Dagur - 11.11.1927, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1927, Blaðsíða 4
184 DAGUR 47, tbl. Hús til sölu. Nýttnsteinhús vel vandað með öllum nútíma jDægindum á góð- um stað á Oddeyri er til sölu fyrir mjög sanngjarnt verð. List- hafendur snúi sér til undirritaðs sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Akureyri 9. nóvember 1927. Einar Gunnarsson. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAOA. Herkules —heyvinnuvélar Samband ísl. samvinnufélaga. Katfibætirinn ,Sóley‘ Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki þeim kaffi- bæti, sem beztur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vand- látustu kaffineytendur þekkja ekki gteundirnar í sundur á öðru en um- búðunum. Hreins-Kreolin er best. Og auk þess er það innlend framleiðsluvara. Sauðfjáreigendur! kaupið því Hreins-Kreoiin Á bónbjörgum. Það er nauðsynlegt að í hverju heilsuhæli sé bókasafn fyrir sjúklinga. Allur þorri rúmfastra sjúklinga má lesa meira eða minna eftir ásteeðum, og það er ó- hætt að segja, að lestur bóka styttir þeim marga stundina, sem þeim annars hefði fundist lengi að líða. öllum hælum berast meiri eða minni bókagjafir og auk þess láta sjúklingarnir eitthvað af mörkum sjálfir til bókakaupa og bókbands eftir efnum og ástæð- um. Heilsuhælið í Kristnesi er nú komið á laggirnar og fer bráðum að veita sjúklingum móttöku; en sem við er að búast, er þar ekkert bókasafn ennþá. Þegar leitað var samskota til byggingar hælisins, brugðust menn svo vel við og drengilega, að það væri óviðeig- andi að fara að biðja um peninga til bókasafns, en eg vil leyfa mér að biðja þá, sem bækur eiga, að gefa hælinu eitthvað af þeim bók- um, sem þeir búast ekki við að lesa aftur og er ekki veruleg eftir- sjón í. Eg veit, að það eru fjölda- margir, sem eiga eina, tvær eða þrjár bækur, sem þeim væri hér um bil sama um að láta, — og ein- mitt til þeirra manna sný eg þessu erindi mínu, auk bókaútgefenda og ritstjóra. Æskilegt væri, að sem flestar bækurnar væru á íslenzku, því að tiltölulega fáir sjúklingar munu geta lesið erlend mál sér til gagns, og helzt þyrftu þær að vera í bandi, því að fyrst um sinn er ekki hægt að búast við neinum verulegum fjárframlögum til bók- bahds af sjúklinga hendi. — Með- al annars má hælið til að eignast nokkrar sálmabækur, nýja testa- menti, biblíur og húslestrabækur þær, sem nú eru mest notaðar. Eg treysti því fastlega, að menn bregðist að sínu leyti eins vel við þessari bæn eins og öllum öðrum bænum í hælisins þágu, og ef svo verður, vil eg biðja menn að koma bókunum til mín eða þá til hr. bóksala Jónasar Sveinsson- ar á Sigurhæðum, sem góðfúslega hefir boðist til að veita gefnum bókum viðtöku. Þess skal að lyktum getið með þakklæti, að blöðin »Heims- kringla« og »Vörður« hafa verið send hælinu reglulega síðustu mánuðina og að á vígsludegi hæl- isins voru gefnar 18 kr. til bóka- safns sjúklinga. Kristnesi 6. Nóv. 1927. Jónas Rafna.r. -------o------- Stefán Einarsson norrænufræðingur hefir varið doktorsritgerð um íslenzka hljóðfræði við háskólann í Osló. Helgi Tómasson iæknir ver doktors- ritgerð um geðveiki við Kaupmanna hafnarháskóla 24, þ. m. Föt. Föt. Föt. V e f a r a f ö t i n eru sérstaklega gerö fyrlr (slendinga. Vönduð. Smekkleg. Ódýr. Fást hjá: Verzl. Eyjafjörður, Akureyri. K/F þingeyinga, Húsavík. K'F Skagfirðinga, Sauðárkr. Sig. Kristjánssyni, Siglufirði. S í m s k e y t i. Rvík. 9. Nóv. Innlendar fréttir. útflutningur íslenzkra afurða frá 1. Jan. til Októberloka þ. árs, nemur 48,644,440 gullkrónum. Fiskafli í Október er talinn 298,768 skippund. Rannsókn stendur enn yfir í Hnífsdalsmálinu. í gær og fyrra- dag hafði rannsóknardómarinn réttarhald í Bolungarvík, þar var Kristján ólafsson hreppstjóri fyr- ir rétti; og úrskurðaði rannsókn- ardómarinn að hrepp.stjórinn skyldi settur í gæzluvarðhald eða að öðrum kosti skyldi hann setja tryggingu fyrir návist sinni. í dag hermir fregn að vestan. að Bolvík- ingar hafi haft viðbúnað tíl að gera aðsúg að rannsóknardómar- anum, ef hann tæki hreppstjórann með sér, en til þess hafi ekki kom- ið. Nánari fregnir væntanlegar. Útlendar fréttir. Moskwa: Mikil hátíðahöld eru í Rússlandi þessa dagana. út af 10 ára afmæli byltingax innar. Miklir vatnavextír eru í ríkinu Massachusetts í Bandaríkjunum; 20 bæjir eru yfirflæddir og 10,000 manns heimilislausrr. Pilsudski hefir frestað þingfund- um í þingi Pólverja um oákveðinn tíma; hafa orðið uppþot 1 þinginu. Frá London er tilkynt að verka- menn hafi unnið eitt hundrao sæti við bæjarstjórna og sveitastjórna- kosningar í Englandi. -----o------ Prestskosning fór fram hér á Akur- eyri Sunnud. 6. þ. m. Kusu 1112 af 1895 sem á kjörskrá stóðu. Um 150 munu hafa kosið í Lögmannshlíðarsókn. At- kvæðaseðlarnir verða sendir til Reykja- víkur til talningar, þegar kærufrestur er útrunninn. M U N D L O S-saumavélar eru beztar. Kenni organleik í vetur gegn lægra gjaldi en aðrir. Jóhann Ó. Haraldsson, Oddagötu 1. Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. E I T T kemur öðru rneira. Bezta sönn- un þess, erti hin nýju Lj ungqvists- harmoníum. Til sýnis í Brekkugötu 80 o. v. — Aðalumboðsmaður er Stefán Ág. Kristjánsson. I apast hefir vasaúr (karlm.), á leið- inni frá Oagnfr.sk. og ofan á Torfunefs- bryggju. Skilist gegn fundariaunum til Qunnars Jóhannessonar Oagnfræðaskólanum, I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.