Dagur


Dagur - 23.08.1928, Qupperneq 4

Dagur - 23.08.1928, Qupperneq 4
146 DÁGUR 37. tbt Otío Erhard, Hamburg útvegar meðal annars: CEMENT, PAKJÁRN, ÞáXPAPPA Verðtilboð og aðrar upplýsingar gefur Þorvaldur Sigurðsson, Akureyri. NAISSKEIÐ fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga verður haldið í Reykjavík, frá 12. Nóvember til 7. Desember n.k. Nokkur styrkur verður veittur til ferða- og dvalarkostnaðar. Umsóknir sendist sem allra fyrst. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. Aðvörun. Hér með er öllum bannað, að viðlögðum sektum samkvæmt lögum, að festa upp auglýsingar á rafveitustaurana hér í bænum eða grendinni. Akureyri 16. Ágúst 1928. Rafveitustjórinn. Brenf og malað kaffí framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæmustu aðferðum. Styðjið það, sem íslenzkt er. Fæst hjá Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri' Kaffibrensla Reykjavíkur. Radioverzlui) íslands, Pósthólf 233 Reykjavfk. Útvegum með verksmiðjuverði radio-viðtæki frá beztu verksmiðjum í Pýzkalandi og Ameríku. — Þriggja lampa tæki, með hátalara og öllu til- heyrandi, til að heyra Akureyrarstöðina, hvar sem er í Eyjafirði, kostar aðeins kr. 130. — Tæki fyrir aðrar sveitir nyðra, til að heyra Akureyri og útlönd, kostar með hátalara og öllu tilheyrandi kr. 250. — 5 lampa tæki kr. 350. — Kaupið ekki radio-tæki fyr en þér hafið fengið myndaverð- lista okkar. — Sendist gegn 20 aura frímerki. Sjónarhæðarstöðin heyrist á þessi tæki eins vel og aðrar stöðvar. Sœnsk handverkfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. -^s Sænskt stál er bezt. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. Notuð hrein íslensk FEÍMERKI kaupir Jón Björnsson í Kaupfélagi Eyfirðinga. — Biðjið um verðlista. Gjölcl fyrir blaðaskeytf lækkuðu að miklum mun frá 1. þ. m. Kom lands- símastjóri þessu til vegar í utanför sinni í vor. Fyrir hvert orð í blaðaskeyt- um milli íslands og Englands og Dan- merkur verður gjaldið 12 aurar í stað 21 áður, en milli Islands og Noregs og Svíþjóðar verður það 20 au., en var áður 24 au. Talið er að iækkun þessi nemi 1600 kr. á ári til fréttastofunnar einnar. Norskt veiðiskip festist fyrir nokkru á skeri við Kolbeinsey. Fóru skipverjar þegar í bátana og hugðu skipinu engrar björgunar von. Komust þeir úr bátunum í skip, sem flutti þá til Siglufjarðar. En um sama leyti og þeir komu þangað, kom færeysk fiskiskúta þar inn með hið strandaða skip í eftirdragi. Höfðu Fær- eyingarnir fundið strandskipið á reki nálægt Kolbeinsey og tóku það með til lands. Skýrsla ríkisgjaldanefndar kvað bregða ljósi yfir margt, sem í myrkrun- um hefir verið hulið. Rétt til smekks má geta þess, að tekjur eins skrifstofu- stjórans í stjórnarráðinu, greiddar úr ríkissjóði árið 1926, voru sem hér segir: Laun með dýrtíðaruppbót 9030 kr. — Þóknun fyrir aukavinnu við útgáfu stjórnartiðinda 2100 kr. — Fyrir reikn- ingshald Kirkjujarðasjóðs 3000 kr. — Fyrir reikningshald Landhelgissjóðs 4000 kr. Fyrir endurskoðun reikninga Áfengisverslunar 2400 kr. Er þetta samtals 20530 kr., og aukatekjurnar því nálega 2% þús. hærri en föstu launin. Tekjur Magnúsar, Guðmundssönar, fyrv. ráðherra, er hann lét greiða sér úr ríkissjóði árið 1926, voru kr. 18,369. 42, eða til jafnaðar rúmar 1530 kr. á mánuði. Áfengisverslun ríkisins. Árið 1926 voru laun starfsmanna við áfengisversl- unina nálega 113 þús. krónur. Af þeirri upphæð tók forstjóri hennar, Mogensen, 18 þús. kr., og auk þess fékk hann 2500 kr. í ferðakostnað við eftirlit. Allur reksturskostnaður verslunarinnar það ár ram nálega 200 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að laun fastra starfsmanna við Landsversl- uriina í Rvík voru sama ár rúml. 56 þús. kr., eða rétt um það bil helmingur- inn af starfsmannalaunum við áfengis- verslunina. Naut,,,,! ^Pra,t A. Schiöth. Kaupakona óskast á gott sveitaheimili ekki langt frá Akureyri. Ritstj. vísar á. Sumaraukinn. Eg vil spyrja: Er sumaraukinn nauðsynlegur? Er ekki hægt að komast af án hans? Er hann til hjá öðrum þjóðum? Mér finst hann meir en óþarfur. Sumarkom- an er svo óhentuglega sett, að hún er látin vera færanleg frá 18. til 23. Apríl. Því má ekki setja sum- arkomuna fasta 22. Apríl eins og vetrarkomuna 22. Október? Sé þetta litla viðvik gert, hverfur sumaraukavikan og allar aukanæt- ur, að mér sýnist. Mér finst ó- heppilegt t. d. að bændur reki fé sitt af fjalli viku of snérnma sum- araukaviku-sumarið, en aftur viku seinna næsta sumar. Þá fjallgöng- ur eru settar, hættir fólk í heild sinni að mestu störfum, eða yfir- gefur heyskapinn, sem getur kom- ið sér illa, þegar gras sprettur seint og því seint byrjað að slá. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu, það trúir almanakinu, en kvartar þó um, að langt sé haust- ið. Þá er að líta á, hve miklu tjóni þessi búskaparregla veldur bænd- um og jafnvel sjómönnum lika. Ef eg geri reikning fyrir, að bóndi heyi aðeins 5 hesta á dag í þessari viku, og hver heyhestur reiknaður á 10 kr„ verður það yfir vikuna 30 hestar heys, sem gera 300 kr. Þetta er að vísu ekki mikið fé; en reikni maður með 6000 bændum í landinu, og eru þeir þó vístnokkru fleiri, gerir þetta samtals 1800000 kr„ sem er andvirði 180 þús hey- hesta, en það er fóður handa 90 þús. fjár, sem annars er hætt við að þurfi að -leggja að velli, og það að þarflausu, að því er eg fæ séð. Það er hálfgerð óánægja í mér yfir því að vera að binda sig við gamlar kreddur. Þorsteinn surtur var skarpur á sínum tíma, en er nú orðinn úreltur. Gæti nú ekki greinarkorn þetta, þó stutt sé, vakið fólk til umhugs- unar í þessu atriði? S. 61. -------o------ Fantasie vindillinn er léttur og þægilegur. Mest reykti vindillinn hér á landi, Auglýsið í D E G I. M U N D L O S-s aumavélar ERU BEZTAR. Fást í verzluninni. NORÐURLAND. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Sími 182. Prentsmiöja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.