Dagur - 17.11.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1927, Blaðsíða 2
186 DAGUR 48. tbl. |§|# VINDLAR: Habana 4 teg. Hollenzkir 18 teg. Danskir 10 teg. Pýzkir 5 teg.— SMÁVINDLAR: Hollenzkir 5 teg, Pýzkir 1 teg. Danskir 4 teg. — VINDLINGAR: Virginskir 10 teg. Tyrkneskir~5 teg. Egypskir 2 teg. Habana 2 teg. — REYKTÓ- BAK í dósum: 15 tegundir. — REYKTÓBAK í pökkum: 8 tegundir. — MELLEM SKRAA, SKÍPPÉR SKRAA, SMALL SKRAA 2 tegundiÉ Plötu-tóbak. — Roel B. B. — Snús. :^Kaupfélag*Eyfirðinga.íí mauwttHnaaaa „Favourite“ sfangasápan er búin til hjá Dixon & Co. Dublin (stofnsett 1813). í 114 ár hefir þessi óviðjafnanlega sápa verið seld víðsvegar um heim, og allsstaðar hlotið einróma lof. Einkasalar I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN. og reynslan sýnir, án þess að þeir kæmust jafnframt á rekspöl með að geta kept með nokkra vöruteg- und, á fyrsta flokks erlendum markaði. — Síðasta mannsaldur- ihn hafa þó ýmsar leiðir verið reyndar. Á meðan fráfærur héld- ust alment við, voru lömbin sett á vetur og fluttir út lifandi sauðir. Síðar var svo, samhliða þeim út- flutningi, stofnað til smjörbua og sumstaðar jafnframt fjölgað kúm en fækkað ám. Nokkru síðar hurfu sauðirnir, og smjörið líka að mestu úr sögunni, sem útflutn- ingsvörur. Því næst var farið að leggja áherzlu á saltketsútflutn- ing, sérstaklega linsaltað dilka- kjöt. Þá lögðust fráfærur niður, heimilin framleiddu varla mjólk og smjör handa sjálfum sér, og engin lömb voru sett á vetur, néma til viðhalds fjárstofninum. Nú virðist saltketsöldin vera að kveðja, en vonandi er að við taki útflutningur á nýju keti, frystu og kældu. Þeirri breytingu fylgir auðvitað mikill stofnkostnaður sökum nýs útbúnaðar til fryst- ingar og flutnings á ketinu á' markaðinn. En eftir því sem nú horfir, má vona, að íslenzka ketið geti, í þessari mynd, orðið fyrsta flokks vara á hinum bezta erlenda markaði. — Hitt verður aldrei töl- um talið. hve mikið það hefir kostað bændur yfirleitt, beint og óbeint, þær byltingar á fram- leiðsluháttum sauðf j áraf urðanna, nú á fáum árum, sem lýst hefir verið; ekki sízt, ef litið væri á þær breytingar, í fóðrun og kyn- bótum sauðfjárins, sem hafa orð- ið þessu samfara. En hvað sem þeirri sögu líður, og hvem þátt, sem hún kann að eiga í núverandi skuldabúum margra bænda; þá er hitt víst að nú dugar ekkert kák í þeim framkvæmdum að nýtt ís- lenzkt ket, af sauðfé og stórgrip- um, verði framvegis aðalinnlegg landbúnaðarins, á erlendum markaði, og einnig meðal sem flestra neytenda innanlands. — Það leiðir ekki til neinna nýrra byltinga í búskaparháttum þeirra, sem sauðfjárrækt stunda. Hér er aðeins að ræða um breytingu á verkunaraðferðum á ketinu. En sennilegt er, að mest velti á, að til þesarar nýju verkunaraðferðar, verði vandað svo sem unt er, eink- um í byrjun, meðan verið er að vinna ketinu hylli á nýjum mark- aði. Á þessum fjárkrepputímum má búast við, að ýms héruð horfi mjög í kostnaðinn, sem bygging frystihúsa á öllum aðalhöfnum helztu landbúnaðarhéraða hefði í för með sér. En þeir góðu héraðs- búar — eða kaupfélögin — sem ráða víðast hvar lögum og lofum í þessu efni hér á Norður- og Austurlandi, þau ættu að athuga það kaupfélögin, hve miklu nem- ur á einu ári í hverju félagi sá verðmismunur, sem verða kynni á á frystu keti eða söltuðu; og reikna út hve mikill hluti það yrði af stofnkostnaðinum við húsbygg- inguna. Verðmismunur ketsins, á þessu ári, kemur sennilega í Ijós áður langt líður, og þó að hann yrði ekki altaf jafnmikill fram- vegis, þá er aðstaða framleiðenda miklum mun tryggari, þegar þeir geta geymt nokkurn hluta afurða sinna, ferskar í frystihúsum, á hvaða tíma árs sem er, eigi aðeins sauðaket, heldur ýmislegt annað. Nú eru til þrjú frystihús á Norður- og Austurlandi, í Vestur- Húnavatns-, Éyjafjarðar og Suð- ur-Múlasýslum. Full ástæða virðist til þess, að í svo stórum sauðfjár- ræktarhéruðum, sem Þingeyjar- og Skagafjarðarsýslum, verði reist frystihús þegar á næsta ári, á Húsavík og Sauðárkrók; og nú þegar mun vera vöknuð töluverð hreyfing fyrir þessu, að minsta kosti í öðru þessara héraða. Síðar yrði að sjálfsögðu að koma upp frystihúsi í N.-Múlasýslu t. d. á Vopnafirði. í Norður-Þingeyjarsýslu eru hafnir mjög slæmar. Þessvegna er líklegt að nokkur hluti N.-Þingey- inga mundi fyrst um sinn vilja reka sláturfé til frystihúss á Húsavík, ekki síst ef að vegur yrði lagður yfir Tunguheiði. Austur-Húnvetningar eru einn- ig illa settir sökum hafnleysis, en þó munu þeir hafa þolanlegan út- skipunarstað á Skagaströnd, og væri því kleyft að reka þangað fé fyrir þá, sem ekki geta sótt til Hvammstanga. Frystihúsin yrðu eigi aðeins notuð á þeim tíma, sem sauðaket er geymt til útflutnings á haustin og fyrripart vetrar. Að sjálfsögðu yrði einnig geymt í þeim nýtt ket og aðrar afurðir alt árið. Þær sveitir á Norður- og Austurlandi, sem þykja framleiða bezt sauða- ket, myndu að sjálfsögðu geyma þar ket til sölu á innlendan mark- að, ef til vill á hvaða tíma árs sem væri, og er augljóst hversu þýðingarmikið það er hjá því sem nú tíðkast, þegar ket frá Húsavík og Kópaskeri, sem ætlað er til innanlandssölu, er alt sent burtu á haustin saltað. Þá væri og, í sambandi við frystihúsin, fult verkefni fyrir hinn margumtalaða strandferða- bát, með kæli- eða frystiklefum, sem Framsóknarflokkurinn hefir barist fyrir á undanförnum þing- um, en íhaldsflokkurinn drepið. Það skip getur flutt ferskar af- urðir frá bændum dreifðra bygða, um dali og andnes, alt árið, ýmist í millilandaskipið »Brúar- foss«, eða til stærstu verstöðva og kaupstaða í landinu. Nú eru á- stæður víða þannig, að verzlanir í ýmsum bygðarlögum þykjast engin úrrœði sjá til þess, að selja fyrir bændur ket af stórgripum eða annað innlegg, sem heimilin geta framleitt. Afurðaútsala er engin nema í haustkauptíðinni. En skuldugir bændur þyrftu þó að hafa aðstöðu til, að geta lagt inn fyrir skuldum sínum hve- nær sem eitthvað felst til hjá þeim á árinu. Og reynslan sýnir að þau héruð, sem hafa daglega samband við útlenda og innlenda kaupend- ur innlendra vara, standa miklu betur að vígi í núverandi verzlun- arkreppu, en hin. Nægir í því efni að benda á umhverfi Akureyrar. Þegar litið er til þeirra úr- laúsna, sem við horfa á sviði land- búnaðarins, þá gat það ekki tal- ist nein tilviljun, heldur sjálfsögð siðferðileg sjálfsbjargarskylda af bændum, að spyrna sem flestum f- haldsmönnum út úr þinginu síð- astliðið sumar. Frá hvaða sjónar- miði sem litið er á, í landbúnaðar- málum, þá var það þjóðarnauð- syn. / engum málum, er eins stórt djúp staöfest á milli Framsóknar- og Ihaldsflokksins, eins og einmitt þeim málum, sem lúta að við- skiftalífi þjóðarinnar, út á við og inn á við. Ef að lesendur »Dags«, athuga framanritaða grein, út frá þessari ályktun, og kynna sér samvizku- samlega þingsögu síðustu ára, þá verða þeir ekki í vafa um, hvaða flokkur hefir unnið að því að spilla viðskiftaárferði þjóðarinn- ar á undanförnum árum, og hvor flokkurinn er líklegri til þess, að bæta úr því aftur og finna úr- lausnir til viðreisnar á því sviði. — Með erlendum vörulánuro, og viðskiftalánum, getur tekist að afstýra í bili felli og skorti af völdum harðæris og óhófseyðslu. En það kemur síðar að skuldadög- unum. Og þá getur svo farið að skuldabyrði landsmanna við út- lönd, leiði fslendinga, eigi aðeins til efnalegrar örbirgðar heldur jafnframt andlegrar þrælkunar undir valdi sterkari ríkja. Ef svo ógæfusamlega tækist til, mundu viðskiftaharðæri nútímans hafa alvarlegri og verri afleiðing- ar fyrir þjóðina, en fellisár fyrri alda. Þessvegna verður öll þjóðin að skilja, að nú gildir það mest, að stöðva sig í fallinu og skapa sér aðstöðu til þess, að klífa brattann á ný. --------o------ Brúarfoss fór fyrstu ferð sína með fryst- ann farm til útlanda í síðastl. mánuði og kom til London 13. okt., eftir tæpl. fjögra sólarhringa ferð frá Reyðarfirði- Frystivélar skipsins höfðu reynst ágætlega og kuld- inn í iestinni verið 7—8° Celsius. Farm- urinn var tæplega 20 þús. kindakroppar. (FráRvík; 2700 skrokkar, Hvammstanga 4000, Akureyri 9600, Húsavík 1300, Seyðisfirði 500 og Reyðarfirði 1000). Auk þess hafði skipið meðferðis 55 þús. gærur og 700 ullarsekki. Vörurnar vöru allar frá Sam- bandsfélögunum. — Áður hefir kælda kjöt- ið verið látið í umboðssölu f Englandi og selt á ábyrgð Sis, en í þetta sinn var frosna kjötið selt komið á höfn í London. Verður slðar skýrt nánar frá niðurstöðu þessa út- flutnings, *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.