Dagur - 03.02.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1928, Blaðsíða 3
5. tbl. DAGUR 19 Jarðarsala. 9 hundruð, ef til vill 16 hundruð í jörðinni Litli-Dalur í Eyja- firði, sem öll er 25,1 hundrað að gömlu mati, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Nánari upplýsingar gefur STEFÁN STEFÁNSSON, lögfræðingur, Strandgötu 29, Akureyri. ojt skoðunum, og annað er þar, sem beinlínis er fjarstæða fyrir öllum þorra íslendinga nú á tímum. Hverjum myndi vera það ríkast í huga, að móðir Jesú hét María, eða að sá hafi heitið Píla- tus, er landstjóri var á Gyðingalandi, þegar Jesú var krossfestur. Það er vit- anlegt, að hér á landi er fjöldi sann- kristinna manna, sem láta sér þá skoð- un mjög í léttu rúmi liggja, að María hafi verið meyja, er hún ól Jesú, eða hreint og beint afneita henni í hjarta sínu. Ekki virðist það heldur neitt í frásögur færandi, að Jesús dó og var grafinn. Sú skoðun, er liggui' á bak við ummælin, að Jesús sitji til hægri hand- ar guði föður og muni koma þaðan til að dæma lifendur og dauða, er mjög fjarlæg trúarhugmyndum okkar þjóð- ar nú á tímum. A bak við þau orð er sú hugmynd, að guð sé fjarlægur okk- uv mönnunum og Jesús sömuleiðis, meðan hann situr honum til hægri handar, því að þaðan kemur hann til að dæma okkur. Áreiðanlegt er líka, að ekki er Jesús okkur efstur í huga sem dómari. Auk þess tölum við eklci um dóm yfii' dauðum og lifandi. Tíl grund- vallar fyr'ir þeim orðum liggur sú hugmynd Páls postula, að einn góðan veðurdag forgangi himinn og jörð, og að þvi loknu fer dómurinn fram. Þá er gerður munur á þeim, sem látnir voru fyrir þann tíma, og eru þeir nefndir dauðir, af því að undanfarið hafa þeii' hvílt dauðir í gröfum sínum, en á degi dómsins upprís hold þeirra. Hinir, sem þá lifa hér á jörðunni, eru nefndir lifandi. Og ef maður vill játa trú sína á heilagan anda og þær náðargjafir, er fyrir hann veitast, þá myndi nútíma- maður ekki síst minnast á bænina, en hins vegar er hæpið, að sá, er eitthvað þekkir sögu kirkjunnar á undan förn- um öldum, haldi því fram, að hann trúi á hana. Hann getui' elskað hana og verið henni þakklátur fyrir mikið og mai'gt, sem hann telur hana hafa veitt sér og hann getur átt brennandi óskir um velferð hennár. En það nær varla nokkurri átt, að hægt sé að trúa á hana, sem eitthvað, er ekki geti skeik- að. Það geta katólskir einir gert í þekkingarskorti sínum og óheilindum við heilbrigða skynsemi. Og þó keyrir fyrst gersamlega um þverbak, ef gera á ráð fyrir, að íslendingar á 20. öld- inni játi trú sína á upprisu holdsins. Það endemishneyksli hefir að vísu ver- ið látið viðgangast til þessa, að prest- ar eru látnir segja það síðast orða yfir líkömum framliðinna, að þeir muni af jörðu aftur upp rísa. En bráðabirgða- tillögur handbókarnefndarinnar bera það með sér, að innan hennar hefir komið fram rödd um, að þar sé þörf breytingar. Og enn fremur kemur það { ljós, að nefndin -hefir talið hæpið að krefjast þess, að játuð se tru á upp- risu holdsins, því að tillögur koma um það, að í stað þeirra orða komi »upp- risa líkama« eða »upprisa dáuðra«, og er ætlast til, að með þeim orðum sé ját- uð trú á framhaldslíf eftir líkams- dauða. Er sú breyting að vísu til npkk- urra bóta, en hins vegar er það athuga- vert að vera að gera smábreytingar á trúarjátning'unni og lata þó svo heita, að trúarjátningin sé sú sama og hún áður var, því að við það missir trúar- játningin gildi sitt sem vitnisburður um trú og skoðanir eldri kynslóða. Það er skylda okkar við minningu liðna tímans að geyma með sem elztum um- merkjum og kostur er á, jafn forn- helgan grip og trúarjátningin er, en vera ekki að rangfærá skoðanir lið- inna kynslóða til þess eins að draga sjálf okkur á tálar og reyna að telja okkur trú um, að við getum tekið okk- ur trúarjátningu þeirra í munn. Virð- ist hitt miklu hreinlegra, ef litið er svo á, að trúarjátningunni megi breyta, að þeir menn, er álíta, að kirkjan megi eliki án trúarjátninga vera, vinni hreint og beint að því, að ný trúarjátning verði samin. Enn fremur er það við þessa tillögu haridbókamefndarinnar að athuga, að í daglegu tali nefnum við framhaldslíf sálarinnar ekki upprisu dauðra. Upprunalega er það orð þann- ig til orðið, að þegar framliðinn birtist, þá var það talið víst, að hinn jarðneski líkami hefði risið upp af gröf sinni. Að því leyti minnir það orðalag á skoðun- ina um upprisu holdsins; sem nú er orðin hreinasta fjarstæða í huga alls þorra manna, ef ekki hvers einasta manns á landi hér. við sannleikann, og getur fátt átakan- legra en þegar þær ásakanir reynast á ríikum bygðar. En nú var skoðun bjart- sýnna manna, að upp væri að renna nýr tími, sem vildi berjast undir merkj- um sannleikans og reka í burt óheilindi í kristindómsboðun kirlcjunnar. Það voru vorómar nýja tímans, sem kváðu við í erindum þeirra prestaskólakenn- aranna Jóns Helgasonar og Haralds Níelssonar, þegar þeir neituðu því, að truarjátningarnar ættu nokkurn rétt yfir samvizkum og sannfæringu þeirra, sem starfi í þjónustu kristinnar kirkju. Og það var vorgróður hins nýja tíma, sem birtist í því, þegar hætt var að binda prestinn á vígsludegi við bókstaf ákveðinna játninga. En er sá vorgróð- ur nú að falla á hálfnuðu þroskaskeiði? Ætlar prestastétt landsins að gera sig seka í þeiri'i óhæfu að mótmæla með öðni munnvikinu því, sem hún hefir boðað með hinu? Getur prestum og leikmönnum dulist það, að það er hc-rfilegt ósamræmi í því að ætla presti að skíra barn til játningar, sem ekki þykir viðeigandi að krefjast að hann undirgangist sjálfui? Getur þeim dul- ist, hvílík ósvinna það er að taka lof- orð af móður um, að barn eigi að skír- ast til skoðana, sem móðirin aðhyllist alls ekki sjálf og dettur ekki í hug að lisdda að barni sínu? Getur þeim dulist, hvílík ógn það er að láta hrein og bein ósannindi vaða uppi í helgiathöfnum kirkjunnar? Það ætti engum að geta dulist, að móðurinni er það heilög stund, þegar hún kemur með barnið sitr. til að færa það Jesú í hinni heilögu skírn, og' þar er ekki staður fyrir nein óheilindi. Það á ekki við að þvinga haria til að fara með ósannindi fyrir hond barnsins, vitandi eða óafvitandi, eða varna henni þeirrar athafnar að öðrum kosti. Væntanlega heyra svo margir til sín kallað af konungi sann- leikans, að komið verði í veg fyrir það, að hin helga skímarathöfn verði saurg- uð með fölskum vitnisburði um það, sem maðurinn á helgast í trú sinni og skoðunum. Saurbæ í Eyjafirði, 19. Nóv. 1927. Ghmnar Benediktsson. Simskeyti. Rvík 29. Jan. 1928. Umræður um kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar fóru fram á Föstudag 27. þ. rm. og Laugar- dagsnótt, og urn kl. 3 um nóttina, var þeim frestað um óákveðinn tíma, en sennilegt að þeiip verði framihaldið á Mánudag. Umræð- urnar voru svæsnar. Framsókn gerir miálið ekki að flokksmáli. Tryggvi Þórhallsson og Jónas kosningarinnar, en Magnús Krist- jánsson samþykkingu hennar. Seyðisfirði: Við, bæjarstjórnar- ,kosningu til 5 ára hlaut íhalds- listi 207 atkv. og kom að Sveini Árnasyni. Alþýðulistinn hlaut 179 atkv. og kom að Guðm. Bene- diktssyni. Alls voru greidd 393 atkv.; var 1 seðill auður og 6 ó- gildir. Við bæjarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík fékk íhaldslist- inn 3207 atkv., Alþýðuflokkslist- inn 2402, Frjálslyndaflokkslistinn 1018 atkv. Kosnir voru 3 af í- haldslista og 2 af Alþýðuflokks- lista. Halldór Steinsson flytur frumv. um aukna landhelgisgæslu, og að bygt sé nýtt skip til hennar svo fljótt sem unt er. Einari Jónassyni sýslumanni Barðastrandasýslu hefir verið vikið frá embætti. Oslo: Stjórn Jafnaðarmanna er fullmynduð í Noregi. Hornsrud er forsætis- og fjármálaráðherra, Edvard Bull utanríkisráðherra, Alfred Madsen félagsmálaráð- herra. Rvík 31. Jan. 1928. Mál Jóns Auðuns verður tekið fyrir kl. 8Á2 í kvöld. Ibanez er látinn. Búist er við að Spánn gangi inn í Þjóðabanda- lagið á ný. Vélbáturinn Þuríður í Vest- mannaeyjum varð fyrir vélbilun í fiskiróðri 28. þ. m. Varðskipið óðinn hóf leit eftir honum og fann hann kl. 2 aðfaranótt 30. þ. m. 15 miílur suður af Geirfugla- skeri; hafði straumur borið hann alla þá leið. 1 Rvík 1. Febr. 1928. Kosning Jóns Auðuns var tekin gild í nótt í sameinuðu þingi mteð 22 atkv. Þeir, sem greiddu at- kv. með voru íhaldsmenn allir, Magnús Kristjánsson, Ásgeir Ás- geirsson, Benedikt Sveinsson, Gunnar Sigurðsson, Halldór Ste- fánsson og Sveinn Ölafsson. J A R F U R óskilahestur er í Skrióu í Hörgárdal. N E FTÓB AK, skorið og óskorið þykir bezt hjá Jóni Guðmann. hin dásamlega Tatol-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan og bjartan litarhátt. EINKASALAR: I. Brynjólfsson & Kvaran Á móti voru jafnaðarmenn all- ir, Jónas Jónsson, Ingvar Pálma- son, Lárus Helgason, Magnús Torfason, Páll Hermannsson og Þorleifur Jónsson, eða 11 alls. Þessir greiddu ekki atkvæði: Tryggvi Þórhallsson, Bernharð Stefánsson, Bjarni . Ásgeirsson, Einar Ámason, Guðm. ólafsson, Hannes Jónsson, Ingólfur Bjam- arson, Jörundur Brynjólfsson. Rvík 2. Febr. 1928. Frá Oslo: Stjórnin lýsir stefnu sinni á þá leið, að hún hafi á- formað að hækka fjárveitingu, til þess að minka atvinnuleysi, lög- leiða einkasölu á kornvöru, af- nema korntollinn, breyta skatta- lögunum, svo að skattabyrðin lendi á hinum efnuðu, lækka her- málaútgjöld og undirbúa afvopn- un. Frumjvarp um Mentaskólann, er Magnús docent ber fram, var felt í Neðri-deild með 14 gegn 10 atkv. við fyrstu umræðu. Við fyrstu umræðu í Efri-deild um frumvarp um varðskip lands- ins kvað dómsmálaráðherra, að með fyrirkomulagi því, sem gert er ráð fyrir í frumlvarpinu, megi spara mikið á útgerðinni, gera landhelgisgæzluna í senn bæði fullkomna og ódýra. Frumvarp- inu var vísað til annai*ar umræðu méð 8 atkvæðum. Eggert Stefánsson syngur í Parísarútvai*p 1750 metra bylgju- lengd kl. 9 á Laugardagskvöldið. Kristinni kirkju hefir ósjaldan .verið brugðið um óheilindi í þjónustu sinni Jónsson munu hlyntir ógildingu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.