Dagur - 08.11.1928, Síða 3
48. tbl.
DAGUE
189
Vatnsmælingar.
Tek að mér vatnsmælingar á vatnsorku til rafveitu í sveitum
og kaupstöðum. Geri áætlanir um orku fyrirhugaðra stöðva,
kostnað þeirra og möguleg afnot, fyrir sanngjarna borgun, nú
meðan veður leyfir. Akureyri 7. Nóvember 1928.
FR. B. ARNGRÍMSSON, b.a.
þykti kröfu um afturköllun tillög-
úhnar um trúboðsfélögin, lækkun
herkostnaðar, réttlátari skattalög-
gjafar og að stjórnin viðurkenni
öll stéttafélög, einnig þau, er
snerta embættismenn ríkisins.
Fundurinn ákvað að ráðherrar
fiokksins megi ekki sitja í stjórn-
inni áfram, nema eftir þessum
kröfum sé farið. — Síðustu fregn-
ir herma, að Poincaré hafi sagt af
sér í gærkvöldi.
Etnugos halda áfram og gera
talsverð spjöll.
Budapest: Ungverska stjórnin
hefir lagt bann við að leika leik-
rit eftir Bernhard Shaw í Ung-
verjalandi, er það afleiðing af, að
Shaw hefir sagt í bréfi til rithöf-
undar eins í Ungverjalandi, að
hann heldur vildi vera Ungverji
búsettur í Tjekkoslovakíu en
Tjekkoslovaki búsettur í Ung-
verjalandi.
London: Við sveita- og bæjar-
stjórnarkosningar í Englandi í
vikunni sem leið, fengu verka-
menn meirihluta í 27 af 80 sveita-
og bæjarstjórnum.
Bukarest: Bratianustjórnin hef-
ir beðist lausnar.
Moskwa: Rússneskir vísinda-
menn hafa fundið norrænar forn-
minjar við Ladoga-vatnið á landa-
mærum Finnlands og Rússlands.
Oslo: Hjalmar Falk látinn.
Reykjavík: Einar Arnórsson
hefir svarað Héðni Valdimars-
syni með grein um skattamálin í
»Vísi«, kveður hann framkvæmd
skattalaganna hafa verið strang-
ari og sjálfri sér samkvæmari í
Reykjavík en víðast annarstaðar
á landinu.
Seyðisfirði: Þ. 26. okt. flutti
Einar Jónsson, verzl.m., mann
úr botnvörpungnum »Hortensia« í
land; sneri hann þegar aftur til
skips, en eigi hefir spurst til Ein-
ars síðan, þrátt fyrir leit og að
slætt hefir verið á firðinum. Bát-
urinn fanst sama kvöld mannlaus
og áralaus og var fangalínan gerð
upp.
í fyrradags morgun kl. 8 kom
Hull-togarinn »Syrina« til Seyð-
isfjarðar með alvarlegan eld í
kolarúminu. Slökkviliði bæjarins
tókst að slökkva eldinn eftir 5
klukkustundir. Svipað kom fyrir
þ. 25. sept. Þá kom Grimsby-tog-
ari til Seyðisfjarðar með magnað-
an eld í kolarúminu, þó varð eld-
urinn slöktur. Bæði skipin koluðu
til heimferðar á Seyðisf. Senni-
lega hefir kviknað í vegna gas-
myndunar.
------0-------
Leikfélag Akureyrar.
Síðan Haraldur Björnsson leik-
ari kom heim frá Hafnar-veru
sinni, ]þ. 12. f. m., hefir hann unn-
ið að undirbúningi leiksýninga hér
fyrir veturinn. — Nú um hríð
hefir hann og ílokkur hans æft
»Munka>rnir frá Mööruvöllum«
eftir Davíð Stefánsson.
»Munkarnir frá Möðruvöllum«
er alveg vafalaust sá sjónleikur,
sem einna mest er spunnið í af
þeim, er birzt hafa á íslenzku hin
síðari árin, má því búast við að
mikið sé hægt að gera úr honum á
leiksviði, ef vel og smekklega er
með farið. Auðvitað hefir leikur-
inn þær hliðar, sem varla mega
við því að verða dregnar of mikið
fram, en aftur á móti eru líka
kostir hans márgir og góðir, og
má efalaust búast við, að það ein-
mitt verði þeir, er að þessu sinni
fái að njóta sín til fullnustu, er
smekkvís og leiksviðsvanur mað-
ur stýrir leiknum.
Geta má þess, að það mun verða
vandað til sýningarinnar eins og
frekast er kostur. Allir búningar,
húsgögn o. a. er að hinu ytra lít-
ur, verður í miðaldastíl og eins
nákvæmt og föng eru á.
Aðalhlutverkin leika: Kvaran
(príórinn), Haraldur (óttar),
Hólmfr. Sigvaldadóttir (Sigrún),
Kristín Bjarnad. (Borghildur),
Kröyer (1. ölmusum.), Árni ó-
lafsson (2. ölmusum.) og Gísli
(Þorgrím).
Það er gert ráð fyrir að fyrsta
sýning verði föstudag þ. 16. þ. m.
-------0-------
F r éíti r.
Sjóöur hefir verið stofnaður við Krist-
neshæli, er nefnist píanósjóður. Til-
gangurinn með sjóðstofnun þessari er
að safna fé til píanókaupa handa hæl-
inu. Nokkurt fé hefir þegar safnast, en
vantar þó mikið enn til þess að tak-
markinu verði náð. Ætti nú almenning-
ur að bregðast vel við og styrkja sjóð-
inn með fégjöfum. Þó hver láti ekki
mikið af hendi rakna, þá safnast þegar
saman kemur.
Stofnfundur hestamannafélagsins hér
í bænum var haldinn á mánudaginn var.
Stofnendur voru milli 20 og 30. í stjórn
voru kosnir: Pálmi Hannesson (for-
maður), Þorsteinn Þorsteinsson (gjald-
keri) og Sig. Ein. Hlíðar (ritari). Fé-
lagið heitir Léttir.
Kæra kom fram á bæjarstjórnarfundi
á þriðjudaginn var yfir kosningu þeirra
Tómasar Björnssonar og ólafs Jónsson-
ar í bæjarstjórn Akureyrar. Meiri hluti
bæjarstjórnarinnar úrskurðaði kæruna
á rökum bygða og kosninguna ógilda.
Minni hlutinn (fhaldsmenn) lýstu því
þá yfir, að þeir áfrýjuðu úrskurðinum
til stjórnarráðsins og mættu ekki á
bæjarstjórnarfundi, fyr en stjórnin
hefði felt úrskurð í málinu.
Frá Blönduósi er símað, að Guðný
Jóhannesdóttir, öldruð kona, varð bráð-
kvödd að Beinakeldu í Húnavatnssýslu
!
%
%
•^Stór úfsala
hefst á morgunt9. Nóvember.
Par verður meðal annars á boðstólum:
200 Karlmannaföt með 10 til 50°/o afslætti.
75 Unglingaföt — 10 — 33°/o — ^
35 Drengjaföt — 10 — 33°/o — f
100 Karlm.-Vetrarfrakkar — 10 — 50°/o —
50 Ungl.-Vetrarfrakkar — 10 — 20°/o —
75 Karlm.-Taubuxur — 10 — 20% — f
o. m. m. fl. — ATH. Verðið er miðað við greiðslu um leið. I
NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ!
BRAUNS VERZLUN.
Páll Sigurgeirsson.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦j
Jrá Jlandsímanum.
Par sem verið er að búa aðalsímaskrdna undir prentun, eru
þeir símanotendur, sem kynnu að ailja koma að breytingu eða
leiðréttingu d skrdnni, beðnir að tilkynna mér það fyrir 11.
þ. m. — Ennfremur eru þeir, sem hafa i hyggju að fd sima d
nœstunni, beðnir að tilkynna það fyrir sama tima, svo nöfn
þeirra geti komist d skrdna.
Akureyri 8. Nóvember 1928.
SÍMASTJÓRINN.
Nýir ávextir.
Epli (kassa) frá kr. 1.60 kg.
Appelsfnur » » 0.20 stk.
Vfnber » » 2,25 kg.
Sítrónur hjá
Jóni Quðmann.
PIÐ SPARIÐ
25°|0
með því að kaupa| alls-
konar kven- og barna-
nærfatnað í
Ryels verzlun.
þ. 5. þ. m. — Guðný sál. var fædd að
Þorsteinsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu
og alin upp í Yztuvík. Fluttist hún vest-
ur fyrir allmörgum árum og hefir verið
til heimilis í Húnavatnssýslu síðan. Af
systkinum hennar eru tvö á lífi — bæði
hér á Akureyri — þau Jón Jóhannesson
og' frú Dómhildur, kona Magriúsar
Kristjánssonar fj ármálaráðherra.
Prestskosning fór fyrir nokkru fram
í Þóroddstaðaprestakalli í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Úrslit kosningarinnar urðu
þau, að settur prestur þar, síra Þor-
móður Sigurðsson frá Yzta-Felli, hlaut
löglega kosningu með 133 atkv. af 136,
er greidd voru.
Skófatnaður
með óslítandi sólum eru
brúnu leðurskórnir með
hrágúmmíbotnum. — Allar
stærðir fyrir börn, kven-
menn og karlmenn,
nýkomnar.
Kaupfélag
Eyfirðinga.
Hlýjustu, beztu og
ódýrustu
vetrarfrakkarnir
fást nú fjölbreyttastir hjá
BALDVIN RYEL.
B laðafrmnleiðsla. íhaldsflokkurinn
hefir nú 10—12 blöð til umráða. Þetta
þykir honum ekki nóg. Er flokkurinn
nú að hleypa tveimur nýjum blöðum af
stokkunum, öðru á Siglufirði, hinu í
Hafnarfirði. Þessi ofvöxtur í blaða-
framleiðslu flokksins bendir á sjúkt á-
stand Ihaldsmanna. —