Dagur - 09.03.1928, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fostu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
A f g r e i ð slan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XI. ár.
T
Akureyri, 9. Marz 1928.
► # • • #-#-#■;## #■'#"## #'#•#- # ♦---#-<»-#-#-#-•#- # #■#■ #-#H
♦-#-## -# ■# # # #
Frá
Gagnfræðaskólanum
á Akureyri.
Gagnfræðapróf hefst 18. Maí, árspróf 1. og 2. bekkjar 5.
Maí, inntökupróf 1. bekkjar 15. Maí. Nýsveinar skili skírnar- og
* bólusetningarvottorðum, er þeir koma til prófs.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri 7. Marz 1928.
Sigurður Guðmundsson.
Hlunnindi Shell-hrings-
ins hjá íhaldsstjórninni.
í eldhúsdagsumræðunum á Al-
þingi, kom ýmislegt úr kafinu frá
valdatímum fyrv. íhaldsstjórnar,
sem þingmönnum og alþjóð var
áður ókunnugt. Við gagnsókn nú-
verandi ráðherra á hendur þeim
Magn. Guðm. og Jóni Þorl. var
hjúpnum svift af glöpum þeirra
og eiginhagsmunabrögðum frá
síðasta stjórnarári íhaldsins. Eitt
þeirra m'ála, sem dómsmálaráðh.
J. J. gaf skýrslu um, var auð-
sveipni M. G. fyrv. dómsmálaráð-
herra gagnvart umboðsm. Shell-
hringsins hér á landi og greið-
vikni hans í þeim efnum.
Eins og kunnugt er, lét íhalds-
flokkurinn á Alþingi 1926 nema
úr gildi einkasölu ríkisins á olíu,
en ákveðið var að landsverzlun
með olíu ætti að reka í frjálsri
samkepni. Hin erlendu olíufélög
og umboðsmenn þeirra, sáu hér
skjótt leik á borði fyrir sig, til
þess að ná hér yfirtökum á olíu-
verzluninni og öðrum fríðindum
í sambandi við hana. Sterkum ol-
íuhringum munaði ekkert um að
bjóða betri kjör en landsverzlun
fyrstu missirin, meðan þeir væru
að koma sér fyrir, þó þeir liðu
skaða við það í bili.
í mars 1927 fékk dómsmála-
ráðh. M. G. erindi frá umboðs-
manni RoyaUDeutch Shell-lirings-
ins, þar sem óskað er eftir, að fé-
lagið fái leyfi til þess að eignast
land við Skerjafjörð, til að reisa
þar olíugeyma. Svar stjórnarráðs-
ins kom óvenjulega fljótt. Eftir
viku veitir M. G. olíuhringnum
landið skilyrðislaust, og gefur fé-
laginu síðan skriflegt afsal fyrir
því vegna landslaga og ríkisvalds.
Ekki fann ráðh. M. Guðm. hvöt
hjá sér til þess að ráðgast um
málið við Alþingi, þó að þing
stæði þá yfir. En það var að
minsta kosti stjórnarfarsleg
skylda ráðherrans, þar sem í hlut
átti voldugt erlent atvinnufyrir-
tæki.
Þegar til framkvæmda kom,
þótti öruggara, þrátt fyrir áður
gefið leyfi ráðherrans, að inn-
lendir menn hefðu eignarumráð á
landinu. Umboðsmenn Shell-
hringsins hér á landi stofna svo
H.f. »01íusalan« í Reykjavík, sem
er sölufélag fyrir Shell, og hefir
það, að nafninu til, eignarhald á
landinu við Skerjafjörð, sem er
ca, 12. þús. fermetrar að starö.
Hlutafélag þetta birtir firmatil-
kynningu í Lögbirtingablaðinu, og
telur sig hafa /2 milj. kr. höfuð-
stól, þar sem að minsta kosti
helmingurinn sé íslenzkt fé, og alt
innborgað! enda var það skyldugt
til þess samkvæmt lögum um
hlutafélög. Þegar athugaðar voru
yfirlýsingar félagsins og rannsak-
að hvort það fullnægði hlutafé-
lagalögunum, kom í ljós, að ís-
lenzka hlutaféð, 252,000 kr.; eru
taldir að eiga 3 stórkaupmenn:
Hallgrímur Benediktsson, Gísli
Johnsen, Hallgrímur Tulinius og
fyrv. ráðherra Magnús Guð-
mundsson sínar 2000 krónumar
hver; en Björgólfur ólafsson
læknir, núverandi eigandi Bessa-
staða, er talinn að eiga hlutdbréf
fyrir 2UU.000 kr.
Formaður hlutafél. er Magnús
Guðmnindsson.
Dómsmálaráðherra J. J. lýsti
því nú yfir í þinginu, að Björgólf-
ur ólafsson teldi sig ekkert hafa
innborgað ennþá af. þessu hluta-
fé, og að hann byggist við að fá
það að láni frá hinu erlenda fé-
lagi — Shell-hringnum og veð-
setja því aftur hlutabréf sín fyrir
láni þessu. Eigi kvaðst ráðherr-
ann vita hvort að 8000 kr. þeirra
fjórmenninganna væru gjafa-
hlutir frá Shell-hringnum, eða
ekki; en hvað sem því liði, þá væri
hér um stórfelda leppmensku að
íæða, og hlutaféð enn ógreitt. Hér
væri því, að tilhlutun M. Guðm.,
sem ráðherra og síðar olíufélags-
formanns, farið á snið við gild-
andi landslög um hlutafélög.
Dómsmálaráðh. gat þess enn-
fremur, að M. G. hefði á þennan
hátt tekist að afhenda erlendu
auðvaldi dálitla »Grímsey« af ís-
lenzku landi, og hefði hann þann-
ig stigið feti framar hinum fornu
höfðingjum þessa lands!
Ráðherrann taldi að Shell-fé-
lagið væri búið að leggja fram 2
miljónir króna til bygginga á ol-
íugeymum og öðrum mannvirkj-
um hér á landi; félagið mundi
hafa helminginn af olíuverzlun
landsbúa og þá tækju olíugeym-
arnir tveggja ára forða handa
viðskiftavinum þess í landinu.
Shell-félagið mundi því geta
geymt hér olíubyrgðir handa er-
lendum herskipum og flugvélum,
ef á þyrfti að halda. Félagið
m'undi ennfremur verja l/2 milj.
kr. til olíuflutningaskips með
ströndum fram og byggingu
smærri geyma umhverfis landið.
Ráðherrann taldi ótrúlegt að þessi
Myndastofan *
Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kli 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
dýru mannvirki væru eingöngu
reist til þess að fullnægja olíu-
verzlun íslendinga, enda væru
þau of kostnaðarsöm og óþarf-
lega stór til þess. Létu þeir þess
getið undir umræðunum í þing-
inu, ráðherrarnir Tr. Þ. og J. J..
að hvorugur þeirra hefði fengið
að stíga inn fyrir girðingu olíufé-
lagsins við Skerjafjörð, síðan
byrjað hefði verið þar á mann-
virkjum síðastl. sumar.
Saga þessa máls er að ýmsu
leyti nýstárleg. Athugaverðast er,
að erlendum auðvaldshring skuli
hafa tekist að ná svo föstum tök-
um á innlendum stjórnmálamanni
og fyrv. ráðherra M. G. — og fá
hann til að fullnægja kröfum sín-
um, án vitundar þings og þjóðar.
Fégjarnir og óheilir stjórnmála-
menn eru hættulegustu forráða-
menn fyrir fátæku þjóðfélagi í
landi, sem er auðugt af náttúru-
gæðum. í öðru lagi er það athuga-
vert, að enda þótt söluverð olí-
uimar hér á landi lækki eitthvað
fyrst um sinn fyrir aðgerðir þess-
ar, þá er yitanlegt að olíuhringur-
inn hlýtur fyrst og fremst að end-
urheimta hinn framlagða stofn-
kostnað sinn hér á landi, í ein-
hverri mynd, og í öðru lagi er
hætt við að þau stjórnarvöld sem
standa bak við Shell-hringinn,
stefni að því að höggva fleiri og
stærri strandhögg hér á landi í
framtíðinni. — fslendingar hafa
engin önnur vopn til varnar slíki’i
ágengni, heldur en að beita ríkis-
valdinu fyrir á viðskiftasviðinu,
ef olíufélagið gerist kröfufrekt
um ágóða af verzluninni og má
búast við að það geti ekki dregist
lengi. Ríkiseinkarekstur er sterk-
asta vopnið, sem erlend ásælni
hlýtur að beygja sig fyrir.
—-----o----—
Stephan G.Stephansson.
•(Erindi flutt á ungmennafélagsfundi 1.
Des. 1927 af ólafi Tryggvasyni á Arn-
dísarstöðum).
(Niðurl.). '
Eg læt nægja að nefna hér tvö
erindi, sem dæmi um drenglund
skáldsins:
»Raun var að líða frá langframa gæzk-
unni,
ljósinu, deginum, frægðinni, æskunni.
Alt breiddi faðm móti lífinu laðandi
landið og hafmið í sólroða baðandi.
Víðfleygar, stórlátar vonir í barxninum,
vaskmennis traustið á kraft sinn í
arminum.
Óskin að lifa í ljóðsnild og sögunum
landsins síns, þegar að kveldaði dög-
unum.
— En, Hvað var það alt móti ógoldnu
hefndunum,
eða sem níðingur bregðast í efndun-
um. —
Dauðinn var leiðin að ljósinu, sann-
inum.
Lífið var blettur á iietjunni, manninum.
Skap hans þann dug og þá djörfungu
gaf honum.
Drengskapinn, lífselskan níddi ei af
\ honum.
Sloppinn við þulu um æfileið öfuga,
Ulugi á söguna stutta en göfuga.«
Erindin eru auðskilin í bjarma
fornaldarinnar og þeirra hug-
sjóna, er þá ríktu. Hefndarkvöð-
in var heilög skylda, og næst
henni, að standa við orð sín og
eiða. — Illugi er tæplega fulltíða
maður; morgunroði æsku hans er
óvenjulega skær; honum hefir
verið gefið svo mikið. Þessvegna
eru vonirnar miklar og framtíð
hans fögur og glæsileg. öll auð-
legð æskunnar hefir fallið honum
í skaut. — Hann stendur á kross-
götum lífsins; brosandi frammi
fyrir fjandmönnum, sem gefa
honum kost á að velja.
»011 kjörvopn eru tvíeggjuðc;
öll hafa þau eggjar, sem undan