Dagur - 23.08.1928, Síða 3

Dagur - 23.08.1928, Síða 3
37. tbl. DAGUB 145 rV7:i oAln er áSæt’ snemmbær 1 II oUlll kýr. Ritstj. vísar á. þess að geta komið að brigzlyrðum ti; ritstjóra Dags. Mun slík fúl- menska fádæmi að beita ritfalsi gagnvart eigin skrifum. En mætti nú spyrja þennan und- anvilling danska Mogga: Hvar og hvenær hafa fyrirsvarsmenn kaupfélaganna haldið því fram, að skiftu bændur við kaupfélögin. væri öllum áhyggjum af þeim létt? Er hér með skorað á Jón Björns- son að sanna þessi ummæli sín með glöggum tilvitnunum í rit fyrirsvarsmanna kaupfélaganna og innan tilvitnunarmerkja. Skal honum lagt bleyðiorð á bak, ef hann ekki verður við þessari á- skorun. Verður þá litið á hann sem hvern annan framhleypinn montgikk, sem ekki er fæ.r um að bera ábyrgð orða sinna. En hver veit, nema það geti hjálpað hon- um til þeirrar tignar, sem hanh nú er að voka yfir? Sú tign er í því falin að gerasf' alikálfur i- haldsins á Akureyri. ------o------ Á v.ið avangi, ómmrýmanlegt. fhaldsmenn þykjast bera hag verkamanna fyrir brjósti, en blöð þeirra bera þó látlausan róg á væntanlegan skólastjóra Ung- mennaskóla Rvíkur, séra Ingimar Jói\gson, fyrir það eitt, að hann er fylgismaður við stefnu verka- manna. Hvernig verður þetta samrýmt? Ljótur leikur. Sú fjármálastefna formanns í- haldsflokksins, að andstæðingar hans verðskuldi ekki tekjuhalla- laus fjárlög, er þjóðfræg orðin. ]>að er hefndarpólitík af verstu tegund, þar sem hagsæld allrar þjóðarinnar er fórnað í hefndar- skyni' við andstæðingastjóm. Þenna leik ætluðu íhaldsmenn að leika á síðasta þingi með því að hækka gjöld ríkissjóðs, en berjast jafnframt á móti tekjuauka; með því var tekjuhalli trygður, ef fram hefði náð að ganga. Væntu íhalds- menn, að fulltrúar verkamanna mundu styðja sig til þessara verka, með þvíaðtekjuaukalög eru ætíð viðkvæmt mál fyrir fátæka menn. En þessar vonir íhaldsins brugðust, því jafnaðarmenn tóku höndum saman við Framsókn, til þess að bjarga fjárhag ríkissjóðs- ins. Síðan eru blöð íhaldsins þrút- in af reiði í garð fulltrúa verka- manna á þingi og blása 1 sífellu að eldi hatursins milli bænda og verkmanna, en hafa þó löngum prédikað hættuna, sem stafaði af stéttabaráttunni. Koma óheilindi íhaldsins á þenna hátt vel í ljós. Lækkun á launum. Laun hinna þriggja bankastjóra íslandsbanka hafa nú lækkað um 18000 kr. samtals. Er það fyrir tilstilli þeirra Tryggva Þórhalls- sonar og Magnúsar Kristjánsson- ar ráðherra, sem báðir eiga sæti í bankaráði Islandsbanka. Ætluðust þeir til, að lækkunin næmi erm meiru, en komu því ekki fram fyr- ir öðrum bankaráðsmönnum. Sam- kvæmt hinum nýju launakjörum hefir Eggert Claéssen 32 þús. kr. árslaun, en hvor hinna 19 þús. kr. Sparnaður í rikisbúskap. Gjaldkeri varðskipanna, Ey- steinn Jónsson, sparaði á fáum vikum 4000 kr. í kolainnkaupum samanborið við það kolaverð er áður var. ,Alt útlit er fyrir, að í þessari einu innkaupsgrein fyrir ríkisins hönd sparist 24 þús. kr. yfir árið. íhaldsmönnum er í nöp við þenna mann. Morgunbl. og almenningur. Nálega allar árásargreinar Morgunblaðsins í garð stjórnar- innar byrja á sama hátt. Upþ- hafstónninn er þessi: Ekkert hefir vakið meiri undrun og gremju al- mennings, en síðasta stjórnar- hneykslið. Orðalag blaðsins er í senn fábreytilegt og fátæklegt, og altaf þykist það tala fyrir munn almennings. Allir vita, hver þessi almenningur er, sem Mbl. er sífelt að hampa. Það eru broddarnir í Rvík, stórgrósserar, spekúlantar og braskaralýður höfuðstaðarins, húsbændur Mbl., sem blaðið kall- ar almenning. Sjóndeildarhringur þess nær, ekki lengra en út yfir þann hóp, þar fyrir utan er auðn og myrkur fyrir sjónum blaðsins, nema fyrir kosningar; þá er leit- að út í myrkrið eftir fýlgi handa Ihaldinu. Björgúnartilranin ri.tstj. Nl. Svo illa tókst til fyrir ritstj. »Norðlings«, að hann afsannaði það, sem hann ællaði að sanna. Á þetta var bent í síðasta Degi. Rit- stjórinn reynir að bjarga sér úr -- klípunni með því, að hér hafi ver- ið um þrentvillu að ræða. Trúi nú hver, sem getur. Umrædd vitleysa birtist í N1.-9. þ. m. Blaðið kom aftur útj 11. s. m. Engin leiðrétt- ing.. Næst kom það út 14. Ágúst, og vitleysan látin í friði. Enn kom það út 16. Ág. og ekki minst á rieina prentvillu. Þannig hafði rit- stjórinn þrisvar sinnum haft tæki- færi til leiðréttingar, án þess að nota það. En 18. Ágúst, í næsta blaði er út kom, eftir að Dagur fletti ofan af klaufaskapnum, er hann gerður að prentvillu! Það er ósköp hætt við því, að • ritstj. Norðlings sé hér blátt á- fram að skrökva, í þeim eina til- gangi, að reyna að bjarga sjálfum sér út úr skömminni. Ekki er það karlmannlegt. •------o------ *Heyskapurinn gengur vel hér um sveitir að öðru en því að grassprettan er víðast með rýrasta móti og á sumum stöðum verulega slæm. En tíðin er hag- stæð og nýting á heyjum hin bezta. Verða þau gæði aldrei metin um of. t Benedikt Einarsson hreppstjóri, Hdlsi. Nú látinn ertu ljósvinurinn kær og ljóð ei framar þér af vörum óma. Þér fylgir, vinur, friðarbjarmi skær; nú fluttur ertu í himins dýrðarljóma. Þú gæfumaður gekst þitt lífsins skeið með guð í sál að hinstu hvíldar- stundu, og þótt stundum gatan væri ei greið, var geð þitt hlýtt og vorsins bros í lundu. Þinn fylti hug hin fagra sannleiksást og falslaus trygð og vorsins kær- leiksgróður. 'Á sorgarstund þín samúð aldrei brást í söng og ljóði til þíns hrelda bróður. Við æfistörfin varstu heill og hreinn, því hugur þinn var réttlætinu falinn. Á santviskunni sást ei skuggi neinn. Þitt sæmdarmerki barstu trúr um dalinn. En margar hlýjar, andans æskuþrár af örlögunum voru dauðaseldar, I trú og ljóði lífsins gjörvöll ár þó Iifðu skærir bernskuhjartans eldar. Þú barst í hjarta bróðurkærleikann; sem barn þú gladdist vinarkæti yfir. Nú kveðjum vér hinn sanna merkis- mann, í minningunni æ þú hjá oss lifir. I sólarlandi bak við helkalt haf nú hljómar frá þér vorsins dýrðar- óður. Þitt fagra líf oss fyrirdæmi gaf. Vér fundum öll, að þú varst drengur góður. D. K. -----0------ Simskeyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 22. Ágúst. Flugmaðurinn Hassel lagði á stað á Laugardaginn í Evrópuflug sitt. Flýgur hann um Grænland og fsland. Hefir ekkert til hans spurst, síðan hann flaug yfir Labrador kl. 6 á Laugardags- kvöldið. Fiskiafli á íslandi 15. þ. m. var orðinn 334,457 skippund. Á ísa- firði hafa alls veiðst 2200 tunnur síldar. Fyrir skömmu var stofnað fé- lag, er nefnist Eimskipafélag Vestf j arða. Framkvæmdarst j óri þess er Gunnar Hafstein. Félagið hefir Vestra, áður Nordland, í förum. París: ófriðarbannssáttmálinn verður undirskrifaður 28. þ. m. London: Stórkostlegar lofthers- æfingar hafa leitt í ljós, að loft- vörnum Lundúna er áfátt. Breta- stjórn ber fram tillögu á næsta fundi þjóðabandalagsins, sem mið- t Bœjarfulltrúi Sveinn Sigurjónsson andaðist í gærkvöldi. ar að því að útrýma ópíumssmygl- un frá Kína. Amerískur dýrafræðisleiðangur hefir gert mikilvægar uppgötvan- ir í Mongolíu; hafa þær leitt í 1 jós, að Mongólía var þéttbygð stein- aldarmönnum fyrir 20,000 árum. Fundu leiðangursmenn risavaxna beinagrind af dýri, sem hefir vei\ ið 25 feta hátt og sennilega vegið 20 tonn. Enn fremur fundu þeir dýrshauskúpu, sem vegur 200 kg. Jarðhitarannsóknir við Reykja- vík halda áfram með góðum ár- angri. Holan er orðin yfir 60 m. djúp. Vatnsmagn nýju laugarinn- ar er jafnt fimtungi þvottalaug- anna, en vatnsmagn þeirra þverr ekki. F r éttir. Óvenjuleg skemtun. Maður, að nafni Jón Lárusson, frá Hlíð á Vatnsnesi, skemti bæjarbúum í samkomuhúsinu Skjaldborg á Sunnudaginn var, með því að kveða ýms gömul rímnalög. Jón er ágætur raddmaður. Kveðskap hans var tekið með óblandinni ánægju og lófa- klappi, enda átti hann það fyllilega skilið. . Jón þessi er dóttursonur Bólu-Hjálm- ars skálds. Kvað hann meðal annars nokkrar stökur eftir afa sinn, og fór þar saman list skáldsins og lista-með- ferð kvæðamannsins. í gærkvöld skemti Jón mönnum í ann- að sinn á sama hátt og fyr; kvað hann þá í Samkomuhúsinu. Er hann nú á förum héðan úr bænum, og skal hann hafa þökk fyrir komuna. Dánardægur. Nýlega er látin Helga Þorkelsdóttir á Eyrarbakka við Hjalt- eyri, kona Haralds Indriðasonar, tengdamóðir Stefáns Stefánssonar verzl- unarmanns . hér í bæ. Var hún orðin öldruð kona. Þá er og nýlega látin ungfrú Guðný Þorsteinsdóttir Hörkdal frá Eyri í Sandgerðisbót. Forsxtisráðherra Tryggvi Þórhalls- son, hefir verið veikur um tíma að und- anförnu, en er nú orðinn alfrískur aftur. Jón Guðlaugsson bæjargjaldkeri, brá sér til Reykjavíkur snöggva ferð með Gullfoss síðast. Togari frá Englandi strandaði austur við Sléttu seint í vetur. Félag manna hér í bæ keypti skipið á strandstaðnum. Hefir flóabáturinn Unnur verið að dæla skipið að undanförnu og reyna að ná því út, en ekki tekist, þar til nú nýskeð að varðskipin komu til hjálpar. Er nú togari þessi kominn hér inn á höfn og skemdir á honum sagðar tiltölulega litl- ar. Togari þessi er nýlegur og sagður á- gætis skip. Félaginu, er keypti hann, hefir að líkindum fallið hér mikið happ i skaut og er það vel farið. H N A K K U R fundinn úti i Krossanesshaga. Eigand- inn vitji hans til Þorsteins Þorsteins- sonar Lundargötu 11, og borgi áfallinn kostnað,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.