Dagur - 17.02.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1928, Blaðsíða 3
7. tbl. DAGUB 27 Simskeyti. Reykjavík 11. Febr. Ingvar Pálmason og Erlingur Friðjónsson flytja frumvarp um »Síldareinkasölu íslands«. Út- flutningsnefnd hefir yfirstjórn á öllum framkvæmdum hennar. Þrír af nefndarmönnum skulu kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu þingi til þriggja ára, í fyrsta sinn 1928; einn tilnefndur af Verklýðs- sambandi Norðurlands og annar af félagi útgerðarmanna á Akur- eyri eða Norðanlands, ef það verður stofnað. Tillaga um nefndarskipun til að athuga bréfaskifti milli stjórn- ar Spánar og íslands, var sam- þykt í Efri-deild með 9 atkv., en nefndarkosningunni frestað. Rvík 13. Febr. Versta hríðarveður, sem kom- ið hefir í mörg ár, skall yfir suð- ur- o& Suð-vesturland 11. þ. m.; fjöldi báta var á sjó, en náðu þó allir landi. óvenjuleg fannkyngi er á Suðurlandi og bifreiðarferðir teptar jafnvel milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Vélbátur lagði af stað frá ís.a- firði til Bolungarvíkúr aðfaranótt Sunnudags með fólk, er kom til að horfa á Lénharð fógeta. Bát- urinn var ofhlaðinn og voru því settir fimm farþegar í land í Hnífsdal og fóru þeir fótgang- andi áleiðis til Bolungai-víkur. Ut- anvert við óshlíð tók þá snjóflóð og fórust þessir fjórir: Baldvin Teitsson, Helgi Wilhelmsson, Þór- unn Jensdóttir, Elín Árnadóttir; hinn 5. — Páll Árnason — bjarg- aðist lítið skaddaður. Líkin eru ó- fundin. Einn skipverja á togaranum Surprise, Magnús Guttormsson 22 ára, lenti .í víra-flækjum og misti báðar fætur um hnén. Rvík. 14. Febr. íhaldsþingmenn í Efri-deild flytja frumvarp um atvinnurekst- urslán handa atvinnurekendum til sjávar og sveita. Samkv. fyrstu gr.,. skal ríkisstjórninni heimilt að veita Landsbankanum eða spari- sjóðsdeild hans ábyrgð ríkis- sjóðs fyrir reikningsláni erlendis frá ári til árs, að upphæð alt að 5 milj. kr., er notað verði til rekst- urslána handa atvinnurekendum, fyrir milligöngu sparisjóð'a og annara tryggra peningastofnana, samkvæmt lögum! þessum. Rvík 16. Febr. M. Guðmundss. og ól. Thors flytja þingsályktunartill. um byggingu nýs kæliskips og auknar lánveitingar til frystihúsa. Erl- ingur Friðj. flytur þingsályktun- artill. um að felt verði niður út- fiutningsgjald af síld þeirri, sem seld var til Rússlands 1927. Sig- urjón ól. og Haraldur Guðm. flytja frumv. um atvinnuleysis- skýrslur. Erlingur Friðj. og Ing- var Pálmason flytja frumv. um stofnun síldarbræðslustöðva á Norðurlandi. Sigurjón ól. og Har- aldur Guðm. flytja þingsál. um að skora á stjórnina að endurskoða siglingalöggjöfina. Þingm. jafn- aðarmanna í Neðri-deild flytja frv. um einkasölu á saltfiski og Sigurjón ól. frumv. um að banna næturvinnu við ferming og af- ferming skipa og báta í Reykja- vík og Hafnarfirði. í Berlín er komið upp rnáhniðn- aðarverkbann, sem nær til 800.000 verkamanna. London: Asquith er nýlátinn. New York: Hoover hefir fallist á að verða í kjöri frá hálfu repu- blikana vð næstu forsetakosning- ar í Bandaríkjunum. -----o----- Gjaldskrá fyrir nokkur algengustu læknisstörf. Samkvæmt ítrekuðum óskum frá ýmsum mönnum, einkum í sveitunum, birtist hér í blaðinu útdráttur úr gjald- skrá þeirri, sem héraðslæknum er ætl- að að fylgja um borgun fyrir störf sín. Þessi gjaldskrá er í B. deild Stjórnar- tíðindanna frá 1908, og öðlaðist hún gildi 1. Maí það ár. Hún er enn í fullu giidi og var ekkert breytt um leið og launakjörum héraðslækna, eins og sum- ir hafa ímyndað sér. Hin föstu laun héraðslækna voru einmitt hækkuð með tilliti til þess að gjaldskráin átti að haldast óbreytt. — Núgildandi ákvæði um borgun til héraðslækna fyrir ferðir til sjúklinga eru í Lögum um skipun Ixknishéraða frá 1. Jan. 1908, 5. gr. svohljóðandi: »Verði læknir að takast ferð á hendur til þess að leysa af hendi störf sín í þágu liins opinbera eða ein- stakra manna, skal sjá honum fyrir flutningi ókeypis og svo beina leið sem hægt er, og greiða honum ennfremur, auk borgunar fyrir læknisverkið, 30 aura fyrir hverja klukkustund að deg- inum til, milli miðmorguns og náttmála, en 50 aura fyrir stundina á öðrum tíma sólarhringsins. Þegar læknir ferð- ast í þarfir heilbrigðis- og réttar- gæzlu, ber honum yfii-leitt 40 aura borgun fyrir hverja stund, sem hann er á ferð, eða að embættisstarfi, þó aldrei meira en 6 kr. fyrir sólarhring og tiltölulega við það fyrir þann tíma, sem framyfir er sólarhring; á slíkum ferðum ber lækni engin borgun fyrir skoðun á sjúklingum í þarfir sóttvarna. Tímalgng ferðar skal miða við beinustu færa leið frá bústað læknis og jafnt áframhald án óþarfa tafa. Ef læknis er vitjað í senn til 2 eða fleiri sjúklinga í sömu átt og er sinn á hvorum stað, þá skal hann jafna stundagjaldinu niður á sjúklingana í réttu hlutfalli við vegalengdir frá læknissetrinu til hvers þeirra, og á hann jafnan heimtingu á kauplausum flutningi áleiðis af þess hendi, er hann kemur síðast til. Nú er læknir á ferð og beðinn að koma út af leið til sjúkl- ings, og ber þeim sjúklingi að greiða stundagjald fyrir þann tíma, er töfin tekur, svo sem ef læknir hefði verið heimtur af heimili sínu«. Almenn læknisverk. 1. Fyrir að vitja sjúklings eigi lengri veg en nemi einum tíunda úr mílu frá bústað læknis skal greiða 5 fyrstu skiftin, sem sjúklings er vitjað í sama sjúkdómi, fyrir hverja vitjan kr. 1.00. En fyrir ferð í skip, er liggur á höfn, skal greiða fyrir fyrstu ferð kr. 4.00. 2. Fyrir hverja vitjan þar á eftir í sama sjúkdómi komi hálft gjald. 3. Fyrir fyrsta viðtal við sjúkling heima hjá lækni kr. 1.00. 4. Fyrir hvert viðtal síðan um sama sjúkdóm komi hálft gjald. 5. Gjaldið fyrir vitjan eða viðtal nær yfir rannsókn á sjúklingnum, ráðlegg- ingar læknis og lyfseðil. Þó má taka 1—2 kr. meira, ef rannsókn er einkar nákvæm og til hennar þarf augna- barkakýlis- eða leggangs-spegil eða smásjá. 6. Ekkert sérstakt gjald má taka fyrir vitjan eða viðtal, ef læknis er k-itað til þess eins að inna án rannsókn- ar eitthvert ákveðið læknisverk, t. d. draga úr tönn, taka þvag af manni, eða önnur þau verk, sem gjald er sett fyrir í þessari gjaldskrá, er nemi jafnmiklu eða meiru en venjulegt viðtals eða vitj- unargjald. 7. Eigi má heimta gjald fyrir fleiri vitjanir en eina á dag, nema þær séu gerðar í samráði við sjúklinginn eða sifjalið hans eða megi teljast sjálf- sagðar vegna sjúkdómshættunnar. 8. Ef læknir hefir til meðferðar fleiri sjúklinga en einn í senn, og eru þeir allir úr sama sifjaliði og á sama heim- ili, þá skal koma fult gjald, samkvæmt I. —4. lið, fyrir fyrsta sjúklinginn, en hálft gjald fyrir hvern hinna. 9. Fyrir vitjan eða viðtal á nætur- þeli, frá náttmálum til miðs morguns, skal koma tvöfalt gjald á við það, sem til er tekið í 1.—4. lið og 7. lið. 10. Nú er læknir kvaddur til aðstoðar öðrum lækni, og skal þá gjalda honum 1—3 kr. II. a) Stutt vottorð um heilbrigði eða sjúkleik manns kr. 1.00. b) Nákvæm sjúkdómsskýrsla kr. 3.00. c) Nákvæm sjúkdómslýsing og rök- stutt álit, t. d. um geðveika menn kr. 5.00. 12. Að skrifa bréf eftir beiðni um meðferð á sjúklingi kr. 1.00. 13. Líkskoðun og stutt dánarvottorð kr. 2.00. 14. Lík krufið eftir einstaklingsbón . kr. 5.00. 15. Lík krufið eftir kröfu lögreglu- stjóra kr. 16.00. Ef tveir læknar hjálpast að, skiftist gjaldið jafnt á milli þeirra. 16. Fyrir efnarannsókn eöa smásjár- rannsókn, þá er um eitran er að ræða, ásamt skýrslu um málið, kr. 4.00. (Frh.). Fréttir. Frv. um skiftingu Gullbringu og Kjósars. í tvö kjördæmi er komið í gegTium Neðri-deild; við 3ju umræðu flutti Ól. Thors tillögu um að sýslumar liefðu tvo þingmenn eftir sem áður, en Hafnarfjörður 1; var hún feld með miklum atkvæðamun. Frv. um sundhöll í Rvík er einnig komið til Efri-deildar. f gær átti að ræða í Neðri-deild fyr- irspurn frá Magn. Jónss. um aukastörf ráðherranna og þingsályktun frá hon- um um gagnfræðaskólann á Akureyri; en dócentinn mætti ekki á þingfundi deildarinnar svo að umræðan dregst á langinn. Stjómin hefir lagt fram tvö tekju- aukafrumvörp: Er annað um hækkun á vörutolli á tunnum, kolum og salti, Húseign til sölu. Lítið hús, ásamt útihúsum, gripahúsi og hlöðu og ágætum matjurtagarði, er til sölu með tækifærisverði. Mjög hentug eign fyrir bændur er flytja ætla í bæinn. Upplýsingar á bæjarfógetaskrifstof- unni. Sími 29. 4> 1 AFSLÁTTUR! 50°|0 af Vetrarfrökkum I 4O°|0 af | Vetrarkápum kven og telpu f 25°|0 af j Vetrarhúfum I 1O°|0 af I Golftreyjum, Náttkjólum, % Kaffidúkum, Enskum húfum •' og Hálsbindum. NOTIÖ TÆKIFÆRIB! * Brauns Verzlun. PÁLL SIGURGEIRSSON. 0 » 0»»»»»»0»»»»»»»»0000000»» sem nemur þeirri lækkun er gerð var á þinginu 1926. Hitt frumvarpið er um hækkun á verðtolli; í hærri flokknum á tollurinn að hækka úr 20 aurum í 30 au. og í lægri flokknum úr 10 au. í 16 aura. Síldareinkasölufrumv. fór til 3ju umræðu í Efri-deild í gær. Fjórir í- haldsmenn greiddu atkv. á móti því. Geysir syngur í kveld í samkomuhús- inu kl. 81/2 s. d. (húsið opnað kl. 8). Ný og fjölbreytt söngskrá. Aðgöngumiðar seldir við innganginn og kosta kr. 1.50. Séra Jón Þorsteinsson að Möðruvöll- um hefir sótt um lausn frá prestsskap frá næstu fardögum. Hann er elzti þjónandi prestur landsins og farinn að heilsu. »Dauði Natans Ketilssonarts. var leik- inn í síðasta sinn á Mánudagskvöldið var fyrir nálega fullu húsi; höfðu ýms- ir farþegar á »Dr. Alexandrine« skorað á leikfélagið að halda þá sýningu. Er þá búið að sýna þenna leik 10 sinnum á tæpum mánuði við óvenjulega mikla að- sókn. Frú Ingibjörg Steinsdóttir fór heim til Isafjarðar með »Dr. Alexandr.« Hlaut hun mikið lof og þakklæti allra þeirra, sem horfðu á leikinn, fyrir það hve dásamlega hún fór með Agnesi. Sjónleikirnir í þinghúsi Öngulsstað- arhrepps verða sýndir í síðasta sinn á Laugardagskveld n. k. kl. 8. — Dans á eftir Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Dagmar Jenny Sigurjónsdóttir frá Ás- láksstöðum og Haraldur Guðnason verzlunarm. hér í bænum, Helga Gunn- laugsdóttir og Sveinn Tómasson véla- maður. Stefán Jóh. Stefánsson málaflutn- ingsmaður og Bjöm Steffensen endur- skoðandi komu til bæjarins með »Dr. Alexandrine«, og dvelja þeir hér um tíma við að athuga embættisrekstur sýslumanns og bæjarfógeta í Eyjafjarð- arsýslu og Akureyrarumdæmi. Ritstjóri »Dags<i kom frá Reykjavík með »Dr. Alexandrine« síðast. ■ .........

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.