Dagur - 26.07.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar lcr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. GjaJdkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. • • • • • • • • • XI. ár. j -• • ■•-• • •<»-«»-• <»• • -• • •-• • -•-• ■-•-•-• •-• -1 Akúreyri, 26. Júlí 1928. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 32. tbl. -•--• •■' •-•-•■■•-• ♦■ •-' -•-• •■••••' -♦ • • •■ • ♦-♦ • ♦ -♦ ■♦-•■♦ Blekkingar íhaldsblaðanna. Á Alþingi 1925 var skipuð fim'm manna milliþinganefnd, til þess að taka til rækilegrar rannsóknar og gera tiilögur um bankamálin. For,- maður nefndarinnar var Sveinn Björnsson sendiherra. Nefndin lagði mikla alúð við verk sitt, safnaði sér margvíslegra skilríkja og leitaði á- lits fjölda sérfræðinga í bankamál- um. Má óhætt fullyrða, að aldrei hafa bankamálin verið tekin til jafn grandgæfilegrar íhugunar eins og í þessari nefnd. Milliþinganefndin skilaði ítarlegu og rökstuddu áliti og samdi frumvarp til bankalaga. Var það lagt fyrir þingið 1926, en ekki varö málið útrætt í það sinn. Það kom því enn fyrir þingið 1927, en þá hóf íhaldsfiokkurinn mót- blástur mikinn gegn tillögum milli- þinganefndarinnar og vildi ekki annað heyra, en þeim væri breytt í stórvægilegum atriðum og til mik- illa skemda í augum Framsóknar- þinginanna, sem altaf höfðu haldið fast viö álit bankanefndarinnar. Hún hafði sett ákvæði um, að stofn- fé Landsbankans mætti aldrei vera minna en 3 miljónir, að ríkið bæri fulla ábyrgð á bankanum og að yf- irstjórn bankans skyldi vera í hönd- um' 15 manna bankanefndar, sem kysi 4 menn í bankaráð, en einn ráðherranna átti að skipa formann bankaráðsins. íhaldið feldi niður ríkisábyrgðina' og bankanefndina, en hækkaði stofnféð upp í 5 milj. krónur. Síðustu kosningar leiddu það í Ijós, að kjósendur trúðu Framsókn betur fyrir málum sínum en íhalds- mönnum. Þegar því Framsóknar- menn fengu á síðasta þingi aðstöðu til þess að færa bankalögin í bað horf, sem bankanefndin hafði lagt til, og þeir fallist á að væri hið besta, þá breyttu þeir auðvitað bankalögunum og færðu þau á þann grundvöll, sem nefndin hafði lagt. Það var hrein og bein skylda þeirra að gera það. Síðan þetta skeði, hefir hvinið við látlaus nasablástur íhaldsb'að- anna út af bankalögunuin nýju. í þessum málgögnuin hafa mótsagn- irnar og blekkingarnar stangast inn- byrðis og riðlað hver á annari. Stundum kveður við þann tón í þeim,, að vegna ríkisábyrgðarinnar muni traust almennings á bankan- um vaxa svo mjög, að sparifé ntanna muni streyma inn í hann, og á þann hátt tæmist sparisjöðir úti um landið. Hinn sprettinn á tiaust bankans að rýrna vegna á- byrgðarinnar. Sömu blöð þvæla um »limlestingu« á Landsbankanum og »stofnfjárrán«, »stórkostlega iömun á öllu atvinnulífi í landinu« vegna þess fjárráns o. s. frv. í hverju er þá þetta stofnfjárrán fólgið? íhalds- stjórnin hækkaði stofnfé bankans í 5 milj. kr., en feldi niður ríkisá- byrgðina. Síðasta þing ákvað stofn- féð 2 milj. kr. og heimilar auk þess 3 milj. í viðbót, ef þörf krefur. Það er með öðrum orðum nákvæmlega sama stofnfjárupphæð heimiluð í bankalögum síðasta þings, eins og hún var ákveðin í lögunum frá þinginu 1927, og full ríkisábyrgð sett að auki. Hér er því gengið feti framar en milliþinganefndin lagði til, því hún ætlaði bankanum ÞliggJa miljón kr. stofnfé, að ekki se talað um hvað langtum lengra er gengið en íhaldsflokkurinn fór, sem feldi niður ríkisábyrgðina. Alt tal íhaldsblaðanna um stofnfjárrán og limlestingu er því fals eitt og blekk- ingar. \ Þó kastar fyrst tólfunum, þegar skriffífl íhaldsins eru að halda því fram, að ekki hafi »nokkur rödd« heyrst um það, að bankalögin frá 1927 hafi ekki verið . ágætlega úr garði gerð að öllu leyti, eftir því sem þessum blöðuin segist frá, hafa allir verið sammála um ágæti þessara laga, enda hafi þau verið »þrauthugsuð« og ágætlega undir- búin. Blöð þessi láta svo, sem breytingar þær, er síðasta þing gerði á þeim, hafi verið óhugsað augnabliks uppátæki núverandi stjórnar, gert til þess að skaða Landsbankann. Þau steinþegja um það, að nokkurn tíma hafi sérstök milliþinganefnd fjallað um þetta mál og komist að nokkuð annarri niður- stöðu, en íhaldsstjórnin og flokkur hennar. Þau þegja um það, að Framsóknarflokkurinn barðist gegn því á þinginu 1927, að hvikað væri í meginatriðum frá þeim grundvelli, er bankanefndin hafði lagt. Það er eins og öllu þessu sé stolið úr ininni þeirra. En þó er það ekki svo. Þau vita alt þetta ofur vel. En íhalds- menn þegja yfir öllu þessu í þeint eina tilgangi að blekkja lesendur sína. íhaldsblöðin gera sér í hug- arlund, að lesendur þeirra séu bún- ir að gleyma störfum bankanefndar- innar og þeim niðurstöðum, er hún komst að. En varlega skyldu þau treysta gleymsku manna í blekk- ingatilraunum sínum. Þá er yfirdrepsskapur íhalds- biaðanna ekki lítill, þegar þau þykj- ast vera að taka upp vörn fyrir Landsbankann gegn illum hug Framsoknarmanna í garð þeirrar stofnunar. Það er bert orðið, að í- haldsmenn hafa á síðasta áratug slegið skjaldborg um hagsmuni hins eilenda hlutafélagsbanka, og frá sumum þeirra hefir jafnvel andað svo kalt í garð Landsbankans, að líkast er því sem þeir hafi hugsað í hjarta sínu: Aldrei hirði eg um, þó að slík stofnun drepist. íhaldsfor- kólfar þóttust hafa búið nokkrum sinna manna gott hreiður í banka- ráði Landsbankans, en svo þegar rnáltúða þeirra, Magnús dósent, féll út úr bankaráðinu með hlutkesti ihilli hans og Bjarna Ásgeirssonar, þá skipaði miðstjórn íhaldsflokksins honum að fara í mál og heimta bankaráðslaun sín. Magnús hlýddi taíarlaust og hrópar nú.. í klerkleg- um guðmóði á fé bankans sér til handa fyrir ekkert starf. Er þetta talið gott sýnishorn af hugarfari í- haldsmanna til Landsbankans. Það er ekki umhyggja fyrir vel- ferð Landsbankans, sem knýr blöð íhaldsins til illyrðanna í þessu máli. Þar um veldur ekkert annað en log- andi gremja yfir kosningaósigri sínum og afleiðingum hans. Sú gremja birtist venjulega í fremur broslegri mynd, en allra skoplegust verður hún, þegar fjárhagslega ó- sjálfbjarga örverpi, sem aldrei hafa nent að vinna ærlegt handarvik, en draga franr vesælt líf sitt á sníkjum og plötuslætti, látast vera til þess kallaðir að gerast opinberir leið- beinendur þjóðarinnar í peninga- og bankamálum hennar og þykjast fær- ir um að knésetja milliþinganefnd- ina frá 1925,og þess um komnir að ausa illyrðum þá menn, er féllust á gerðir hennar. Slíkar aðfarir minna á oflátungshátt þess flóns, sem aldrei hefir lært að stýra skipi, en telur sig þó geta frætt vana skip- stjöra um það, hvernig þeir eigi að haga sér í því starfi. -------o—------- Simskeyti svohljóðandi sendi kenn- araþingið á Akureyri Jónasi Jónssyni ráðherra: »Kennaraþingið á Akureyri sendir yður kærar kveðjur og þakkar fyrir alt það, sem þér hafið gert fyrir fræðslu- mál og kennarastétt landsins«. t 2)r. VaitýrSuðmundsson Hann andaðist á Sunnudaginn var úti á Sjálandi, eftir langvarandi veikindi. Hann var fullra 67 ára að aldri. Skólameistari Sigurður Guð- mundsson, sem þekti dr. Valtý manna best, skrifar um þenna látna merkismann í næsta tölublað Bags. -----o---- Koma Austmanna. Norska ferðaniannaskipið »Mira« kom hingað til Akureyrar kl. 4 síðd. í gær, frá Rvík og ísafirði. Með skipinu voru yfir 100 ferðamenn norskir, bæði karlar og konur af ýmsum stéttum, víðsvegar að úr Noregi; enn fremur fáeinir Færey- ingar. »Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm«, en geta má þessara úr hópi Norðmanna: T. Hannaas pró- fessor, og er hann fararstjóri; L. Eskeland fyrv. skólastjóri frá Vors, sem ýmsir íslendingar kannast við, er verið hafa nemendur hans; H. Reynolds rithöfundur, Erik Hirth kennari; rektor Voss frá EiðsvöII- um; R. Haugsöen prófastur frá Þrándheimi. Langflestir voru úr kennaraliði Noregs. Af Færeyjum skal nefndur Djurhuus skáld, og var kona hans með í förinni. Múgur manns safnaðist saman á bryggjunni, er skipið lagði að henni, og er það var lagst, bauð form. Ungmennafél. Akureyrar, Jakob Frímannsson gestina velkomna með stuttri ræðu. Hafði félagið tekist það á hendur að taka á móti gest- unum og leiðbeina þeim. Flokkur karla í landi hóf þá þjóðsönginn norska: »Ja vi elsker dette Iandet«, en gestirnir svöruðu með því að syngja á íslensku »Ó guð vors lands«. fslenski söngflokkurinn söng síðan »Naar Fjordene blaaner«, og svöruðu þá gestirnir með að syngja »Yderst mod Norden«, og eftir það gengu þeir af skipsfjöl. Fóru þeir síðan flestir í bifreiðum fram að Grund, en sumir gengu um bæinn og grendina að litast um. KI. 9 í gærkvöld hafði ung- mennafélagið gestina og hokkra bæjarbúa í boði í Samkotnuhúsinu, og neyttu menn þar skyrs og rjóma. Var þar margt til fagnaðar, sam-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.