Dagur - 13.04.1928, Page 2
66
DAGUR
17. tbl.
•••••••••• ♦-••-• -•--♦ -•-♦ ♦ •••• •
ÚTBOÐ.
Óskum eftir tilboðum í að byggja sláturhús
úr steinsteypu vestan frystihússins á Oddeyrar-
tanga. Uppdrátt og útboðslýsing geta þeir
fengið, sem óska, á skrifstofu okkar. Tilboðum
sé skilað þangað í lokuðum umslögum fyrir
hádegi Fimtudaginn 26. Apríi n. k.
Kaupfélag Eyfiiðinga.
Vestur-Islendingar.
Meðal Vestur-íslendinga er ekki ann-
að mál meira rætt nú, en hin fyrir-
hugaða heimför þeirra 1930. — Af
því er hinir fremstu menn vestra, leggja
til máls þessa, er auðsætt, að allra
vilji er að för sú verði góð, ekki í
venjulegum skemtifararskilningi, heldur
í orðsins beztu og fullkomnustu merk-
ingu. Þeir vilja gera förina íslandi til
vegsauka og varanlegrar hamingju.
Maður nokkur — Björn Magnússon
— flutti á nýafstöðnu þjóðræknisþingi
í Winnipeg, erindi um skóggræðslu á
íslandi, í sambandi við heimför íslend-
inga 1930. Var gerður góður rómur
að erindi hans og honum þakkað það
sérstaklega, af forseta félagsins, séra
Ragnari Kvaran.
Fleiri hafa tekið til máls um skóg-
græðslumálið, og allir á einn hátt,
allir eru því fylgjandi.
Fyrverandi ritstj. Heimskringlu —
Ó. T. Johnson — skrifar um málið í
Heimskringlu, 22. Febrúar þ. á, og
mælir mjög með því; Hann vill að
Vestur-íslendingar gefi landi sínu þá
gjöf, er hvorki hrörni eða fúni, en
sem ættland þeirra megi minnast með
þakklæti, og sem um leið standi sem
minnisvarði Vestur-Islendinga, þó að
þjóðstofn þeirra vestra líði undir lok.
í sama streng taka ritstjórar ísl. blað-
anna í Winnipeg, og Vestur-íslenzki
listmálarinn — Emil Walters — hefir
þegar hafist handa, og fengið
loforð »stórstofnana þessa lands« —
að því er vestan blöð herma — til að
veita ókeypis fræ til skóggræðslu á
íslandi«.
Mér þykir hugmynd þessi svo ein-
stæð og ósípgjörn og bera svo langt
af öðrum uppástungum, er fyrir augu
mín og eyru hafa borið, í sambandi
við þúsund ára afmæli Alþingis, að eg
get ekki látið hjá líða að fara um hana
nokkrum orðum..
Alt virðist benda til þess að mikill
fjöldi gesta komitil íslands 1930, ekki
aðeins vestan um haf, heldur og frá
Norðurálfunni, en þó helzt frá hihum
svonefndu frændþjóðum vorum: Dön-
um, Svíum og Norðmönnum. Sjálfsagt
má gera ráð fyrir að meðal þeirra
verði menn, er bera hlýjan hug til
íslands og íslendinga, en engir eru
oss jafn skyldir, og engir koma með
hugi og hjörtu, fyllri af ást og samúð
tit íslands og íslendinga, eða rótfestari
lotningu fyrir íslenzkri náttúrufegurð,
en Vestur-Islendingar. Þeim ber oss
að taka opnum örmum, þeir eru okkar
nánustu, því. þeir eru brœður vorir
og systur,
Nú er ekki óhugsandi. að til séu
menn, er þyki Austur-íslendingum ekki
sæma að þiggja svo stóra gjöf af
Vestur-Islendingum, sem þessi ofan-
greinda trjáræktarstöð kann að verða,
nái það mál framgangi. Peim þætti
þetta metnaðarmál, og mintust þess, að
»sælla er að gefa en þiggja*.
Á móti andmælum, er reist kunna
að verða á þannig löguðum grundvelli,
ætla eg nú þegar að leggja fram þessa
vörn:
Sökum þess að Vestur-íslendingar
eru »hold af voru holdi og bein af
vorum beinum* og hafa, þrátt fyrir
burtflutning sinn frá óðali og ættarjörð,
sýnt það í orði og verki, að þeir eru
jafn sannir íslendingar og við, er á
íslandi búum, þá er íslandi og íslend-
ingum sæmd að þiggja af, þeim
hverja- þá gjöf, er þeir kunna að bjóða,
Af þeim getum við þegið skilyrðislaust
það, sem ekki kæmi til mála a^ð
þiggja af »frændþjóðum vorum«.
Ekkert minnismerki um Vestur-ís-
lenzka landnámsmenn, er jafn viðeigandi
og laufskrýddur, lífgrænn skógur,
græddur upp fyrir atbeina þeirra sjálfra
og afkomenda þeirra. í dölum og
hlíðum þess lands er þeir unnu, og
unna, meðan þeir lifa.
Komist skóggræðsluhugmynd Vestur-i
íslendinga í framkvæmd, þá verður
kvæði Stephans O Stephanssonar skálds,
er hann kvað í trjágarðinum við Akur-
eyrarkirkju 28. Júlí 1917, að harla
einkennilegum áhrínsorðum. Niðurlag
þess hljóðar þannig:
»Kynslóðin fallna úr flæðarmáli strandar
Fjðruborðs-væflum upp til hæða bandar
Lifandi höndum gulls og grænna skóga,
Neðan úr gröf — þeir öfundsverðu andar.
Lesa mun þjóð og langar vökur halda
Letraða sögu milli slíkra spjalda,
Pegar frá bæjum öllum aftur verða
Grænskóguð fjöll að eyktamörkum alda.«
Kvæði þetta er á bls. 27 í kvæða-
safni því er skáldið nefndi Heimleiðis,
og tileinkaði Ungmennafélögum íslands.
Það heitir »Staddur í Gróðrarstöðc.
F. H. Berg.
; ----------0-------
Unt Möðruvallaprestakall eru þessir
umsækjendur: séra Guðbrandur Bjöms-
son í Viðvík, séra Páll Þorleifsson á
Skinn»stað, séra Stanley Guðmundsson
á Barði og Sigurður Stefánsson kand.
theol. frá Reykjavík. Umsóknarfrestur
er útrunnirin 15. þ. m.
■ -o-...-
Gráskinna.
Gráskinpa er safn af þjóðsögum
og munnmælum. Safnendur og út-
gefendur eru Sigurður Nordal og
Pórbergur Pórðarson, en kostnaðar-
maður Porsteinn M. Jónsson.
Fyrsta heftið af safni þessu er
nýlega komið út, og er það skemst
af því að segja, að þar er hver
sagan annari betri. Fer þar saman
efni, frásögn og orðvísi. kostur er
það á bókinni, að sögunum er ekki
raðað eftir efni. Skiftast þar á
gamlar sagnir og nýjar, draugasögur
og draumspár, útilegumannasögur
og æfintýri. Sumar eru sögurnar
stórmerkilegar og næsta áhrifamikl-
ar, t. d. frásögn Snæbjarnar í
Hergilsey um skipreikann á Hjalla-
sandi árið 1876. Mun hún mér
seint úr minni líða. Ýmsir ágætir
sögumenn hafa ritað sögur í hefti
þetta eða sagt þær útgefendunum.
Nægir þar að nefna þær Herdisi og
Ólínu Andrésdætur og Theodóru
Thoroddsen.
Þetta fyrsta hefti Gráskinnu er
96 blaðsíður í 8 blaða broti, og
kostar 3 krónur. í því eru 23 sögur,
en sumar sögurnar eru margþættar.
Pappír er góður og prentun ágæt,
og er bókin hin eigulegasta.
Aftan við þetta hefti er prentað
ávarp til lesenda Gráskinnu frá
útgefendum hennar. Segja þeir til-
gang hennar vera þann, »að bjarga
frá gleymsku og afbökun gömlum
og nýjum sögum, sem ganga manna
á milli, og koma fyrir almennings
sjónir ýmsum fróðleik, sem grafinn
er í handritasöfnum«. Peir segja
Gráskinnu vilja flytja »allskonar al-
þýðleg, íslenzk fræði: Pjóðsögur
og munnmæli, kynjasögur og fyrir-
burða, lýsingar einkennilegra manna
og viðburða, gömul kvæði og
æfintýri, skýrslur um gamla trú og
siði o. s. frv.«. Mælast þeir fastlega
til þess, að þeir sem kunni eitthvað
af alþýðlegum fróðleik, skrifi hann
upp og sendi þeim, og eiga állir
þeir, sem leggja eitthvað af mörk-
um, er birt verður í ritinu, að fá
þau hefti, sem flytja sögur þeirra,
send ókeypis. Er liklegt, að menn
verði vel við þeirri málaleitan.
Utgefendurnir gera ráð fyrir því,
að Gráskinna komi út einu sinni á
ári. »En þegar svo mörg hefti eru
út komin, að hæfilegt bindi þykir,
verður prentað fyrir þau sameigin-
legt titilblað, nákvæmt efnisyfirlit og
nafnaskrá.
Á síðari árum hefir allrniklu verið
safnað af þjóðsögum. Má því vera,
að sumir kunni að ætla, að lind
þjóðsagnanna sé þórrinn. Peir sem
kunnugir eru, vita þó að svo er
ekki og að margskonar sagnir og
munnmæli lifa enn meðal þjóðar-
innar. Sagnir þessar geyma geysi-
mikinn fróðleik um trú og menningu
þjóðarinnar og sumar þeirra eru
sígild list. Hætt er við því, að
sagnaauður þessi týnist eða breytist,
því að nú er hjátrú þjóðarinnar
sýnilega að breytast nokkuð. Mikil
nauðsyn er því á að safna fróðleik
þessum og forða honum frá glötun.
Virðist mér sem fáir menn hérlendir
muni betur til þess færir en höf-
undar Gráskinnu, og er það vel, að
þeir hafa tekist söfnunina á hendur.
Ef ókomin hefti af Gráskinnu verða
ekki lakari en þetta fyrsta, þá er
það spá mín, að safnið verði harla
vinsælt um síðir.
P. H.
-----0----
Lög
um Byggingar- og landnámssjóð.
1. gr.
Af tekjum ríkissjóðs skal árlega
leggja 200 þús. kr. í sjóð, er nefnist
Byg'gingar- og landnámssjóður.
2. gr.
Tilgangur sjóðsins er að viðhalda
býlum í landinu og fjölga þeiin með
þessum hætti:
1. með því að veita lán:
a. til að endurbyggja íbúðarhús á
sveitabýlum.
b. til að byggja upp nýbýli á landi,
sem er í einkaeign eða í eign
sveitar- eða bæjarfélaga.
c. bæjarfélögum og kauptúnuni, sem
eru sérstakur hreppur, til að
koma upp nauðsynlegum bygg-
ingum fyrir kúabú á ræktuðu
eignarlandi bæjar- eða hrepps-
félags.
2. með því að verja fé samkvæmt á-
kvörðun landsstjórnarinnar til að
byggja upp nýbýli á landi, sem ríkið
á eða kaupir í því skyni.
Nýbýli í lögnm þessum telst hvert
það býli, sem reist er af nýju, annað-
hvort á gamalli dyðijörð eða landi, sem
skift er úr jörð, sem er í ábúð, hvort
sem því í upphafi fylgir nokkuð rækt-
að land eða ekki.
3. gr.
Skilyrði fyrir láni úr sjóðnum eru:
I. til endurbygginga samkvæmt 2. gr.
1. a.:
a. að lántakandi sé íslenzkur ríkis-
borgari og fullráða.
b. að hann sanni með vottorði
tveggja skilríkra manna, sem ná-
kunnugir eru högum hans, að
hann sé duglegur, reglusamur,
sparsamur og fyrir uppeldis og
þroska sakir vel fallinn til land-
búskapar.
c. að hann sanni, að hann eigi svo
mikil efni, sem nauðsynleg eru
til búskaparrekstrar á jörðinni,
en geti ekki af eigin ramleik
reist þær byggingar, er nauðsyn-
legar eru fyrir ábúð á henni.
d. að ekki sé fyrirsjáanleg hætta á,
að dómi trúnaðarmanna sjóðsins
STEINWAY & SONS
PLANO OG FIi YG EE
eru B E Z T. Um þau segir Pdll Isólfsson:
»Steinway & Sons flygel eru þau hljómfegurstu og í alla slaði
þau beztu, sem eg hefi spilað á«. — Upplýsingar gefur
TÓMAS BJÖRNSSON,
AKUBEYRI.