninga- skrifstofunnar, verið flutt á bíf- reið frá ísafirði út í Hnífsdal til þess að greiða þar atkvæði, þrátt fyrir það að þau áttu öll atkvæðis- rétt á ísafirði. Þá er talið sannað fyrir réttinum, að atkvæðaseðlar tveggja af þessum vitnum höfðu mislagst í umslögin þannig, að seðill**Erlends Símonarsonar hafði farið 1 umslag Jakobs Erlendsson- ar og aftur öfugt. — Kona ein, er leidd var fram í réttinum, hélt því fram, að bifreiðarstjórinn, er flutti hana til Hnífsdals og talinn er mjög handgengini fhaldsmönn- um, hafi framkvæmt kosninguna fyrir sig. Margt fleira þessu líkt hefir komið fram við vitnaprófin. Þá hafa og vitni borið að þeim hafi verið boðnar fémútur fyrir atkvæði. 1'

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.