Dagur - 04.05.1928, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1928, Blaðsíða 4
80 D A G U R 20. tbl, Tímaritin. „Nýjar Kvöldvökur". Þorsteinn M. Jóns- son bóksali hefir nú keypt útgáfurétt og eldri árganga »Nýrra Kvöldvaka«; og koma þær út framvegis 15. hvers mánaðar. Fyrsta og annað hefti þessa árs er nýkomið og eru þau fjölbreyttari að efni og frá- gangur vandaðri en áður tíðkaðist. Aöal- efni ritslns verður þó sem áður, sögur þýddar en vel valdar, og ennfremur ýmis- konar fróðleikspistlar og ritdómar. í 2. hefti birtist kvæði eftir Davíð Stefánsson: »Vorc, »SumarkomuhugIeiðingc eftir séra Friðrik Rafnar og upphaf að ritgerð um »HóIaskóIa hinn fornac eftir Brynleif Tobiasson. Pálmi Hannesson ritar um út- gáfuflokkinn >Lýðmentun<. Pá birtist og upphaf að fróðlegum smágreinum uni höfuðborgir landanna, Efni þessara hefta er að öðru leiti þýddar sögur og smá- greinir, — Miklar likur eru til þess að vfnsældir »Nýrra Kvöldvaka< aukist mjög við þá breytingu, sem á þeim hefir orðið hjá hinnm nýja útgefanda. „Eimreiðin", 34. árg. 1. h., er nýkomið; flytur það meðal annars yfirlitsgrein eftir ritstjórann: »Við þjóðveginnc, er skýrir frá erlendum og innlendum atburðum á stjórnmálasviðinu 1927, með myndum af sumum stjórnmálamönnum stórveldanna er tóku þátt í helztu viðburðum stjórn- málanna árið sem Ieið. Richard Beck ritar fróðlega grein um >bókmentalðjy (slendinga í Vesturheimic. Fyrrihluti greinarinnar birtiit í þessu hefti, og fjallar um islenzka blaðamensku í Vesturheimi, og fylgja myndir af stofn- endum blaðanna. Nokkrar smásögur eru í heftinu eftir Einar H. Kvaran, Einar Þor- kelsson, Odd Oddson og kvæði eftir Jón Magnússon og Þorstein Jónsson. Smágrein um íslsnzka guðfræði eftir Helga Péturss og ritdómar um ýms íslenzk skáldrit sem komu út á síðastl. ári. „Vaka«, 11. árg., 1.' h. er og nýkomið. f því éru tvær góðar ritgerðir, önnur eftir Þorkel Jóhannesson frá Fjalli: »Um atvinmf og fjárhagi á íslandi á 14. og 15. öld<; og hin eftir Sigurð Nordal: »Bók- mentaþættirc. Árni Pálsson ritar »um bylt- ing Bolsjevikac í Rússlandi, eigi óhlut- drægagrein. í heftinu er og »ForIeikurinn úr Merði Valgarðssyni«, eftir Jóhann Sig- urjónsson, og »ritfregnir«. — Það er að verða skoplegt við þetta tímarit, að sumir útgefendur þess eyða nálega jafn- miklu rúmi í persónulegt nagg um ritverk sín, við þá, sem að þeim finna, eins og því, sem varið er til þess að rita um aðr- ar bækur, og svo eru sumir ritdómarnir verri en ekki neitt; má því til sönnunar nefna ritdóm Kr. A., um Vefarann mikla frá Kasimir. En í ritgerðum um bækur hefði mátt vænta þess, að ritið flytti jafn- an vekjandi hugsanir og bollár bendingar og sumir útgef. gæta þess líka vel. Á svið- um annara viðfangsefna og mála eru útgef- endurnir svo ósamstæðir, að þar virðist engrar vakningar frá þeim að vænta. --------0--------- Rfkisstjórnin hefir leyft Skátasambandi íslands að selja opinberlega merki einn dag á ðri til ágóða fyrir skátastarfsemina hér á landi. Merki þessi verða seld hér á götunum næstk. Sunnudag og er sennilegt að bæjarbúar bregðist vel við. Skátafélagið er einhver hollasti félagsskapur barna og ættu bæjarbúar að teija skyldu sína að styðja þann félagsskap sem bezt. Einn maður hér i bænum, Qunnar Quðlaugsson, hefir unnið mikið og gott starf í þágu þessa félagsskapar nú um margra ára Skeið, Hjúkrunarstöðvar eða hjálparstöðvar. í öllum menningarlöndum fjölgar nú ár frá ári hjálparstöðvum fyrir sjúklinga, einkum hjálparstöðvum fyrir berklaveika og fyrir mæður og ungbörn. Og þessar stöðvar eru bæði kostaðar af opinberu fé og góðgjörðafélögum. Hjálparstöðvar verða til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Læknar og hjúkrun- arkonur vinna þar í sameiningu að því, að leiðbeina fólki um alla hollustuhætti, og ódýr eða ókeypis hjúkrun er látin í té þegar þess er þörf. 1 Reykjavík hefir Hjúkrunarfélagið »Líkn< starfrækt Hjálparstöð fyrir berklaveika nokkur undanfarin ár og sent hjúkrunar- konur út um bæinn til að hjúkra sjúkling- um á heimilum þeirra og leiðbeina hús- ráðendum um meðferð sjúklinga og varnir gegn smitun. í vetur hefir félagið bætt við sig Hjálparstöð fyrir mœður og ung- börn. Þar er vanfærum konum veitt til- sögn um hvernig þær bezt geti komið í veg fyrir að fæðingin verði þeim erfið eða hættuleg. Hjúkrunarkona kemur þeim til aðstoðar jafnskjótt og ljósmóðirin hefir hætt starfi sínu Og kennir þeim að fara með barn sitt. Síðan geta mæðurnar kom- ið, á viku hvérri á stöðina til þess að litið sé yfir heilsufar barnsins og læknir leggi því ráð ef um veikindi er að ræða. Prófessorsfrú Chr. Bjarnhéðinsson á mestan heiðurinn fyrir stofnun og starf- rækslu hjálparstöðvanna. — Hún hefir ný- lega gefið út skýrslu um starfsemi Líknar á síðastliðnu ári. Sést af skýrslunni, að félag þetta hefir unnið Reykjavíkurbæ stórgagn, enda hefir félagið hlotið mestu þakkir fyrir starfsemi sína frá bæjarbúum og þegið styrk úr ríkissjóði. Margir efna- menn hafa styrkt féiagið með stórgjöfum. Félagið hefir haft 4 hjúkrunarkonur i þjónustu sinni. Hafa allar starfað að hjúkr- un og heimsóknum til sjúklinga í bænuni, en tvær hafa þar að auki veitt forstöðu og umsjá báðum hjálparstöðvunum. Þær hafa farið alls 8140 ókeypis heimsóknir og 1909 heimsóknir fyrir gjald, en auk þess hjúkrað 45l/a daga og 31 nætur hjá sjúklingum, 1620 sinnum hafa sjúklingar leitað ráða á Hjálparstöðinni fyrir berkla- veika og 60 mæður hafa leitað til Barna- verndarstöðvarinnar. Öll hjálp á stöðvun- um er veitt ókeypis. Rauða Kross Deildin hér í bænum hefir í hyggju að koma upp hjálparstöð fyrir bæinn á komandi vetri — bæði fyrir berklaveika og sennilega einnig fyrir mæð- ur og ungbörn. Bæjarstjórn og Alþingi hafa veitt sínar 1000 kr. hvor til stöðvar- innar. — Deildin hefir í hyggju að ráða til sín lærða hjúkrunarkonu til að starf- rækja stöðina í samráði við lækni, en þar að auki ætlar deildin sér, að hafa fram- vegis eins og að undanförnu í þjónustu sinni hjúkrunarkonu þá, sem nú starfar fyrir félagið til heimahjúkrunar. Til þess að deildin geti klofið allan kostnað sem af þessum líknarstörfum Ieiðir, þurfa bæjarbúar að sína henni velvild og styrkja hana með fé. Til þess gefst tækifæri Sunnudaginn 20. Maí næstkomaadi. Þá heldur deildin Rauðakrossdag til fjáröflunar. Þá verða seld Rauðakrossmerki á götunum, veiting- ar hafðar á boðstólum í barnaskólanum og fjölbreytt kvöldskemtun haldin f Sam- komuhúsinu. Þennan sama dag er þess vænst að margir gerist meðlimir deildar- innar. Ársgjald er 5 kr, Æfigjald kr. 100, Áheit á Rauða Krossinn hafa gefist vel. Verzlun Kristjáns Sigurðssonar, Akureyri Kaupir: Harðar gærur, Kálfskinn, Lambskinn, Folaldaskinn, Selskinn, Vorull, allar tegundir og máske Sundmaga, stóran, glæran o. fl. Selur: Auk ýmislegrar kornvöru og nýlenduvöru, Vefnaðarvörur, svo sem: Cheviot, blá, Karlniannafataefni, Reiðfataefni, Tvistdúka, Kjólatau 20 teg- undir, Léreft, hvít, Lakaléreft, mjög ódýr, Boldang, Sængurveraefni Rúm- teppi, Rekkjuvoðir, Borðteppi, Borðdúka, Skyrtuefni, brún, Verkamannaföt, Vinnuskyrtur, Nærföt, Stormjakka, Sokka, Manchettskyrtur, Hálstau, Höfuðföt, Kvensokka, Lífstykki, Handskar o. fl. Eldhúsgögn: Vöfflujárn, Eplaskívupönnur, Steikarapönnur, Járnpotta, Mjólkurfötur, Herbergisfötur, Kaffikönnur, Kaffikvarnir, Katla, Mjólkurbakka, Hakkavélar, Pvottavindur, Olíuhitunarvélar, Pvottaborð. — Ferðakoffort, Beizlisstengur, ístöð, Bak- pokar o. fl. — Ýms smíðatól og járnvðrur, svo sem: Skrár, Lamir, Handföng, Saum o. fl. smávegis. — Færi, Öngla, Tauma. — Sjófatnað, Leirtau og Postulínsvðrur, Leirkrúsir, Blómpotta, Garðkönnur o. fl. KARTÖFLUR nýkomnar. Fra' Landssímanum. Frá og með 1. þ. m. og fyrst um sinn fram- vegis, uns annað verður ákveðið, verða 1. fl. A. langlínutalstöðvarnar opnar einni stundu lengur en verið hefir, eða til klukkan 22 á kvöldin. Reykjavík 1. Maí 1928. G. J. Hlíðdal, settur. Kaffibæfirinn ,Sóley‘ Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki þeim kaffi- bæti, sem beztur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vánd- látustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en um- búðunum. Félagsmenn er lóga ætla nautgripum á þessu sumri eru beðnir að tilkynna það í KJÖTBÚÐINA fyrir næstu mánaðamót. Kaupfélag Eyfirðinga. Snemmbær kýr til sölu. Upplýsingar hjá Leifi Kristjánssyni Smjörlíkisgerðinni. Nokkrar grammófónsplötur hafa fundist. Geymdar hjá Bene- dikt söðlasmið. »FÁLKINN«, vikublað með mynd- um fæst hjá Benedikt Benediktssyni Brekkugötu 37. Menn ættu að prófa í viðiögum. Akureyr- búar styrkið gott fyrirtæki! Hjálparstöð hér í bæ mun gjöra sama góða gagn og slíkar stöðvar hafa gert annarsstaðar. Með því að koma í veg fyrir sjúkdóma aparast fé, þjáningar og sorg. Stgr. Matth. Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Fleur de Paris og Fleur de L uxe smávindlarnir eru mest R E Y K T 1 R. Vindillinn Jón Sigurðsson ber af öðrum vindlum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.