Dagur - 19.07.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 19.07.1928, Blaðsíða 1
D A G lí R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • XI. ár • t • ••• • • •••-••♦♦ • •♦•• -• • ••• • • • •••• • • • •• ••••• • ••-••_••-•-••-• •-• Akureyri, 19. Júlí 1928. 31. tbl. -• • ••• ♦ - -•-••-•-•-•-♦ ♦ • ♦ ♦•♦♦-•♦ 9 Innilegustu þakkir vottum við öllum þeim, er sýndu samúð við andlát og jarðarför. eiginmanns, föður og tengdaföður okkar, Jóhannesar hreppstjóra Þorkelssonar á Syðrafjalli. Svafa Jónasdóttir. Asa Jóhannesdóttir. tielga Jóhannesdóttir. Högni Indriðason. Hinn 17. þ. m. andaðist að heimili sínu, SkútunM Glerárþorpi, eiginkóna mín, Margrét Septfma Jónsdóttir. Jarðarförin er ákveðin Laugardaginn 28. þ. m. að Lögmanns- hlíð og hefst með húskveðju frá heimilinu kl. 12 á hádegi. Skútum í Glerárþorpi 18. Júlí 1928. Halldór Halldórsson. ^ fokkrir sveitungar mínir sendu mér að gjöf vandaða ylí °S dýra muni á sextugsafmœli minu 8. p. m. Fyrir pessa miklu góðvild og höfðingsskap pakka eg hjartanlega, og óska gefendunum og sveitarfélaginu i heild allrar blessunar. Moldhaugum 14. Júli 1928. 2>enedikt Suðjónsson. A uglýsing um ftamboð á KOL KM. Gagnfræðaskólinn á Akureyri óskar framboðs á 60 smálestum kola, »D. C. B.«, eða sömu kolategund, sem Ragnar ólafsson hefir síðustu ár selt skólanum, og 20 smálestum »kokes«. Kolin og »kokes-ið« séu hér á staðnum eigi síðar en 21. sept. og séu afhend eftir þörfum. Námuvottorð sé sýnt, áður en byrjuð er af- hending. Framboðum sé skilað á skrifstofu skólans laugardag- inn 4. ágúst næstkomandi, kl. 1 eftir hádegi. Enn fremur er óskað framboðs á flutningi á kolum til skólans, og séu kolin jafnan heim flutt eftir þörfum. Þeim framboðum sé skilað á sama stað og sömu stund sem fyr segir. Gagnfræðaskólanum á Akureyri 17. júlí 1928. * Sigurður Guðmundsson. Ihaldið á veiðum. íhaldsmenn bera sig illa, síðan þjóðin velti þeim úr völdum. Sí- feldur reiðigrátur og gnístran tanna hefir kveðið við í blöðum þeirra; þrotlaus ilhnælgi og svartasti róg- ur um landstjórnina og stuðnings- ílokka hennar hefir verið dagleg iðja þeirra viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Svo hefir þessi gaura- gangur blaðanna farið úr hófi fram, að skynsamir og rólyndir menn telja að íhaldsblöðunum sé ekki með öllu sjálfrátt, likast því sem vit og fyrir- hyggja sé að talsvert miklu leyti gengin úr skorðum. Það er því ekki að undra, þó að forgöngumönnum íhaldsflokksins sé farið að verða efagjarnt um árangurinn af æðis- brölti blaða sinna, séu orðnir trúar- veikir um sigur eftir þessum leið- um, einum sainan að minsta kosti. Víst er um það, að miðstjórn í- haldsflokksins hefir fundið upp nýtt hjálpræði flokknum til handa; er það í því falið, að senda á laun nokkurskonar veiðiketti út á meðal kjósenda; er mælt að sveitir lands- ins mori af malandi íhaldsköttum þessuin, er nuddi sér ógnar vina- lega upp við bændur og búalýð, en beiti þó bæði kjafti og kióm, þar sem við þykir eiga. Með ofangreindum ummælum er átt við bréf þau, er miðstjórn íhalds- flokksins hefir verið að dreifa út um landið með mikilli leynd nú um sinn. Eitt slíkt bréf viltist í hendur Dags. Er það dagsett í Rvík 28. Maí þ. á. og er vélritað. Byrjar það á því, að hér sé um trúnaðarmál að ræða. Er auðvitað átt við það, að kjósandinn á ekkert að Iáta á því bera að hon- sé trúað fyrir svo miklum leyndar- málum, sem bréfið flytur. Eins og feiminn krakki, sein hálf- skanunast sín fyrir bréf, sem hann skrifar kunningja sinum, og endar það ineð þessum orðum: láttu eng- an sjá þetta klór, byrjar hún bréf- ið. Það er eins og hún hálfskamm- ist sín fyrir það, og tii þess hefir hún líka gilda ástæðu, þvi bréfið er íult af blekkingum og ósannindum, sem eiga að veiða kjósandann í í- haldsgildruna. Bréfið er í 7 liðum og skal nú vikið að hverjum þeirra fyrír sig lítið eitt. Fyrst er minst á stýfingu ís- lensku krónunnar niður í núverandi gangverð pappírspeninganna og síðan bætt við: »Ríkið er nýbúið að taka á sig ábyrgð á öllum innstæð- um í Landsbankanum, og yrði þá annaðhvort að greiða þeim ‘ inn- stæðueigendum afföliin, sein nema um eða yfir 5 milj. kr., úr ríkis- sjóði, eða ríkið yrði að gefa sig upp sem gjaldþrota, og það er lík- lega meiningin ..... En ríkisgjald- þrot mundi baka þjóðinni ófyrirsjá- anlegt tjón á komandi árum og verða stórhættulegt fyrir sjálfstæði landsins«. Vafalaust er hér um vísvitandi blekkingartilraun <að ræða frá hálfu miðstjórnar íhakisflokksins, því ekki er gerandi ráð fyrir að hún sé svo grunnhyggin, að hún trúi því sjálf, sem húh er hér að halda að mönn- um. Ábyrgð ríkisins á innstæðum í Landsbankanum nær auðvitað ekki iengra en verðgildi pappírspeninga er á hverjum tíma. Það nær því engri átt að ríkið fari að greiða af- föll vegna verðfestingar krónunrar. Annars þarf engum að bregða í brún, þó að þeir háu herrar, sem skipa miðstjórn flokksins, beri inn- stæðueigendur fyrir brjóstinu, því það er í fullu samræmi við alt þeirra dekur við auðmennina. Það er því ekkert annað en rugl að tala um ríkisgjaldþrot í sambandi við þetta mál. Ef það væri á nokkru viti bygt, að það væri sama og gjald- þrot ríkisins að innstæðueigendum væru ekki borguð afföll, þá yrði ekki hjá því komist að játa það, að ríkið væri nú þegar gjaldþrota, hefði meira að segja verið gjald- þrota til margra ára, þar á meðal í stjórnartíð íhaldsins, og það af þeirri einföldu ástæðu, að ríkið hefir ekki borgað afföll vegna lág- gengis krónunnar, og það hefir Landsbankinn heldur ekki gert. Ætti því þessi landsstofnun, samkvæmt kenningu miðstjórnar íhaldsflokks- ins, að hafa á undanförnum árum verið að auglýsa sig sem gjaldþrota í hvert skifti sem bankinn hefir greitt innstæðueigendum innstæður sínar. Þessu er auðtrúa sálum ætlað að renna niður eins og einhverri dýrindiskrás. Þar næst er í bréfinu vikið að þeirri ráðstöfun kenslumálaráðherra að takmarka inntöku nemenda í Mentaskólann í Reykjavík. Er þessi ráðstöfun talin »óverjandi gerræði«, sem »komi sér einkanlega illa fyrir sveitamenn«. Þrent er það, sem ger- ir þetta hjal miðstjórnar fhalds- flokksins að markleysu. f fyrsta lagi hafa íhaldsmenn fjandskapast gegn skólastofnunum í sveitum, í öðru lagi reyndu þeir að hindra það, að Gagnfræðaskólinn á Akureyri fengi réttindi til þess að útskrifa stúdenta, sem einkum var til hagræðis fyrir fátæka sveitamenn, og í þriðja lagi hafa þeir róið að því öllum árum, að Mentaskólinn í Reykjavík kæmist í það horf að verða fyrir/Reykjavík- urbörn nær eingöngu. Það eru því mikil býsn, að þessir sömu inenn þykjast nú alt í einu bera skóla- méntun sveitamanna svo mjög fyrir brjósti, að þeir látast vera að verja þá fyrir gerræði þess manns, sem víðsýnastur er i mentamálum og mesta áhersíu leggur á sveitamenn- inguna bæði í orði og verki. Enn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.