Dagur - 10.02.1928, Síða 2

Dagur - 10.02.1928, Síða 2
22 DAOUR 6. tbl. i Tilbúinn áburð m (Saltpétur) fáum við frá Pýzkalandi í vor. Þeir, sem ætla sér að kaupa áburð hjá okkur, eru beðnir að panta hann fyrir Febrúar-mánaðarlok. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. W K W w 12 •m „V a í i ð“. »Mærum vors á morgni gekk málajíinn um teiginn. Öðrumegin eygði hann þrekk, ungrós hinu megin. Eitthváð frumlegt, eitthvað nýtt á við tíðar smekkinn! Minna rósblóm mat hann frítt, málaði svo þrekkinn«. Steingr. Thorsteinsson. Þessar vísur, eins hins listelskasta skálds, lýsa ofur greinilega öfgastefn- um er fram koma á sviði listanna. Mál- arinn sem skáldið skýrir frá, í þessum tveim gagnorðu og kýmnu vísum, er að reyna að vera frumlegur í listinni. Hann gerir ráð fyrir, að málverk af þrekk falli samtíð sinni betur í geð, en hin nýútsprungna rós, sem hann eygir hinu megin. í samræmi við þá ályktun, velur hann þrekkinn til að mála af hon- um mynd, sem á að ganga tíðar- smekknum I augu. Þarna koma fram tvær stefnur. Per- sónugjörfingur annarar stefnunnar, er þrekkurinn, sem liggnr í sínu nakta á- standi, á bersvæði. Persónugjörfingur hinnar stefnunnar er ung og lifandi rós. Málarinn hafnar henni. Hann hafnar prýði og angan rósarinnar! en velur hinn drafnandi þrekk. Rósin táknar lífið, fegwrðina, þroskann, hug- sjónimar. Þrekkurinn hið gagnstæða: Rotnunina, óprýðina, kyrstöðuna, and- leysið og dauðann. Þrekkurinn er i>hel- stefnan«, sem heldur innreið sína í ríki listarinnar, ýmist í dulargerfi, eða með því að setja upp nægilega ófyrirleitið andlit. í grein minni um lággengi listarinn- ar, gerði eg grein fyrir, á hvaða mæli- kvarða eg áliti rétt að meta listina. Þ. e. eftir þeim kendum unaðar og sælu, er gerðu vart við sig I mannssálinni, þegar maðurinn, með augum eða eyr- um, skynjaði það sem gott væri og göfugt. Þegar listin áorkar þessu, er hún eftir mínum dómi »jákvæð«, þá er hún lífstefna. Þegar hún fyllir menn hrolli, óhug, andstygð og myrkri, án þess að hafa bætt það nægilega upp nieð hinu góða og göfuga, þá er listin »neikvæð«. Þá er hún »helstefna«. Eg hefi gert mér far um að setja skoðun mína skýrt fram á þessu atriði, svo þeir, er á ann- að borð fylgjast með þessum umræðum, geti gjört sér glögga grein fyrir því, að frá minni hálfu er aðeins deilt um skoðanir og stefnur á listarsviðinu. Þetta mál á að ræðast án persónulegs narts, getsaka eða útúrsnúninga. Það ev um lífstefnu, og »helstefnu« í list, en ekki um mína eigin persónu eða andmælanda míns. Þeim er álíta að eg vilji hafna öllu, sem ekki er fagurt og gott, og útiloka það frá leiklist og bókmentum, skal eg gefa þessa skýringu: Hinum verri hvöt- um mega hvorki rithöfundar eða aðrir, sem skapa vilja list, tefla svo djarft fram, að hið góða lúti í lægra haldi, eðá bíði ósigur að lokum. Lífstefna og »hel- stefna« vcrða að þreyta með sér á leik- sviðinu, en lífstefnan, eða jákvæða list- in, á að bera sigur af hólmi. Lífstefnu og »helstefnu« vil eg ekki gera jafnt undir höfði, svo mikill jafnaðarmaður er eg ekki! Mennirnir eru áreiðanlega ekki skap- aðir til þess að dýrka »helstefnuna«. Þeirra ætlunarverk er að sigra hana. Sigra hið illa í sjálfum sér og um- heiminum, þeir eiga ekki að gera sér hjáguði af þrekknum. í Verkamanns- grein Halldórs Friðjónssonar, 31. Jan. s. 1. er spurt: »Hvernig sé með þjóð- sögurnar, æfintýrin í bundnu og ó- bundnu máli, fornsögurnar og annað, sem þjóðin hafi þulið sér til andlegrar svölunar? Var það alt leikandi ljóð, langt frá heimum synda, slysa og sorg- ar?« Þjóðsögurnar taka yfir mikinn og ólíkan sagnaflokk, misjafnan að gildi og gæðum. Margar eru hreinustu perl- ur, aðrar eru daufar eða litlausar, og margar eru óhollar og andstyggilegar. Hinar síðast töldu fjalla um galdra, afturgöngur, útburði, særingar, guðlast og allskonar öfugstreymi mannlegra fýsna og tilfinninga. Þær eru ekki lind- ir andlegrar svölunar, þær eru eitur- pollar, sem urðu til af svitadropum sjúkra sálna, er sátu í myrkvastofu, með ok hjátrúarinnar á hálsi sér. Þær eru »helstefnan«. Þessa tímabils og sagna minnist Þorsteinn Erlingsson, er hann kveður: »Þá var í hóla og hauga haldið á synda drápi, Dömumar kystu drauga, Djöfsi varð líka pápi«......... Vilji H. F. skipa »Dauða Natans Ketilssonar« á bekk með ísl. þjóðsög- um, þá verður það með »helstefnu« sögum þjóðsagnanna, í krókbekk ís- lenzkra bókmenta. En straumar þeirra linda renna norður og niður. Aftur á móti eru fjölmörg æfintýrin tárhreinar lindir sólfagurs skáldskap- ar. Skáldfákur þjóðarinnar hefir sig þar yíir mýrar pg sorakeldur klúður- byggjunnar, til að koma svo niður á bökkum blárra vatna. i »Og sjá. Þú stóðst á björtum blómstur völlum* þar brostu hallir, sungu ljúflings- tungur«,... 1 þessa björtu sveit kemst H. F. aldrei með »Dauða Natans Ketilsson- ar«. Driffjaðrir þess leikrits' eru: Af- bi-ýðisemi, hatur og morðhugur. Svo ó- blandinn þeim bætiefnum listarinnar, sem hefðu að nokkru leyti getað haml- að á móti hinum megna þef þrekksins. H. F. fullyrðir að umsögn mín um ó- rituð lög og dánarfrið«, hafi ekki við nein rök að styðjast enda óeðlileg í alla staði«. Þessa einstöku umsögn hans ætla eg að láta hvern lesanda dæma fyrir sig sjálfan. Læt mér nægja að tilfæra orð merks og mentaðs prests, (R. Péturssonar í Winnipeg). Hann hefir skrifað bók, er heitir Ferðalýsing- ar, þar farast honum svo orð, í sam- bandi við þá kenning kirkjunnar, að Kristur hafi stigið niður til heljar: »Af öllum goðsögnum kristninnar finst mér sú sögnin merkust og fegurst og mannúðlegust, er lætur réttlætið og kærleikann ná út yfir þenna heim, — jafnt til lifenda og dauðra. Eða hver er sá, er hann hugsar til hinna dánu, að hann vildi eigi svo gjarnan færa þeim sínar beztu friðargjafir«. Þetta er annar strengur en sá, er H. F. slær í Verkamanninum. Hvor tónninn fellur lesandanum betur í geð? — Dómar kynslóðanna um látna menn eru líklega jafn margir og mennirnir sem fella þá. Dómgirni skortir aldrei, miklu fremur sanngirni. En sagt hefir verið: »Dæm- ið ekki«. H. F. segir: »að leikur þessi hafi fegurð og gleði að bjóða«. Hann á ef til vill við sýninguna, þar sem Rósa og Natan kveðast á? Um aðra sýning er ekki að ræða, sem nokkuð þvílíkt gæti átt við. Kveðskapur þeirra, ásamt und- irspilinu, er ekki óþægilegur, en undir niðri ólgar og sýður hatrið. Rósa kveð- ur »áhrinsorð« til Natans. »Dauðans veigar drekk þú af, Drósar hverjum munni«. Helstefnan í fullu fjöri! Það mun ætlast til að Sigvaldi bóndi geri mönnum glatt í geði, með mann- leysis og roluhætti sínum. Eiga þeir að vera spegilmynd íslenzkra alþýðu- manna, þessir »Dúðadurtar« íslenzku leiklistarinnar, sem svo títt eru sýndir í íslenzkum leikritum? Eru þeir fíflin, er lokka eiga hlátra af vörum konungs og hirðar? Ef svo er, þá er það ó- heppilega tilfundið og íslenzkri al|)ýðu ósamboðið,1 nema að því leyti, sem fíflin reyndust oft vitrari en konungurinn og hirðin! Síðasta sýning leiksins á að vera uppbót á hinum fimm, eða sex, en þar tekst höfundinum ófimlega. Agnes sit- ur í myrkvastofu. Löngun hennar til lífsins er svo sterk, að iðrunin kemst ekki að, prestinum hefir ekkert orðið ágengt. Þá kemur Rósa inn til hennar. Þar var tækifæri til að gera mikla konu úr Rósu, en það ferst fyrir. Rósa er eldri og reyndari en Agnes, hún er búin að reynast í deiglu andlegra þján- inga, og sori hinna lægri hvata hefði skáldið getað hugsað sér, að væri hreinsaður úr sál hennar, en svo er * Matthías Jochumsson: Eftirmæli um Jón Árnason bókavörð, F. H. B. ekki. Frá höfundarins hendi kemur Rósa til Agnesar með. hatur í hjarta, og í staðinn fyrir að strjúka mjúkum lófa samúðar og kærleika um vanga Agnesar, þá grýtir hún hana óvildar og haturs orðum. Það má segja, að það verði Agnes, sem þýðir skap Rósu. Eg álít að Rósa hafi verið mannúðlegri en svo að þetta geti verið ein af hinum »fyllri, mildari og skiljanlegri mynd- um«, sem H. F. álítur »sögulegan gróða«. Miklum hluta manna á Akureyri eru fyllilega ljósir gallamir á leik þeim, sem við H. F. deilum um. Eg hefi skor- ið upp úr með álit mitt, vegna þess, að það er skylda hvers manns, er skoðun hefir og sannfæringu, að segja álit sitt hispurslaust, hver sem í hlut á, með fullu afli og einbeitni. Eg mun ekki draga það af Leikfélagi Akureyrar, sem það á með réttu, og það er, að hlutverk hinna ýmsu leikenda í þessum umrædda leik, eru næstum öll mjög vel af höndum leyst, og eitt ágætavel. Mæli eg þetta til herra Á. Kvarans, sem fer með sitt hlutverk af góðum efnum. Meðferð leikendanna hefir dregið á- horfendur. Ekki leikritið, eða það, sem það hefir að bjóða. En margfalt betur hefði almenningur notið þess leiks, er hugþekkari va/r og hafði líf og göfgí að bjóða. Listagáfa leikendanna hefir að miklu leyti orðið að gyltu vörumerki á þrekkinn. F. H. Berg. -----o------ Sigvaldi Einarsson Fljótsbakka. Nú vinur forn er farinn til föður bygða heim. Hann lifir ljóss við arin hjá lífsins herra þeim, er birgðum synda breytti og bjó oss eilíft líf; er ást oss öllum veitti og alt vort mildar kíf. — Þú kvaddir Krist til ráða og kaust að hjálpa í nauð. Þú varðir veika og smáða og veittir snauðum! brauð. — Það allri mæðu eyðir að eiga slíkan vin, og til þín lágu leiðir ef luktist einhver hin. Og hún er hjálp þér veitti svo hlýjar mundir bar; hún grát í gleði breytti og guði hugþekk var. 1 Nú börnin ljúft hún leiðir og léttir þeirra kjör; hún lífsins gang þeim greiðir og gætir vel að för. — Þið sjáist aftur seinna og saman verðið þá. Þar alt er hærra og hreinna, en hér við dægur stjá. Þar englar ljúfir leiðast og lífsins gígjur slá. f , Þar sorgir allar eyðast, — um eilífð guði hjá. — Des. 1927. Kristján J. Mynster. ------o —

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.