Dagur - 13.09.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á h.verjum fimtu- degi'. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaiddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kupfélagi Eyfirð- inga. • ••• •• XI. ár. • • • • • • « •••••••••• ♦ • •-• • -•-• •■• • • • ♦ « • • -• A f g r e i ð slan er hjá J6ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. » • -•-•-•- Akureyri, 13. September 1928. 40. tbl. ihaldspukrið. Hér um árið gerðist ólafur Thors sjálfboðaliði 1 viðreisn landbúnaðarins. Á fundi austan- fjalls gerðist hann margmáll um rekstursfjárskort bænda og bauðst til að leggja fram fé til landbún- aðarins af sínum mikla veiði- gróða. Þessi loforð um fjárfram- lög til þessara hluta reyndust svik ein eins og vænta mátti, og kom síðar í ljós, að þau voru sprottin af undirhyggju og fláttskap. Eitt helsta einkenni á forystu- mönnum íhaldsflokksins kom þarna skýrt í ljós: á aðra hliðina fagurgali í eyru bænda á undan kosningum, en á hina magnað skeytingarleysi um hag landbún- aðarins. Allur hugurinn beindist að aðhlynningu stórútgerðar- og kaupsýslumanna. Það er alþjóð kunnugt, að alla þá stund, sem íhaldið hefir verið við völd, hefir fjármagni landsins verið ausið óspart og fyrirhyggju- lítið í alt aðrar áttir. en til land- bænda; þeir hafa algerlega verið látnir sitja á hakanum. Svo kom hrun íhaldsins við síð- ustu kosningar. Nú voru góð ráð dýr íyrir í- haldsforkólfana að koma sér í mjúkinn hjá bændastéttinni; nú reyndi á hugkvæmd þeirra og heilabrot að sýnast fyrir bænd- um, í þeirfi von að þeir mundu launa látalætin með því að lyfta íhaldinu upp í mjúka valdasæng innan skamms. Fyrsti árangur þeirra íhalds- heilabrota var reksturslánafrum- varp þeirra Jóns Þorl. og Björns Kristjánssonar, er þeir fluttu á síðasta þingi, og fyrirskipaði Landsbankanum að lána bændum árlega einhvern hluta úr 5 miljón- um kr. part úr árinu og sem svo átti að krefja þá um aftur, þegar þeim gegndi verst, um miðjan des- ember. Hið eina, sem hægt var að telja frumv. þessu til gildis, var viðurkenning íhaldsmanna um það að þörf væri á, að bændur fengju aukið rekstursfé. Skaut sú viðurkenning nokkuð skökku við baráttu Jóns Þorlákssonar og annara flokksmanna hans gegn frumv. Trýggva Þórhallssonar um búnaðarlánadeild við Landsbank- ann. Að öðru leyti var frumv. í- haldsmanna svo óhöndulega úr garði gert, að ekkert viðlit var að gera það að lögum, og lognaðist það því út af við lítinn orðstír. Var kátbroslegur lofsöngur íhalds- blaðanna um þenna vanskapnað íhaldsmanna, og svo harmagrátur þeirra yfir moldum hans. Þegar hér var komið sögunni, munu fhaldsmenn ekki hafa geng- ið þess duldir, að tilraunin með reksturslánafrumvarpið var alger- lega mishepnuð, leita varð því að nýrri leið, til þess að vinna hylli bænda. Þá var það, sem gripið var til »trúnaðarmála,nna«. Áður hefir í þessu blaði verið getið um pukursbrjef miðstjórnar íhaldsflokksins. 1 einu þessara pukufsbréfa hvíslar miðstjórnin því að bændum, að hún ætli að »tryggja« ' þeim »rekstursfé«. Bændum er sagt þetta í mesta trúnaði og ætlast til að þeir fari með það eins og mannsmorð. SjálfsagG er það einsdæmi í ver- aldarsögunni, að stjórnmálaflokk- ur fari huldu höfði með stefnuskrá sína, geri hana að »trúnaðarmáli« einstakra manna. Er hægt að treysta þeim mönnum, sem þora ekki 'að láta stefnuskrá sína koma fyrir dagsins Ijós, en fela hana í myrkrinu? Þetta ofangreinda á- kvæði um rekstursféð sýnist ekki þurfa að vera neitt sérstakt leynd- armál, sem allur almenningur megi ekki komast á snoðir um. En hver er þá ástæðan fyrir þessu pukri íhaldsins? Eina skynsamlega svarið við þeirri spurningu er það, að lítill hugur fylgi máli í þessu reksturs- fjár-loforði til handa landbúnaðin- um, að undir fagurmælunum búi fláttskapur um að hlaupa frá lof- oiðinu, þegar þar að komi. Þessi ályktun styðst líka við allmikla reynslu liðins tíma. Hvenær hafa menn þeir, er skipa miðstjórn I- haldsflokksins, sýnt það í verki, þegar þeir hafa haft bolmagn til þess, að þeir bæru hag sveitanna fyrir brjósti? Menn eru ekki bún- ir að gleyma »ölmusu« skvaldrinu, sem löngum hefir klingt við í her- búðum íhaldsins, þegar eitthvað hefir átt að hlynna að sveitabænd- um. Bryddi nú á einhverri hugar- farsbreytingu í þessu falli, þá er hún runnin undan rótum særðrar meðvitundar um ósigurinn við síð- ustu kosningar, én á ekki upptök sín niðri í djúpum sannfæringar- innar. Áhugi sá, sem birtist í puk- .ursbrjefunum fyrir auknu rekst- ursfé bænda, er því ekki annað en lítilfjörlegir gárar á yfirborði f- haldsdjúpsins. Við þá, er láta ginnast af slíku öldugjálfri, á hið fornkveðna: »Lítilla sanda, lítilla sæva lítið eru geð guma.« íslenzkir bændur! Hvort trúið þið betur fyrir malefnum ykkar höfundum pukursbréfanna, þeim óiafi Thors togaraeiganda, Jóni Þorlákssyni stórkaupmanni og Magnúsi Guðmundssyni formanni Shellfélagsins, eða þeim mönnum, sem djarflega og opinskátt hafa sýnt það og sýna í orðum og at- höfnum, að þeir vilja hag ykkar, bæði menningarlegan og fjárhags- legan, í öllum greinúm? Munu pukursmennirnir vera ykkur holl- ari? Svar við þessum spurningum getur hver og einn gert upp við sjálfan sig og svarað í verkinu, þegar þar að kemur. ------o------- Eití af velferðarmálum Akureyrar. Eins og fólki mun kunnugt, hefir Rauða-Kross deildin hér á Akureyri færst það hlutverk í fang að koma á fót hjálparstöð hér í bænum til leiðbeiningar berklaveikum og öðrum sjúkling- um. Fyrir góða aðstoð Alþingis og bæjarstjórnar Akureyrar, sem samtals hafa veitt kr. 2000.0Ó til þessa, hefir deildarstjórnin ráðið hingað nýja hjúkrunarkonu, sem er væntanleg til bæjarins seint í haust. Deildarstjórnin hefir afráðið að keppa að því, að hjúkrunar- kona félagsins, frk: Ingunn Jóns- dóttir, sem er orðin bæjarbúum að góðu kunn, geti framvegis eins og hingað til haldið áfram heimilis- hjúkrun, én þar að auki ætlast hún til, að hin nýja hjúkrunar- kona, frk. Sigríður Bachmann, veiti hinni fyrirhuguðu hjálpar- stöð forstöðu, verði eftirlitshjúkr- unarkona við barnaskólann, líti eftir fátækum heimilum í bænum og hjúkri einnig á heimilum, eftir því sem tími hennar leyfir. Eg undirritaður fékk í gær bréf frá yfirstjórn Rauða-Krossins, í París, um að_ frk. Sigríður Bach- mann sé nú í þann veginn að hverfa heim til íslands að lolcnu prófi við hjúkrunarháskólann í Bedford College í London. En þar hefir frk. Sigríður stundað fram- haldsnám síðan í fyrra. Var það fyrir milligöngu mína og Gunn- laugs Claessens, formanns Rauða- Kross íslands, að Sigríður fékk ó- keypis aðgang að þessum góða skóla. Fékk hún þetta mest fyrir það, að eg hafði skrifað um, að Akureyrarbær hefði mikla þörí fyrir þjónustu hennar og mundi taka hana í þjónustu sína að loknu námi. Við skóla þennan dvelja hjúkrunarstúlkur úr mörgum löndum heims, og er einkum þeim hjálpað að komast þar að ó- keypis sem eru frá þeim löndum, þar sem hjúkrunarstarísemin er enn komin stutt á veg. En Akur- eyri er norðanlega á hnettinum, og mun Rauða Kross stjórnin í París hafa litið svo á, að þar væri ekki hvað sízt þörfin brýn. Og eg held, að það hafi verið rétt til getið. í bréfinu til mín fer stjórnar- ritarinn nokkrum hrósandi orð- um um frk. Bachmann, og vil eg tilfæra þau hér; » Vér höfum veitt því eftirtekt, að frk. S. Bachmann hefir sýnt sérstakan dugnað og ástundun við nám sitt í Bedfox*d College. Hún hefir leyst prófið ágætlega af hendi og sýnt það einnig í verki við allar æfingar, að hún er bæði hagsýn og afkastamikil og líkleg til að koma að bezta gagni sem bæjar- eða héraðshjúkrunar- kona (Public • Health Nurse) á íslandi. Vér munum með yðar hjálp fylgjast með starfsemf hennar þai'na norður frá, og skal það gleðja okkur að geta einnig framvegis oi*ðið henni að liði ef þai*f«. Þessi bréfkafli sýnir ljóst, hve frk. Sigríður hefir kynt sig vel þar ytra, og tel eg því metnaðar- mál fyrir Akureyrarbúa að reyna að festa hana framvegis í þjón- ustu sinni. Eins og allir geta skilið, þarf Rauða Kross deildin talsvert fé til þessarar starfsemi sinnar, og einmitt nú meira en áður, til þess að þessi aukna starfsemi geti borið góðan árangur. Tekjur Rauða Kross deildar- innar árið sem leið námu alls kr. 3095.11, þ. e. meðlimagjöld og það, sem inn kom fyrir skemtan- ir, fyrirlestra, áheit og svo hjúkr- un. Af þessari upphæð voru það þó aðeins kr. 334, sem innheimt- ust fyrir hjúkrun. Meiri hluti hiúkrunarinnar er veittur ókeyp- is, þar eð fátæklingar áttu í hlut, Það hefir kostað deildarstjórn- ina mikla fyrirhöfn að afla þessa fjár, sem eg nú get um, En á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.