Dagur - 06.09.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 06.09.1928, Blaðsíða 3
39. tbl. DAGUB 133 hafa sparað að ófrægja J. J. í eyru hans. En hann er sjálfstæður mað- ur og byggir dóm sinn á eigin sjón og reynd. Því er óhætt að skjóta undir heilbrigða skynsemi allra óvil- hallra manna, hvort líklegra sé, að hlutlaus útlendingur felli rétt- látan dóm yfir J. J., eða leigðar rægitungur íhaldsblaðanna. Svar- ið getur ekki orðið nema á einn veg. En svo að horfið sé aftur að upphafi þessa máls, hversu ráð- herrar gcta komið misjafnt fram fyrir hönd þjóðar sinnar, þá vill svo vel til að fyrir liggur glögt dæmi, sem hér skal bent á. Þegar Magnús Guðmundsson \ar dómsmálaráðherra, strandaði enskur togari vestur við Skaga. öðrum enskum togara tókst með hjálp varðskipsins Óðinn að ná hinu strandaða skipi af grunni og koma því á flot. Nú hugsaði M. G. sér til hreyfings og setti upp 50 þús. kr. í björgunarlaun. Var það hátt upp í helming þess verðs, er skipið var síðar metið. Hér var því um gyðinglegt okur að ræða, enda neitaði enska ábyrgðarfélag- ið að greiða þessa upphæð. Við at- hugun og rannsókn málsins kom það í ljós, að venja er meðal sið- aðra þjóða að taka lítil eða engin björgunarlaun í svona tilfellum. Mál þetta vakti hina mestu eftir- tekt erlendis og var vel til þess fallið að setja íslendinga á bekk með siðlitlum þjóðum, enda fóru svo leikar, að þáverandi dóms- málaráðherra, Magnús Guð- mundsson, sá sitf óvænna og smáflærði kröfuna niður, þar til hún var komin úr 50 þús. kr. nið- ur í 12 þús. kr. Hefir þessu athæfi fyrv. stjórnar verið líkt við prang- sölu gyðinga, enda^ er auðsær skyldleiki þar á milli. Þannig stóðu þá sakir, þegar síðustu stjórnarskifti urðu. Fram- koma fyrv. stjórnar var orðin að hneyksli, sem stofnaði sæmd þjóð- arinnar út á við í voða. Eftþr að stjórnarskiftin urðu, bjargaði nú- verandi dómsmálaráðherra þessu hneykslismáli við á þann eina hátt, sem bjargað varð, úr því sem komið var. Hann ákvað að gefa % björgunarlaunanna, 8 þús. kr., til líknarstofnunar í Englandi, en VÍí féll samkvæmt venju til skipshafnar varðskipsins, þar af helmingur til skipstjóra, en hinn helmingurinn til hásetanna. Er mönnum nú innan handar að bera saman og meta framkomu þessara tveggja ráðherra fyxir hönd þjóðar sinnar. Annar s'.ofu- ar sæmd þjóðarinnar í hættu, en hinn hefir bæði vit og vjlja til þess að afplána synd fyrirrennara síns á þann hátt, að þjóðin vex af í augum umheimsins. Eins og við á. Eitt af því, sem herra Jón Stef- ánsson tilfærir í síðasta blaði úr samtali sínu við danska stjórn- málamanninn, er á þá leið, að J: J. dómsmálaráðherra sé klæddur eins og við á í hvert skifti. Legg- ur útlendingur þessi sýnilega mikla áherzlu á, að ekki sé út af þessu brugðið, en tekur jafnframt fram, að íslendingar muni ekki skilja nauðsyn þessa. Gott dæmi um smekkvísi Jóns nokkurs, sem skrifar Norðling, er það, að hann snýr þessum ummæl- um um klæðaburðinn á þann veg, að útlendingurinn hafi »dást að því, að J.J.gengur ekki gauðrifinn og skítugur«. Fegurðarsmekkur Jóns þessa nær þá ekki lengra en það, að hann telur þann ráðherra klæddan eins og við á, ef hann að- eins gengur ekki gauðrifinn og skítugur! Þetta gæti nú líklega til sanns vegar færst, ef svo bæri undir, að Jón yrði einhverntíma ráðherra, og sjálfsagt telur hann sig þeim vanda vel vaxinn,* jafn montinn maður og hann er sagð- ur: Gæti hann þá klæðst kápu gerðri úr kálfsskinni og steypt sauðargæru yfir höfuð sér. Þessi klæðnáður gæti verið sæmilega hreinn og þyrfti ekki að/vera gauðrifinn. Mætti þá segja, að Jón ráðherra væri klæddur eins og við ætti! ósköruleg framkoma. ólafur Thors þóttist verða fyrir barðinu á hækkunarstefnu Jóns Þorlákssonar í gengismálinu og var henni harðlega' andvígur í hjarta sínu, þó að lítt hefði hann sig í frammi af hræðslu við J. Þ. Kom þetta skýrt í ljós á síðasta þingi, því þá bar ól. Th. sig mannalega og heimtaði, að forsæt- isráðherra trygði sér það, að krón- an yrði stýfð. Var skopleg lýsing Tryggva Þórhallssonar á fyrv. fi-amkomu Ól. Th. í þessu máli og á þá leið, að á fjórða ár hefði hann ekki annað gert í gengismálinu en að leka niður og beygja sig undir vilja fyrv. stjórnar. út af tryggingu þeirri, er ól. Th. heimt- aði, lagði Tr. Þ. fyrir hann þessa spurningu: »Hvaða tryggingu heimtaði þessi hv. þm., þegar hann lagði sig hríðskjálfandi und- ir svipu Jóns Þorlákssonar í geng- ismálinu ?« Þessu þrekleysisámæli gat ól. Th. ekki hrundið af sér. Skemdafýsn. ♦ Undarlega má þeim mönnum vera farið, sem hafa ánægju af að spilla hlutum og ónýta þá fyrir náungum sínum og það alveg til- gangslaust og af skemdafýsneinni. Lýsir þetta spiltu hugarfari og er skrælingjalegt fram úr öllu lagi. Þó tekur út yfir, þegar jafn frið- helgur reitur, og kirkjugarður á að vera, verður fyrir þessum skemdum. Eitt slíkt atvik kom fyrir nýlega hér í kirkjugarðinum. Fósturforeldrar höfðu sett leg- stein á leiði fósturdóttur sinnar, og var gervidúfa sett ofan á stein- stöpulinn. Eitt sinn, er aðstand- endur komu að leiðinu, var búið að brjóta dúfuna og sáust merki þess, að hún hafði verið höfð að skotspæni í grjótkasti, því að steinar láu í grafreitnum. — Enn fremur er kvartað yfir því, að blóm séu slitin upp af leiðum og þau tröðkuð niður. Hætt er við, að börn og unglingar séu völd að ORBSENDING I m Brauns Verzlun.l m m ■ Siðan verzlunin byrjaði hjer d Akureyri, hefir hún aldrei : haft eins miklu úr að velja og nú af allskonar vönduðum \ og ódýrum vörum. Sjerstaklega viljum við vekja athygli peirra, sem purfa ■ að fá sjer fatnað, d hinu risavaxna úrvali af: Karlm. & ungl. Vetrarfrökkum, Karlm. & ungl. Alfatnaði. Pað cetti enginn að Idta pað hjá líða að koma og lita \ d birgðirnar, pví að ábyggilega er úr mestu að velja i hjá okkur. Virðingarfylst. m ?áll Sigurgeirsson. þessum skemdum; eru þær ef til vill oft gerðar í hugsunarleysi. Ættu foreldrar og aðstandendur barna að brýna fyrir þeim, hvað slíkar skemdir séu hræðilega Ijótar og særandi fyrir aðstand- endur hinna látnu. Kirkjugarðs- vörðurinn þarf og að hafa vakandi auga í þessu efni. -------0------ Sims keyti. (Frá Fréttastofu fslands). Rvík 5. Sept. V erzlunarráðherra Frakklands beið . bana af völdum bifreiðar- siyss. Oslo: Annað lofthylkið af flug- vél Amundsens fanst á reki; allur vafi aftekinn um, að hann' hefir druknað. Blöðin flytja dánarminn- ingar. Mexicoborg: Calles kveðst ófá- anlegur til að gegna forsetastörf- um lengur en út kjörtímabilið. Leggur hann til að kjósa bráða- birgðastjórn, sem allir flokkar taki þátt í. Hassel og Cramer lentu 19. Á- gúst á ísálmu hjá Sukkertoppen vegna benzinskorts. Flugvélin er óskemd. Þeir gengu yfir ísbreiður til suðurstrandar Straumfjarðar. Eskimóabátur sá þá í fyrradag, sá fyrst reyk sunnan fjarðarins. I-Iobbs sendi bát, til þess að sækja þá. óvíst er, hvort fluginu verður haldið áfram. Þórshöfn í Færeyjum: Johannes Patursson, foringi Sjálfstæðis- flokksins, er kosinn landsþing- maður Færeyja. i Vatnsfirði var kosinn prestur lögmætri kosningu síra Þorsteinn Jóhannesson á Stað í Steingríms- firði. Fékk hann 128 atkv., en Sigurður Haukdal 30 atkv. Ríkisstjórnin tekur í sínar hend- ur einkasölu á tilbúnum áburði frá næstu áramótum. Laugavatnsskólinn verður full- gerður 1. Október. Fjöldi umsókna kvað hafa komið. Síra Jakob í Holti er settur skólastjóri. Auglýsið í DEGI. Atvinnumálaráðuneytið hefir sett Ásgeir ólafsson til að gegna dýralæknisstörfum í Vestfirðinga- fjórðungi, með aðsetri í Borgar- nesi. Skal hann kenna í Hvann- eyrarskóla 6 vikur á vetri. Bráðabirgða loftskeytastöð hef- ir verið sett upp á Fagurhólsmýri í öræfum, þangað til síminn kem- ur, en hann verður lagður þangað á næstu tveimur árum. Radiovita er verið að reisa á Dyrhólaey. Vei’ður hann fullgerð- ur í haust. Stærra mastrið er 45 m. hátt. Safamýri, sem er ca. 3000 dag- sláttur, var öll slegin í sumar í fyrsta sinn síðan 1882 — vegna lítillar sprettu. Fengu margir bændur slægjur þar. ------o------- Staka. Nú er kalt í »Norðlingi«, nú er hart 1 ári, vindaköst og volæði, visnar »fjóla« og smári. X. -------o------- Slyn. 1 fyrradag druknaði maður í Fnjóská, skamt frá Laufási. Var hann áð sækja'hesta og reið út í ána nokkr- um föðmum neðan við vaðið og var þó nákunnugur ánni á þessum stað og hafði margsinnis farið yfir hana á vað- inu. Hestur og maður hurfu í ána, Hesturinn bjargaðist, en maðurinn kom ekki upp aftur lifandi. Fanst lík hans nokkru seinna í ánni. Maður þessi hét Einar Þórðarson, kornungur að aldri, ættaður úr Vopnafirði, og var vinnu- maður hjá prestinum í Laufási. Byggingar. Jón Arnesen kaupm. er byrjaður á byggingu íbúðarhúss við Brekkugötu, og O. C. Thorarensen lyf- sali er að láta reisa nýja lyfjabúð Nið Hafnarstræti, á það að vera þrflyft hús^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.