Dagur - 01.11.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 01.11.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- ilegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfélagi Eyfirð- inga. • •••••• -••••• • • • • • • • • • • Akureyri, 1. Nóvember 1928 •-• “f -• • •••••♦ A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Gppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 47. tbl. ♦ • • • •♦-• XI. ár. ^ -♦♦ • ♦ ♦-»-»■ ♦ • • -♦-♦--•-♦-• « Mishepnaður smíðisgripur í síðasta blaði var drepið á einn verulegan smíðisgalla á frumv. í- haldsmanna um atvinnurekstrar- lánin og þess jafnframt getið, að hann væri ekki sá eini. Skal hér enn drepið á nokkra galla þess. I. Alt of lítil áhersla var lögð á það að gera rekstrarlánafélögin sjálf vel úr garði og sem sjálf- stæðust. Sparisjóðir og bankaút- bú áttu að hafa á hendi einskonar fjárhald og forráð fyrir þau, halda viðskiftareikninga þeirra við félagsmenn o. s. frv. Rekstrar- lánaféiögin sjálf áttu að vera meö losaralegu skipulagi og í raun og veru fólgin í því einu,- að nokkrir menn tækjust á hendur samá- byrgð á lánum, alt að tiltekinni upphæð, er sparisjóðir eða banka- útbú kynnu að veita félagsmönn- gegn fyrirfram ákveðnum trygg- ingum. Var hér öfugt fárið að, því að, byggja skal slík lánsfje- iagakerfi neðan frá og upp eftir og leggja aðaláherzluna á fast- skipulag frumfélaganna, svo að þar geti myndast öflugt samstarf og félagslíf. Þau félög eiga svo að geta orðið grundvöllur undir stærri sameiningum eða sam- böndum, líkt og kaupfélögin hér á landi hafa fyrst komið sínum eigin félagsmálum í fast horf með sjálfstæðu skipulagi og öflugu fé- lagslífi innbyrðis og síöan stofnað samband. Hitt hefði verið öfug leið, að hafa sambandið á undan og í fyrstu röð og ætla því að verða einskonar forráðastofnun fyrir væntanleg kaupfélög og reikningshaldari yfir viðskifti þeirra við félagsmenn. Á þann hátt hefðu kaupfélagsmál aldrei komist í gott horf hér á landi. Sama er að segja um rekstrar- lánafélög. Því aðeins má vænta þess, að þau eigi nokkra framtíð fyrir höndum, að það félagskerfi sé bygt neðan frá og upp eftir, treysta þau sem bezt að grunni. Hér fór íhaldið því öfugt að. II. Ákvæði frumvarpsins um end- urgreiðslu allra lána fyrir 15. des. ár hvert voru bæði einstrengings- leg og 1 raun og veru gersamlega ástæðulaus. Þó aö um rekstrarlán sé að ræða, sem að vísu eiga ekki yfirleitt að standa pm langan tíma, geta menn alveg'eins þurft á því að halda að hafa slík lán um áramót eins og á öðrum tíma árs. Fyrst og fremst er afurðasala bænda ekki nærri allstaðar ein- skorðuð við haustkauptíð, heldur fer hún smátt og smátt sívaxandi á öðrum tímum árs. En jafnvel þeir bændur, sem selja aðalvörur sínar að haustinu, geta vel haft þörf fyrir rekstrarlán yfir vetur, eða frá hausti til hausts. Sá bóndi t. d., sem hefði heyjað vel og gæti því sett á fleira fé eitt haust en venjulega, ef hann þyrfti ekki að farga því til skuldagreiðslu, hefir þörf fyrir rekstrarián, til þess að geta haft hæfilega margt fé á fóð- urbirgðum sínum. Honum getur veríð mikill hagur í því að stækka þannig bústofn sinn, þótt ekki sé nema til eins árs. Hér er um reglulegt rekstrarlán að ræða, sem engin ástæða er til að bóndinn geti ekki fengið eins fyrir því, þó að skúldin þurfi að standa yfir áramót. Yfir höfuð er engin á- stæða til að krefjast greiðslu allra lána á neinum tilteknum tíma árs. Hitt er aðalatriðið, að lánin verði ekki að föstum skuldum til fleiri ára, en fyrir því má sjá á annan hátt. III. Alveg fráleitt virðist það ákvæði frumvarpsins, að ábyrgð félags- manna verði ekki tekin gild sem trygging fyrir lánum í félaginu. Það er eins og íhaldsmenn hafi gengið út frá því, að engir muni taka þátt í slíkum félagsskap nema fjárhagslega ósjálfbjarga menn, sem engin ábyrgð er í. ó-v líkt eðlilegra ög æskilegra er að gera ráð fyrir því, að sem fléstir í hverju bygðarlagi séu meðlimir slíkra lánsfélaga, ekki síður efna-. lega sjálfstæðir menn en aðrir. En hvar eiga lántakendur að fá ábyrgð, ef sveitungar þeirra eru allir í félagi og ábyrgð félags- manna er ekki tekin gild? Þegar svo væri komið er ekki sjáanlegt annað, en slíkt ákvæði yrði slag- brandur á vegi áframhaldandi starfsemi félagsins. Væri það í sannleika álappalegt skiþulag, að einmitt vöxtnir og gengi félags- skcupar yrði þess valdcmdi, að )iann yrði að lixtta störfum. IV. Ætlast var til, að viðskifta- gjald í varasjóð yrði y2% há" marki rekstrarlána þvers félaga. Ákvæði þetta er í senn bæði ó- heppilegt og ósanngjarnt. Gætu sum lán orðið óhæfilega dýr m'eð þessu móti. Setjum svo, að félags- sjórn ákveði hámark fyrir láni einhvers félaga 4000 kr., eins og leyft er í frumvarpinu, en að hann þyrfti’ ekki að nota sér lánsheim- ildina að fullu, og fengi aldrei hærra lán en t. d. 500 kr. í 3 mán- uði. Af því yrði hann að borga vexti, t. d. 6%, eða 7,50 kr. En auk þess yrði hann að borga 20 kr. í varasjóð, eða samtals 27,50 kr. Er þetta sama sem að hann greiddi 22% ársvexti af láni sínu. Mundi slík pkurgreiðsla ekki lík- leg til að gera félagsskapinn vin- sælan. V. Heimilað var í frumvarpinu að rekstrarlánafélög tækju við inn- lögum með sparisjóðskjörum, en aðeins af félagsmönnum sjálfum. Sú takmörkun er ástæðulaus og að öðru leyti harla kynleg, því að engin hætta getur fylgt því fyrir félagið að taka við slíku fé jafnt fyrir utanfélagsmenn sem félags- roenn. Ef í sveitinni er einhver efnamaður, sem af einhverjum á- stæðum vill ekki vera í lánsfélag- inu, en vill samt geyma fé sitt í sparisjóði þess, þá er ástæðulaust að hafna slíku og ekkert vit í að neita honum um það og hrekja á þann hátt fjármagn hans út úr sveitinni. Að öllu þessu athuguðu verður ekki annað sagt, en atvinnurekstr- arlána-frumvarp fhaldsmanna á síðasta þingi hafi verið mishepn- aður smíðisgripur. Það er sá mild- asti dómur, sem upp verður kveð- inn yfir þessu bjargráði íhalds- ins til handa smærri atvinnurek- endum þessa lands. Það hefði því ekki farið illa á því, að íhaldsblöð- in hefðu ekki verið alveg eins kampakát og þau reyndust yfir þessu íhaldsfóstri; gleiðletranir þeirra og gaspur um þetta mál hafa ekkert bætt úr smíðisgöllun- um. Fjármálaráðhen-a, Magnús Kristjáns- son, er í þann veginn að fara utan í stjórnarerindum. Er hann nú orðinn sæmilega frískur. Gu&mund. Hllðdal verkfræðing hefir landssjómin ráðið, til þess að vinná að undirbúningi byggingar síldarbræðslu- verksmiðju. RITFREGN. . Kristín Sigfúsdóttir: Gömul saga. Gefin út' á kostnað höf- undarins. Akureyri 1928. Sá, sem ritar þessar línur, sat einhverju sinni eina kvöldstund og hlustaði á mann, sem í öllu þvi er að bókmentum lýtur telst meðal helztu fræðimanna á Norðurlðndum og víðar. Honum var einkar um- hugað um að skýra nýjustu bók- menta-fyrirbrigði þjóðar sinnar fyrir útlendingnum. Meðal annars komst hann svo að orði: »Þegar um kven- bókmentir er að ræða, stöndum við gagnrýnendur og bókmentafræðing- ar uppi ráðalausir. Við höfum ver- ið svo lánsamir að Guð hefir gefið okkur—hér nefndi hann nafn heims- frægrar skáldkonu, sem þjóð hans hefir alið —það er gott og blessað, en ein af afleiðingum gengis henn- ar hefir verið sú, að kven-bókment- irnar vaxa hér hjá okkur að öllum líkindum miklu meira, en annars mundi hafa orðið. Fjöldi ungra stúlkna, og reyndar annara kvenna líka, tekur sér fyrir hendur að rita skáldsögur. En flestar þeirra eiga ekkert erindi inn á bókmentabrautina. Pær betri meðal þeirra hafa getað ritað nokkurnveginn læsilega byrj- endabók. Kvenhrifnir ritdómendur og heil halarófa fávísra blaðamanna og einkum þó blaðakvenna hefir svo hrópað upp, staðið á öndinni af undrun og aðdáun yfir að kven- maður gæti ritað annað eins —jafn- vel það sem eigi hefði vérið litið við eða á nokkurn hátt tekið til umræðu vegna þess, að það aðeins var sjálfsagt í hverri meðalbók eftir karlmann, hefir verið hafið til skýj- anna eins og eitthvað merkilegt eða dásamlegt. Til þess að nefna eitt einasta dæmi af mörgum, get eg bent á, að nýlega hafa menn í ýmsum, jafnvel í helztu blöðum Norðurlanda, getað lesið eins og eitthvað alveg einstakt, að fræg norsk skáldkona, sem aðallega hefir bygt skáldskap sinn yfir sögulegum efn- um, væri vel að sér f sögu þjóðar sinnar! Er það ekki í raun og veru alveg eðlileg krafa, sem gera verð- ur og sem engu skáldi ætti að vera þakkandi þó að það uppfylti, að það viti eitthvað hið nauðsyn- legasta um yrkisefni sitt, sérstaklega ef það er tekið úr einhverri fræði- grein ? « En af þessu dálæti og dekri verð- ur afleiðingin sú, að kven-bókment-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.