Dagur - 03.08.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 03.08.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • ••••• •-•■•• •♦•••• ••••••••••••••• • •••• •• • • • • •• • • • -•• • XI. ár. ? • • • • ••-•< Akureyri, 3. Ágúst 1928. Vai.týií Guðmundsson, prófessor, dr. phil. 11. mars 1860-22. júlí 1928. Þótt banageigur sé í oss öllum, að kalla, verður oss mörgum furðu lítið um dauða samferðamanna vorra yfir lífsins sund, nema ef ástvinir eða vandamenn detta fyrir borð og sökkva ofan í djúpið, sem engum skýtur upp úr. Stundum ber þó að eyrum andláts- fréttir ónákominna, er í bili þeyta huganum frá andadrepandi umsvifum og hégómavaðli, er flestra vor æfi eyðist í. Slíkar náfregnir seiða úr hug- arfylgsnum löngu liðin atvik, hálf- gleymda æfiþáttu og jafnvel 'kafla úr samtíðarsögu lands vors og þjóðar. Dauði Valtýs Guðmundssonar er þess konar áhrifafregn. Þá er hálf-fimtugir íslendingar eða þaðan af eldri, er áhuga höfðu á stjórnmálum vorum um síðustu aldamót, frétta lát þessa gamla stjórnmálaforingja, rifjast upp fyrir þeim harðvítugar stjórnmáladeilur, heiftúðugar blaða-árásir, kosningakapp og kosningafjör, ósigrar, sem undan sveið, sigrar, sem hrestu og fjörguðu, fyltu sigurvegarana áfengum drykkjum og fögnuði. Sá hluti þjóðar vorrar, sem nú er innan við þrítugt, fær ekki gert sér í hugarlund, hvílíkur styrr stóð um Valtý Guðmundsson fyrir 25—30 árum. Varla verður litið svo í íslenzt blað á þeim tímum, að eigi sjáist þar nafn hans, annaðhvort fullum stöfum eða skammstafað, næstum því á hverri blaðsíðu eða jafnvel í hverjum dálki. Pað blés ekki minna um hann árið 1900 heldur en um dómsmálaráðherra íslands árið 1928. Eg efa, að nokkurn tíma hafi íslenzkur stjórnmálamaður verið slíkum illyrðum ausinn, sem Val- týr LGuðmundsson var um skeið né þeim slíkar getsakir gerðar. En honum hlotnaðist líka, að stjórnmálastefna, er hann hóf baráttu fyrir og hann átti upptök að, var við hann kend og skírð Valtýska ogflokksmenn hans kallaðir eftir honum Valtýingar. Myndað var og af sama stofni lýsingarorðið valtýskur. Andstæðingar hans og flokks hans voru jafnvel að nokkru kendir við hann og kallaðir And-Valtýingar. Sýna þessi nöfn, að stríðið var háð um stefnu, þar er hann var foringi í för. Alþjóð vissi, að hann var frumkvöð- ull leiðangurs og sóknar. Hans eins varð — að kalla — sæmdin eða ó- sæmdin af ófriðarefni og ófriði, enda hafði hann hvorttveggja skapað. Flokks- menn hans voru skoðaðir víða meðal þjóðarinnar litlu meira en peð á skák- borði hans. Sátu þó þá á alþingi miklir dólpungar, er meira sópaði að en honum og voru snjallári ræðumenn en hann, t. d. Skúli Thoroddsen og Guðlaugur Guðmundsson. Furðaði marga á, hversu rækilega hann skaut þessum samherjum sínum og fleirum þeirra aftur fyrir sig. Það var einlæg sannfæring ýmissa andstæðinga hans, að hann væri eigi nema meðalmaður. Peir fengu eigi skilið, hví hann var í fararbroddi, ekki mikilúðlegri en hann var í bragði né fari. Skilningur manna er enn óljós á því, í hverju stjórnmála- hæfileikar eru fólgnir. Svartara var þó myrkrið í því efni fyrir aldarfjórðungi. Svo var og sterk heiftúð í garð hans, að þorri manna vildi eigi skilja, hví barist var um merkisstöng hans. Pess vegna duldist flestum samtíðarmönnum hans, að formenska hans átti sér upp- runa og taugar í sjálfs hans eiginleikum. Hann var drjúgum meira en meðal- maður. Hann varð leiðtogi, af því að hann gat fremur fundið ný stjórnmála- ráð en liðsmenn hans. Hann var — undantekningarlítið — fremur gæddur skapandi stjórnmálahæfileikum enflokks- menn hans. Flutti hann og nýjar til- lögur í máli málanna á þeirri tíð, stjórnarskrármálinu. Var eðlilegt og réttmætt, er andstæðingar hans skutu mest spjótum að honum og lögðu mest kapp á að ríða hann ofan, sem að lokum tókst. Eg þykist muna, er eg heýrði fyrst getið Valtýs Guðmundssonar. Greindar- kona var gestur á heimili foreldra minna. Hún sá í nýkomnum blöðum, að hann hafði hlotið doktors-nafnbót, og verður að orði: >Nú er Valtýr farinn að hækkac. Voru orðin mælt í þeim rómi, sem einhvern tíma hefði1 eigi verið við slíku búist. Nú er það bæði óheilbrigt, snápsháttarlegt og óviturlegt, að meta menn eftir, hversu þeim hlotnast ,virð- ingarstöður og veraldlegar sæmdir. Slíkt fer, sem kunnugt er, raunalega oft eigi að verðleikum. Um Valtý Guð- mundsson stendur nokkuð öðru vísi á. Hann braust til vegs og frama úr hinum mestu hrakkjörum í æsku, svo að fágætt er nú á dögum, að því er skilríkir menn sögðu mér á uppvaxtar- árum mínum. Hann ólst upp á flæk- ingi, var há|f-sveltur, lítils virtur og illa hirtur. Pótti mér einkennilegt, að hann spurði mig aldrei neins úr átt- högum sínum, þar sem hann vissi m'g Þó gagnkunnugan. Hefir honum óljúft verið að minnast æsku sinnar og bernsku. Hefir sveinninn Valtýr gæddur verið meir en meðal-seiglu og meir en meðal-manntaki, er slíkt harðrétti svarf eigi úr honum hug né dug. Öldruð merkiskona hér í bæ, frú Steinunn Jónsdóttir, hefir sagt mér af honum sögu, er vel sýnir bæði æsku- lqör hans og æskuhug í meira en ein- um skilningi. Hann kom síðla sumars að Mælifelli, þar sem faðir hennar, séra Jón Sveinsson (landlæknis Páls- sonar), var þá prestur. Mæltist hann til heyvinnu, þar til er hann um haustið legði af stað suður í skóla. Ætlaði hann aleinn suður Stórasand. Hafði hann til ferðarinnar fengið mósótta hryssu, heldur óálitlegan far- arskjóta, og var hún sumarkaup hans. Prestur hvað enga forsjá í því af unglingi, að fara aleinum svo óralangan fjallveg að haustlagi, og hann myndi farast í Blöndu. F*á svaraði Valtýr: »Eg held, að það færi þá hvorki feitur hestur eða góð kýr«. Svarið leiðir fyrir sjónir ungling, sem er kjarkmikill, með fram af því, að hann hefir engu að glata. Það sýnir fastheldi hans við fyrirætlanir sínar, að eigi tókst að hafa hann ofan af slíkíi heiðarför. Fékk prestur þá honum mann til fylgdar suður fyrir Stórasand. Dr. Valtýr Guðmundsson var Hún- vetningur, fæddur að Árbakka og var óskilgetinn. Hefi ég góðar heimildir fyrir því, að föður hans var sveinninn lítill aufúsugestur. Móðurætt hans er mér ókunn. Faðir hans, Guðmundur Einarsson, sýsluskrifari í Húnavatnssýslu var einkennilegur maður, skáldmæltur, fróður og af góðu bergi brotinn, sonur hins þjóðkunna Jfræðimanns, Einars Bjarnasonar á Mælifelli, er samið hefir >Fræðimannatal«. Einar lærði ekki að lesa og skrifa, fyrr en hann var kominn á tvítugasta ár og >virti þá að vettugi, þó honum væri bannað það«, segir hann sjálfur. Hefir dr. Valtýr ekki átt langt að sækja þrautseigju og viljafestu nokkra. Föður sinn misti hann, er hann var á 5. ári. Arfleiddi faðir hans hann á banasænginni að eignum sínum, nema bókasafni og handritum. Dr. Valtýr dvaldist um tíma í Heiðarseli í Gönguskörðum hjá móður sinni, er þar bjó þá með bónda sínum. Fluttust þau síðan búferlum til Vestur- heims. Par heimsótti Valtýr þau, er hann fór, í vísinda-leiðangri með Por- steini Erlingssyni, vestur um haf árið 1896. í Heiðarseli hófst vinátta þeirra Stefáns skólameistara, er hélst alla stund, meðan báðir lifðu. Atti faðir Stefáns, Stefán bóndi Stefánsson í Heiði, upp- tök ,að því, að Valtýr fór skólaveginn og hvatti hann fyrstur til náms, að því er hann sjálfur sagði mér. Fór hann í 33. tbl. latínuskólann fhaustiðg 1897 og varð stúdent vorið 1883. Á skólaárum sín- um varð honum vel til styrktar sumra Reykvíkinga. Einkum var Bergur Thor- berg*, landshöfðingi, honum vel og studdi hann með ráðum og dáðum. Hann útvegaði honum þingskriftir, að eg ætla á skólaárum hans, eða, að minsta kosti, á stúdentsárum hans. Er eigi ólíklegt, að sú þingvinna hafi kveikt í honum stjórnmálaáhuga og þingmensku-hug. Að loknu stúdentsprófi fór dr. Val- týr til Kaupmannahafnar og stundaði þar háskólanám. Lauk hann þar námi og sveiflaði sér á ótrúlega stuttum tíma upp í kennarasess í æðstu menta- stofnun Dana, háskólanum, hafði gert sigstöðunnar maklegan með merkilegri doktorsritgerð, er hann hafði varið í mikilli vinnu, og bar þess vitni, að hann var vel til vísindalegra rannsókna fallinn. Meistaraprófi í norrænum fræð- um lauk hann eftir 3'/2'árs nám árið 1887. Pótt slíkt próf væri miklu léttara þá en síðar, var það rösklega gert. Síðan semur hann doktorsritgerð, „Privatboligen paa Island i Saga- tidensamtdelvisidet 0vrige Nordenz. Hlaut hann af verkinu hina mestu sæmd, enda eru rannsóknir hans og kenningar þar yfirleitt enn í góðu gildi, að því er eg hygg, og enn í bókina vitnað. Sýnir hún bæði sjálf- stæði og hæfileika, er fundið geta nokkuð nýtt í vísindum og fræðum. Lauk hann þessari löngu bók á rúmu ári. Var við brugðið sjálfsafneitun hans, er hann samdi doktorsritgerð sína, og hann naut eigi framar Garðstyrksins. Mátti hann þá aftur hungur þola. Ef til vill hefir hann beðið af slíku heilsú- tjón. Var hann langa æfi heldur heilsuveill. Á Hafnarárum mínum fóru sögur af hagsýni hans í fjármálum á stúdentsárum lians. Á háskólaárum sínum eignaðist hpnn ágætt bókasafn. Ári síðar en hann varð doktor, varð hann háskóladocent í norrænum fræð- nm. Um þær mundir kvæntist hann Önnu, dóttur Jóhannesar sýslumanns Guðmundssonar, systur Jóhannesar bæjarfógeta í Reykjavík. Nú var sigur unninn. Prítugur hreppir hann skemtilega stöðu og að sama skapi álitlega. Við honutn blasti nú vonbjart líf, öruggur efnahagur, næði til visinda-iðkana og vísindaleg metorð. Hann átti og ærin viðfangsefni. Hann hafði á námsárum sínum safnað stór- miklum drögum til íslenskrar menning- * Bergur Thorberg ólst upp hjá Arnóri Árnasyni, sýslumanni Húnvetninga, er Guðmundur, faðir Valtýs, var skrifari hjá. Hefir góðvild Bergs í garð Valtýs sprottið af samvisturn hans í æsku við föður hansf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.