Dagur - 03.02.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1928, Blaðsíða 2
18 DAOUR 5. tbl. Öllum, sem heiðruðu útför konunnar minnar, auðsýndu samúð og hluttekningu á einn eða annan hátt, votta eg alúðarþakkir mínar, tengda- móður minnar og allra annara aðstandenda. Akureyri 1. Febrúar 1928. Jónas Þór. Verða komu seld á bryggji á kr. 38.00 tonnið. Pantið í síma 2 2 8. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA hvers héraðs ákveður hvaða höfn sé hentugust til að hafa íshús. — 4. Vextir af lánunum séu 5% og þau afborgunarlaus fyrstu 5 ár- in, en greiðist svo með jöfnum af- borgunum á 30 árum. — 5. Stjórninni heimilast að greiða úr rikissjóði, verðmismun, eða tjón af tilraunum, sem S. í. S. kann að bíða við útflutning á frystu og kældu keti, haustið 1925, miðað við verð saltkets á útflutnings- höfn. Þessir liðir voru samkvæmt tillögum minnihluta kæliskips- nefndarinnar, en gagnstæðir meirihlutaálitinu. — »ísl.« segir: »Þingið aðhyltist á því þingi að leigja skip!« Ekki átti ríkið að gera það; og ekki skipaði þingið neinum öðrum að gera það. Að blanda saman á- kvörðunum Alþingis og Samb. fsl. Samlvinnufél., er meinloka, sem engum var trúandi til að setja á prent, öðrum en ritstj. »ísl.« — Ennfremur eignar »fsl.« Magnúsi Guðm. allar hugmyndir um samn- inga við Eimskipafél. fsl. um byggingu á kæliskipinu. En í frumvarpi Tryggva Þórh. og Jóns Árnasonar fi’á 1925, eru þessar tvær f rumvarpsgreinar: 4. gr. Úr ríkissjóði skal leggja fram, ef tii kemur, alt að þriðjungi kostn- aðar við kaup eða byggingu á skipinu, í hlutafé, þó eigi yfir 600 þús krónur. — 5. gr. Leitað skal samninga við Eimskipafélag ís- lands, umí að það leggi fram á- kveðinn hluta hlutafjárins, sem þarf til skipakaupanna, sem verða miætti forgangshlutafé, og um að það taki að sér rekstur og stjórn kæliskipsins að öllu leyti. Þegar fullséð er að nægilegt hlutafé fáist, má stjórnin semja um smíði eða kaup á kæliskipi. Vill nú ekki »ísl.« gefa út til- lögur meirihluta kæliskipsnefnd- arinnar og Magn. Guðm. í þessu máli?! til þess að ljóst verði hvað- an frumkvæði þess eru runnin. Er það ekki hastarlegt að blað- stjórinn skuli vera að tala um sjálfan sig sem sannleiksvitni í málinu? Um {jenijisviðo/ukann getur »Dagur« lýst því yfir, að hann telur ranglátt að halda þeim toll- lögum við, hvaða stjórn sem það gerir. Um mentamálin er það að segja, að »Dagur« hefir aldrei heyrt getið um, að »fhaldið hafi barist fyrir skipulagsbundnu skóla- og fræðslukerfi í landinu« — hvað þá í sveitum landsins. Undanbrögð »íslendings« í deilu- málum eru verri en flótti hans.' ------o------ Fr éttir. Dauði Natans Ketilssonur verður leikinn á Sunnudaginn kemur kl. 8 e. h. Leikurinn hefir verið leikinn 6 sinnum á tæpum hálfum mánuði við óvenju- lega góða aðsókn. Enskt toyarafélag greiddi ríkissjóði 24 þús. kr. fyrir það, að varðskipið »Óðinn« bjargaði fyrir nokkru togara, er það átti. En ríkisstjórnin hefir aft- ur g'efið 8000 kr. af þessari upphæð til eklcna og munaðarlausra barna sjó- drukknaðra manna í Grihisby og Hull. Ritstjóraskifti urðu við »Skutul« um nýárið; Halldór Ólafsson frá Gröf hef- ir tekið við blaðinu af séra Guðm. Guðm. frá Gufudal. »Helsingjar« heitir ljóðabók nýkomin úr. í Reykjavík, eftir Stefán frá Hvítadal. »Island« kom hingað á Mánudags- morgun og fór aftur á Þriðjudag. Margt farþega var með skipinu. RHstjóri Dags, Þórólfur Sigurðsson, fór snögga ferð til Rvíkur með Islandi. Stein'grbnur Mattjúasson, héraðslækn- ir, kom heim úr utanferð sinni með Is- landi. Haraldur Björnsson, leikstjóri, fór til ísafjarðar með Islandi,-til þess að koma þar á fót leiksýningum. Er hans von hir.gað aftur síðar í vetur. ------o------ Postullega trúarjátningin og helgisiðabók íslensku þjóðkirkjunnar. Fram að ái'inu 1910 voru prestar ís- íslenzku þjóðkirkjunnar eiðbundnir við höfuðjátningar evangelisk-lúterskrar kirkju, en með þeirri helgisiðabók, sem þá kemur út og nú er gildandi,' er eið- binding sú niður feld, en í hennar stað kemur loforð um »að predika guðs orð hreint og ómengað, svo sem það er að fmna í hinum spámannlegu og postul- legu riturn, og i anda vorrar evangel- isku lútersku kirkju«. Vitanlega vai' þessi breyting gerð sökum þess, að ó- hæfa þótti að binda prestinn við bók- staf trúarjátninganna. Þá var það runnið upp fyrir leiðandi mönnum kirkjunnar, að trúarjátningarnar eru ófullkomin mannanna verk og mega ekki vera okkur annað en vitnisburður um það, hvernig hugsað var á þeim tímum, þegar þær urðu til, og allar eru játningarnar frá löngu liðnum tímum, þegar hugmyndir manna um flesta hluti voru alt aðrar en þær eru nú. Þcss vegna sáu þeir, er voru leiðtogar íslenzku þjóðkirkjunnar í byrjun 20. aldar, að ekki náði nokkurri átt að ætl- ast til þess, að prestar geti játað trú sina með sömu orðum og trúmenn löngu höinna tímá, sem höfðu að mörgu ger- ólíkar hugmyndir um heiminn og lög- niál hans. Þeir feldu því niður téðan eiðstaf við prestvígsluna. Helgisiðabókin frá 1910 ber þess líka vitni, að trúarjátningar kirkjunnar hafa ekki slypað öndvegið í trúarhug- myndum þeirra, sem að henni unnu. I ar verður þess hvergi vart, að nokkur trúarjátning sé til nema í sambandi við skírnina og í beinu framhaldi af' því við fermingu ungmenna. Þó má segja, að hún sé ekki í neinu lífrænu sam- bandi við skírnarathöfnina, því að auð- veldlega má sleppa henni, og verður skírnarforhiúlan samfeld heild fyrir því, þó að hvergi sé breytt einu einasta orði að öðru leyti. Þegar presturinn hefif gert krossmark yfir enni og brjósti barnsins, segir hann: »Heyrum nú játning trúar vorrar, sem barnið á að skírast til«. Síðan flytur hann post- ullegu trúarjátninguna, spyr síðan, hvað barnið eigi að heita, eys það vatni og skírir það til nafns föðurins, sonar- ins og' hins heilaga anda, en trúarjátn- ingin er ekki framar nefnd .á nafn frekar en ef hún kæmi ekkert málinu við. Eg er sjálfsagt ekki einn presta um það, að hafa kunnað því illa, að verið er að flækja trúarjátningunni inn í jafn helga athöfn og skírnina. Það virðist vera lítið samræmi í því að fáta prestinn skíra barn til þeirrar játning- ar, sem ekki þykir hæfilegt að binda hann við og eins vel gert ráð fyrir að hann aðhyllist ekki sjálfur í öllum greinum. Og eg skýr.ði þetta ósamræmi með því, að verið væri af vorkunnsemi að lofa hinum gamla, deyjandi tíma að hafa eitthvað til að una sér við síðustu lífsstundimar. Og þegar eg heyrði, að verið væri að efna til nýrrar handbók- ar, þá taldi eg sjálfsagt, að í þeirri helgisiðabók myndi trúarjátningu hvergi að finna. Árið 1925 kaus prestastefna í Reykjavík nefnd manna til að vinna að því, að semja nýja helgisiðabók, og lagði sú nefnd fram bráðabirgðatillög- ur á prestastefnu, er háð var í Reykja- vík áíðastliðið sumar. Þær tillögur eru birtar í Prestafélagsritinu, og má þar sjá, að nefnd sú leggur til, að trúar- játningin verði meiri liður í skírnar- athöfninni en verið hefir og enn ríkari áherzla lögð á það, að til þessarar játn- ingar eigi bai-nið að skírast. Nefndin leggur til, að breytt verði á þann hátt, að presturinn spyr, þegar hann hefir haft trúarjátning-una yfir: »Á að skíra barnið til þessarar trúar?« Því er svarað: »Já«, og virðist svo eiga að skilja, að skírnarathöfnin verði ekki framkvæmd, ef svarað er á annan veg. Eg' minnist ekki að hafa í annað sinn fylst meiri undrun, en þegar eg sá þts-sa tillögu, því að mér hafði ekki annað í hug komið en að nefndarmönn- um — einhverjum að minsta kosti — hefði verið það ljóst eins og mér, að í ýmsum atriðum stríðir postullega trúarjátningin a móti trúarhugmynd- um alls þorra manna hér á landi, en í hana vantar það, sem flestir myndu fyrst og fremst vilja taka fram, ef þeir væru að vitna um trú sína á Jesú Kiist. Hvað er trúarjátning? Trúarjátning er vitnisburður manns- ins um það dýrmætasta, sem hann á í trú sinni og skoðunum, og þegar talað er um, að barn sé skírt til ákveðinnar trúarjátningar, þá er með því sagt, að fyrst og fremst eigi að leggja kapp á það að innræta barninu þær skoðanir, sem sú trúarjátning felur í sér. Athugum postullegu trúai'játninguna í því ljósi. Fyrsta grein hennar er í sannleika fyrsta játning hvers einasta manns, er trúir á persónulegan guð, hvar í heimi sem er og til hvaða trú- arbragðaflokks sem hann teldi sig, og það er sú trú, sem öllum mun ljúft að votta að þeir vilji innræta barni sínu. Alt öðru máli er að gegna um aðra greinina. Setjum svo, að við biðjum einhvem að skýra fyrir okkur trú sína á Jesú Krist og á hvern hátt hann vilji innræta hana barni sínu. Það eru hugs- áníeg margs konar svör, því að hug- myndir manna um Jesú eru ýmis kon- ar, og ýmislegt skilur með þá trúar- logu reynslu, er menn eiga í sambandi við hann. En víst er um það, að í post- ullegu trúarjátningunni er fátt eða ekkert að finna af því, sem kristnum manni lægi fyrst og fremst á hjarta að vitna um, hvaða stefnu sem hann tilheyrði. Þar er þess ekkert getið, að Jesús hafi lifað og dáið fyrir mennina, — að hann hafi kent okkur að þekkja föðurinn á hæðum og æðstu skyldur lífs okkar. Þar er fórnardauða ekki gctið með einu orði og ekki heldur, að Jesús lifi og starfi með kristni sinni alla daga alt til enda veraldar. Með öðrum orðum: þar er ekki getið þess dýrsta og helgasta, sem kristinn maður á í trú sinni og skoðunum í sambandi við Jesú Krist. En hinsvegar er þar þulið ýmislegt smávægilegt, sem eng- um myndi koma í hug að minnast á í sambandi við það helgasta í trú sinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.