Dagur - 23.12.1927, Side 3

Dagur - 23.12.1927, Side 3
54. tbl. DAGUR 209 Þingmálafundir í,e“,ir Des. n. k. og í þingh. Glæsibæj.hr., Mánud. 2. Jah; n. k. Fundirnir byrja á hád. Eyrarlandi 19. Da,. 1927. Hnar Ámason. * RYBLS VBRZLUN þakkar öllum viðskiftavinum sinum nœr og fjær fyrir góð viðskifti d drinu og óskar þeim jafnframt gleðilegra jóla og góðs komandi drs. BAIiDUIN RYEL. Kapprœðufundur var háður hér í Samkomuhúsinu á Mánudagskveldið 19. þ. m. Hafði Guðmundur Friðjónsson látið bera þau boð um bæinn, að hann ætlaði að flytja þar erindi um ástandið í Rússlandi. í auglýsingunni var þess jafnframt getið, að Björn Líndal mundi leggja þar orð í belg og að Einari Olgeirssyni væri boðið á fundinn. Með fleiri orðum var gefið í skyn að búast mætti við heitum deilum, enda mun það eitt hafa safnað mönnum þar saman, svo að heita mátti troðfult hús. Frummælandi G. Fr. talaði fyrst í fulla kl.st. og skýrði frá ýmsum aíriðum úr bók eftir sænskan höf. próf. A. Carlgren, sem dvalið hafði 2 mánuði í Rússlandi 1924. Lýsti hann æði byltingarinnar, sem hafði lagt stórhýsi aðalsmanna í rústir, en drepið þá sjálfa og rekið úr Iandi og eyðilagt sögulegar þjóðmenjar. Þeir hefðu áður verið föðurlegir verndarar landseta sinna. En ráðs- menn stjórnarinnar beittu nú bænd- urna harðdrægni í skattgjölduin o. f!.; þá lýsti hann mentunarskorti alþýðurinar og virðingarleysi Rússa fyrir heiðri konunnar. Ennfremur lýsti hann afturför þeirra í iðnaði og verzlun. En ýms dæmi er hann tihiefndi úr bókinni, er áttu að sýna misbresti á þjóðlífi Rússa, virtust hégómleg, og benda fremur á und- antekningar en almenna reglu. Að erindinu loknu, fól frummælandi Steingrími Jónssyni bæjarfógeta, að stjórna umræðum á eftir. Einar 01- geirsson hóf því næst umræður. Skýrði hann frá því, að þegar G. F. hefði boðið sér að taka þátt í þess- um deilufundi, sem hér væri stofnað til í kveld, þá hefði hann sett það skilyrði við G. Fr. að ágóðinn af samkomunni væri látinn ganga til bókasafns sjúklinga á Kristneshæli. Hingað mundu fáir hafa komið til þess eins að hlusta á erindi frum- tnælanda um mál, sem að hann væri sjálfur mjög fáfróður um. Sam- koman væri sótt vegna þeirra kapp- ræða, sem auglýsingin hefði gefið fyrirheit um á eftir. Frummælandi væri vel að því kominn, sem erindi hans eitt aflaði honum, eins og aðr- ir prédikarar og listamenn, sem léku listir fyrir fólkið. En hitt taldi hann mjög óviðeigandi af frummælanda að notfæra sjálfum sér til tekna all- an arðinn af kappræðufundi um þau mál, þar sem hann legði hvorki til list né fróðleik af sínu eigin. — Frummæl. hafði sagst þurfaaðlifaá gáfum sínum og gómum eins og aðrir. — E. O. gerði samanburð á skoðunum G. Fr. fyrr og nú og vitn- aði til kvæða hans. Áður hefði hann, líkt og St. G. St. skáld áfelt bresku heimskúgunina í viðskiftunum við Búa og tekið málstað hinna fátæku gegn þrælum gullsins. Þá hefði hann viljað þjóna konginum við öskustóna. En nú væru hausavíxl orðin fyrir skáldinu í þessu efni þcgar nýlendurnar væru farnar að hrista af sér hlekki auðvaldsríkj- anna og fátæklingarnir í löndunum að kenna máttar síns til sjálfbjarg- ar, þá væri hann farinn að yrkja Iof- kvæði um gull-laxana hér á landi og annarstaðar, en níðkvæði um Lenin og foringja alþýðunnar. — Skáld- skaparþróun St. G. St. hefði verið gagnstæð þessu. Hann hefði altaf \'erið sjálfum sér samkvæmur í á- deilukvæðum sínum til hernaðar- böðla og kúgara smælingjanna, en haft samúð -með framsókn fátækl- inganna til hins síðasta, t. d. í kvæði sínu um Bolsevika. Þessvegna hefði hann altaf verið að vaxa, en hitt skáldið (G. Fr.) mundi nú fyrir al- vöru, vera farinn með skáldskap sínum að rita söguna af manninum sem minkaði — andlega. Þá sneri ræðum. sér að erindinu og bók Carlgrens, sem hann taldi vera bygða á mjög einhliða og takmörk- uðum ' upplýsingum um ástand Rússa. Enda hefði höf. síðar orðið áð fella ýmsa kafla úr bók sinni, sem ekki stóðust andmæli né óhlut- dræga kritik. — Taldi hann fjarri sanni að ráðstj. hefði viljað eyði- leggja hallir aðalsins eða forn og þjóðleg listaverk. Fjöldi af stórhýs- um fyrverandi keisarasinna væru nú notuð í almenningsþarfir fyrir skóla og til hjúkrunar sjúkum og miklu blóði hefði verið fórnað til að varðveita listasöfnin. Bændurnir hefðu fengið umráð á jörðuin sínum og korntollurinn hefði verið afnum- inn 1921. Mentun alþýðu hefði auk- ist frá því sem áður var. Þá minti hann á hjónabandslöggjöfina í Rússlandi, sem verndar rétt kon- unnar; og að kvennasala væri leyfð í flestum öðrum löndum en Rússl. Hinni föðurlegu umhyggju aðals- mannanna fyrir bændastéttinni væri bezt lýst í skáldsögum frægustu rit- höfunda Rússa, þar sem meðferð þeirra á bændunum hefði verið jafnað til þrælahalds. — f bók Carlgrens væri talið að iðnaðurinn hefði verið kominn 1921 niður í 2% af því,' sem hann var fyrir stríðið en 7% árið 1924 — þetta væri al- rangt. — Lægst hefði iðnaðurinn farið í 20% 1921, en nú væri hann orðinn 106%. Björn Líndal kom næstur á ræðu- pallinn til varnar málstað frummæl- anda, og til að berja í brestina, sem E. 0. hafði bent á í bók Carlgrens. Að vísu taldi hann sig fremur ó- kunnugann hinum rússnesku fræð- um. Vildi hann bera skjöld fyrir G. F. og stefnubrigð hans í skoðana- háttum og skáldskap. Skoðanaskifti hans mundu stafa af reynslu hins ráðsetta manns og væri það engin goðgá. Taldi hann að Bolsevikar vildu níða niður allar mannúðar- og sjálfsbjargarhvatir úr fari einstakl- inga; og afnám trúarbragða og hjónabanda væru stefnuskrárkröfur þeirra. (En það var rekið til baka af öðrum). Þessvegna væru heimil- in — undirstaða þjóðfélagsins — upprætt. Enda stefndu Bolsar yfir- leitt að upplausn og eyðileggingu varanlegra verðmæta, bæði hér á landi og annarstaðar til þess að undirbúa jarðveg fyrir byltinguna. Vék hann að ýmsu í athöfnum jafnaðarmanna hér á landi og víðar og hélt því fram, að *vinnulausir menn og ónytjungar kæmust jafnan til mestra metorða hjá þeim. Að vísu undanskildi hann E. O., er hann taldi sig geta lært mikið af, þrátt fyrir aldur sinn og reynslu. Hann gerði ráð fyrir að meirihluti fundar- manna mundi hlusta á E. O. með meiri ánægju heldur en sig; en var- aði fólkið þó við að ginnast á þeim grænu skógum, sem Einar byði því. — Þó að fyrri ræða B. L. væri öfga- full og reist á fjarstæðuin með köfl- um, þá var hún þó vel og stillilega flutt; en síðari ræða_hans var öllu lakari. G. Fr. fékk þá orðið til að and- mæla E. 0. og er skjótast frá því að segja, að hann mintist ekki á mál- efnið eða nokkurt atriði til varnar ræðu sinni, en vísaði í því efni al- veg til ræðu B. L. Nokkrum skýr- ingum og afsökunum varpaði liann fram gegn ákúrum þeim, sem að honuin var beint vegna ágóðans af samkomunni og skáldskaparbresta hans sjálfs. Kvaðst hann áður hafa veitt sjúklingum á heilsuhælunum fría skemtun, en fjárhagslegan stuðning gæti hann ekki af hendi látið. Verður vart talið að hann kæmi framar við sögu fundarins. Risu nú aftur upp til andsvara E. 0. og B. L., og áttust þeir mest ýið. Steinþór Guðm. skólastj. and- mælti með sterkum rökum ásökun- um B. L. um að jafnaðarmenn vildu uppræta heimilin, mannúðina og þióðernið. Kvað hann enga trygg- ingu fyrir því í þjóðskipulagi auð- valdsins að heimili fátæklinganna gætu varist uppiausn, og gegnt þeirri köllun að ala upp börnin og grundvalla þjóðfélagið. Það væri einmitt mannúðarstefna jafnaðar- manna, sem vildi hjálpa fátækustu heimilunum til þessa hlufverks. — Steingrímur bæjarfógeti mælti nokkur orð til varnar bók Carlgrens. Taldi hann að hin nýja stjórnarfars- tilraun í Rússlandi hefði mistekist — og bjóst við að hennar dagar væru bráðum taldir. Þar væri alt of mikið þrengt að einstaklings- og at- hafnafrelsi maruja; en í síðastl. 150 ár hefðu menningarþjóðirnar verið að sannfæra sig utp, að það væru aðalgæði lífsins. Frímann B. Arngrímsson flutti stóryrða ræðu í fundarlokin, sein lítið snerti umræðuefnin. Þegar litið er yfir fundinn í heild sinni, ber helzt að skoða hann sem skilmingaleik. Umræðuefnin voru fjarlæg íslenzkum málum, og um þau rætt með öfgum og orðaflaum, en eigi stillingu og sanngirni, þann- ig að áheyrendur voru næstum jafn- ófróðir eftir sem áður um ástandið i Rússlandi; og gátu nálega engar ályktanir af því dregið, sem unt er að nota í sambandi við íslenzk stjórnmál. virðist svo sem fyrv. fulltrúi íhaldsm. hér í bæ hafi vilj- að nota sér þetta tækifæri til þess að reyna sig við andstæðingana og örva lið sitt. Nú er það hans hlut- verk að sækja á, enda lét hann í ljósi að hann væri fús til að heyja fleiri slíkar brýnur síðar; líklega til þess að bæjarbúar gleymi ekki vopnfimi hans! Um tilgang frum- mælanda er öllum kunnugt. Fulltrú- ar jafnaðarmanna virtust öllu rök- fimari og rólegri í deilunum og fróðari um málin og æfðari í að fylgja föstum þræði í ræðum sínum. -----o----- Rökþrot „íslendings“. »Prúðmenska« íhaldsritstjóranna er, nú orðið, alþekt dygð! Þessvegna hefir þeim sjálfum orðið mjög tíð- rætt uin hana og talið hana öðrum til fyrirmyndar! En lesendur íhalds- blaðanna hafa litið öðruvísi á^málið. Og það svo, að komið hafa fram opinberlega kröftug mótmæli gegn rithætti blaðanna og svívirðing- um þeirra. En þeir láta það sem vind um eyrun þjóta, þokkapiltarn- ir' Venja þeirra er sú, að þegar þeir eru orðnir mát við að verja sinn málstað, með vífilengjum og útúr- snúningum, því að rök þekkja þeir ekki í neinum málum, þá haga þeir sér eins og götustrákar, ausa sorpi og æpa að andstæðingum sínum. Síðasti »ís 1.« ber vott um að ritstj. hefir ekki fundið neitt annað en kvarnir í sínu eigin höfði, þegar hann sá 52. tbl. af »Degi«. Hann hefir ekki fundið neitt handbært vopn til varnar inálum sínum. Sýni- lega hefir hann annaðhvort reiðst yfir sig, eða Sð einhver óvalinn kunningi hans hefir ýtt honum út í götubardagann; enda mun það ekki ótítt þegar þeim þykir hann vera of hæverskur! Og svarið til »Dags«, þeð eru kröftug rök!! — Það er á- kaflega sennilegt að »Dagur« þori ekki að fara ferða sinna um bæinn, fyrir þessu ofurmenni, sem á að heita ritstj. »íslendings«! Annars eru það uppspunnin ósannindi að »Dagur« hafi verið fullprentaður á Fimtudaginn, þó það væri hinn skráði útkomudagur — ekkert af blaðinu var fullprentað fyrri en á Föstudag, eins og prenturunum er kunnugt um. En það atriði skiftir ekki miklu máli. Hitt skiftir ritstj. »ísl.« mestu máli að hann fær áreið- anlega aldrei nein rök í höfuðið í staðinn fyrir hvarnirnar, til þess að andmæla »Degi. — Þessvegna mun »Dagur« halda uppteknum hætti um að beita hann viðeigandi vopn- um á hvaða sviði sem ritstj. »ísl.« kýs að fylgja orðum sínum, annar- staðar en í götusorpinu. Þar verðuf hann látinn vera einn um iðju sína, félögum sínum til sóma. Enda er það í samrærni við yfirlýsingu nú- verandi ritstj. »Dags«, þegar hann tók við blaðinu. ------o------- Tréskurðarnámskeið verður haldið á Akureyri í Janúar og Fehrúarmánuðum í vetur, að tilhlutun U. M. F. A. Geir Þormar, hinn oddhagi, er ráðinn kenn- ari. Mun marga unga hagleiksmenn fýsa, að nota þetta góða tækifæri til að fullkomna sig í þessari fögru list.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.