Dagur - 13.04.1928, Síða 3

Dagur - 13.04.1928, Síða 3
17. thl. DAQUR I 67 J'undarboð. Að afloknum aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn aðalfundur Útgáfufélags „Dags“ á sama siað. eða þeirra manna, er stjórn sjóðsins kveður til, að jörðin eyðist af ágangi vatna, sandfoki, sjávarflóðum eða þess háttar. e. að húsin séu gerð úr varanlegu efni og gerð þeirra innan og ut- an sé samþykt af stjóm sjóðs- ins. f. að húsin séu vátrygð fyrir upp- hæð, er nemi fullu kostnaðarverði þeirra. g. að hlutaðeigandi sveitarstjórn, eða hreppstjóri ef sveitarstjórn á í hlut, mæli með umsókninni og telji jörðina svo vel í sveit setta, að ráðlegt sé að endurreisa íbúð- arhús á henni. h. að sarrnað sé með vottorði hrepp- stjóra, að húsakynni séu óhæf til íbúðar vegna hrörnunar, eða með vottorði héraðslæknis, að heimil- isfólki sé þar búið heilsutjón. II. til nýbýla samkv. 2. gr. 1. b. a. Skilyrði þau, er greind eru und- ir 1. a.—g. og ennfremur, b. að lántakandi eigi ekki annar- staðar jörð eða býli, sem fjöl- skylda geti haft lífsframfæri af. c. að hann standi ekki í skuld fyrir lán, er liann hefir áður fengið til húsagerðar á annari jörð eða ný- býli. d. að landið, þar sem húsa á, sé lagt býlinu til æfiniegra nota með þegar ákveðnum landamerkj- um, e. að býlið geti, að dómi trúnaðar- manna sjóðsins, veitt fjölskyldu sæmileg skilyrði til framfærslu, þegar það er komið í fulla rækt. III. Skilyrði fyrir láni samkv. 2. gr. l.c. er, að kúabúið sé rekið af bænum eða hreppnum, íbúunum til nota, en ekki selt á leigu eða rekið sem gróða- fyrirtæki. 4. gr. Lán til að endurreisa íbúðarhús á sveitabýlum, svo og til að reisa bæjar- hús á nýbýlum, sem hafa ræktað land að einhverju leyti, skulu, þar til annað verður ákveðið með lögum, sitja fyrir lánum til að reisa nýbýli á óræktuðu landi. Lán þessi, samkv. 2. gr. 1. a., skulu ávaxtast og endurborgast með jöfnum greiðslum, þannig að árlegt gjald sé 5% af allri lánsupphæðinni í 42 ár. 5. gr. Lán til að reisa nýbýli á ræktuðu landi, eða til að reisa býli, sem ræktað land fylgir, skulu ávaxtast og endur- borgast með jöfnum greiðslum, þannig að árlegt gjald af allri lánsupphæðinni sé sy2% í 60 ár. Lán til nýbýla, sem reist eru á órækt- uðu landi og ekkert ræktað land fylgir, eru bæði afborgunar- og vaxtalaus fyrstu 5 árin. Síðan skal endurborga liöfuðstólinn með jöfnum afborgunum á 50 árum, en enga vexti greiða. 6. gr. Lán samkvæmt 4. og 5. gr. má nema: 1) alt að verði aðfengins byggingar- efnis, þar til telst þó ekki sandur, möl, steinn, torf, mór 'eða mosi, þótt afla verði utan landareignar, 2) og tveim þriðju hlutum af kaupi steinsmiða og trésmiða, er nauðsynlega þurfa að húsagerðinni að yinna. 7. gr. Lán samkv. 3. gr. III. mega nema alt að % hlutum byggingarkostnaðar, þó og endurborgast með jöfnum greiðslum, þannig að árlegt gjald af allri lánsupp- hæðinni sé 5% £ .42 ár. 8. gr. Sá, er byggir nýbýli eða Við því tek- ur, skal innan 2 ára frá því er það var bygt, hafa girt það land, er hann tekur til túnræktar, og innan 5 ára skal hann bafa fullræktað að minsta kosti er nemi 10 vallardagsláttum. 9. gr. Nú verða ábúenda- eða eigendaskifti, með sölu eða erfðum, að fasteign, sem stendur í skuld við Byggingar- og land- námssjóð, og er þá enginn ábúðar- eða kaupsamningur gildur um eignina nema með árituðu samþykki stjórnar sjóðsins. Söluverð slíkrar fasteignar má ekki vera hærra en síðasta fast- eignamat sýnir, að viðbættu virðingar- verði þeirra mannvirkja, er unnin hafa verið frá því er fasteignamat fór síðast fram. Sé um leiguábúð að ræða má eítirgjald ekki vera hærra en sem svrar 4% landverðs að viðbættum 2% húsaverðs, miðað við síðasta fast- eignamat og virðingarverð umbóta, er síðar hafa vérið gerðar. Ef fasteign er seld eða leigð með öðrum hætti en hér segir, fellur lán það, er hvílir á eigninni, í gjalddaga fyrir- varalaust. 10. gr. Lán til bygginga greiðir sjóðurinn út í þremúr hlutum þannig: P’yrsta hlut þegar efni til bygging- anna er alt keypt og komið á staðinn. Annan hluta þegar byggingin er komin undir þak. Þriðja og síðasta hluta þeg- ar byggingin er fullgerð. Skal hin útborgaða fjárhæð í hvert sinn miðuð við þann útlagða hluta kostnaðar, sem lánshæðin fer eftir samkv. 6. gr. Sé um lán til bygginga peningshúsa eða útihúsa að ræða, skal það útborgað í tveim hlutum, þannig að fyrri hlut- ir.n skal greiddur þegar húsin eru komin undir þak og síðari hlutinn þeg- ar þau eru fullgerð, og um upphæð út- borgunar fer í hvert sinn eftir sömu reglum sem segir í 2. málsgr. þessarar greinar. 11. gr. Stjórn sjóðsins getur sett bygginga- fróðan mann til eftirlits því, að bygg- ing, sem lán er veitt til, sé vel af hendi leyst, og er lánþega skylt að hlíta fyr- irmælum hans. Kostnað þann, er af eftirlitinu leiðir, greiðir sjóðurinn, en gjalda skal lán- þegi sjóðnum 1% af lánsupphæðinni, þá er síðasta útborgun lánsins fer fram. 12. gr. Skylt er ábúanda að halda vel við mannvirkjum þeim, er lán hefir verið veitt til úr Byggingar- og landnáms- sjóði. Trúnaðarmenn sjóðsins, er stjórn hans skipar, 2 eða fleiri í hverjum hreppi, skulu hafa eftirlit með viðhaldi bygginganna og tilkynna stjórn sjóðs- ins, ,ef því er í einhverju ábótavant. 13. gr. Lán má veita gegn þessum trygging- um: a. Gegn hverju því fasteignarveði, er stjóm sjóðsins tekur gilt. b. Gegn afgjaldskvöð af býlum þeim, er lán er veitt til, enda sé býlið ekki veðsett með fyrsta veðrétti. Gegn ábyrgð sýslu-, bæjar- eða hreppsfélaga, að áskildu lögmætu samþykki æðri stjómarvalda. 14. gr. Vextir og afborganir lána og af- gjaldskvaðir, svo og leiga eftir nýbýli, sem eru ríkiseign, og andvirði þeirra, ef seld em, renna í Byggingar- og landnámssjóð. 15. gr. Nýbýli, er reist verða á landi, sem er ríkiseign, skulu seld á leigu þannig, að afgjaldið sé aldrei hærra en 4% af verði Iands, að viðbættum 2% af verði húsa, eftir síðasta fasteignamati. 16. gr. Landsstjóminni er heimilt að taka lán, alt að 5 miljónum króna, hvort heldur er hér á landi eða erlendis, handa Byggingar- og landnámssjóði til stuðnings þeirri starfsemi, er honum er ætlað að vinna samkvæmt fyrirmælum þessara laga. 17. gr. Handbært fé sjóðsins skal jafnan standa á vöxtum í Landsbanka íslands eða í jarðræktarbrjefum. 18. gr. Stjóm sjóðsins og reikningshald skal falið Ræktunarsjóði Islands, og hefir stjórn hans sér til aðstoðar við lánveit- ingar þriggja manna nefnd, sem skipuð sé búnaðarmálastjóra, leiðbeinanda um húsagerð til sveita og þriðja manni, er atvinnumálaráðherra nefnir til. Skal ekkert lán veitt úr sjóðnum nema nefndin mæli með því. Stjórn sjóðsins má, ef þörf krefur, ráða sér til aðstoðar sérstakan húsa- meistara, er þá kemur að öllu leyti í stað leiðbeinanda um húsagerð til sveita. 19. gr- / Yfirskoðunarmenn landsreikninganna skulu árlega endurskoða alla reikninga sjóðsins, og skal þeim greidd þóknun fyrir starf sitt. Skýrsla um' starfsemi sjóðsins með áritun yfirskoðunarmanna skal árlega birt í Stjórnartíðindunum. 20. gr. Atvinnumálaráðherra hefir umsjón með sjóðnum og setur hann nánari reglur um hann með reglugerð, þar á meðal hve háa upphæð samtals má ár- lega lána úr sjóðnum. I reglugerðinni má ákveða sektir fyrir brot gegn lögum þessum og á- kvæðum reglugerðarinnar. 21. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. Janúar, 1929. Simskeyti, Rvík 10. Apríl. í gærdag féll Pétur Andrésson frá Nýjabæ í Vogum át af vélbát og druknaði. Og síðdegis í gær féll maður út af vélbát sem flutti fólk til Viðeyjar; hann hét Kristján Eiríksson úr Borgarfirði eystra. Berlín: Ungversku seðlafalsar- Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. arnir hafa verið náðaðir, nemja Windischgretz fursti. London: Nóta eða orðsending Bretastjórnar til Egypta hefir dregið mikið úr æsingum þar í landi og ætla menn að deilumálin liggi niðri til þings. Shanghai: Æsingar eru í Han- kow vegna þess að Frakkakonsúll heldur hlífiskildi yfir tveimur pólitískum flóttamönnum. Stokkhólmi: Fult samkomulag hefir náðst í pappírsiðnaðardeil- unni á þann hátt, a'ð launakjör verkamanna haldast að mestu ó- breytt. New-York: Byrd pólfari undir- býr sig í flugferð tili Suðurpólsins; er hann nýskeð kominn heim úr reynsluflugfefð og gekk hún vel. -----o------ Fréttir. Framsóknarfélag Akureyrar heldur mál- fund í kvöld kl. 8V2 í bæjarstjórnarsalnum. Mætið stundvíslega. Fimleikasýning var háð hér í Samkomu- húsinu á Annan páskadag, eftir kl. 8V2 s. d. af leikfimisfélagi Akureyrar. Tveir leik- fimisflokkar sýndu þar listir sínar og tókst það mjög vel. Ármann Dalmannsson stýrði leikfimisflokki kvenna og virtust þær á- gætlega samæfðar í flestum greinum og gerðu ýmsar þeirra æfingar sínar af mikilli nákvæmni og þjálfun. Magnús Pétursson stýrði karlmanna- flokkinum. Staðæfingar piltanna voru, að tiltölu, eigi jafnmjúkar og samræmdar og hjá kvenflokknum; en stökk þeirra og dínuæfingar tókust yfirleitt mjög vel og báru voít um stælingu og lelkni. f þeim flokki eru ýmsir öflugir íþróttamenn. — Að Iokum sýndu báðir flokkarnir nokkra söngdansa sameiginlega, undir ýmsum lög- um, með íslenzkum og dönskum tekstum; t. d. »Ólafur reið með björgum fram<. Mun Ármann Dalmannsson hafa stofnað til þess og samræmt dansana við lögin og ísl. tekstana. Á hann mikiar þakkir fyrir þá ágætu skemtun og L. F. A. yfirleitt. Jón Baldvinsson rafstöðvarstjóri á Húsa- vik og kona hans, Aðalbjörg Benedikts- dóttir frá Auðnum, hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa tíu ára gamla dóttur, Unni að nafni, elskulegt barn og fagurt. HjúkrunarfélagiÖ „Htif“ Btofnar til merkjasölu hér í bænum á Sumardaginn fyrsta. Ættu bæjarbúar að styðja verkefnl þess góðkunna félags og greiða fyrir merkjasölunni. Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ungfrú Sigurveig Óladóttir frá Bakka í Axarfirði og Porlákur |ónsson frá Ærlækjarseli, fyrv. sýsluskrifari.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.