Dagur - 09.03.1928, Page 1
D A G U R,
kemur út á hverjum föstu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
XI. ár. •
iiaut*
A f g r e i ð slan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
• » » « • • • » e • • • • • • ♦ > • • • > • • • • • •
»-•■• •-•-•• -••■•-
Akureyri, 9. Marz 1928.
11. tbl. a.
•####• #■#- #■# -#- #-#-#
Ársrit
Skóiahátíð
var haldin í Gagnfræðaskólanum
3. þ. m. Höfðu kennarar og nem-
eiídur skólans stofnað til hennar
og boðið þangáð ýmsum gestum
úi’ bænum. Skólameistari Sig.
Guðm. setti samkomuna og bauð
gestina velkomna, í samkomu sal
skólans, kl. 7 s. d. í leikfimishúsi
skólans voru borð sett hlaðin vist-
um, og sátu þar hátt á annað
hundrað manns til borðs í einu.
Yfir borðum fóru fram ræðuhöld
og minni að fornum sið. Fluttu 4
skólapiltar snjallar ræður fyrir
minni fslands, minni skólans,
kvennaminni og minni gestanna.
Skólameistari mintist1 Norður-
lands; kennararnir Árni Þorvalds-
son og Brynleifur Tobiasson
fluttu ræður, og birtist ræða
Brynleifs hér á eftir.
Stefán Jóh. Stefánsson mála-
flutningsmaður úr Rvík þakkaði
fyrir hönd gestanna og mintist
skólamieistara og kennara skólans,
og Einar Olgeirsson kennari flutti
nemendum þakkir fyrir dugnað
þeirra og alúð við undirbúning
samkomunnar.
Eftir að borð voru upp tekin
sýndu nemlendur fjörugan smá-
leik í leikfimishúsinu, undir stjórn
Davíðs Stefánssonar skálds og
var leiksvið útbúið í öðrum enda
hússins; og á eftir söng þar
flokkur nemenda undir stjórn
Benedikts Elfars. — Kenslustof-
ur skólans og gangar voru skreytt
íslenzkum fánum, veggdúkum,
málverkum og myndum. Sátu
menn þar við kaffidrykkju, spil,
tafl og aðrar skemtanir um nótt-
ina; en aðrir stigu dans í sam-
komusalnum. Kl. 6 um morgun-
inn var samkomunni slitið og
þótti hún hafa verið mjög á-
nægjuleg og frjálsleg.
Skólinn hefir ákveðið að halda
þenna dag hátíðlegan á hverjum
vetri héðan í frá, og er gerð nán-
ari grein fyrir því í ræðu Brynl.
Tobiassonar, sem fer hér á eftir:
/ dag er Jónsmessa. öllum þeimi,
sem hér eru nú staddir, er líklega
ekki fullljóst, hver sá Jón er, sem
fyrrum var sungin messa þenna
d^g. En það verða- allir, sem hér
cru nú, að fá að vita. Jóni ög-
mundarsyni, Hólabiskupi, var og
er helgaður þessi dagur og einnig
23. Aprílmánaðar. Jón biskup
andaðist 23. Apríl 1121, en bein
hans voru tekin úr jörðu 3. Marts-
mánaðar árið 1198 eða\fyrir rétt-
um 730 árum. Helgi hans var lög-
tekin á Alþingi tveimur árum síð-
ar. Jónsmessa hin fyrri (3.
Marts) var mikil hátíð í kaþólsk-
um sið. Aðfangadagur hennar var
nónhelgur, þ. e. helgin hófst' á
nóni þann dag. Við hér höfum nú
gert betur. Nónhelgin hófst hér í
skólanum á Fimtudag næstan
fyrir þessa messu. — Skýrt er frá
upptöku beina Jóns helga í Bisk-
upasögum:
»En til þess at þat birtist með
berum jartegnum, at þessi upp-
tekning var at guðs vilja gör, þá
snörist veðrátta svá skjótt þann
sama dag, sem heilagr dómlrinn
var ór jörðu tekinn, at harðar
hríðir snörust í blítt regn, grimm
frost í heitan þey, ok brott rekn-
um grimmum norðanvindumkómu
í staðinn heitir sunnanvindar, svá
læir ok linir, at á fám dægrum tók
af snjó allan, eigi . aðeins í því
héraði (o: Skagafirði), heldr um
alt ísland, svá at á þeirri sömu
stundu, er heilagr dómrinn var
upp tekinn, skiptist veðrit í lopt-
inu, ok fögnuðu sjálfar höfuð-
skepnurnar af þessa heilaga
manns upptekning, ok at mennirn-
ir mætti þaðan af skilja, hvílíkan
heiðr þeir ætti þessum guðs vini
at veita, er loptið þjónaði með svá
blíðu veðráttunnar umskipti«.
Kennarar og nemendur skólans
hafa kveðið svo á, að nú og fram-
vegis skuli vegleg skólahátíð hald-
in hér einu sinni á ári og jafnan
á Jónsmessu 3. Martsmánaðar.
Þenna dag syngjum vér messu
fagnaðarins, leikum á hörpu
gleðinnar. En hversvegna einmitt
þenna dag? — Af því að>Jón ög-
mundarson var brautryðjandi
skólamentunar á okkar kæra
Norðurlandi, af því að hann helg-
aði krafta sína því starfi að
breyta hörðum hríðum í blítt
regn, grimmum frostum í heitan
þey, grimmum norðanvindum í
heita sunnanvinda, svo að af tæki
allan snjó í þessum fjórðungi og
helzt um alt ísland.
Skóli vor vill gera sér far urn,
að breyta hörðum hríðum skiln-
ingsleysisins í samúðarinnar blíðu
döggvar, grimmum frostum hat-
urs og hefnigirni í heitan þey
mannelsku Og bræðralags og
dreifa úfnum þokubólstrum hjá-
trúar og heimsku með sunnanþey
og sólarljóma þeirrar mentunar,
sem er af anda Jóns biskups ög-
mundarsonar, svo að af taki snjó-
inn, fargið, sem liggur svo þungt
á mörgum manninum, að eigi fær
hann að njóta þeirra krafta, sem
í honum bundnir bíða. Skólinn
leggur kapp á, að leysa viðjarnar
af þeim,, sem leita leiðsagnar hans
og fræðslu, svo að þeir fái fundið
sjálfa sig, notið sín sem bezt, til
þess að þeim sjálfum megi verða
að liði, þessum fjórðungi og helzt
öllu íslandi.
I dag syngjum við messu Jóni
biskupi. Við minnumgt alls hins
bezta, um leið og við minnumst
þín, á líkan hátt og þeir, sem hófu
þín bein úr móðurskauti jarðar
fyrir 730 árum »heima á Hólum«.
Þú hefir vísað oss veginn, sem
liggur til ódáinsheima. Fyrir því
hyllum við þig sem hinn göfuga
fulltrúa andans, sem er efninu svo
miklu æðri, sem himininn er
hærri en jörðin.
f dag skartár skóli vor — þín
vegna. 1
í dag gleymum við öllu lítilmót-
legu, mótdrægu, illu. '
»Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti,
við hverja smásál ég er í sátt«.
Við gleymum í kveld öllu, nema
þessu eina, að hið eftirsóknarverð-
asta í þessari veröld er að vera
frjáls maður, tygjaður trú, von
og kærleika, og að sá einn er
vaskur maður í baráttu lífsins og
batnandi. —
Minnist þess, að þetta var mark-
mið skólastarfsins á Hólum á
dögum Jóns biskups og enn er það
hið sama þessa skóla. Fyrir sex
stóröldum var »heima á Hólum«
kyntur sá eldur mannástar og
mentunar, sem ornar okkur enn.
Jón helgi og skólameistari hans
kunnu þá mætu Móse-list að láta
lifandi vatn spretta upp, þar sem
þeir slógu staf sínum á helluna,
lifandi vatn til andlegrar hress-
ingar og hollustu þyrstum sálum.
Enn er töfrasproti Móse lífakkeri
hverrar skólastofnunar. Mér er
. sem eg sjái hið gauzka göfug-
menni, sem fyrstur stýrði skóla á
Norðurlandi undir vei*nd vors
blessaða biskups, rétta nú hönd
sína skólameistara vors nýja
Hólaskóla og segja: »Heill! Mark-
ið er enn hið sama. Við skiljum
hvor annan«.
»Að fortíð skal hyggja, ef
framtíð skal byggja«, segir skáld
vort eitt spaklega. Minnugir þess
höldum við skólahátíð á Jóns-
messu.
Stöndum upp og hyllum hinn
heilaga Jón!
Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson.
Nemendasambands Laugaskóla 2.
ár.
Þetta rit er í flestum atriðum
alveg einstakt í sinni röð: Árs-
skýrslur annai’a skóla eru aðeins
þur upptalning á því, sem gert
er í skólunum, skrá yfir það, sem
lesið er, einkunnatöflur og reikn-
ingar. Þær fræða aðeins um ytra
borð skólanna. En Ársrit Lauga-
skóla fræðir lesendur sína um hið
innra líf í skólanum; hugarstefn-
ur, lífsskoðanir og anda kennar-
ai:na og ýmislegan ávöxt náms-
ins í ritgerðum þeim, sem birtast
eftir skólanemendur; Það er þetta
sem gerir Ársritið víðlesna og
vinsæla bók, Eigi aðeins meðal
unga fólksins, sem hugsar sér að
sækja skólann, heldur líka í flokki
rnentamanna og kennara, sem
vilja fylgjást með þeim nýjung-
um, sem skólinn hefir að bjóða á
fræðslumálasviðinu.
Þetta hefti er fjölbreytt að efni.
Fremst í því er ritgerð eftir Jón
Sigurðsson í Yztafelli: »Hvaða
land er bezt?« Það er erindi, sem
hann flutti á nokkrum stöðum í
Þingeyjarsýslu veturinn 1926.
Voru birtir kaflar úr því í blöð-
unum í kosningabaráttunni haust-
ið eftir, afbakaðir og rangfærðir;
eins og lesendur »Dags« kannast
við, af orðaskiftum blaðsins við
sýslumann Þingeyinga, út af því
máli. Nú gefst mönnum kostur á
að bera »ræðukaflana«, sem »fs-
lendingur flutti þá, saman við er-
indið sjálft. — í erindinu er gerð
grein fyrir þeim hugsjónum og
þjóðaranda, sem skólinn á að inn-
ræta æskulýðnum. Og andstæðum
í umróti þjóðlífsins síðustu árin,
sem æskan á um að velja. Og höf-
undurinn spyr unga fólkið, hvort
landið það vilji kjósa: Land stór-
bæjanna, þar sem þjóðernislaus
borgamúgur mótast af vélamenn-
ingu stórþjóðanna og einstak-
lingseinkennin þurkast út — eða
land bændanna, bygt hundrað
þúsundum fslendinga, þar sem
gróandi og ræktaðar sveitir efla
sjálfstæðan atvinnurekstur ein-
staklinga, á þjóðlegum grundvelli.
Um leið og æskulýðurinn velur
um mentastofnir fyrir sig, þá
kýs hann um þessar tvær stefn-
ur, og hefir úrslitaáhrif á hvoru
landinu fsland á að líkjast í fram-
tíðinni. — Þessi ritgerð er bæði
snjöll og holl hugvekja.
Þá kemur ritgerð eftir skóla-
Prentsmiðja Odds Björnssonar.