Dagur - 13.04.1928, Blaðsíða 1
DAOUR
kemur út á hverjum föstu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir' 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
-• ® • •
-• • • • •
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XI. ár.
• #••#•••••• • ••♦•♦•O • • • • • •-• -• • • • •
Akureyri, 13. Apríl 1928.
• -♦- • ■ -■• - •-•-#-•-1
17. tbl.
Búnaðarmál.
ii.
Stærsta búnaðarmálið, sem
þetta þing hefir afgreitt eru liig-
in um »byggingar- og landnáms-
sjóð«; eru þau birt á öðrum stað
hér í blaðinu. Með þeim er lagður
nýr grundvöllur að endurreisn
hinna dreifðu bygða í landinu. ó-
dýr lán með löngum gjaldfresti
eru bezta hjálparmeðalið til þess
að reisa við sveitabæina. Lán til
bygginga úr Ræktunarsjóði hafa
verið of dýr og takmörkuð; bænd-
ur hafa ekki getað lokið bygging-
arskuldum sínum með þeim. þeg-
ar þeir hafa verið búnir að byggja
íbúðarhús á jörðum sínum hafa
sumir þeirra orðið að flýja frá
jörð sinni og búi, af því að þeir
urðu að hafa byggingarskuldir
sínar á fleiri stöðum, og áttu því
örðugra með að tryggja þær. úr
þessari þörf bætir »byggingar- og
landnámssjóður« meðal annars.
Og um leið léttir hann af Rækt-
unarsjóðnum lánveitingum til
bygginga, þannig að Ræktunar-
sjóðurinn getur hér eftir veitt
lán aðeins til ræktunar, byggingu
áburðarhúsa og verkfærakaupa.
Samkvæmt þeirri breytingu á
Jarðræktarlögunum, sem samþykt
hefir verið á þessu þingi, er gert
ráð fyrir stórauknum lánveiting-
um handa bændum til verkfæra-
kaupa, til jarðyrkju og annarar
starfrækslu við landbúnaðinn. í
þeim efnum er þörfin mjög að-
kallandi. í sveitunum er víða
þannig háttað, að vinnukraftur-
inn — bæði menn og hestar —
hafast ekkert að vor og haust, af
því að skortur er á hentugum
jaryrkjutækjum. í flestum bygð-
arlögum er auðvelt að nota stærri
jarðyrkjuvélar —; dráttarvélar til
þess að draga plóga og herfi eða
jafnvel þúfnabana — þar mundu
þessar lánveitingar til verkfæra-
kaupa verða öflug lyftistöng fyr-
ir landbúnaðinn. Búnaðarfélögin í
sveitunum eiga nú, samkvæmt
hinum nýju lögum, kost á að fá
sér hraðvirkar jaryrkjuvélar með
góðum lánskjörum. Og ef að bún-
aðarfélögin notuðu sér það ræki-
lega; m!á vera að Ræktunarsjóð-
urinn næði bezt tilgangi sínum á
þann hátt, að veita lán til þess í
öllum) sveitum.
Þá má enn nefna lög frá þessu
þingi, sem nýlega eru afgreidd
um verzlun á tilbúnum áburði.
Þegar búið er með jarðyrkjuvél-
um að undirbúa jarðveginn, þá §r
nauðsynlegt að eiga kost á ódýr-
um áburði til að auka ræktunina.
Verður nánar gerð grein fyrir
því í næsta kafla.
Nú ætti bændum að vera það
ljóst, að starfsemi Framsóknar-
flokksins í búnaðarmálunum er
samræmd þannig: að »byggingar-
og landnámfesjóður« reisir bæina
úr rústum, ' Ræktunarsjóðurinn
lánar fé til að byggja áburðarhús
og kaupa jarðyrkjuvélar; áburð-
areinkasalan útvegar áburðinn
með góðum kjörum o. s. frv.
Vei’ður í næstu köflurn minst á
fleiri staifsgreinir.
----o----
Hrakfarir íhaldsmanna
í sameinuðu þingi.
VarðsJcipamálið og gengismálið.
Tvær tillögur voru í fyrradag
til urrtræðu í sameinuðu þingi.
- Fyrst grímubúin vantrauststillaga
á stjórnina frá 5 íhaldsmönnum
með J. Þorl. í broddi fylkingar;
samkvæmt henni átti þingið að
víta stjórnina fyrir að hún fram-
kvæmdi eigi varðskipalögin frá
síðasta þingi. J. Þorl. hafði frem-
ui stutta framsögu; annars tóku
ýmsir fleiri til máls og voru eld-
húsdagsumræðurnar endurteknar.
Dómsmálaráðherra J. J. flutti
tvær ranilega rökstuddar ræður
og snéri málinu í sókn á fyrver-
andi stjórn, eins og á eldhúsdag-
inn. Ræður íhaldsmanna í þessu
máli urðu því allar varnarræður
fyrir stjórnarsyndir þeirra. Mál-
inu lauk á þann hátt að Sveinn
ólafsson flutti svohljóðandi rök-
studda dagskrá: »Með því að fyr-
verandi stjórn framfylgdi ekki
varskipalögunum meðan hún fór
með völdin, hefir hvorki fyrver-
andi stj órnarformaður né sam-
herjar hans ástæðu til að áfella
núverandi stjórn fyrir drátt á
framkvæmd laganna, sem fyrver-
andi stjórn lagði drögin til; og
með því ennfremlur að núverandi
stjórn hefir beitt sér fyrir mikils-
verðum breytingum á nefndum
lögum, sem nú hafa gengið í gegn
um þrjár umræður í hvorri þing-
deild, og ætla má að verði bráð-
lega afgreidd lög, þá télur Al-
þingi ekki ástæðu til að áfella nú-
verandi stjórn vegna framkvæmda
laganna«. — Þessi dagskrá var
samþykt með 28 atkv. gegn 15 og
þingsályktunin þar með fallin. í-
Vinum og vandamönnum tilkynnist, að móðir okkar
Soffia Þorvaldsdóttir
andaðist Fimtudaginn þ. 29. f. m.
Jarðarförin er ákveðin Mánudaginn þ. 16. þ. m. og hefst með
húskveðju frá heimili hennar — Gudmannshúsi — kl. 1 e. h.
Börnin.
haldsmenn greiddu atkvæði gegn
dagskránni og Sig. Eggerz; er
talið að þeir hafi borið sig illa
eftir þessa útreið; og hefðu víst
betur heima setið.
önrnir tillaga í sameinuðu þingi,
frá Framsóknarmiönnum, um að
fela stjórninni að rannsaka og
undirbúa fyrir næsta þing endan-
lega skipun á verðgildi íslenzkra
peninga — var samþykt með at-
kvæðum Framsóknarflokksins og
ól. Thors gegn 2 atkv. (Sig Egg-
erz og Magnúsi Jónss.) Aðrir í-
haldsmenn greiddu ekki atkv. og
ekki Jafnaðarm. — Einu sinni
enn hafa íhaldsmenn orðið að
beygja sig og þegja. Þeir voru þó
búnir að hafa hátt um gengismál-
ið framan af þinginu, og skora á
Framsókn að taka ákvörðun í
málinu. Mátti því ætla að þeir
hefði einhvern ákveðinn vilja í
málinu; en þeir þora hvorki að
vera með né rnóti. Svona fóru
kosningarnar með þá. Von er að
ihaldsblöðin tali hátt um gengis-
málið.
-----o-------- N
A I þ i n g i.
f síðasta blaði var nokkuð sagt
frá afgreiðslu fjárlaganna í Efri-
deild. En niðurstaða þeirra er sú,
að tekjuafgangur er 82642.08 kr.
Við mjeðferð deildarinnar höfðu
gjöldin hækkað um kr. 28630.00;
en tekjurnar.voru hækkaðar á á-
ætun um 775 þús. kr. — þannig
að áætl. tekju- og eignaskattur
var hækkaður um 200 þús. kr.;
verðtollurinn umS 500 þús. kr. og
af víaeinkasöifu 75 þús. kr. — Mun
þingið afgreiða fjárlögin óbreytt
frá því sem þau nú eru. — Af-
greidd eru lög um verzkin á til-
búnum áburði; og heimild tíí að
innheimta tekju- og eignaskatt
með 25%*viðauka; einnig bráða-
byrgðabreytingar á hegningarlög-
gjöfinni.
önnur umræða um breyting á
Það tilkynnist ættingjum og vinum
að sonur okkar og bróðir Sigurður
Theodór Krístjánsson á Halldórs-
stöðum andaðist að heimili okkar
7. April s. I. — Jarðarförin er
ákveðin frá heimilinu Mánudaginn
23. þ. m. og fer hún fram að
Ljósavatni.
Foreldrar og systkini.
Landsbankalögunum var í Neðri-
deild á Laugardaginn fyrir páska
og svo á Þriðjudag og Miðviku-
dagsnótt. Lögðu íhaldsmfenn mjög
mikið kapp á að eyða tímanum
með þrefi og löngum ræðum, er
þeim málið mjög vinðkvæmt.
Magnús Jónsson flutti 3 kl.tíma
ræðu og ól. Thors 2 tíma ræðu, en
M. J. hafði látið hann hafa skrif-
^að uppkast að þeirri ræðu, því að
hann er bankaráðsmaður og kunn-
ugri málinu en ólafur. — Frum-
varpinu var þó að lokum vísað til
3ju umræðu í Nd. með allmiklum
atkvæðamun. — Yfirleitt er nú
tekin upp sú aðferð gagnvart í-
haldsmönnum í Nd. að leggja
saman nótt og dag til fundahalda
í þinginu og lofa þeim#þannig að
þreyta máltól sín í þeim málum,
sem þeir vilja stöðva. En Fram-
sóknarmenn ætla ekki að láta þá
lengja þingið fram úr því seml
ákveðið hefir verið, né stöðva af-
1 greiðslu nauðsynlegustu mála; en
mælgin kostar aukna áreynslu og
vökur.
Eina vopnið sem fhaldsm. eru
nú farnir að beita í þinginu ásamt
hinum löngu ræðum, er að neita
um afbrigði frá þingsköpunum
við afgreiðslu mála, til að lengja
þingið um nokkra daga. Afgreidd
hafa verið lög urrt Mennmgarsjóð
og um einkasölu á útfluttri síld
og samþ. þingsál. um undirbúning
ríkisforlags. Breyting á Landsb.-
lög. er búin í N.-d. eftir mikið
þóf, og er nú til einnar umr. í E.d.
Fjárl. eru til 1 umr. í N.d. í dag.