Dagur - 09.03.1928, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1928, Blaðsíða 4
44 DAGUR 11. tbl. MIX STAÐA. Bæjarstjórastaðan á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. Júlí þ. á. að telja. — Laun kr. 5000.00, auk dýrtíðaruppbótar eftir sömu reglum og launalög ríkisins ákveða. Umsóknarfrestur er til 20. Aprílmánaðar næstkomandi. Kosningin fer fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 43, 15. Júní 1926. Bæjarstjórinn á Akureyri, 7. Marz 1928. Jón Sveinsson. Tilkynning. Frá þessum mánaðamótum er rafmagn til suðu aftur lækkað ofan í 12 aura hver kvst. Pó er skorað á almenning, að nota ekki rafmagn til suðu um Ijósatímann, fyrst um sinn, ef frost ganga. Akureyri, 5. Marz 1928. Rafmagnsstjórinn. Brent og maláð kafji framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæm- ustu aðferðum. Hver er sá, sem neitar því, að rétt sé — að öðru jöfnu — að styðja það, sem íslenzkt er? Kaffibrensla Reykjavíkur. Frá Rússum. Það fréttist 1 símskeytum fyrir jól í vetur, að nokkrir af hinurn ó- stýrilátusu foringjum kommún- ista hefðu verið reknir úr flokkn- um á flokksþingi sameignarm., fyrir æsingar gegn stjórninnni og stjórnarskipulagi ríkisins, á með- al þeirra voru Kameneff og Rad- ek. Hafa þeir viljað friðmælast aftur og verða teknir í flokkinn að 6 mán. liðnum, ef þeir hlýðnast honum í öllum greinum. — Trot- zki og Sinovieff voru reknir úr f lokknum síðastliðið haust; sá hluti flokksins, sem þeim fylgir, hefir þrásinnis brotið lög og regl- ur flokksins; þeir kalla sig »Len- insinna«, og halda því fram að ríkisstjórnin hafi svikið hugsjónir byltingarmanna og horfið frá »al- ræði öreiganna«. Ráðstj. hikaði í lengstu lög við að gera foringjana flokksræka, af því að þeir höfðu áður staðið í fylkingarbrjósti byltingarmanna. En nú hafa þeir verið sendir til starfs og dvalar fyrst um sinn, til Síberíu, Úral- fjalla og norður að Hvítahafi. -— Innan ráðstjórnarinnar voru Ry- kof og Kalinin lengst til hægri, en Stalin hafði stöðu mitt'á milli þeirra og Trotzkis. Við burtrekst- urinn hefir þetta' breytst þannig að Stalin heldur stefnunni meira til vinstri, en Rykof og Ralinin leggja áherzlu á að styrkja pen- ingavald einstaklinga og veita út- lendu fé inn í Rússland. Mótstaða Stalins gegn þessu er þó fremur talinn ágreiningur um formsat- riði og aðferðir við notkun hins erlenda fjármiagns. Afstaða Rykofs og Kalinins miðast einkum við þá erfiðleika, sem eru á kornverzlun bænda. Söluverð bænda á korninu til rík- isverzlunarinnar er fremur lágt. Bændur vilja fá ýmiskonar iðnað- arvörur fyrir það fremur en pen- inga, en þær á ríkisverzlunin erf- itt með að útvega. Fjöldi korn- kaupmanna og spekúlanta trufla verzlunina, og veldur það krepp- um innanlands og brauðskorti í borgunum með köflum. En skort- urinn elur á óánægju og deilum með verkalýðnum þar og iðnaðar- forstjórum ríkisins. Út af þessum árekstrum hafa þeir Rykof og Kalinin hneygst að undansláttar- stefnu og vilja leyfa bændum að skifta við »spekúlanta«, enda hafa ýmsar fjárhagslegar ástæður knúð stjórnina í þá átt. En í póli- tískum efnum veikir það hana á- kaflega mikið og þar er Stalin aftur á móti á verði. Nú stýrir hann vinstri armi ráðstjórnar- fiokksins síðan að Trotski og fé- lagar hans voru reknir. Stalin er að líkindum skýrasti og öflugasti maðurinn í stjórninni. Nú vill Rykof leyfa einstökum kaupmönn- um kornverzlun við bændur, en Stalin Jætur lögregluna vægðar- laust útiloka spekúlantana frá öllum viðskiftum; en það er örð- ugt viðfangs, því að stundumi ná þeir jafnvel samböndum við korn- myllur ríkisins. Þó að hinir rauðustu íneðal er mest REYKTA tóbakið hér á landi. Van Houtens Suðusúkk\ilaði ■ i i i f er það bezta sem til landsins Hyst. Allar vandlátar húsmæður kaupa það. rússneskra kommúnista, Trotski og félagar hans, hafi verið reknir úr flokknum, þá er enn mikill á- greiningur .um stefnuna í stærstu framkvæmdamálum ríkisins. Og vandséð er hver þar sigrar — Stalin, sem heldur fast við hin pólitísku princip ráðstjórnarinnar og spyrnir þó jafnframt gegn öfgamönnunum í því efni (Trot- ski o. fl.), eða Rykof, sem vill leyfa innlendum og erlendum fjárgróðamönnum og spekúlönt- um aukið starfssvið í Rússlandi. Engu verður enn spáð um, hvort þessi ágreiningur innan stjórnar- innar stefnir henni til hnignunar. ----o--- Simskeyti. Rvík 6. Marz. Aðfaíanótt Sunnudags rákust tveir þýzkir togarar saman á Sel- vogsbanka; annar þeirra, Busck að nafni, sökk samstundis, en hinn bjargaði skipshöfninni af honum — þrettán manns. Afli hefir verið heldur tregur á botnvörpunga undanfarið. Cairo: Stjórnarforsetinn þar hefir sagt af sér. París: Þingkosningar til full- trúadeildarinnar í franska þing- inu eiga að fara fram 22. Apríl næstkomandi. Fransk-Spanskur^ samningur um Tanger hefir nýskeð verið undir- skrifaður. 7. Marz. Berlin: Við þingkosningar í Póllandi hafa fylgismenn Pilsud- ski unnið stórsigur. Genf: Þar stendur yfir ráðs- fundur Þjóðabandalagsins og er einkum rætt um vopnasmyglunar- málið til Ungverjalands. o N BFTÓBAK, skorið og óskorið þykir bezt hjá Jóni Quðmann. Helgi Árnason. Þú varst að rífa þig með yfirlýs- ingu og áskorun til okkar undirrit- aðra í »D,egi« í sumar. Höfðum við þá öðru arðsamara og nauðsynlegra að sinna, en að gefa okkur að því- Iíku narti. Er það hæfilegt skam- degisverk að sletta í þig litlu and- svari. Þú þykist vera meðeigandi í Kálf- borgarárvatni. Heyr á endemi! Lestu þína landamerkjaskrá — eða skrár — og hafir þú meir en hálft vit, þá máttu sjá og skilja þar af, að þú átt ekkert í nefndu vatni og hefir ekki annan rétt til veiði þar, en þann, er þú á sínum tíma keyptir af Jónasi Jónssyni á Lundarbr. um óá- kveðinn tíma, fen sem hér með er lýst yfir að upphafinn sé, og stað- fest með undirskrift Jónasar Jóns- sonar. Við fjölyrðum ekki um silungs- rækt þína í nefndu vatni um nokkur undanfarin ár, eða önnur digur- mæli, en óhrakinn af þér er réttur okkar til að banna veiðiskap í Kálfborgarárvatni, nema með sam- komulagi við okkur undirritaða. Lundarbrekku 15. Des. 1927. Tryggvi Valdemarsson. Baldur Jónsson. Jónas Jónsson. Bezta Hollenzka Reyktóbakið er: Aromatischer Shag. Feinr. Shag. Golden Bell. Mjalfavélar Alfa-Laval mjaltavélar eru B—E—Z— T—Á—R. Samb. ísl. Samvinnufél. Ritstjóri: Þórólfur Sigurösson. <y Prentsmiðja Odds Bjönusonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.