Dagur - 28.06.1928, Side 1

Dagur - 28.06.1928, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • • • • • •■• • • • • • • • • • • • c • • -• • • •-•-• • • • ••••••• XI. Í ai'. * Akureyri, 28. Júní 1928. • • ■ 28. tbl. Efling æðri menningar. Bókmentir, vísindi og listir eiga erfitt uppdráttar á landi voru. Er þar margt til fyrirstöðu, svo sem mannfæðin og skilningsleysi á gildi aridlegs lífs þjóðarinnar. Hefir það skilningsleysi oft látið á sér bæra bæði í landstjórn og sölum Alþingis. Styrkur til skálda og listamanna liefir veriö mjög skorinn við nögl og þaö sem enn verra er, oft veitt- ur með eftirtölum og dómgreindar- litlu mati á andlegri framleiðslu. Uaö er fremur óviðfeldin aðferð, þegar þingmenn eru í ræðum sínum að vega og meta til peningaverðs baifileika skálda og listamanna. Má nærri geta livort minni spámönnun- um sé ekki hætt, þegar sjálfur Matt- hías varð fyrir þessu. Veiting á styrk til skálda og listamanna hefir til þessa verið í nokkuð lausu lofti. Stundum hefir þingið sjálft veitt sundurliðuð skáldalaun á fjárlögum. Annan sprettinn hefir landstjórninni verið falið að fara með þetta vald. Er þetta mjög óheppilegt fyrirkomuiag, ekki síst þar sem stjórnarskifti eru tíð, og engin trygging er fyrir, að þeir, sem í stjórn sitja það og það sirinið, hafi mikinn áhuga fyrir list- um og vísindum eða glöggan skiln- ing á skáldskaparlegri íþrótt. Þetta hefir landstjórn þeirri, er nú situr að völduin, verið vel ljóst, og þessvegna beitir hún sér fyrir að kippa máli þessu í lag og koma því í tryggara og fastara horf; var þetta gert með skipun mentamála- ráös og stofnun menningarsjóðs, sem síðasta þing gekk frá með lög- um. Ættu báðar þessar ráðstafanir að geta orðið veigamikil lyftistöng aukinnar menningar íslenzku þjóð- arinnar. Báðar þessar menningarráðstaf- anir stjórnar og þings standa í sambandi hvor við aðra að því leyti, að mentamálaráðið hefir yfir- stjórn Menningarsjóðsins. Ráðið skipa 5 menn, kjörnir með hlut- bundnum kosningum á Alþingi, og gildir kosning þeirra yfir alt kjör- tímabil þingmanna. Geta því full- trúar úr öllum aðalflokkum þings- ins átt sæti í mentamálaráðinu. Er þessum þingkosnu mönnuin falin árleg úthlutun þess fjár, sem Alþingi veitir til viðurkenningar skáldum og listamönnum og enn- fremur eru þeim falin nokkur önn- ur skyld störf, svo sem að kaupa fyrir landsins liönd listaverk, að hafa yfirumsjón með listverkasafni landsins, að kaupa altaristöflur handa • kirkjum, að úthluta náms- styrk til stúdenta og annara nem- enda erlendis o. f 1., alt samkvæmt nánari ákvæðum laganna. Það er trúnaðar- og virðingarstaða að sitja í mentamálaráðinu, enda starfar þaö endurgjaldslaust, nema öðruvísi sé ákveðið með fjárlögum. Með því að fela störf þessi völduin mönnum af Öllum flokkum, má gera ráð fyrir að þau fari betur úr hendi en áður. Má í því efni benda á, að mál- verkasafn landsins hefir nú um nokkur ár ekki- eignast eitt einasta listaverk eftir frægasta málara landsins, Ásgrím Jónsson. Landið á enn mjög lítið af listaverkum, og það litla, sem það á, er aðallega geymt í þinghúsinu og ráðherrabú- staðnum. Sjálfsagt framtíðarmark er, að landið eignist fjálfstætt lista- safn og er mentamálaráðinu ætlaö að hafa forustu um rannsókn og undirbúning þess máls. Eins og áður er sagt, hefir mentamálaráðið á hendi yfirstjórn Menningarstjóðs. Tilgangur þess sjóðs er að styðja ahnenna menn- ingu í landinu, rannsókn íslenzkr- ar náttúru og þróun þjóðlegrar list- ar. Sjóðurinn er stofnaður og hon- um viðhaldið á þann hátt, að til hans fellur árlega alt andvirði fyrir áfengi, sem ólöglega er flutt til landsins og upptækt gert af rétt- vísinni, svo og allar sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni, bæði samkyæmt landslögum og lögreglu- samþyktum. Tekjur sjóðsins hvert ár skiftast í þrjá jafna hluti. Skal einum þriðjungnum varið til þess að gefa út góðar, alþýðlegar fræði- bækur og úrvalsskáldrit, frumsam- in eða þýdd. Annar þriðjungurinn gengur til að kosta vísindalegar rannsóknir á náttúru landsins og til útgáfu vísindalegra ritgerða um íslenzka náttúrufræði. Einum þriðj- ungnum skal varið til að kaupa listaverk fyrir landi-Ö og til að verð- launa fyrir teikningar af bygging- um éða húsbúnaði í þjóðlegum stíl. Af ofangreindu má sjá, að sjóðn- um er ætlað að styðja og efla hina æðri menningu í Iandinu. Braut ís- lenzkra listamanna er erfið og þyrnum stráð. Ekki geta þeir vænst þess, að þeir fái svo nokkru nemi markað fyrir verk sín í öðrum lönd- um, því hver þjóð lætur sína eigin' listamenn sitja fyrir islendingum, sem vonlegt er. Fæð íslendinga óg fátækt almennings veldur því, að markaður fyrir listaverk er nijög takmarkaður í landinu sjálfu. Ef íslenzk list á nokkurntíma að geta blómgast verulega, verður þjóðin öll í sameiningu að skapa nokkurn markað fyrir listaverk árlega. í þessu falli á Menningarsjöðurinn að hlaupa yndir bagga. Líkt má segja um þá, er stunda vilja og rannsaka náttúru landsins, að þeir eiga við mikla örðugleika að étja. Er ilt til þess að vita, að rannsóknir á náttúru landsins hafa að inestu verið gerðar af útlending- um, eða með styrk útlendra vísinda- stofnana. Er þetta ekki frækilegt afspurnar fyrir þjóð, sem telur sig geta staðið og vill starida á eigin fótum í sem flestum greinum. Með því að ráða bót á þessu, er því beinlínis unnið að menningarlegu sjálfstæði landsins. Sú hliðin á starfsemi sjóðsins, seni blasir glöggast við öllum al- menningi, er bókaútgáfan. Sorglegt ,er það, að bókhneigðir og fróðleiks- fúsir menn hafa ekki aðgang að fjölda af dýrmætustu perlum lieims- bókmentanna, af því að þær hafa ekki verið þýddar á íslenzka tungu. Það er og ekki vanþörf á að greiöa útgáfuleið góðra ritverka þjóðar- innar sjálfrar. Ætlast er líka til þess, að út verði gefnar jöfnum höndum gamlar og nýjar íslenzkar bækur og þýddar úrvals bækur, fræðirit og skáldrit. Landstjórn vorri er það Ijóst, að alþýðumentunin er undirstaða alls andlegs lífs í landinu og sjálfstæð- is þjóðarinnar, en aö listii' og vís- indi tákna hámark þjóðarþroskans. Þessvegna vill hún sinna jafnt þess- um þremur greinum andlegrar starfsemi. Munu allir réttsýnir menn kunna að iheta þessa frjóu viðleitni að verðleikum. Stjórnarandstæðingar hafa fund- ið upp þá firru, að ekki sé sæmandi og gangi svívirðu næst að verja sektarfé og lögbrota til svo há- leitra hluta, sem hér er gert ráð fyrir. Er helst á þeim að heyra að svona óhreinum peningum eigi að kasta í sævarins djúp með hryllingi. Hvílík hræsni. Sjálfir mundu þeir gína yfir þessu fé til eigin nota, ef þeir ættu þess kost að fá það í sínar eigin bu.ddur. Það er að vísu rétt, að lögbrot eru sprottin af illri rót, en sú viðleitni er í alla staði heil- brigð, að Iáta hið illa styðja að sigri þess góða á öðrum sviðum, þar sem því verður við komið. Það er mælt, að Vespasíanus Rómverjakeisari hafi lagt skatt á öll keituker í ríkinu, til þess að safna fé í ríkissjóðinn. Títus sonur hans hafði orð á því, að sér þætti sá skattur óviðfeldinn. Brá þá keis- arinn gullpeningi fyrir vitin á syni sínum og spurði, hvort hann fyndi nokkurn óþef af þessu. Lyktarnæmir gerast sumir íhalds- menn nú á dögum, þegar þeir grípa hendinni fyrir vit sér og þykjast finna óþef, mikinn af tekjum fyrir upptækt áfengi og af sektarfé fyrir áfengisbrot. -----_o------- Rœktunarfélag Norður- lands 25 ára. Ófannefnt- félag var stofnað í Júní árið 1903 og er því nú búið að lifa og starfa í einn aldarfjórð- ung. Ársrit félagsins er nýlega út komið og er að þessu sinni nokkru stærra og fullkomnara en vanalega, vegpa afmælis félagsins. í ritinu eru myndir af formönnum félagsins þremur, þeim Páli Briem amtmanni, Slefáni Stefánssyni skólameistara og Sigurði Hlíðar dýralækni, núver- andi formanni. Auk þess er í ritinu mynd af Sigurði Sigurðssyni bún- aðarmálastjóra. Hafa allir þessir menn mátt heita lífið og sálin í fé- laginu. Enn eru í ritinu nokkrar myndir af gróðrarstöð félagsins. Ein ritgeröin í Ársritinu hefir að yfirskrift »Ræktunarfélagið 25 ára«. Ei þar skýrt frá stofnun félagsins, rakin saga þess og skýrt frá starf- semi þess nokkuð rækilega. Til- 'gangur félagsins var í upphafi sá, að láta gera nauðsynlegar tilraun- ir til jarðræktar á Norðurlandi og að útbreiða meðal almennings þekkingu a öllu þvi, sem að jarð- rækt lýtur og líkindi eru til að kom- ið geti að gagni. Frá þessari upp- haflegu stefnuskrá hefir mjög lítið verið hvarflað í þau 25 ár, sem fé- lagið hefir starfað. í samræmi við stefnuákrá félagsins hefir Gróðrar- stöðin og tilraunirnar þar verið langsamlega umfangsmesta verk- efnið og það sem borið hefir mest- an sýnilegan og varanlegan vott um starfsemi félagsins. Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands er að miklmn mun fallegasta gróðrarstöð landsips og vekur athygli og aðdá- un aflra þeirra, er í hana koma, o^ þar hefir verið skapaður vísir til róttækrar reynslu í jarðrækt og garðrækt. Þá hefir árangurinn af trjárækt félagsins orðið mjög glæsi- legur; hafa margar tegundir trjá-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.