Dagur - 03.08.1928, Page 2
130
DAGUR
33. tbl.
m
• • • # #•• • # • • • • •-#-# •- • •-• • -••-•-•-•-• •-•• n
J\4álningavörur
— nýkomnar. —
Zinkhvita (kem. hrein og nr. I.).
do. þur.
Titanhvíta — olíurifin og þur.
Mislit málning löguð í öllum litum.
Emaillering — hvít.
Fernis — terpentína — þurkefni.
z Kítti — rifin krít — Okkur, rautt og gult.
Gibs.
Kaupfélag Eyfirðinga.
SHiiiiiiiiiiiiilliiillið
•m
Myndastofan
Qránuféiagsgötu 21 er opin aila daga
frá kli 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
arsögu. Og nú gaf færið að vinna úr
því. En hann var lifandi tnaður og
marg-þættur. Pað var sem í honum
byggi þrír menn. Hann var fræðimaður,
sem faðir hans og föðurfaðir, en auk
þess stjórnmála- og bardagamaður og
fjáraflamaður. Hann var og, sem margir
Húnvetningar, mjög metnaðargjarn.
Var slíkt styrkur hans og veila. Er
eigi ósennilegt, að honum hafi vaxið
metnaðargirni af því, hve Iítillar virð-
ingar hann naut í uppvexti. Hæfileikar
hans, lífsfjör, fjölþættur áhugi og
metnaður fengu eigi unað kyrlátum
fræðaiðkunum eingöngu. Þeir þörfnuð-
ust fjölbreyttara starfsviðs. Honum hefir
og virst stærra að vinna fyrir framtíð
þjóðar sinnar en fortíð, sem slíkt
óneitanlega er. Fer hann skynsamlegum
orðum um það efni í»ritgerð um Jón
Sigurðsson, á aldar-afmæli hans 1911
(»Eimreiðin« 17. árg., bls. 158):
»Hugsufli okkur t. d. samanburð á
Rimmugýgi hans Skarphéðins og penn-
anum hans Jóns Sigurðssonar! Hvort
skyldi hafa höggvið stærra fyrir fóstur-
jörðina? Frekar mundi fjöðurstafurinn
hans Snorra þola samanburðinn, en þó
tæplega geta jafnast við stálpenna Jóns.
Rví þó ritfrægð Snorra jafnan muni
varpa ljóma yfir land vort, þá er þó
enn meira varið í hitt, að hafa með
ritum sínum og ræðum hafið ættjörð
sína upp úr doða og undirlægjuskap
tii framtaks og sjálfstæðis, og
þannig gróðursett þann meið, sem
borið geíur blessunarríka ávöxtu
allar ókomnar aldir«. Kveður hann
því þann dóm upp um Jón Sigurðs-
son, að hann hafi verið mestur allra
sona Ijnds vors, síðan það bygðist.
Auðséður er skyldleiki milli
t'ræöistundana hans og stjórnmála-
starfs. Er eftirtektavert, hver vís-
indaefni hanh fæst við. Hann var
fiábitinn vísnaskýringum og liand-
ritakönnun. Hann fór nær lífinu.
Hann valdi sér til rannsóknar þær
greinir liðinnar menningar, sem
honum í stjórnmálastarfsemi og
þingsal lék mestur hugur á að efla
i nútíð og framtíð: atvinnuvegi og
margháttuð menningarkjör, er for-
feður vorir áttu við að búa.
Hann varð þingmaður Vestmanna-
eyja vorið 1894. Hann hóf útgáfu
;Æimreiðarinnar« 1895 og var rit-
sljóri hennar rúm 20 ár. Dreifði
slíkt kröftuin hans frá vísindum og
háskólastörfum. íslenzk stjórnmál
uiðu honum á bezta skeiði æfinnar
hugstæðust áhuga- og viðfangsefni.
Lítið liggur því eftir hann í vísind-
um, annað en fyrnefnd doktors-bók,
hjá því sem vænta mætti af manni
í hans stöðu. Hann samdi ný-ís-
lenska málfræði á dönsku, er út
kom 1922.
Heiti tímarits hans, »Eimreiðin«,
táknar eins konar stefnuskrá. Á
þingi árið áður, aukaþinginu árið
1894, hafði ritstjórinn barist fyrir
»stóra málinu« svonefnda eða fyrir
járnbrautagerð á landi hér. Hraus
mörgum hugur við svo stórfeidri
samgöngubót. í fyrsta hefti fyrsta
árgangs tímarits síns þýddi hann
grein úr norsku uni nytseind og
mikilvægi járnbrauta. Aftan við
þýðing þá hnýtti hann nokkrum at-
hugaorðum, Kveður hann vera eiga
þá hina nýju stefnu í íslenskum
samgöngumálum: að gera tvær að-
aljárnbrautir, aðra frá Reykjavík
austur í sýslur, hina úr Reykjavík
norður um, alla leið til Akureyrar.
Er hann hér ákaflega stórhuga.
Telur hann stórkostlegar bætur á
samgöngum vorum frum-skilyrði
þess, að atvinnuvegir blómgist, auð-
ur vaxi og íbúar fjölgi. Hann trúði
fast á framfaramagn landsins. En
slík trú er hverjufn stjórnmálamanni
nauðsynleg. Hann _vildi efla hér
sömu menning, sem hann bjó við
erlendis. Það var skoðun hans, að
slík menning væri vorri litlu þjóð
jafn-ómissandi og erlendum þjóðum,
og hún gæti dafnað hér og þrifist.
Því vann hann fyrir lagning sæsíma
og landssíma. Því barðist hann fyr-
ir stofnun »stóra bankans«, sem ís-
landsbanki var í fyrstu kallaður
meðal almennings.
En þótt hann teldi bætur á at-
vinnuvegum vorum langmesta vaxt-
arskilyrði þjóðar vorrar, ollu tillög-
ur hans í þeim málum og afskifti
hans af þeim eigi mestum hávaðan-
um um stjórnmálastarf hans og
sjálfan . hann. Stjórnarskrármálið
varð aðalmál hans. Þetta stórmál
gleypti um hríð mestalla krafta hans
og áhuga. í það mál hleypti hann
þeim hita, að ekkert einstakt mál er
nú slíkt hita- né ofsamál. Hann
kiauf þar þjóðina í tvo öndverða
helminga, Dr. Valtýr hefir sjálfur —
óbeiníinis — bent á góðgjarnleg-
ustu skýring þess, að hann sótti svo
fast róðurinn í því máli og vann
ekki eingöngu að umbótum á at-
vinnumálum. Hann sá enga leið að
koma þar á verulegum endurbótum,
nema stjórnarfar vort væri bætt.
Hann Titar aldainótaárið 1900
(»Eimreiðin« VI., bls. 236): »Til
þess að geta unnið að gagni að
hverju sem er, verða menn að hafa
nýtileg verkfæri, og fyrsta stigið er
því að útvega sér þau, ef alt á ekki
að lenda í eintómum handaskolum«
------»0g nokkru líku er að gegna
með stjórnarfarið. Það er verkfær-
ið, og að það sé í góðu lagi, er
skilyrðið fyrir því, að hægt sé að
vinna með nokkurri verklagni og að
verulega góðum árangri að öllum
frainfaramálum landsins«.
Þá er Valtýr Guðmundsson koin
á þing, hafði Benedikt Sveinsson
forustu í stjórnarskrár-baráttu vorri.
Hann er sannkallaður Jón Vídalín
stjórnmála vorra, fullur elds og
andagiftar og áreiðanlega mesti
mælskumaður, sem setið hefir á al-
þingi. Samkvæmt stjórnarskrár-
frumvarpi hans skyldi hér vera
landstjóri, er færi með vald kon-
ungs hér heima, staðfesti lög, veitti
embætti, hefði undír sér ráðuneyti,
og væri einn ráðherranna forsætis-
ráðherra. Á þeim árum sátu að
völdum hinar verstu afturhalds-
stjórnir í Danmörku, Synjuðu þess-
ar hægrimannastjórnir stjórnar-
frumvörpum Benedikts harðlega
staðfestingar. Engra samninga
freistaði þingið við stjórnir þessar,
að því er eg ætla. Voru þær og eigi
árennilegar til samninga né nokk-
urrar málamiðlunar. Á þann
Stórasand lagði Valtýr, óragur
og einn síns liðs í fyrstu. Það
varð hlutverk hans, að leita samn-
inga við Danastjórn urn sjálfstæðis-
mál vort og finna skipulag, er Dan-
ir hétu samþykki, og hann og
flokksmenn hans töldu horfa til
bóta, svo að una mætti við til bráða-
birgða.
Ekki þóttust andstæðingar hans
og féndur velkjast í vafa um, til
hvers refarnir væri skornir, er hann
hóf samninga við Danastjórn um
stjórnarskrármál vort. Nú er engum
ámælt fyrir að vilja ráðherra verða.
En Valtý Guðmundssyni var ekki
þolað slíkt fyrir nærfelt þrjátíu ár-
um, eða það var gert að árásarefni
á hann. En hvaða hvatir sem hon-
um voru og verða eignaðar í stjórn-
arsrkrár-baráttu hans, er víst, að
hann var að eðlisfari miðlunarmað-
ur og samningamaður og vel til
samninga fallinn. Það var eitt ein-
kenni hans, að hann var i senn
skapdeildarmaður og bardaga-
maður, alt af gunnreifur og alt af
rólegur, hvernig sem brigsl og
skammyrði hrutu um eyru honum og
brjóst. Það var næsta líkt geðslagi
hans og hyggindum, að vilja taka
því, sem kostur var á. Hann taldi
sjálfur stefnu sína »opportunisma«.
»Einkenni þeirrar stefnu er i öllum
löndum og í hverju máli sem er« —
ritar hann —, »að rígbinda ekki
kröfur sínar við neitt fast ákveðið,
einskorðað fyrirkomulag, sem aldreí
beri frá að þoka, heldur haga sér
jafnan eftir kringumstædum* og lúta
heldur að hinu minna, heldur en að
fara allra umbóta á mis. Samkvæmt
þessari stefnu vildi stjórnarbóta-
flokkurinn (o: Valtýingar) ráða
stjórnarskrármálinu til lykta á þeiin
grundvelli, að þingið tæki í hvert
sinn það hesta, sem fáanlegt væri í
svipinn*<t. Er slík stefna hyggilegri
en hvað hún er mikilmannleg og
glæsileg. Dr. Valtýr átti og aðstöðu
góða til samninga, þar sem hann
var búsettur í Kaupmannahöfn.
Á alþingi 1897 flutti hann frum-
varp til laga um breyting á stjórn-
arskrá vorri. Fór það miklu skemra
í sjálfstæðiskröfum en stjórnarskrár-
frumvarp Ben. Sveinssonar. Land-
stjóra Benedikts og ráðuneyti hans
var þar algerlega slept. Var það
meginefni þessa frumvarps, Valtýsk-
unnar, að sérstakur ráðherra skyldi
skipaður fyrir ísland. En síðan við
eignuðumst stjórnarskrá 1874, hafði
dómsmálaráðherra Dana verið einn-
ig íslands ráðherra. Ekki veitti
frumvarp þetta oss innlenda stjórn.
Þessi fyrirhugaði sérstaki fslands
ráðherra átti eftir sem áður búsett-
ur vera í Kaupmannahöfn. En koma
skyldi hann á alþingi, taka þar þátt
í umræðum, sem landshöfðingi
gerði, og tala íslenska tungu eða
vera, með öðrum orðum, íslending-
ur. Þetta frumvarp Valtýs átti kon-
ungs staðfesting vísa.
Frumvarp þetta var upphaf flokka-
skiftingar í íslenskum stjórnmálum.
Er Valtýr réttnefndur faðir is-
lenskrar flokkabaráttu. Ýmsar mót-
bárur voru fluttar gegn frumvarpi
hans. Ein var sú, að það flytti
»valdið út úr landinu«. Lagalega
varð æðsta vald vort eigi út flutt,
því að það var í Kaupmannahöfn,
þar sem ráðherra íslands var heinr-
ilisfastur. En stofnun sérstaks ráð-
herraembættis hefði, að líkindum,
veikt hið æðsta vald í landinu sjálfu,
landshöfðingjavaldið. Aftur gátu
fylgt því ýmsir kostir, að þingmenn
sjálfir semdi við ráðherra. Stóð
hann og betur að vígi að koma fram
málum vorum í Höfn heldur en
landshöfðingi. Hins vegar var
barnalegt að gera sér vonir þess,
að þingræði kæmist á hér á íslandi,
meðan það var eigi komið á í Dan-
mörku. Þing hefði ekki haft meiri
áhrif á ráðherraval en það hafði á
skipun landshöfðingjaembættis, þó
að Valtýskan hefði verið samþykt,
en hægrimenn hins vegar farið ineð
æðstu völd í Danmörk’u. En því
varð að gera ráð fyrir í deilum um
stjórnarskrárfrumvarp Valtýs. Hann
sagði og sjálfur í »Eimreiðinni«
1899 (bls. 49), að »í bráð« væri
»1 ítil von um« vinstrimannastjórn í
Danmörku. Samt taldi hann sjálfur
frumvarpi sínu það til gildis, að
ráðherrann yrði að láta af völdum,
ef báðar þingdeildir snerust inót
honum.** Þó er sennilegt, að hann
hefði orðið fyrsti sérstakur íslands-
ráöherra, ef Valtýskan hefði sigrað
1897 eða 1899. Og hann hefði á-
reiðanlega orðið meiri framkvæmda-
* Leturbreytingar Valtýs.
** »Einu'eiðin« 1899, bls. 56.