Dagur - 27.01.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1928, Blaðsíða 1
DAOUR kemul' út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A í g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XI. ár. Akureyri, 27. Janúar 1928. Nýstárleg st/órnarfrumvörp. Ríkisstjórnin hefir nú lagt 34 frumvörp fyrir Alþingi. Kennir þar margra grasa, eins og vænta mátti. — Eru augljós stefnuhvörfin frá fálmi fyrverandi stjórnar, sem hvorki virtist hafa ráð á að bera fram nýjar hugsanir eða nýtilegar ráðstafanir mála í frumvörpum sínum. — Pað er athyglisvert að flest áf frumvörp- um núverandi stjórnar miða til þess að auka ræktun landsins og tryggja hinar ýmsu starfsgreinar landbún aðarins og samgöngur með strönd- um fram; og einnig til umbóta á réttarfarsmálum og menningu al- mennings í hinum dreifðu bygðar- lögum landsins. Meðal þeirra frumvarpa sem lögð hafa verið fyrir þingið síðustu dag- ana, má nefna: Frumv. um bygg- ingar og landnámssjóð. Samkvæmt því er stjórninni heimilað að útvega 5 miljón króna lán handa sjóðnum til að starfa með. Útlánaflokkar sjóðsins eiga að vera þrír: Úr I. flokki skulu veitt lán til bygginga í sveitum, gegn 5% greiðslu vaxta og afborgana á ári í 42 ár. Úr II. flokki skulu veitt lán til að reisa nýbýli á ræktuðu landi, gegn 3V20/0 vöxtum og sé það endurgreitt á 50 árum. Úr III. flokki skal veita lán til byggingar nýbýla og ræktunar á óræktuðu landi, lánin séu vaxta- laus en höfuðstóllinn endurgreiðist á 50 árum. — Gert er ráð fyrir 250 þús. kr. útgjaldalið á fjárlögum hvers árs vegna útlána-ákvæða þessara laga. Pá má nefna frumv. um verzlun á tilbúnum áburði. Með því er stjórninni heimilað að taka einka- sölu á útlendum áburði; og innan- lands má þá aðeins selja hann til bæjarfélaga, sveitafélaga, samvinnu- félaga og búnaðarfélaga. Notendum áburðarins er ætlað að snúa sér til þessara stofnana um kaup og út- vegun á áburðinum. Á öðrum stað i blaðinu eru talin ýms sljórnarfrumvörp, og má þar einkum benda á: frv. um nýtt strand- ferðaskip; frv. um rikisrekstur á víðvarpi og frv. um stofnun menn- ingarsjóðs, er styðji rannsókn íalenzkrar náttúru og þróun þjóð- legrar listar; andvirði upptækra vínbyrgða og sektarfé rennur í sjóðinn. Pað leynir sér ekki að núverandi stjórn þorir að taka þjóðmálin nýjum tökum og veita frjóvgandi straumum yfir þjóðlífs- akurinn. — Afstaða íhaldsstjórnar- innar í þeim málum, sem hér eru nefnd, var þannig, að hún beitti sér á móti auknu landnámi og ný býlastofnun; studdi erlent verzlun- arfirma í Reykjavík til þess að hafa hér einkaumboð á Noregs saltpétursáburði; barðist á móti byggingu strandferðaskips; fékk hlutafélagi í Reykjavík einkaleyfi til reksturs á útvarpsstöð, sem náði yfir lítinn hluta af landinu; lét upp- tækar vínbyrgðir Iiggja árum saman í steininum eða verða að engu og hirti lítið um að sekta bannlaga- brjóta. Straumhvörfin sýnast vera greini- leg. íhaldsstjórnin barðist á móti þessum áhugamálum landbúnaðarins og sveitanna; Framsóknarstjórnin beitir sér fyrir þeim. ------0------ A I þ i n g i. í síðasta blaði var skýrt frá kosn- ingum aðalforseta þingdeildanna; en varaforsetar eru, í E.-d. Jón Bald- vinsson 5. landsk. þm. og Ingvar Pálmason 2. þm. S.-M.; í N.-d. Porleifur Jónsson þm. A.-Skaft. og Jörundur Brynjólfss. 1. þm. Árn. Skrifarar i E,-d. eru Einar Árnason 1. þm. Ef. og Jónas Kristjánsson 6. Ik þm.; en í N.-d, Halldór Stefánsson 1. þm. N.-M. og Magnús Jónsson 1. þm. Rv. Nefndarkosningar ’fóru fram 20. þ. m. í báðum deildum og féllu þannig: Efri-deild: Fjárhagsnefnd: Ingvar Pálmason form., Jón Bald- vinsson ritari, Björn Kristjánsson. Fjárveitingan.: Einar ^rnason form., Páll Hermannsson ritari, Erlingur Friðjónsson, Jóhannes Jóhannesson, Ingibjörg H Bjarnason. Samgöngu- málan.: Páll Hermannsson form., Einar Arnason ritari, Halldór Steins- son. Landbúnaðarn.: Einar Árnason form., Jón Baldvinsson ritari, Björn Kristjánsson. Sjávarútvegsn.: Erl- ingur Friðjónsson form., Ingvar Pálmason ritari, Halldór Steinsson. Mentamálan.: Páll Hermannsson form., Erlingur Friðjónsson ritari, Jón Porláksson. Allsherjarn.: Jón Baldvinsson form., Ingvar Pálmason ritari, Jón Porláksson. Neðri-deild: Fjárhagsnefnd: Hall- dór Stefánsson form., Hannes Jónsson, Héðinn Valdimarsson ritari, Ólafur Thórs, Sig. Eggerz. Fjárveit- ingan.: Porleifur Jónsson form. Ingólfur Bjarnason ritari, Pétur Ottesen, Magnús Torfason, Jón Sigurðsson, Bjarni Ásgeirsson, Har- aldur Guðmundsson. Samgöngu- málan.: Gunnar Sigurðsson form. Hannes Jónsson ritari, Hákon Kristó- fersson, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson. Landbúnaðarn.: Lárus Helgason form., Jörundur Brynjólfsson, Bernharð Stefánsson, Jón Ólafsson ritari, Einar Jónsson. Sjávarútvegsn.: Sveinn Ólafsson form., Jörundur Brynjólfsson, Jóhann Jósefsson ritari, Ólafur Thórs, Sig- urjón Ólafsson. Mentamálan.: Asgeir Ásgeirsson form., Bernharð Stefáns- son ritari, Magnús Jónsson, Jóhann Jósefsson, Lárus Helgason. Alls- herjarn.: Sveinn Ólafsson, Gunnar Sigurðsson formi( Magnús Guð- mundsson, Héðinn Valdimarsson ritari, Hákon Kristófersson. í sérstaka nefnd til þess að athuga kjörbréf Jóns A. Jónssonar voru kosnir: Sveinn Ólafsson form., Gunnar Sigurðsson, Héðinn Valdi- marsson, Sig. Eggerz, Magnús Guðmundsson. Þessi stjórnarfrumvörp liafa verið lögð'fyrir jþingið: , Fi-v. til fjárlaga fyrir árið 1929, er nánar frá því sagt í símfréttum; frv. um heimild fyrir stjóm. til þess að láta smíða og reka strandferðaskip 4—500 smálesta, er hafi 70—80 teningsmetra kaelirúm og 40—50 manna farþegarúm. Kostnaður við bygging og rekstur skipsins greiðist úr ríkissjóði. Frv. um breyting á stj ómarskránni, sem sam- þykt var á síðasta þingi, lagt fram til endursamþyktar. Frv. um búfjártrygg- ingar: sveita- og bæjafélögum skal heimilt að stofna vátryggingarsjóði, með skylduábyrgð fyrir kýr, kynbóta- naut, kynbótahesta og hrúta. Skulu þeir endurtrygðir í Búfjártryggingasjóði íslands, er stofnaður verður 1929 með 15 þús. kr. tillagi úr ríkissjóði og greið- ist það árlega í 20 ár samfleytt. Frv. _um varnir gegn munn- og klaufnaveiki og öðrum erlendum alidýrasjúkdómum. Frv. um fækkun dýralækna. Frv. um lífeyri fastra stai-fsmanna Búnfél. ís- lands. Fi-v. um eftirlit með verksmiðj- um og vélum. Frv. um friðun Þing- valla. Frv. um bráðabyrgðabreytingu á hegningarlöggjöfinnni. Frv. um heim- ild fyrir stjómina til að láta reisa betrunarhús og letigarð. Frv. til hjúa- laga. Frv. til fjáraukalaga. Frv. um samþykt landsreikninganna 1926. Frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að reisa byggingu yfir opinberar skrifstofur í Reykjavík. Frv. um framleng'ing gild- andi laga um verðtoll. Frv. um með- ferð skóga og kjarrs og friðun á lyngi. Frv. til laga um kynbætur nautgripa. Frv. um ríkisrekstur á víðvarpi. Frv. um stofnun Menningarsjóðs til stuðn- ings almennri menningu, rannsókn ís- lenzkrar náttúru og þróun þjóðlegi-ar listar. Til sjóðsins falli árlega alt and- virði upptæks áfengis, sem ólöglega er j 4. tbl. flutt til landsins, og sektarfé fyrir bannlagabrot. Frv. um að dýrtíðarupp- bót starfsmanna ríkisins haldist til 1930. Frv. um breytingu á lögum um 25% gengisviðauka og að heimildin sé framlengd til 1930. F.rv. um sundhöll í Eeykjavík. Frv. um varðskip ríkisins og' starfsmenn á þeim. Síðustu Þingfréttir: Efri-deild hefir skipað nefnd í stjórnarskráranálið, í henni eru: Ingv- ar Pálmason formaður, Erlingur Frið- jónsson ritari, Páll Hermannsson, Jó- hannes Jóhannesson, Halldór Steinsson. Nefndin klofnaði þegar á'fyrsta fund- inum, mun meirihlutinn vera andvígur stjórnarskrárfrumvaiiiinu, en minni hl. — Jóh. Jóh. og Halld. Steinsson — vilja samþykkja það óbreytt. Kjörbréfsnefndin, sem hafði til með- ferðar kjörbréf Jóns A. Jónss., er þrí- klofin, og lagði hún fram tillögur sínar i fyrradag. Héðinn Valdimarsson legg- uj' til að kosningin verði ógilt; Sveinn Ólafsson og Gunnar Sigurðsson vilja að þingið, eftir atvikum, úrskurði kosninguna gilda, en benda þó í nefnd- aráliti sínu á ýmsa óheyrilega ann- marka á síðustu kosningu í N.- ísafj.s. sem fremur muni varða meðferð fyrir dómstólum þjóðarinnar; Magnús Guð- mundsson og Sig. Eggerz vilja að þing- ið samþykki kosninguna athugasemda- laust. Þegar stjórnin lagði fram í N.-deild frumvarp um sundhöll í Reykjavík, réðist Magnús docent. að stjórninni fyr- ir athafnir hennar i ýmsum öðrum málum, þó hann lýsti þakklæti fyrir þetta frv. Urðu umræður langar og harðskeyttar og tóku ýmsir þingmenn þátt í þeim auk stjórnarinnar. Virðist svo sem andstöðflokkur stjórnarinnar í N.-d. etji dócentinum á foraðið hve- nær sem tækifæri gefst til málskrafs og tímatafa í deildinni, enda þótf dag- skiármálin gefi ekkert tilefni til þess. Eftir að f jármálaráðherra M. Kr. hafði lokið aðalræðu sinni á Þriðju- daginn um fjárhaginn, hélt dócentinn uppteknum hætti um mælgi sína, en það er mjög sjaldgæft að aðrar umræð- ur fari. fram um leið og fjárlagafrum- varp er lagt fyrir þingið. Þótti dócent- inum óhæfa, að ætla fjárveitinganefnd að vinna störf sín á styttri tíma en viðgengist hefir undanfarið! Mikið rifrildi varð í N.-d. milli jafn- aðarmanna og íhaldsmanna, við 1. um- væðu um skiftingu Gullbr- og Kjósar- sýslu í tvö kjördæmi. --------O-------- »Dauði Natans Ketilssonarc var leikinn á Sunnudags- og Mánudags- kveld s. 1., bæði skiftin fyrir fullu húsi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.