Dagur - 26.07.1928, Blaðsíða 3
32. tbl,
DAGUB
127
r: \
Margrethe Broch-Nielsen ■
kgl. balletdansmœr.
\ Bal letsýning [
| íkv0ldkl.9. |
■ Aðgöngumiðar á 2.50 og ■
| 2.00, barnasæti 1.00 í Sölu- ■
! turninum og verzl. Guöbj. 5
5 Björnss. og við innganginn. ■
norður á sveitir, ef að vanda lætur.
Eru slík ferðalög pólitískrá siiápa
allþreýtandi fyrir bændur og búa-
lýð, því að ekki verðuni við sann-
fróðari um neitt af þessuin piltum,
því að annar segir livítt það, sem
hinn kallar svart. Höfum við fyrir
satt, að allir fari með fals og skrök
að meira eða minna leyti. Reyndin
virðist þó oftast verða sú, því mið-
ur, að sá hafi mestan byrinn, sem
ósvífnastur er, lagnastur og lygn-
astur. Er hart að verða við þetta aö
kannast, en svona er það nú samt«.
Nú segir Morgunblaðið, að ólaf-
ur Thors hafi haft langmestan byr
á pólitískum fundum í Húnavatns-
sýslu hinna »sunnlensku oflátunga«-
Pegar því ummælum bréfritarans og
frásögnum Morgunblaðsins er
steypt saman í eina heild, verður
útkoman þessi: Þar sem Ólafur
Thors hafði mestan byrinn á fund-
unum, er hann allra manna ósvífn-
astur, lagnastur og lygnastur, þeirra,
er á fundum Jressum tóku til máls.
þriðja lagi var honum fullkunnugt
um, að skipstjórinn á »Júpíter«
hafði verið sýknaður í undirrétti. Eg
veit, að alt þetta hefði komið fram
í málsskjölunum, og nú ær það
kunnugt, að afrit af málsskjölunum
í hverju einasta togaramáli er vand-
lega yfirfarið og athugað af starfs-
mönnum í flotamálaráðuneytum
Þjóðverja og Breta. Nú er og al-
kunna, að afarmikill kurr hefir verið
í Bretum og Þjóðverjum út af tog-
arasektum — og fanst mér því ekki
ná nokkurri átt, að flotamálaráðu-
neytin fengju annað eins vopn í
hendur og málsskjöl, er bæru vott
um útbúnaðinn á »Trausta«. Hvað
mættu útlendir stjórnmálamenn og
crlendur almenningur halda um ís-
lenska löggæslu og íslenskt réttar-
far, ef þeir kæniust á snoðir um
slíkt endemis sleifarlag? Eg býst
við, að réttur okkar yrði okkur þá
ærið torsóttur í sektamálum er-
lendra veiðiþjófa«.
Því skal hér við bætt, að sekt sú,
er íslenski togarinn »Júpíter« fékk,
nain 15 þús. kr. Gera niá ráð fyrir,
að sekt sú, er enski togarinn hefði
orðiö fyrir, mundi hafa orðið við-
líka, ef fært hefði verið að halda
málinu áfram. Um þá upphæð hefir
því M. G. skaðað landið með
trassaskap sínum. Þó er peninga-
skaðinn ekki sárastur; sárast er að
íhaldsflokkurinn skuli hafa haldið
slíkum trassa í ráðherrastóli.
------o------
Fréttir.
Gömitl synd Magnúsar Guðmunds-
sonar. ■— Eitt hneykslið enn.
Sá atburður varð síðla sumars
1926, að eftirlitsbáturinn »Trausti«
kom að tveimur togurum í Garð-
sjónum og hugði þá vera að ólög-
legum veiðum. Annar þeirra var ís-
lenski togarinn »Júpíter«, en hinn
var »Tervani« frá Hull. Skipstjór-
inn á »Trausta« var ekki á honum
í þessari ferð, en stýrimaður taldi
togarana vera í landhelgi og kærði
þá báða. Skipstjórinn á »Júpíter«
var sýknaður í undirrétti, en dæind-
ur sekur í hæstarétti, en ekki játaði
hann á sig landhelgisbrotið.
í skipstjórann á »Tervani« náðist
ekki fyr en í Apríl síðastl., eða nær
tveimur árum eftir að hann var
kærður. En þegar til kom, sá nú-
verandi dómsinálaráðherra sér ekki
annað fært en láta mál þetta falla
niður, til þess að sjá sæmd lands-
ins borgið út á við. Hefir dóms-
málaráðhera gert grein fyrir því á
þessa leið:
»Þegar togararnir voru kærðir,
var Magnús Guðmundsson dóins-
málaráðherra, og átti þess vegna að
sjá um, að alt væri eins og það átti
að vera á eftirlitsbátnum »Trausta«.
En eftirlit þáverandi dómsmálaráð-
herra var ekki betra en það, að í
bátnum var hvorki kort, penni,
pappír né blek. Athuganirnar voru
rispaðar með nagla á öldustokk
bátsins. Nú vissi eg, að enska skip-
stjóranum var fullkunnugt urn þetta.
Það höfðu einhverjir orðið til að
segja honum það. í öðru lagi vissi
hann, að skipstjórinn á »Trausta«
var ekki á skipinu þessa ferð. í
Prestskosningin á Húsavík. Knútur
A rngrímsson fékk 257 atkv., en ekki
157, eins og sagt var í síðasta blaði, og
Jakob Jónsson hlaut 204 atkv. en ekki
104; skakkaði um hundrað á báðum
stöðum. Kosningin var sótt af miklu
kappi.
Bifrcið úr Borgarnesi kom bingað til
bæjarins að kvöldi hins 19. þ. m. Bif-
reiðarstjórinn hét Ólafur Sigurðsson;
meðal farþeg'a voru Helgi Pétursson
kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og frú
hans. Hafði bifreiðin verið 2% dag á
leiðinni.
Umboðsmenn síldareinkasölunnar hafa
verið skipaðir: Halldór Friðjónsson
fvrir Akureyrarumdæmi, Jón E. Berg-
sveinsson og Hallgrímur Hallgrímsson
á Hjalteyri fyrir Siglufjarðarumdæmi,
Snorri Sigfússon kennari á Flateyri
fyrir Vestfjarðaumdæmi og Björn Ó-
lafsson á Seyðisfirði fyrir Austfjarða-
umdæmi.
Morðtilraun gerði maður einn 1 Rvík
á syni sínum óskilgetnum, á 1. ári, með
því að gefa honum saltsýru. Tilraunin
nrishepnaðist að öðru en því, að sýran
brendi barnið á vörum og f munni. Mað-
urinn var tekin^ fastur og játaði á sig
brotið og færði sem ástæðu fyrir því,
að móðif barnsins væri orðin sér frá-
hverf. Þessi ólánssami maður heitir
Sigurður Eyjólfsson, og er hann vart
talinn með fullu ráði.
Slys. Fyrri Laugardag rotaðist til
dauðs annar vélamaður á gufuskipinu
Rjörgúlfi, er var við þorskveiðar út af
Siglufirði. Maðurinn, er fyrir slysinu
varð, hét Guðmundur Steinsson.
Tilkynning.
Athygli síldarsaltenda skal hér með vakin á
því, að ef síld berst ört á land fyrstu daga sölt-
unartímans, og reynist ekki nægilega góð, áskilur
úíflutningsnefndin sér rétt til, að leyfa engu skipi
að leggja upp til söltunar fyrir 5. Agúst meira
*.
en sem svarar % af söltunarleyfi þess.
Akureyri 23. Júlí 1928j
Utflutningsnefndin.
Pálmi Hannesson náttúrufræðingur er
fyrir nokkru kominn heim úr rannsókn-
arferð sinni um Austurland og ÞÍDg-
eyjarsýslur. Lætur hann hraklega af
grassprettu austur á Héraði, segir að
hún sé nokkru skárri í Þingeyjarsýsl-
um, en skárst hér í Eyjafirði. — Pálmi
er lagður af stað vestur um land og
heldur þar áfram rannsóknum sínum.
Fyrirlestur um Ameríku hélt Stein-
grímur Arason, kennari, í fundarsaln-
um í Skjaldborg' á Sunnudaginn var.
Sagði hann þar frá ferðum sínum um
Ameríku og sýndi fjölda mynda, eink-
um frá Yellowstone Park, þjóðgarðinum
fræga, sem er að flatarmáli tvöfalt
stærri en alt Suðurlandsundirlendið.
Enn fremur sýndi hann myndir frá
Kaiiforníu og víðar að, og að lokum
nokkrar myndir frá íslenzkum stöðum,
er hann hafði haft með sér á ferðum
sínum vestra og sýnt þar. —• Fyrirlest-
ur Steingríms, og myndasýning, var í
senn bæði fróðlegur og skemtilegur. —
Að erindinu loknu mælti Steingrímur
læknir Matthíasson nokkur hlý orð til
fyrirlesarans.
Síldveiðin hefir gengið mjög vel það
sem af er síldveiðatímanum. Síldarsölt-
un byrjaði í gær.
Eldur. Klukkan 4 síðdegis á Mánu-
daginn var tóku menn eftir því, að
eldur var laus í gistihúsinu Goðafoss
hér í bæ. Var þá brunaliðið kallað á
vettvang, og stóð þá loginn út með þak-
skegginu í norðausturhorni hússins og
reykjarmökk mikinn lagði frá húsinu.
Hægur norðanandvari var á, en gerði
alveg logn eftir stutta stund. Var nú
tekið að dæla vatni í húsið og tókst
eftir skamma stund að slökkva eldinn.
Efri hæð hússins er talin gerónýt og
neðri hæðin mikið skemd. Húsið og
mestur hluti þeirra innanstokksmuna,
er skemdust, voru vátrygðir, en alt um
það bíða eigendurnir mikið tjón í at-
vinnumissir.
Önnur hús sakaði ekki.
Skip. Nova kom hingað á vesturleið á
Þriðjudagsmorguninn og fór aftur að
kveldi þess dags. Meðal farþega voru
mag. Bogi Melsted og Guðmundur Finn-
bogason landsbókavörður og kona hans.
Gufuskipið »Ylva« kom á Mánudag-
inn með trjáviðarfarm til Kaupfélags
Eyfirðinga og Höepfnersverzlunar.
Nokkuð af farminum fer til Siglufjarð-
ar og Akraness,
Aihugasemd.
í 22. tölublaði »Dags« er athuga-
semd við grein mína Jil »þingeyskra
kvenna og karla«, sem eg vildi
svara með fáeinum orðum.
Eg blanda Alþýðuskólanum á
Laugum inn í þetta tískumál af á-
liuga fyrir honum og af velvild til
lians, því eg vil ekki vita neinn blett
á honum, vil heiður hans sem mest-
an og áhrif hans sem best til alls,
sem miðar til framfara og upphefð-
ar fyrir æskulýðinn.
Það hafa löngum verið talin tvö
meginatriði þessa lífs að hafa föt
og fæði; því er það álit mitt, að
þetta mál komi Laugaskóla við og
að hver fjölmennur samskóli hafi
mikil áhrif á tískuna og það þurfi
einmitt þar að læra að klæða sig
smekklega,' en þó í samræmi við
staðhætti alla, landslag og veðráttu.
Eg elska fjör og >fegurð, en mér
líður oft illa af að horfa á hégóma
og tildur nútímans, af því líka að
mér þykir flest, en þó ekki alt, ljótt
sem talið er fínt og í móð!
Nú vil eg spyrja, hvar á að reyna
að vekja til lífs aftur og notkunar
íslenskan, þjóðlegan búning, svo
sem peysufötin? Hvar á að stemma
stigu fyrir skaðlegu tildri bæði
fyrir heilsu og efni?
Það þarf víða að taka þetta mál
föstum tökum, þar sem áhrifa gætir
útí frá, og er það því einmitt eitt af
verkefnum lýðháskóla, þar sem
bæði eru karlar og konur, kennarar
og eins nemendur.
Eg þekki svo vel kennara Lauga-
skóla, og veit, að ef þeir tækju þetta
mál til meðferðar, vildu beita sér í
því, væri því mikill sigur vís.
Eg óska öllum skólanum á Laugum
hamingju og blessunar, þaðan
streymi sönn mentun og holl á-
hrif, þaðan komi frjáls, glaður og
áhugasamur æskulýður, sem byggi
upp utan húss og innan, hvar sem
liann starfar.
Þessi J. Buch ritar mjög mikil-
menskulega og reynir að upphefja
sjálfan sig með því að tala um hvað
mínar setningar séu »grunntækar«.
Eg segi einungis: Verði honum að
góðu, blessuðum. 1
.......... G, j