Dagur - 20.12.1928, Page 4
218
DADUR
55. tbl.
-♦ - • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • > • • ••• • • • • • • • • •-# •• • -»-«_«-• • « • • • ••• •»>••••
• •• •••••-••••••• •• • ••
hafa búið. Heimsfrægð hennar
dregur að sér fólk úr öllum iöndum
og hinar »fögru strendur Fryken-
vatna«, þar senr margar af beztu
sögum hennar gerast, eru nú orðnar
»pílagrímsvegar« allra þeirra, sem
skoða vilja staðina, þar sem »herr-
arnir frá Ekeby« óku í kring frá
einni drykkju- og dansveizlunni til
annarar, og þar sem »Keisarinn af
Portúgalliu« gekk krossgöngu sína
og naut sinna ímynduðu mannvirð-
inga.
-------o
Dráttarvél
Svalbarðsströndunga.
Eg hefi sjaldan séð í blöðum eða
tímaritum ritað um verklegar fram-
farir og framkvæmdir Svalbarðs-
ströndunga, en þó álít eg, að þær
séu meiri en víða annarstaðar mið-
að við stærð sveitarinnar og fólks-
fjölda.
Þó hefi eg hugsað mér að gera
einungis eitt atriði að umræðuefni.
hér, sem er dráttarvélarkaup þeirra
á sl. sumri.
Þar sem eg hefi unnið með drátt-
arvél Búnaðarfélags Svalbarðs-
strandar og ýmsir hafa beðið mig
um skýrslu yfir eyðslu hennar og
vinnubrögð, hefi eg afráðið að
verða við tiimælum þeirra og láta
það blaðið, sem eg býst við, að
flestir bændur lesi, flytja hana.
Því miður kom dráttarvélin —
sem er Fordson — á óheppilegum
tíma, eða svo seint, að ekki var
hægt að byrja vinnu með henni fyr
en um rniðjan júní í vor, og voru þá
sumir búnir að herfa »flög« sín, en
vélin var aðallega ætluð til herfing-
ar; aðrir þorðu ekki að láta plægja
vegna óvissu um, að vélin mundi
korna, var því lítið unnið i vor, að-
eins hálfan mánuð, og sú reynzla ó-
fullnægjandi. Þá notaði eg einung-
Ferðapistlar.
Á einum veggnum stendur skrifað
stóru, rauðu letri: Aðalhlutverk
blaðanna í baráttu sameignarstefn-
unnar við auðvaldið er að ala fjöld-
ann réttilega upp, þ. e. vera verk-
færi í hendi stjórnarinnar, til þess
að útbreiða kenningar Kominúnista.
Miklu fleiri kunna nú að lesa, held-
ur en fyrir styrjöldina miklu, í
Rússaveldi.
Hvarvetna blasa við tölur, sem
eiga að sanna framfarirnar, er orð-
ið hafa síðastliðin 10 ár. Og eng-
inn efi er á því, að Kommúnistar í
Rússaveldi hafa með framúrskar-
andi dugnaði orkað undraverðum
breytingum á þessum stutta tíma.
Skýrt er frá margskonar stofnunum
og félögum. Eitt þeirra er Besbos-
hnik (Hinn guðlausi). Það er sam-
bandsfélag fríhyggjumanna. Þeir
boða efnishyggju og beita sér af al-
efli gegn guðstrú og kirkju. Þeir
gefa út tímarit í rúmri 1 miljón ein-
taka og mjög víðlesið blað.
Forlag eða útgáfufélag sam-
bands hinna guðlausu gaf út síðast-
liðið hálft annað ár bækur og smá-
rit gegn kirkju og kristindómi í 2
miljónum eintaka.
Fróðlegt var að sjá myndir af
þrjátíu mismunandi þjóðflokkum
is benzin til brenslu á vélina, og
virtist mér hún þurfa 60 lítra á dag
(10 tíma), og á þeim tíma áleit eg
að væri hægt að herfa unr 2 dag-
sláttur, með því herfi er eg notaði,
en það var diskaherfi 25 diska. Eg
herfaði rúnrar 13 dagsláttur og
þurfti þó langar leiðir á~'milli bæja,
vegna þess hvað óvíða var eftir að
herfa. Síðan stóð vélin aðgerðar-
laus frá júlíbyrjun til 28. september,
að eg byrjaði vinnu með henni á ný.
Nú varð sú breyting, að eg notaði
steinolíu að mestu í staðinn fyrir
benzin, er eg fyr eyddi, og mun það
liafa sparað daglega kr. 4.50, þar
sem benzin yfir daginn kostaði kr.
18.60, en ®olía og benzin kr. 14.10,
en þó er ekki séð að þessi sparnað-
ur verði svona mikill þegar þess er
gætt, að steinolían óhreinkar vélina
rneira en benzin, og tefur þar af
leiðandi manninn, sem stjórnar
lienni.
Þá er mín reynzla sú, að vélin
kosti á dag sem hér segir:
Kr.
Steinolía 60 1., 0,22 pr. 1. = 13.20
Benzin um 3 1., 0.31 pr. 1. = 0.93
Öll smurn. 4 kg. á 0.80 kg. = 3.20
Alls kr. 17.33
Auk þess kaup vélstjóra, sem mun
vera það minsta kr. 7.00 á dag.
Rentur og afborgun vélarinnar og
verkfæranna, sein notuð eru, fer
eftir því að livað hagkvæmum kjör-
um menn komast með lán til kaup-
anna, en þó tel eg að kr. 10 á dag
rnuni nægja í flestum tilfellum, sé
nokkuð unnið að ráði, svo að eftir
því kostar vélin alls á dag, sé brent
olíu og benzíni, krónur 34.33.
Þessi vél, sem eg rita hér um,
kostaði kr. 3600.00 hingað komin,
hjólauka og sambrettalaus.
í haust hafði eg tvö herfi, er
vélin dró í einu, hið fyrnefnda
diskaherfi og hankmoherfi, og flýtti
það fyrir vinslunni .sérstaklega. Aft-
Rússa og annarra þjóða í ráðstjórn-
arríkjunum. Alls telja menn 195
mismunandi þjóðflokka í sovjetrík-
inu mikla.
Það er bezt að láta staðar numið
um Rússann. Mörgu góðu hefir nýi
tíminn komið til leiðar á Rússlandi,
til handa hinum þrautpínda verka-
lýð, en dýru verði keyptu. Kaldrifj-
aður virðist rússneski björninn vera
enn, ekki síður en áður. — Hörð er
þín ræða, Lenin. 111 var ganga
margra þeirra, er þér hafa þjónáð.
Hugsunarhátturinn og hjartalagið
verður að breytast, til þess að upp
fái runnið öld jafnaðar, friðar og
fagnaðar. Hamarinn og sigðin bæta
ekki eiri útaf fyrir sig böl mann-
anna til frambúðar.
Vík eg nú að öðru. Hverf eg úr
hofi efnishyggjunnar i sýningar-
deild róinversk-kaþólsku kirkjunn-
ar. Bjart var yfir þessari deild og
hlýtt í hinni heilögu kirkju, er reist
var á sýningarsvæðinu. Hér fengu
menn nokkra hugmynd um hið
geysimikla og fjölþætta starf kirkj-
unnar frá upphafi meðal mannanna
í hart nær tvær þúsundir ára, í öll-
um heimsálfum, á flestum þjóð-
tungum. Enginn auglýsingabragur
var á þessari sýningu. Hún var há-
ur reyndist hankmoherfið vel, þar
sem eg tætti órudda jörð, en þann-
ig vann eg um 6 dagsláttur, og gekk
vel þar sem ekki var stórþýft, og
tel eg að þannig megi vinna næst-
um því alt land, sem þúfnabanar
geta unnið og verður slíkt mikið ó-
dýrara, en engu ver unniðjmeð góð-
um herfum, hankmoherfum t. d. er
eg viss um að má tæta 1 % dag-
sláttu á dag af meðallandi.
Eg herfaði í haust um 25 dag-
sláttur, mest óræktaða jörð, og
sést á því að bændur hér auka nú
stóruin tún sín, því að undanfarin
ár hafa þeir einnig unnið að nýrækt,
þó í heldur minni stíl hafi verið.
Dráttarvélin hefir reynzt vel
þennan tíma, sem eg hefi verið með
hana, og hefir mér aldrei virst hana
vanta kraft, en stundum viðspyrnu,
sem stafar mikið af því, að hún er
hjólaukalaus, en þá er nú búið að
útvega, svo að bót verður ráðin á
þeim galla.
Eg álít »Fordson« dráttarvélina
mjög hentuga fyrir okkur íslend-
inga til jarðræktar, en þeir menn,
sem með vélina fara, þurfa að
þekkja vel hvern hlut hennar, til
þess að geta strax áttað sig á hvað
bilar eða er í ólagi, ef slíkt kæmi
fyrir, sérstaklega til sveita, þar sem
langt er til þeirra manna, er kunn-
áttu hafa og áhöld til að gera við
Ford-vélar (það er »Mekaniker«)
og álít eg að vélstjórarnir muni oft-
ar en hitt sjálfir geta lagað það,
sem aflaga fer, svo ekki hlytist
stærri skemdir af, þess vegna er
nauðsynlegt að slíkir vélstjórar
hafi meiri þekkingu á vélum en al-
ment gerist um bílstjóra, vegna þess
að bílstjórar geta altaf komið bíl-
um sínum í aðgerð hjá bílavið-
gerðarverkstæðum bæjanna.
Þá þurfa þeir einnig að vita,
hvaða varahlutir eru nauðsynlegir,
til að þurfa ekki langan veg frá
vinnu, ef eitthvað smávegis bilar;
tíðleg samt í sínu látleysi.
Dýrindis dúkar með undurfögr-
um saumuðum myndum og dýr-
lingaskrín, dverghögum höndum
smíðuð óg prýdd, blöstu við, þegar
inn var komið. Voru djásn þessi frá
miðöldum.
Nokkur skínandi falleg eintök
voru þarna af heilagri ritningu með
fögrum litmyndum frá 5. og 6. öld.
írskir munkar hófu sjálfstæða
myndlist helgra rita á 7. og 8. öld.
Táknmyndir guðspjallamannanna
voru þar á meðal: maður, ljón,
naut og örn. Þessi gullfallegu hand-
rit, skreytt haglega dregnum mynd-
um, eru vottur um listhaga iðju
guðræk’mna munka frá fyrri öldum.
Hugur og hönd voru í þjónustu
himnanna. Hver tími á sitt sérstaka
listasnið, og þarna var óslitin röð
listaverka, sem öll eru gerð í sama
tilgangi, að efla guðs ríki á jörðu.
Sérstök deild sýningarinnar var
helguð Benediktsreglunni.
Benedikt dó árið 543. Hann var
ítalskur að ætt og hóf skipulegan
klausturlifnað fyrstur manna í Ev-
rópu. Þessi Móses miðaldanna var
einhver mesti nytjamaður, sem uppi
hefir verið. Munkar heil. Benedikts-
reglu breiddu kristnina út á rneðal
þetta þurfa menn að hafa hugfast,
svo að vélin endist sem lengst, og
verði sem notadrýgst.
Breiðabóli, síðasta sumardag 1928.
jónatan Benediktsson.
-------o--------
Hvers vegna.
Eg er stödd á Akureyri, sem
oftar og bregð niér í »Nýja Bíó«.
Eg kem með þeim fyrstu og fólkið
streymir inn. í næsta sæti fyrir
innan mig setjast tvær ungar
stúlkur, skjallhvítar í framan.
Hið næsta þeim sezt ung kona og
drenghnokki á að gizlta sex ára
gamall. Drengurinn sezt nær
stúlkunum. Konan er hraustleg
útlits og forkunnarfríð sýnum.
Drengurinn er eftirmynd hennar.
Þau eru gestir í bænum. Það er
auðséð á drengnum, að umhverf-
ið er nýtt og furðulegt í augum
hans, því hann er ókyr í sæti og
skimar og horfir í allar áttir.
»Fer ekki leikurinn að byrja,
mamma?« spyr hann. »Jú, jú,
vertu rólegur, barn«. Og dreng-
urinn hvarflar á ný augunum um
salinn. Þau staðnæmast á andliti
ungu stúlkunnar, sessunautar
hans. Hann horfir á hana stund-
arkorn og dregur ofurlítið saman
brýrnar. Svo snýr hann sér ör-
snögt að móður sinni, teygir sig
upp að eyra hennar og segir í
hálfum hljóðum; »Mamma, hvers-
vegna ber stúlkan krít framan í
sig?« Móðirin fékk ekki ráðrúm
til að svara, því ljósin eru slökt í
þessu og athygli barnsins beinist
að nýjum undrum. Heilaga ein-
feldni!
Guðrún Jóhannsdóttir.
Ásláksstöðum.
Leiðrétting. 1 bifreiðaauglýsingu í
síðasta blaði mispi'entaðist Ceneral
Motors fyrir General Motors.
vestlægra og norðlægra Evrópu-
þjóða og með henni grísk-róm-
verska menningu, ræktuðu jörðina,
kendu, rituðu, lásu, báðust fyrir o.
s. frv. Ágæt bókasöfn voru í flest-
uni klaustrum reglunnar. í lok 14.
aldar voru klaustur Benediktína um
15 þúsundir að tölu. Menningarstarf
þeirra var ómetanlegt. Fjöldi hand-
rita, mjög dýrinætra, var í þessari
deild. Sú bók, sem oftast hefir ver-
ið út gefin næst heilagri ritningu
er Immitatio Christi (Eftirlíking e.
eftirbreytni Krists) eftir Tómas frá
Kempis.
Sérstök deild var fyrir söngrit
kirkjunnar, önnur fyrir prédikanir,
bænabækur, Jesúítaregluna, trúboð
o. s. frv. Sýndar voru bækur, er
trúboðar hafa látið prenta, á rúm-
lega 120 tungumálum. Um 40
prentsmiðjur hafa verið reistar í
Afríku fyrir trúboðið þar.
Enn var deild reglu hins heilaga
Franz frá Assisi og Dominikana.
Fransiskanar voru Hjálpræðisher
síns tíma í þjónustu mannelskunnar,
reikandi þyrnum stráðan veg fá-
tæktarinnar og erfiðisins. — Kær-
leikur Franz til handa öllu því, sem
lifir, er ein af dýrlegustu - opinber-
unum Quðs meðal mannanna barna.