Dagur - 06.09.1928, Blaðsíða 1
V
D A G U R
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaidkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirft-
inga.
A f g r e i ð slan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 1X2.
Uppsögn, bundin vift ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
• • •-• • •♦ ••••••••••••••••••• ,
-•■• •• •• • • •-•-•
Akureyri, 6. September 1928.
• • #■ <
? 39. tbl.
• #•#-•■
• -•-•■-•-• -• ••-#■- •-•-•■•
r ■ ■ -
• • •• #••###■
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan Ingi-
björg Ásta Jónsdóttir andaðist að heimili sínu Uppsölum
2. Sept. s. 1. — Jarðarförin er ákveðin Mánudaginn 10. þ. m.
að Munkaþverá og hefst með húskveðju frá heimili hinnar
látnu kl. 12 á hádegi.
Uppsölum 4. September 1928.
Aðstandendur.
Varðskipalögin.
i.
Þegar frumv. til laga um varð-
skip ríkisins og launakjör skip-
verja voru til umræðu á Alþingi
lt)27, var mikill skoðanamunur
um einstök atriði í frumvörpum
þessum. íhaldsstjórnin, sem bar
málið fram, lagði mikla áherzlu á
að gera alla skipverja á varðskip-
unum að föstum embættis- og sýsl-
unarmönnum landsins. Skipstjór-
arnir áttu að hafa jafn há laun
og ráðherrarnir og alt frítt, auk
annara hlunninda, er þeim áskotn-
ast árlega. Kolamokarar áttu að
fá jafnhá laun og prestar, en laun
yfirkyndara áttu að vera nokkru
hærri. Andstæðingar • frv. bentu á
marga galla á þeim. Þeir töldu ó-
ráðlegt að binda yfirstjórn skip-
anna æfilangt við sömu menn og
laun skipstjóra og ýmsra annara
starfsmanna á varðskipunum ó-
hæfilega há samanborið við laun
annara starfsmanna ríkisins. T. d.
áttu skipstjórarnir að hafa þriðj-
ungi hærri laun en yfirmaður
þeirra, skrifstofustjórinn í dóms-
málaráðuneytinu. Auk þess gat
fjárhagsleg hætta stafað af því að
skapa mörg fastlaunuð embætti,
þar sem launin voru miðuð við
dýrtíð, á meðan íslenzka krónan
var ekki verðfest. Þá var bent á
að spara mætti ríkissjóði veruleg
útgjöld við útgerð varðskipanna
með því, að skipin væru jafnframt
skólaskip fyrir stýrimannaefni
landsins. fhaldsmenn feldu allar
tillögur til lagfæríngar á ofan-
greindum atriðum og stjórnin kom
i'rv. sínum lítið breyttum gegnum
þingið.
Grunur var um það, að óþörf
eyðsla ætti sér stað við útgerðar-
stjórn skipanna, og kom fyrir-
spurn fram um þetta á hinu sama
þingi. Þáverandi formaður stjórn-
arinnar gerði lítið úr þessu og
kvað þar aðeins um lítilfjörlega
þóknun að ræða. Síðan hefir þó
sannast, að íhaldsstjórnin greiddi
manni þeim, er hafði með höndum
bókhald og eftirlit skipanna,
hvorki meira né minna en 10 þús.
kr. fyrir það starf, og var það þó
aðeins aukageta, því að sami mað-
ur hafði öðru umfangsmiklu starfi
að gegna. Er hér eitt dæmi af
mörgum um óhæfilegt fjárbruðl í-
haldsins.
Varðskipalögin frá 1927 hlutu
staðfestingu, litlu eftir að Alþingi
liafði samþykt þau, en síðan ekki
söguna meir. íhaldsstjórnin, er
lagt hafði ofurkapp á að koma lög-
um þessum fram, skifti sér ekki
meira af málinu. Sýslur og emb-
ætti á varðskipunum voru ekki
auglýst til umsóknar. Leið svo
mestalt sumarið, og þegar stjórn-
arskiftin urðu í fyrra, hafði I-
haldsstjórnin ekki látið lögin koma
til framkvæmda. Er þetta nokkuð
kynlegt, og getur mönnum dottið
í hug, að stjórnin hafi eftir á
fundið missmíð á lagasetning
þessari og af því viljað gefa næsta
Alþingi tækifæri til að breyta lög-
unum til betra vegar. Raunar hef-
ir Magnús Guðmundsson látið það
í veðri vaka, að ástæðan til þess,
að hann ekki framkvæmdi lögin,
hafi verið sú, að hann vegna ann-
ríkis hafi ekki komist til þess, en
auðvitað er þetta ekki annað en
haldlaus fyrirsláttur. Þegar
stjórnarskiftin urðu, lá á borði
dómsmálai'áðherra mikill skjala-
bunki, og þegar hinn nýi ráðherra
fer að athuga, hvað þetta væri, sér
hann, að þar er efst á blaði nafn
annars skipstjórans, sem átti að
fá 12 þús. kr., og svo öll runan
niður á við, og vantaði' ekkert
nema nafn ráðherrans , undir.
Hver trúir því, þegar svo langt
var komið, að M. G. hefði átt svo
annríkt, að honum hafi- verið um
megn að sletta nafni sínu undir
bréfin? Það leikur nú reyndar
ekki á tveim tungum, hvernig í
málinu lá, og til hvers refarnir
voru skornir. Magnús Guðmunds-
son krimpaði sig við að fram-
kvæma lögin, en ætlaðist hinsveg-
ar til, að Jónas Jónsson hlypi á sig
og framkvæmdi það, sem hann
hafði barist á móti, og nota það
síðan sem árásarefni á þann veg,
að hann hefði svikið sínar eigin
skoðanir. Þetta íhaldsbragð varð
að engu, og síðan eru íhaldsblöðin
bólgin af gremju yfir því, að þetta
skyldi ekki lánast betur en raun
varð á.
Núverandi stjórn var þeirrar
skoðunar, að full þörf væri á því
að endurskoða og breyta varð-
skipalöggjöf Alþingis frá 1927 og
gekst því fyrir því, að það var
gert á síðasta þingi. Samkvæmt
því eru yfirmenn varðskipanna
ráðnir til ákveðins tíma, og laun
skipstjóra jöfn launum skrif-
stofustjóra í stjórnarráðinu. Ár-
legur sparnaður við þessa breyt-
ingu er um 8000 kr. Auk þessa var
þegar eftir stjórnarskiftin farið
að undirbúa meiri sparnað við
rekstur * varðskipanna, bókhald
þeirra var flutt í stjórnarráðið, og
virðist framkvæmanlegt að spara
á þeim eina lið um 7000 kr. ár-
lega. Þá tók landstjórnin upp þá
reglu, að bjóða út kol til varðskip-
anna, og eins og fyr hefir verið
getið í þessu blaði, sýnist það
muni spara 20—25 þús. kr. ár-
lega. Virðist því alls muni sparast
um 40 þús. kr. árlega á rekstri
varðskipanna með breyttu og
bættu fyrirkomulagi. Von er að í-
haldsmenn séu sárir!
II.
Um eitt skeið töluðu blöð f-
haldsflokksins mikið um það að
draga núverandi dómsmálaráð-
herra fyrir landsdóm vegna af-
skifta hans af varðskipamálinu.
Þá var þeim bent á það, að fyrv.
dórhsmálaráðherra, Magnús Guð-
mundsson, hlyti einnig að koma
fyrir þann dómstól, því ef það var
landsdómssök af J. J. að fram-
kvæma ekki varðskipalögin síðustu
mánuði ársins, þá var syndasekt
M. G. engu rninni að vanrækja
framkvæmdina yfir sumarmánuð-
ina. Síðan hafa íhaldsblöðin verið
hljóð um landsdóminn, en annað
slagið eru þau þó að nöldra um
lögbrot J. J., en hér ber enn að
sama brunni; hafi J. J. framið
lögbrot,’ þá hefir M. G. eigi gert
það síður; í hvert skifti og hinum
fyrnefnda er álasað í þessu efni,
lendir rúmur helmingur af álasinu
á M. G. Þetta reyna auðvitað í-
haldsblöðin að dylja, en vilja hins-
vegar koma þeirri skoðun inn í
lesendur sína, að J. J. sé eini ráð-
herrann, sem framið hafi lögbrot,
eins og þau kalla. Þetta er ekki
annað en vísvitandi blekking í-
haldsblaðanna. Fyrir nokkuð
mörgum árum samþykti þingið
svonefnd lotterílög. Hannes Haf-
stein var þá ráðherra og var and-
vígur þessum lögum. Hann bar
þau aldrei upp fyrir konungi. Lög
um fasteignabanka voru samþykt
árið 1921. Þau voru aldrei fram-
kvæmd og þeim síðar breytt. Voru
þó íhaldsmenn ráðherrar nálega
eitt ár eftir samþykt þeirra. Þá
má nefna lög um atvinnu við sigl-
ingar. Þar voru sett greinileg á-
kvæði um skilyrði fyrir skip-
stjórarétti. Magnús Guðmundsson
virti lög þessi ekki meira en það,
að hann tók að veita mönnum leyfi
til skipstjórnar, þótt þeir full-
nægðu ekki skilyrðum laganna,
Hann þverbraut lögin með öðrum
orðum. Síðar ætlaði hann svo að
fá þingið til þess að samþykkja
gerðir sínar með því að fá lögun-
um breytt, en það mistókst.
Það væri því hyggilegra af í-
haldsmönnum að tala sem minst
um lögbrot, því ekki er þeim hent
að kasta grjóti, sem sjálfir búa x
glerhúsi.
III.
ihaldsmenn þóttust bera land-
helgisgæsluna fyrir brjósti, er
þeir voru að skamta skipstjórmn
varðskipanna launin og veita
störfin á skipunum æfilangt.
Danskur sjóliðsforingi, sem haft
hefir á hendi landhelgisgæslu hér
við land um langan tíma, hefir lát-
ið svo um mælt, að ógei’legt reynd-
ist að hafa hendur í hári íslenzkra
veiðiþjófa vegna óleyfilegrar loft-
skeytanotkunar. Er þetta í sam-
ræmi við ummæli fyrv. forseta
efrideildar, Halldórs Steinssonar,
og lýsingu þá, er fyrv. alþm. Á-
gúst Flygenring gaf á hátterni ís-
lenzkra togara og útgerðarstjóra
þeirra, enda mun möi’gum í fersku
minni sagan um togara einn, er
ólafur Thors hafði með að gera og
breitt hafði yfir nafn og númer.
úr þessu varð málarekstur, er fór
fyrir hæstarétt, og veiðiþjófurmn
var dæmdur í háa sekt. Var ólaf-
ur Thors hinn reiðasti yfir þeim
málalokum; kvað hann sér ekki
koma til hugar að segja skipstjór-
anum upp stöðu sinni, jafndugleg-