Dagur - 10.02.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1928, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fostu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XI. ár. Akureyri, 10. Febrúar 1928. A f g r ei ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 6. tbl. A I þ i n g i. Auk þeirra slmjskeyta, er blað- inu hafa borist og til áréttingar sumum atriðum þeirra, hafa því borist þessar fréttir af þinginu: Einar Árnason flytur frumv. um breyting á þingsköpunum. Samkvæmt því mega þingmenn vera í fleiri en tveimur föstum nefndum (mun það ákvæði sér- staklega eiga við Efri-deild); all- ar ræður á Alþingi eiga að flytj- ast úr ræðustól. Takmarka skal ræðufjölda þannig: Framsögu- rnenn og flutningsmenn mála mega aðeins tala tvisvar við sömu umræðu, en aðrir þingmenn aðeins einu sinni. Þá flytja þeir Erlingur Frið- jónsson og Ingvar Pálmason frv. um einkasölu á íslenzkri síld, og er það frumv. að ýmsu frábrugð- ið þeim frumv., sem komið hafa fram um það efni á undanförnum þingum. Erlingur fiytur frumv. um verkakaupsveð og mun lögð til grundvallar tillaga sú, er sam- þykt var á þingmlálafundi á Ak- ureyri í vetur um það efni. Um frv. Sveins ólafssonar um loftskeytanotkun á íslenzkum fiskiskipum, sem getið er í sím- skeytunum, hafa orðið snarpar umræður í Neðri-deild, einkum milli ólafs Thors og dómsmála- ráðherra. Mun hinn fymefndi hafa viljað ganga að því dauðu, þegar í stað. Lauk þeirri snerru svo, að málinu var vísað til sjáv- arútvegsnefndar. Frumv. Ingvars um dómsmála- starfsemli og fleira, sem getið er í símskeytunuml, fer í þá átt, að leggja niður bæjarfógetaembættið og lögreglustjóraembættið 1 Rvík, sem kosta mjög mikið fé, og skifta þessum störfum í þrent: lögmanns-, lögreglustjóra- ogtoll- stjóraembætti, með 5000 kr. byrj- unarlaunum, en fara hækkandi upp í 6000 kr. Þá er mikill frumvarpsbálkur fram kominn í Efri-deild frá þeim Ingvari og Erlingi um breyting á bannlögunum. Magnús dosent, sem gengið hefir framl fyrir skjöldu íhalds- manna og æpt að stjórninni í hverju máli, er nú sagður farinn að linast og. af honum berserks- gangurinn. -----o----- Frá Bretlandi. Forsætisráðherra Breta, Stan- ley Baldwin, virðist eiga frekar mæðusama daga sem stendur og engu rólegri eða áhyggjuminni daga fram undan. Hefir verka- mannaflokkurinn undir forystu Ramsay MacDonald, gert afar- harðar árásir á stjómina í Nóv- ember s. 1. og sló í svo hart, að forseti varð tvisvar að fresta fundi, í síðara skiftið til næsta dags. íkveikjuefnið var vantrausts- yfirlýsing á hendur stjórninni, borini fram af Ramsay MacDon- ald. Var vantraustsyfirlýsingin bygð á aðgerðarleysi stjórnar- innar í því að létta atvinnuleysi, og klaufaskap hennar: hvernig hún hefði klúðráð í gersamlega ó- reiðu deilunni milli kolanema og námumanna í fyrra. En aðalhvellurinn kom, er stjórnin átti að svara vantrausts- yfirlýsingunni. Kom þá forsætis- ráðherra eigi sjálfur, heldur sendi formann verzlunárráðsins, Sir Philip Cunliffe Lister, fram til að svara í sinn stað. Þótti stjómar- andstæðingum sér misboðið með þessu og þóttust ekkert eiga van- taiað við Sir Philip. Komst hann ekki að að tala fyrir köllunum á »Baldwin« og »forsætisráðherra«. Varð forseti að slíta fundi um stund. En er Sir Philip kom aftur fram til andsvara eftir hléið, í stað forsætisráðherra, þá ætlaði alt um koll að keyra, og gekk svo unz forseti sá þann kost vænstan að fresta fundinum til næsta dags. Þá gerir það ekki skemtilegra útlitið fyrir Mr. Baldwin og ráðu- neytið, að blaðakóngurinn enski Rothermere lávarður, bróðir Northcliffe heitins lávarðar, hef- ir snúið baki við conservatívum, eftir að Baldwin hafði skorað á hann að sýna greinilega lit, hvort hann væri conservatív eða ekki. Svar Rothermere var grein í blað- inu »The Weekly Dispatch«, og telur hanni þar Loyd George eina manninn, sem komið geti til mála að geti leitt Bretland út úr því allsherjar öngþveiti, sem vand- ræðastjórn conservatíva sé búin að koma landinu í. Rothermere er innilega illa við jafnaðarmanna- flokkinn, og er því Loyd George eðlilega eini maðurinn, sem hanin getur veitt stuðning, úr því að hann trúir engum meðal con- servatíva fyrir stjórninni. Hefir heldur en ekki hlaupið þar á snærið fyrir Loyd George, sem' allir töldu farlama orðinn sem á- hrifamann í pólitík. OTan á þetta bætist það, að Beaverbrokk lávarður, Canada- stórlaxinn, virðist ekkert hrifinn af aðgerðum, eða réttara sagt að- gerðafumi bresku stjórnarinnar út af kolaverkfallinu, ’ og hefir látið það á sér skiljast, þótt ekki hafi hann gengið í berhögg við stjórnina eins og Rothermere. -----o----- Simskeyti. Rvík 4. Febr. Saia á afla botnvörpunga gengur vel eins og áður. Meiri hluti ailsherjarnefndar Neðri- deildar viil samþykkja skiftingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi. Magnús Guðmundsson flytur frumvarp um heimavistir í Mentaskóla Reykjavíkur. Meiri hluti allsherjarnefndar í Efri deild vill iáta samþykkja heimildarlög um betr- unarhús og letigarð. Ásgeir Ásgeirs- son flytur frumvarp um hvalveiðar. Jón Baldvinsson flytur þingsályktun um að skora á ríkisstjórnina að skýra frá niðurstöðu um rannsókn á embæítisfærslu í Barðastrandar- sýslu. Prestskosning á Útskálum fór þannig, að Eiríkur Brynjólfsson kandídat hlaut 233 atkv., séra Ás- mundur Guðmundsson skólastjóri 158 atkv., Ólafur Ólafsson kandidat 125 atkv., Einar Magnússon kandí- dat 124 atkv., og aðrir þaðan af minna. Kosningin því ógild. Sigurður Thorarensen frá Kirkju- bæ vann Ármannsskjöldinn. Porgeir giímukóngur hlaut önnur verðlaun. Rvík 6. Febr. Rakarafrumvarpið var afgreitt til Neðri-deildar. Stjórnarskrárbreyting- in er feld í Efri-deild með 7 gegn 6 atkv. Með breytingunni voru: Guðmundur Ólafsson, Björn Krist- jánsson, Halldór Steinsson, Jóhannes Jóhannesson, Jónas Kristjánsson, Jón Porlákssom Ingibjörg greiddi ekki atkv. Meiri hlutinn áleit engar þær umbætur felast í frumvarpinu, sem væru þess verðar, að þeirra vegna ætti að hrófla við stjórnar- skránni; taldi hann fullerfitt að semja fjárjög til eins árs og sparn- aði gerði hann iítið úr, vegna auka- þinga, sem þyrfti að halda. Var þessu andmælt af Jóni Porlákssyni og Halldóri Steinssyni; taldi hinn fyrnefndi eindreginn þjóðarvilja með því, að frumvarpið næði fram að ganga; en andstæðingarnir héldu því fram, að fyrir þinginu lægi fjöldi þingmálafundargerða, sem mótmæltu frumvarpinu. Sveinn Ól- afsson flytur frumvarp um loft- skeytanotkun á íslenzkum fiskiskip- um. Halldór Stefánsson flytur þingsályktun um endurskoðun fá- tækralaganna. Guðmundur Ólafsson flytur frumvarp um hafnargerð á Skagaströnd. Frá útlöndum: Pjóðernissinnaóeirðir hafa orðið á Indlandi, en verið bældar niður af hernum. Washington: Kellogg kveður Bandarikin reiðubúin til að undir- skrifa alþjóðasamning, er banni kaf- bátasmiði, nema í vísindaaugnamiði. Genf: Tillögur Breta um breyting á Washingtonsamningnum um átta stunda vinnudag hefir verið frestað til næsta árs. Boston, Mass. Tuttugu stórar byggingar í Fallriver eru brunnar. Tjónið metið 10 miljónir dollara. Rvík 7. Febr. Letigarðsfrumvarpið var mikið rætt í Efri-deild í gær. Jón Porláks- son vildi láta vísa þvi til stjórnar- innar með rökstuddri dagskrá, en það var felt og frumvarpinu vísað til þriðju umræðu; Jóhannes og Ingibjörg greiddu atkvæði með því. Haraldur Guðmundsson flytur frumvarp um að leyfð sé atkvæða- greiðsla við Alþingiskosningar utan kjörstaðar. Ingvar og Erlingur flytja þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd til þess að rannsaka bréfaskifti milli stjórna Spánar o^ íslands og athuga hvort tiltækilegt sé að afnema útsölustaði Spánar- vína. Ingvar flytur frumvarp um dómsmálastarfsemi, lögreglustjórn, gjaldheimtu og fleira. Magnús dó- sent flytur þingsályktun í Neðri- deild þess efnis að mótmæla gjörðum ríkisstjórnarinnar að því er snertir Gagnfræðaskóla Akureyrar. Rvík 8. Febr. Gulltollurinn norski, er svarar til gengisviðaukans hér, er af- numinn. Við þessa ráðstöfun lækkar tollur á íslenzku kjöti, sem selt er til Noregs, um 2/2 eyrir á hvert kg. kjöts. —. »....... Endurskoðendur Landgbankans hefir stjórnin skipað, samkvæmt tillögum banka- ráðsins, þá Ásgeir Ásgeirsson alþm. og Björn Árnason lögfræðing.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.