Dagur - 04.05.1928, Síða 1

Dagur - 04.05.1928, Síða 1
D A O U R kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kupfélagi Eyfirð- inga. Afg reiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími H2. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XI. ár. • • • • •-•-•-••- ► • ••#• • • •- • •••• •• ••••••^-# • • • •-•- Akureyri, 4. Maí 1928. ► ••• • •-•••••••• • f 20. tbl. ►--•-•-•-• -•-•■•-•- • • ♦ • • •■♦■•-• Afgreiðsla fjárlaganna. í öngþveiti sínu hafa íhalds- blöðin gripið til þess að gera af- greiðslu fjárlaganna á síðasta þingi tortryggilega. i augum, lesenda sinna. Þó hafa þau afleita aðstöðu til að umhverfa sannleikanum í þessu efni, af því að ihaldsinenn á Alþingi stóðu mest á móti því að fjárlögih yrðu afgreidd sóinasam- lega. Fulltrúar þeirra í fjárveitinga- nefnd N.-d. lögðu beinlínis til að fjárlögin yrðu afgreidd með tekju- halla, af því að þeir vildu ekki draga úr framlögum ríkisins til verklegra framkvæmda. Og ihaldsflokkurinn var andVígur flestum tekjuaukalög- ununr; en snerist þó til fylgis við hækkun á verðtollinum til þess að breiða yfir hráskinnsleik sinn gagn- vart fjárlögunum. Fjárlögin voru af- greidd með 30 þús. króna tekjuaf- gangi; en íhaldsblöðin segja að í raun og veru séu fjárlögin ineð 4— 500 þús. kr. tekjuhalla! Byggja blöðin þá fullyrðingu á fjárgreiðslu- heimildum sem stjórninni eru gefn- ar utan fjárlagaáætlunar. En stjórn- inni ber engin skylda til að nota slíkar heimildir, nema að fjárhags- ástæður leyfi það, og svo er henni beinlínis ætlað að taka lán til ýmsra af þessum framkvæmdum. Þær fjár- greiðsluheimildir, sem blöðin geta urn eru þessar: Vegur til Þingvalla úr Mosfells- sveit. Áður hafði verið ákveðið að hann yrði lagður eftir 1930, en nú hefir Þingvallanefndin krafist þess með formanni Jóh. Jóh. í farar- broddi, að veghrinn yrði lagður fyr- ir hátíðina. Því var lýst yfir í þing- inu, að þenna veg yrði að gera með lantöku og að þau fjárframlög yrðu að teljast til kostnaðar við hátíðina. Þó að þessi vegur verði lagður 1929 og 1930, þá kemur það ekkert við fjárlögum fyrir árið 1929. Endurgreiðsla á framlagi Árnes- og Rangárvallasýslu, til þess að púkka þjóðvegarkaflana um Flóa og Holt, er eftirgjöf á Viðlagasjóðsláni, sem þessar sýslur tóku til fram- kvæmda á vegabótunum; þarf því ekkert að snerta fjárlögin og kemur þeim ekki við. íhaldsþingmenn voru því yfirleitt fylgjandi að veita sýsl- unum þessa eftirgjöf. Læknisíbúð á Kleppi. Stjórninni voru heimilaðar 30 þús. kr. til þess að reisa bústað handa hinum efni- lega lækni Helga Tómassyni, sem kveðst þurfa að fylgja sjúklingun- utn eftir daglega. Þegar hið nýja sjúkrahús er fullbúið í sumar, mun geðveikrasjúklingum fjölga um ca. 100 manns á Kleppi. Stjórnin ætlar að reyna að komast hjá þyí að byggja þessa læknisíbúð, og hafði hún hugsað sér að fá húsnæði í Laugarnesi, en það niun eigi takast. Þessi fjárhæð átti því að teljast á fjárlöguin, ef hún yrði notuð. En það er brýn nauðsyn að búa svo urn að þessi læknir geti verið stöð- ugt við sjúkrahúsið á Kleppi. Landsspitalinn. Blöðin segja að frainlag til hans sé áætlað 100 þús. kr. of’lítið. En íhaldsstjórnin hafði áður bundist ca. 400 þús. kr. greiðslu til LandsspítalanS' árið 1929, svo að núverandi stjórn hafði dregið þar mikið úr. Annars voru allir íhaldsþingmenn fylgjandi til- lögu jafnaðarmanna uni að bygg- ingunni yrði hraðað með lántöku. í samningum við Landsspítala- nefndina, hefir aldrei verið ákveðið neitt um að áætla framlög til bygg- ingarinnar á fjárlögum; svo’ að stjórninni bar engin skylda, til að taka þau upp á fjárlög, þó það hafi nú verið gert að nokkru leyti. — Þau ummæli »ísl.« og annara í- haldsblaða, að niðurstaða fjárlag- anna sé fölsk að því er snertir þá liðí, er að framan eru taldir, hafa ekki við nein rök að styðjast. Verði þeim fullnægt, þá á að gera það með lántökufé. \ ------o----- Hungurvaka Ihaidsins. íhaldsblöðin eru nú farin að tí- unda afla sinn eftir »vertíðina« á síðasta Alþingi, og þykjast lítið hafa fengið í askinn sinn. Úr dálk- um þeirra heyrist ekki annað en ná- gaul iíkast vindþembingi í tómum gornum. Blöðin hafa nú engu öðru að tyldra framan í lesendur sína en vatnsgrautarþynku og undanrepnu, af rangfærslum sínum, rógi og níði, sem þau hafa látlaust flutt í vetur um þingmeirihlutann og núverandi landstjórn. Þau geta varla bent á nokkurt ærlegt mál eða starf sem eftir íhaldsflokkinn liggur í þinginu. Framkoma íhaldsþingmanna var ó- frjóv og andiaus mótspyrna og treyskja gegn stjórnarfrumvörpun- um frá þingsetningu til þingloka- dags. Þeir æptu í hverju máli út af minnihl.aðstöðu sinni, og höfðu litla stjórn á skapsmunum sínurn; enda stóðu 'flokksforingjarnir Jón Þorl. og M. G. í sárustu nauðvörn alt þingið út af stjórnarafglöpum sín- um. Flokkurinn hefir reynst svo snauður af hugsjónum og bjarg- ráðastörfum fyrir þjóðina, að Iífs- braut hans hefir verið sannkölluð Hungurvaka fyrir alinenning. Nú hefir meirihluti þjóðarinnar hafnað forystu flokksins, svo að beztu horf- ur eru á því, að hin næstkomandi kjörtímabil verði aðeins pólitísk Hungurvaka fyrir íhaldsmenn eina. Þetta var blöðum þeirra vel ljóst, því nær sem drp þinglokunuin og því betur sem það sannaðist, að samkomulagið var hið bezta með þingmönnum Framsóknarflokksins og Jafnaðarmanna.. Það er íhalds- mönnum sárastur þyrnir í auguin; og þessvegna hneggjar ritstj. »ísl.« eins og hrossagaukur við »Vertíð- arlokin«; út af því að Framsóknar- bændur skuli fylgja sumum málum jafnaðarmanna gegn gagnkvæm- um stuðningi frá þeirra hálfu, og á hinn bóginn, að jafnaðarmenn skuli sælta sig við að ýms áhugamál þeirra verði að bíða úrslita til næstu þinga. Lesendur blaðanna munu flestir vera svo mikið greindari en ritstj. »ísl.«, að þeir sjá ekkert athuga- vert eða »sviksamlegt« við það, þó að þessir þingflokkar hafi neytt samkomulags um að koma vissum ínálum gegnuin þingið, þar eð þau mál brútu eigi í bág við stefnu- skrár flokkanna/1 né sannfæringar hlutaðeigandi þingmanna. Það þýð- ir ekkert fyrir íhaldsmenn að ala á úlfúð og rógi.milli Framsóknar og jafnaðarmanna. Því það er nú þjóðkunnugt, að sá rógur er aðeins sprottinn af illúðlegri öfund þe'ss minnihluta, sem hýmir skjálfandi í skammakrók sinnar pólitísku Hungurvöku, og eys þaðan óhróðri og ósannindúm um menn og mál- efni núverandi stjórnarflokks. — Með þögninni verða íhaldsblöðin að játa, að engin flokksstjórn hér á Iandi hefir áður komið jafnmörg- um stjórnarfrumvörpum og góðum málum fram á einu þingi, eins og Framsöknartjórnin gerði á síðasta þingi. Stjórnin hefir leitt ýms merk- ústu áhugamál Framsóknarflokks- ins til lykta í þinginu, en ákveðið að búa önnur undir næsta þing; t. d. gengismálið, skatta- og tollamálið og stofnun landbúnaðarbanka. Kjósenduin er nú að verða það ljóst, að til þess að koma góðum málum fram þarf hugsjónaríka, sterka og röggsama stjórn og sam- henta þingmenn. Þessvegna munu Vinum og vandamönnum tilkynnist, að konan mín, Kristbjörg Guðmunds- dóttir, andaðist að heimili sínu Kristnesi 22. Apríl s. 1. — Jarðarförin er ákveðin Mánudaginn 7. Maí, að Akureyrarkirkju, og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 12 á hádegi. Friðjón Ólafsson. Jarðarfðr Jóns Guðlaugssonar frá Litla-Hamri, sem andaðist 29. Apríl s. 1., er ákveðin Miðvikudaginn 9. Maí, að Munkaþverá, og hefst með kveðjuathöfn á Grund kl. 12 á hád, Aðstandendur. Hugheilar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og aðstoð við fráfall og jarðarför Helga Sigurðs- sonar frá Hróarsstöðum. Nánustu ástvinir. ■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■ Innilegt þakklæti vottum við öll- um þeim, er veittu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Theódórs Kristjánssonar á Halldórs- stöðúm. Foreldrar og systkini. Innilegt þakklæti votta eg öllum þeim er sýndu mér samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför minnar ástkæru fósturdóttur Lísbeth- ar Jónsdóttúr. Sérstaklega vil eg þakka U. M. F. A. fyrir alla þá aðstoð og hjálp, er það hefir í té látið við útför hinnar látnu félagssystur. Anna Pótursdóttir1. bændur og verkamenn fagna því meðan fulltrúum þeirra á Alþingi tekst að samræma kröfur sínar og fylgjast að málum. Þær stéttir bera sameiginlega hitann og þungann af af atvinnuvegum þjóðarinnar í sveitum og sjávarþorpum. Og þó að blaðaþjónar íhaldsins leiti eins og hungraðir úlfar að Bolsevikabeitum í fórum íslenzkra verkamanna og jafnaðarmanna, og beri þær á borð fyrir bændur til þess að æsa og fjar- lægja stéttirnar, þá er hætt við að íhaldsflokknum reynist þær afurðir »ísí.« og ánnara blaða sinna nokk- uð »dýr skítur« þegar fer að, líða á Hungurvöku flokksins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.