Dagur - 19.01.1928, Qupperneq 4
12
D A O U R
3. tbl.
Svo auðvelt
Sé þvotturinn soðinn
dálítið með FLIK-FLAK,
þá losna óhreinindin,
þvotturinn verður skír
og fallegur og hin fína
hvíta froða af FLIK-
FLAK gerir sjálft efnið
mjúkt.
Þvottaefnið F L I K-
F L A K varðveitir létta,
fína dúka gegn sliti, og
fallegir, sundurleitir litir
dofna ekkert.
FLIK-FLAK er það
þvottaefni, sem að öll
leyti er hentugast tll að
þvo úr nýtísku dúka. Við
tilbúning þess eru teknar
svo vel til greina, sem
frekast er unt, allar kröf-
ur, sem gerðar eru til
góðs þvottaefnis.
ÞVOTTAEFNIÐ
FLIK-FLAK
Einkasalar á íslandi:
I. BRYNJÓIiFSSON & KVARAN.
0
Vilt þú eignast
saumavél?
Við höfum nú fyrirliggjandi hinar alþektu
„ J U N 0“
saumav^lar, sem að dómi sérfræðinga eru frá-
bærar að gerð og útliti. Vegna hagkvæmra innkaupa
getum við boðið þessar ágætu vélar með lægra
verði, en hér hefir áður þekst.
,,JUNO“ handsnúnar kosta frá 85 kr.
,,JUNO“ stignar kosta frá 165 kr.
Snúið yður til sambandskaupfélaganna, sem annast
allar pantanir. í heildsölu hjá
SAMBANDl ÍSL. SAMVINNUFÉL.
*
RINSO.
STAÐA
Bæjarstjórastaðan á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. Júlí
þ. á. að telja. Laun kr. 5000, auk dýrtíðaruppbótar eftir sömu
reglum og launalög ríkisins ákveða. Stöðuna veitir bæjarstjórn
Akureyrar til þriggja ára í senn.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. Febrúar þ. á.
Nánari upplýsingar hjá undirrituðum.
Akureyri 16. Janúar 1928.
. í fjárhagsnefnd bæjarstjórnar.
Jón Sveinsson.
r
Ragnctr Olafsson. Steinþór Guðmundsson.
Jörð til sölu.
LEIFSSTAÐIR í Öngulstaðahreppi fást til kaups og
verið lausir til ábúðar í næstu fardögum.
Semja ber við undirritaðann eiganda jarðarinnar fyrir 20. Febrúar n. k.
geta
Leifsstöðum 16. janúar 1928.
Bjarni Benediktsson.
Tilkynning.
Ludvig David sendir ÍSLENZKU BÖRNUNUM kveðju sína og til-
lcynnir, að. í næsta mánuði verði með hverjum vöndli af hans þjóðfræga
F.XPORT-KAFFI afhent kaupendum ein litmynd og eru kaupendur því
vinsamlegast beðnir að gæta þess, að myndir þessar s*eu jafnan afhent-
ar þeim, þá er þeir kaupa LUDVI-G DAVID Exportkaffi.
Myndir þessar eru í flokkum og eru 6 myndir í hvorum flokki og
hafa þær allar mikinn fróðleik að geyma, nr. a. um:
VERKSMIÐJUIÐNAÐ.
UPPFYNDINGAMENN.
ÁVAXTAUPPSKERU um víða veröld.
LÍF FUGLANNA í heimskautalöndunum.
HOLLENSKA BARNALEIKI.
ALEXANDER SELKIRK (ROBINSON-Eyjan).
BÖRNIN eru beðin að safna þessum myndum, næstu mánuði, og
klippa jafnframt FRAMHLIÐINA úr umbúðunum um Exportið.
Myndum þes'sum verður einnig, á sama tíma, pakkað í hvern y4 kíló
pakka af brendu og möluðu kaffi frá
KAFFIBRENSLU O. JOHNSON & KAABER
og eru safnendur einnig beðnir að klippa FRAMHLIÐINA úr þessum
kaffipokum og safna meö myndunum.
Söfnun þessari lýkur 1. Október n. k. og eiga þá safnendur að hafa
skilað myndunum ásamt ofangreindum framhliðum umbúðanna, fyrir kl. 6
e. h. þann dag, á skrifstofu O. JOHNSON & KAABER, Hafnarstræti,
Reykjavík, og sé safn hvers einstaks afhent í lokuðu umslagi, með
greinilega árituðu nafni og heimilisfangi safnanda.
Safnendur utan Reykjavíkur skulu hafa skilað söfnum sínum á póst-
afgreiðslur eða bréfhirðingar eigi síðar en 1. Október.
Hvert umslag verður tölusett strax við móttöku, í þeirri röð sem það
er afhent.
Peir, sem skáldmæltir eru, eru vinsamlegast beðnir að láta fylgja
smákvæði um LUDVIG DAVID Jíjóðfræga kaffibæti.
VERÐLAUN — snotrir munir og leikföng — verða síðan veitt þeim,
er hafa flesta samstæða flokka og þau send vinnendum strax og lokið
verður tölu og skrásetning myndaflokkamia, sennilega síðari hluta Nóv-
ember n. k. sanrkvæmt nánari auglýsingu. Verða nöfn vinnenda síðan
birt í sérstakri auglýsingu.
VERÐLAUNIN VERÐA: TVENN 1. verðlaun.
—»— TUTTUGU 2. -
—»— FIMMTÍU 3. —
—>— EITT HUNDRAÐ OG PRJÁTÍU 4. —
FYRSTU verðlaun fá þeir einir, er, ásamt inyndasafni sínu, senda
bezta lofgerðarkvæðiö um LUDVIG DAVID KAFFIBÆTI og verða ó-
vilhallir menn kjörnir til að kveða upp dóm um, hver hljóta skuli.