Dagur - 28.06.1928, Side 4

Dagur - 28.06.1928, Side 4
112 DAGUR 28. ttrt. Lofgrein um ísland. Blaðiö Vísir skýrir frá því, að Þjóðverji einn, dr. Ekko Isenbart, hafi skrifað grein um ísland í þýzkt tímarit og farist meðal annars orð á þessa leið: »Sannarlega er ísland oss heilagt land. í stáð þess að fara pílagríms- ferðir til Jerúsalem, ættu Germanir framvegis að fara pílagrímsferðir til íslands. Að minsta kosti einu sinni á æfinni, eins og Múhameðstrúar- menn fara til Mekka, ættum vér, af- komendur Sigurðar Fáfnisbana, að sækja heim »eyna í Atlantshafinu« og tigna með innfjálgri lotningu þær stöðvar, þar sem mikillátar hetjur leituðu athvarfs í raunum sínum endur fyrir löngu, þar sem ger- manskt aðalskyn fékk, er aldir runnu, skapað nýja, sjálfstæða menningu í nýju landi. Vakna þú, ÞýZkaland, hjarta og andlegur miðdepill Evrópu! Lít þangað, sem norðurljósin leiftra á dimmum himni, þar sem brimgnýr og rjúkandi eldfjöll þruma orð drottins yfir jörðina. Hefjið hjörtu yðar til hinna eilífu brunna alls máttar, þeirra sem renna undan rót- um hins mikla asks Yggdrasils, til þess að þér nregið læknast af hinu erlenda eitri, sem hefir haldið yður í. svefni um þúsund ár, meðan illar þjóðir hafa notið uppskerunnar á gröfum yðar. Vaknið, og snúið aft- ur til Alföður og Friggjar«. -------o—------ Um víða veröld. Harald Höffding, prófessor í Khöfn var 85 ára 11. Marz s.l. Á árunum 1916 til 1924 ritaði próf. Höffding endurminningar sínar og æfisögudrög; og var það ætlun þans, að það yrði ekki gefið út fyrri en hann væri látinn; en nýskeð hefir hann breytt þeirri á- kvörðun og hefir afhent handrit- ið til útgáfu hjá Gyldendal í vor; og telur hann ástæðuna þá, að hann sé nú að byrja á nýjum þætti lífsins; margt hafi breytst, síðan hann hóf að rita endur- minningarnar. Margir af jafn- öldrum hans séu nýlátnir og minningarnar um þá þurfi helzt að vera þeim í fersku minni, sem lesi endurminningar hans og æfi- sögu. Þessvegna vill hann að æfi- sagan komi nú út, áður en liann fellur frá. Hann hefir yfirfarið handritið á ný og nefnist bókin Endurminningar. Einstöku kaflar úr henni hafa áður birtst í tíma- ritum. Hinn 28. Febrúar síðastl. flutti hann opinberan fyrirlestur um Sókrates; annars heldur hann mjög sjaldan fyrirlestra nú orð- ið. Síðasti fyrirlgsturinn, sem hann flutti á undan þessum, var á 250 ára dánarafmiæli Spinoza í fyrra á háskólanum í Khöfn. Nú eru 68 ár, síðan hann hóf fyrirlestrarstarfsemi sína, og fyrsta fyrirlestur sinn hélt hann um Sókrates, áfi áður en hann tók stúdentspróf. — Þessum 'síð- > • # #-» ♦ HÁPPDRÆTTI Stœrra-Árskógssóknar féll þannig, að eftirtöld númer hlutu vinning: Nr. 00509 — 001606 — 00253 — 001220 — 00729 — 001995 — 00108 — 00173. Sóknarnefndin. Kennara vantar í skólahérað Hrafnagilshrepps næstkomandi vetur. — Umsóknir séu komnar til undirritaðs fyrir 1. Sept. n. k. Finnastöðum 25. Júní 1928. Ketill S. öuðjónsson. Brent og malað kaffi framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæmustu aðferðum. Styðjið það, sem íslenzkt er. Fæst hjá Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri* Kaffibrensla Reykjavikur. Sœnsk liandverKfðeri ■ WM l51ll ■ ■V . í Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. -sSéss Sænskt stál er bezt. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. Titkynning. Vegna aðgerða á rafveitukerfinu, verður lokað fyrir straum frá Rafveitunni, frá kl. 12 til 6 á næturnar, yfir tímabilið frá 26. Júní til 7. Júlí. Rafveita Akureyrar. asta fyrirlestri hans var tekið með miklum fögnuði af fjölda á- heyrenda; og þóttu lítil ellimörk á gamlá manninum. Sjálfur var hann mjög glaður yfir því að vera, þrátt fyrir árafjöldann, svo ungur í anda, að geta talað fyrir slíkum mannfjölda um efni, sem altaf hefði verið honum hugstæð- ast og hjartfólgnast, síðan hann flutti erindi um það í fyrsta sinn 17 ára gamall. — Prófessorinn gat þess 1 erindi sínu, að fyrir 2 árum síðan hefði fundist brjóst- mynd (líkan) af Sókrates í Egiftalandi', þar sem drættirnir í myndinni væru miklu mýkri og fínni en á þeim, sem áður hafa þekst af honum. Firðsýni. Miss Selvy, sem býr í London, lét mynda-útvarpsstöð Bairdfélagsins þar í borginni senda út mynd af sér 6. f. m.; var hún sett framan við spegil og myndinni svo endurkastað frá Purley; en henni var náð á skip- inu Bérengaria, sem þá var í miðju Atlantshafi, í 2000 kílóm. fjarlægð. Unnusti stúlkunnar er radio-ritari á skipinu; og sendi jafnskjótt skeyti uni að hann hefði greinilega séð og þekt myndina. -------o------- Fi jálslyndi flokkurinn enski hefir', að því er blaöið Lög- rétta skýrir frá, sett nefnd manna á laggirnar, til þess að athuga fram- tíðarmöguleika fjárhags- og fram- leiðslumála ríkisins og uin leið að endurskoða stefnuskrá sína, sem orðin var nokkuð úreit og á eftir tímanum. Nefnd þessi var skipuö mörgum merkum vitmönnum, og héfir hún birt skýrslu um niðurstöð- ur sínar, sem þykja mjög mergileg- ar í ýmsum greinum. »Það sem menn reka einna fyrst augun í«, segir Lögrétta, »er það, að höfund- arnir snúa nú að mörgu leyti baki við hinni frjálsu samkepni, en hall- ast að ýmiskonar samvinnu og op- inberri íhlutun, þótt þeir andniæli kommúnisma og socíalisma«. Einn af nefndarmönnum segir um skýrsluna: »Með heilbrigðri skynsemi eru staðreyndirnar krufðar eins og þær eru og sýnt hvernig unt er að reisa betra samstarfandi þjóðfélag en nú er, á grundvelli núverandi ástands. Hún bregður ekki upp ímyndaðri hugsjón, langt frá veruleikanum — einhverri heimspekilegri skýjaborg. Hún er reist á rökum þróunarinnar. Og þetta er skýrsla, sem byggja má vonir á, einmitt af því, að í núver- andi skipulagi hefir hún fundið efni- við, sem smíða má úr, það sem betra er«. Auðsær skyldleiki er með niður- stöðu þeirri, er frjálslyndi flokkur- inn enski hefir komist að og stefnu þeirri, er Framsóknarmenn á fs- landi halda fram. En hvað segir nú frjálslyndi flokkurinn á Alþingi? Hann hefir komist að nokkuð annari niður- stöðu, þeirri sem sé að hentast væri fyrir sig að ganga í eina sæng með íhaldinu. NOTUÐ ISLENZK FRÍMERKI kaupi eg hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast. Verðskrá send ókoupis þeim, or óska. Gfsli Sigurbjörnsson, ÁSl, REYKJAVÍK. MUNDLOS-saumavélar ERU BEZTAR. Fást í verzluninni. NORÐURLAND. Auglýsið í D E O I. OULLÚR TAPAÐ. Fyrir nokkru tapaðist dömu-arm- bandsgullúr með svörtu bandi. Á bakinu voru grafnir samandregnir stafirnir: R.G. Skífan var gylt með svörtum stöfum, og stóð á henni Freco. Finnandi er beðinn að skila úrinu, gegn ríflegum fundarlaunum, til einhvers úrsmiðanna á Akureyri. Kitstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Sími 182. Prentsmiðja Odda Bjðmasonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.