Dagur - 15.12.1927, Page 2

Dagur - 15.12.1927, Page 2
202 DAGUR 52. tbl. Wf D^^4-..S.#^ 4>í 1 iAU^^o ®Éi K W Postulín til jólanna. Sff NÝKOMIÐ: BOLLAPÖR — fjöldi tegunda. BOLLAPÖR með áletrun vrð allra hæfi. KAFFISTELL — margar tegundir. KAFFl- og SUKKULADE-STELL. v MATARSTELL. KÖKUFÖT, -KÖRFUR og -BÁTAR. ÁVAXTASTELL (skálar með diskum) ofl. ofí. Kaupfélctg Eyfirdinga. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. en þegar nrálsókn er hafin fyrir al- vöru tekur liann á sig alla sektina, og hefir þá ekki nema eina ástæðu til skýringar á hvarfi peninganna, að hann hafi oft verið ölvaður og ekki vitað hvað fram fór. Þá hafi peningarnir farið, í hvað og til hverra veit hann ekki. — Ekkert bólar á rannsókn málsins i 3 mán. að tilhlutun fyrv. stj. og er því lítið hróflað fyrri en eftir stjórnarskiftin. — Magnús Guðm. og íhaldsblöðin hafa, þó seint sé, álitið viðkunnan- legra að bregða ljósi yfir röggsemi fyiv. dómsm.rh. M. G. í málinu. Og gefur M. G. sjálfur þá yfirlýsingu að hann hafi rétt áður en hann fór úr stjórnarráðinu, tilkynt forstj. Brunabótafél., að ef sjóðþurðin yrði ekki greidd innan þriggja daga, þá nrundi bæjarfógetanum verða afhent málið til rannsóknar. Það er vert að veita því athygli, að þessi stjórnar- ákvörðun M. G. er áþekk aðferðinni við embættaveitingu hans á varð- skipin! Hann gefur bréfið út, þegar hann er sjálfur viss um að verða farinn úr Stjórnarr. innan þriggja daga, og þarf ekki að taka úrslita- ákvörðun samkvæmt bréfinu heldur ætlar hann nýju stjórninni það. Það er einkennilegt að M. G. sjálfur og íhaldsblöðin skuli ekki þreytast á að skýra opinberlega írá svo aumingjalegri framkomu hans í hveiju málinu á fætur öðru Þá skýra íhaldsblöðin frá afskift- um núverandi stjórnar af málinu, og fullyrða þar hverja vitleysuna ofan í aðra. Telja þau reginhneyksli ■ að hún skyldi láta 3 vikur líða áður en rannsókn var ákveðin, og segja að hún hafi verið búin að »lofa að breiða yfir málið«, en síðan svikið það. Blöðin fleyta sér ekki lengi á þessari lygasögu, þó að með því eigi að draga athygli frá dáðleysi og myrkraverkum fhaldsmanna í málinu. Það er sízt vítavert, þó að nýja stjórnin, sem var ókunnug mála- vöxtunr hefði það til^firvegunar fyrstu dagana, og rasaði ekki fyrir ráð fram til sakamálsrannsóknar; það var ekkert skemtiverk að þurfa að spila strax á þann hátt úr þeim spilum, sem fhaldsstjórnin hafði á hendinni og skilaði af sér. Nokkrir lögfræðingar í Rvík, senr höfðu sambönd við stjórn og gjald- kera Brunabótafélagsins, beittu sér ntjög fyrir að ná samningum um ntálið við stjórnina fyrir hönd gjald- kerans, þannig, að rannsókn félli niður ef sjóðþurðin yrði greidd. Málið heyrði fjárhagslega undir at- vinnumáladeildina en réttarfarslega undir dómsmáladeildina. Atvinnu- málaráðh. hlaut að athuga hvort unt væri að bæta úr brotinu fjár- hagslega, og mun þessvegna hafa gengið inn á að yfirvega tilboð urn það. Jafnframt notaði stjórnin tím- ann til að athuga hina hlið inálsins. Hegningarlögin mæla svo fyrir, að falla megi frá ákæru fyrir sjóðþurð, ef fjártjónið er bætt innan þriggja daga, og ekki sé um fölsun að ræða. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú, að sjóðþurðin hafði verið dulin frá ári til árs, og að sú aðferð væri brot á hegningarlögunuin. Sakamáls- rannsókn var óhjákvæmileg og á- kvörðun uin það heyrði undir^dóms- málaráðh. — Eftir þessa niðurstöðu gat stjórnin ekki tekið við endur- borgun á sjóðþurðinni gegn þvi að sakamálshöfðun félli niður. Greiðslutilboð þau, sem lögð voru fyrir stjórnina reyndust ennfremur mjög ófullnægjandi og skorti mikið á fullnaðarskil, þannig að Bruna- bótafélagið yrði skaðlaust. Hinar 70 þús. kr. var ekki unt að fá end- urgreiddar, sú leið var - reynd, án nokkurs aðgengilegs árangurs. Það eru ósannindi Ihaldsblaðanna »að stjórnin hafi samþykt greiðslutilboð gjaldkerans, sem fullnaðargreiðslu upp í sjóðþurðina og lofað að falla frá sakamálsrannsókn«. — Eftir hina réttarfarslegu rannsókn á eðli málsins, sleit stjórnin öllum slíkuin umræðum; með ákvörðun frá dóms- málaráðuneytinu um að sakamáls- rannsókn skyldi fram fara. — Eru þá fáryrði »ísl.« um framkomu stj. í þessu máli, að fullu kveðin niður. Að sverja fyrir börnin. »ísl.« tekst álappalega að verja yfirdrepskap og Ioddaraleik hinna Ihaldsblaðanna, og virðist eigi ráð- legt af ritstj. að sverja fyrir börn þeirra. Með stóruin orðum bregður hann »Degi« um fáfræði, eða ó- sanna frásögn, um aðfinslur íhalds- blaðanna. En í athugasemdum sín- um sannar hann sjálfur að ummæli »Dags« og frásögn hefir verið rétt. Hann virðist ekki skilja sjálfan sig eða félaga sína. — 1. Til frekari staðfestu á orðum »Dags«, má benda á, að »Mbl.« 20. Nóv. s.l. bregður stjórninni um að »engin«- heimild sé til um að skipa launaða (sparnaðar)nefnd«. Þar er aðeins hneykslast á því að nefndin v skuli eiga að fá borgun fyrir störf sín og 22. Nóv. talar blaðið um, að »stj. hafi búið til þenna bitling handa gæðingum sínum«. Þetta út af fyrir sig er margendurtekið á- sökunarefni blaðanna. — »ísl.« tel- ur að blöðin hafi viljað að stjórnin veldi menn úr embættis- og starfs- mannahöp ríkisins, til að leysa nefndarstörfin af hendi án þóknun- ar. Eru embættismennirnir vanir því að taka að sér margra mánaða aukastörf endurgjaldslaust, án þess að fá aftur aðstoð við sín aðalstörf — eða vanrækja þau? Hvað segir »ísl.« utu það? — Stjórnin áleit að embættisinennirnir myndu tæplega verða óhlutdrægir dómarar við rannsókn og mat á eigin störfum, né róttækir í tillögum um samfærsiu einbætta og takmörkun á opinber- um starfskostnaði. — Eftir þessari bendingu íhaldsbl. mætti eins vel fela sýslumanni að endurskoða sjálfur eigin embættisfærslu! — eins og íhaldsstj. hefir að mestu látið viðgangast undanfarin ár. Þetta alvörulausa glamur blaðanna sannar bezt, að aðfinslur þeirra eru órökstuddar og gerðar til þess eins að eyða málinu. 2. Nákvæmlega hið sama fólst á bak við nöldur þeirra um daglaun rannsóknardómarans í Hnífsdals- málinu. Reynsla var fengin um að Iögfræðingur úr stjórnarráðinu, sem íhaldsstjórnin sendi til rannsóknar- innar í sunrar, virtist hafa lag á að láta málið sofna og ónýtast í hönd- um sér. íhaldsblöðunum var annast um að fá aftur samskonar málsineð- ferð; og þótti hin ýtarlega rannsókn Halldórs sýslum. óforsvaranleg (ekki »forsvaranleg« eins og »ísl.« segir). Annars er það augljóst að lögfr. úr stjórnarráðinu hefði eigi haft minni ferðakostnað en sýslum. til sama starfs og einhver annar þurft að gegna störfum hans í stjórnarráðnu, — í 2 til 3 mánuði fyrir daglaun. 3. Athugasemd sú sem Mbl. hefir tvi- eða þrítuggið, um sendiför Bjarna alþm. til úrlausnar á inn- kaupum tilbúins áburðar, er tilefnis- laus og rakalaus, en sýnist hinsveg- ar vottur um trúa húsbóndaþjónustu blaðsins við N. & 0. Ferðakostnað- ur sendimannsins er hinn sami, hvort heldur hann er úr stjórn Bún.f. ísl., eða ráðunautur þess, og annað fær maðurinn ekki. 4. »Dagur« flutti það rétt eftir »Mbl.« frá 15. Nóv. s.l. að það taldi »stjórnina eyða fé ríkisins al- gerlega að óþörfu, með því að senda málafærslumann til rannsóknar á Patreksfjörð«. Enda þótt blaðið teldi betur hæfa að senda lögfr. úr stjórnarr. í þeim erindum, þá breyt- ir það ekkert þeirri ályktun »Dags« um aðfinslur íhaldsbl. — að þær séu yfirleitt marklaust hjal og fleip- ur, en eigi af sparnaðarhug sprottn- ar. Þetta var augljóst. Fyrst og fremst af því, að kostnaðarhliðin við framkvæmd þessara atriða er svo lítilsverð í hlutfalli við tilgang þeirra. Það var, meira að segja, siðferðisleg og stjórnarfarsleg skylda stjórnarinnar, að framkvæma þessi störf með *þeim vinnukrafti, sem hún treysti bezt til þess. Og í öðru lagi skal því nú við bætt, úr því að »ísl.« flónskar sig á að verja þetta óvitahjal blaðanna — að það er í flestum atriðunum sprottið af pólitískri óhlutvendni og flokksof- stæki, eins og sést, meðal annars á því, að íhaldsblöðin hafa, frá sparnaðarsjónarmiði, ekkert athug- að við það, þó að stjórnin sendi málaflutningsm. Magnús Guðm. og 4 verkfræðing Jón Þorláksson . norður í land til starfa og greiði þeim daglaun úr ríkissjóði! Blöðin hafa ekki minst á að í þeirra stað hefði mátt senda lögfr. úr stjórnar- ráðinu eða verkfræðing, sem væri í þjónustu landsins, fyrir minni laun! Nei; blaðagarnrar íhaldsins, og þar á meðal »ísl.«, liafa þagað rækilega um þetta. Þessvegna eru allar ásakanir þeirra máttlaúsar. Það er eftirsjá að því rúmi, senr fer.til þess að rökræða við »fsl.«, þó það hafi verið gért í þetta sinn. Það skiftir svo litlu máli þó að ritstj. hans sitji fastur eins og mús í gildru, fyrir að ætla sér þá óhæfu, að sverja fyrir börn félaga sinna. Kingt til hálfs. Ritstj. »fsl.« er nú að hálfu leyti búinn að renna niður um-mælum sínum um skipun tollþjónanna. Það er varla von að hann taki það alt aftur í einu, notalegra að hafa það í smáskömtum. Hann er nú horfinn frá getgátum sínum um launin og viðurkennir að hér sé eklp enn þá um embættisstofnanir að ræða, heldur aðeins bráðabyrgðastörf. En hann heldur áfram að klifa á því að tolleftirlitið heyri ekki undir dóms- málaráðherra. innheimta' tolla, og eftirlit með að toii-löguin sé hlýtt, eru tvö aðgreinanleg störf cg fram- kvæmir þá sinn maðurinn hvert hlut- verkið. Fjárheimtan sjálf heyri undir fjármálaráðherrann, og sýslu- menn og lögreglustjórar framkvæma hana hver í sínu héraði, þó að dómsmálaráðh. hafi skipað þá í stöðurnar. Hlutverk hinna nýju toll- gæzlumanna er eftirlit með fram- kvæmd iaga, en ekki irmheimta. Löggæzla — alt opinbert eftirlit um að landslögum sé hlýít — toll- lögum sem öðrum — heyrir vitan- lega undir dómsmálaráðh. rrann, og þá um leið skipun gæzlumanuanna. Ritstj. má því með mestu ánægju kingja fleípri sinu um þetta næst. »fsl.« þorír ekki að kannast við að hann sé á móti aukinni tollgæzlu. »Dagur« vildi fá hreina játning hans eða neitun í því efni. Hvað á þá rugl blaðsins að þýða? — Hami blaðrar um að tíminn liafi verið orð- inn svo stuítur til þings og lítið um siglingar, að þessvegna hafi engin nauðsyn verið fyrir stjórnina að

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.