Dagur - 17.01.1929, Blaðsíða 3
3. tbl.
DAGOB
11
»• -•-•■ ••• • •-
nemur útflutningurinn árið 1928
60,768,600 gullkr.
Aflinn 1. jan. 409,973 skpd. Fiski-
birgðir 45,104 skpd.
Verið er að útbúa togarann
Sindra til línuveiða.
-----o-----
RITFREON.
Porsteinn Erlingsion:
Málleysingjar, æfin-
týri um dýrin. Reykja-
vík. Prentsmiðjan
Outenberg 1928.
Pað er erfitt að skrifa um þessa
bók. — Helzt ætti það að vera í
ljóði kveðnu af slíkri ‘snild sem
Ijóð Þorsteins Erlingssonar sjálfs
og af slíkri snild, sem sá órímaði
óður mannúðar og göfugleika, sem
felst í þessum sögum hans, sem
nú loksins birtast almenningi í einu
safni.
í formála sínum fyrir bókinnj
segir Ásgeir Ásgeirsson fræðslu-
málastjóri.
»Hvernig geta slíkir gimsteinar
hafa dulist almenningi? Hvers vegna
er þess aldrei minst, að Porsteinn.
var ekki eingöngu ljóðaskáld, held-
ur og sagnaskáld í fremstu röð?
Pessar spurningar vöknuðu hjá mér
við lesturinn jafnframt gleðinni yfir
því að dýraæfintýri hans koma nú
almenningi fyrir sjónir í bókarformi.
Honum er ekki gefin gjöf á sjötugs-
afmælinu, sem er nýliðið, heldur
þjóðinni. Pað er gamla sagan um
beztu syni þjóðar sinnar*.
Mörgum mun verða að spyrja
hins sama — eða þó kannske öllu
heidur: Hvernig hafa slíkir gimstein-
ar getað fallið í gleymsku?
Hjá mörgum hafa sögurnar vakið
gamlar endurminningar bernsku- og
æskuáranna, þegar maður beið og
hlakkaði til að sjá gamla »Dýravin-
inn« með myndum hans og sögum
— og svo — þegar hann kom —
sökti sér niður í undraheim æfintýr-
anna, er sérstaklega birtist þar í
þessum sögum Porsteins.
Við vorum ekki að spyrja um
höfund eða þýðanda á þeim árum
— ekki um hvað var frumsamið eða
hvað var þýtt — við elskuðum
æfintýrið eins og það var — og —
já, sumir okkar gleymdu því aftur
í harðviðrum fullorðinsáranna. En
nú, þegar við mætum sögum
bernsku okkar aftur, eru það glað-
ir endurfundir. Sömu söguna munu
og komandi kynslóðir geta sagt,
því að sögur eins og þessar eldast
aldrei, missa aldrei gildi sitt, en
munu ávalt standa sem minnisvarði
hins mikla, mannúðlega og göfuga
anda, sem bjó í skáldinu Porsteini
Erlingssyni.
Pað lýsir einhverju hinu mesta
yfirlætisleysi, sem sögur fara af,
auðmýkt andans og trúmensku
við mannúðarmálefni það, er Por-
steinn vildi vinna gagn með sög-
um sínum, að hann jafnan duldist
þess, að hann væri hðfundurinn,
en lét prenta þær sem þýdd aust-
urlandaæfintýri, vegna þess að
hann leit svo á, að nafn hans gæti
skaðað málstaðinn. — Pað getur
vel átt sér stað, að hann hafi séð
hið rétta i þessu efni, og að víð-
sýni og þroska hafi skort hjá lönd-
um hans, til þess að níeta eftir
gildi einu saman, án þess að líta
á, hver hlut átti að máli, til þess
á einu sviði að geta tekið útrétta
hönd manns þess, er þeir oft
hneyksluðust á og stríddu við á
öðrum sviðum. — En það dregur
engan veginn úr yfirlætisleysi Por-
steins.
Blærinn, sem hvílir yfir þessum
sögurn, og stíll þeirra, finst mér
oft minna einkennilega á enska
skáidið William Sharp í hinum
keltnesku æfintýrum hans. And-
legur skyldleiki hiýtur að hafa ver-
ið talsverður milli hans og Por-
steins — og það er líka eftirtektar-
vert, að einnig hann duldist undir
gerfinafni (Fiona Macleod), svo að
enginn vissi fyr en eftir dauða
hans, að hann var höfundur hinna
dásamlegu keltnesku æfintýra frá
eyjunum við Skotland.
Vér fslendingar getum óskað
oss til hamingju með að hafa fóstr-
að Porstein Erlingsson. — Og þótt
vér, en ekki hann, fengjum afmæl-
isgjöf i minningu sjötíu ára hans,
þá er þó þessi litla bók, er geymir
æfintýri hans um Málleysingja
einnig minnisvarði yfir hann, sem
ekki mun fyrnast.
Pökk og heiður þeim, sem út
hefir gefið.
Tímarit um
þjóðfélags- og meim-
ingarmál. Ritstj. Ein-
ar Olgeirsson. XIII.
, árg. 2. h. 1928.
»Réttur« er eigulegt rit, og þrátt
fyrir að margt eða flest, sem í hann
er ritað — einkum á stjórnmála-
Ferðapistlar.
190 blöð gefin út á Þýzkalandi af
hægfara socialistum. í þýzka rík-
isþinginu eiga nú á annað hundr-
að Socialdemokratar sæti.
Svona breytast tímarnir — og
mennirnir með, því að nú eru
Socialdemokratar erlendis hvar-
vetna ekkert annað en borgara-
legur flokkur, og hefir hann víð-
ast hvar engin mök við rauða lið-
ið: rússnesku kommúnistana.
Úr því að eg minnist á rauðu
stefnuna rússnesku, er bezt að
fara nokkrum orðum einnig um
svartliðana ítölsku. Þessir rauðu
og svörtu eru öfgarnar í Evrópu-
pólitík nútímans,
Italska sýningardeildin var lof-
söngur um Mussolini. Þar var
brjóstmynd mikil af honum og
stórt veggþili þakið myndum af
honum í ýmsum búningum og
stellingum. Það var eins og blöð
og tímarit væru aukaatriði í þess-
ari deild, enda er harðsnúin rit-
skoðun á ftalíu, eins og á Rúss-
landi. Vissa tíma dagsins voru
sýndar kvikmyndir í deildinni.
Var aðgangur ókeypis. Eg horfði
tvisvar á þessa sýningu. Það var
sama myndin í bæði skiftin. Eg
bjóst við mynd af menningará-
standi ítala, blaða- og bókaútgáfu,
iðnaði, listum og hverskonar
framförum, en það var alt annað,
sem þar var að sjá. Altaf öðru
hvoru brá fyrir myndum af
Mussolini, er teknar höfðu verið
Nýtt prédikunarsafn
eftir Harald Nfelsson prófessor, Árin og eilífð-
in II., er nú til sölu hjá bóksölunum Þorsteini M. Jónssyni
og Kristjdni Guðmundssyni, og hjá organleikara Sigurgeiri
Jónssyni, Spítalaveg 15, Akureyri.
sviðinu — er nokkuð einhliða og
stefnubundið, þá má sækja í hann
ýmiskonar nytsaman fróðleik, sem
vart mun kostur á að fá annarstað-
ar hér á landi; ber efnisyfirlitið yfir
3 síðustu árgangana þess Ijósan
vott.
í þessu síðasta hefti vil eg eink-
um benda almenningi á tvær rit-
gerðir: »Úr Rússlandsferð« (Jakob
Gíslason), og »Heimsbaráttan um
olíuna« (A. Goldschmidt prófessor,
Steindór Steindórss. ísl.). — Mjög
eftirtektarverð er einnig fyrsta
greinin í heftinu »Komandi þing« —
eftir ritstjórann. Er hún vel rituð,
en eigi sannfærandi að sama skapi;
hún sýnir þó yfirdrepslaust, hvert
hann ópkar að stefnt sé, og er það
sízt að lasta. i sumum atriðum get-
ur maður vel verið höfundinum
samdóma, t. d. þar sem hann ræðir
um lyfjasöluna eða urn hina fyrir-
huguöu þjóðhátíð 1930. Þótt eg þar
geti ekki aðhylst allar röksemda-
færslurnar (söguleg rök ættu menn
einkum ætíð að varast að taka létt-
úðugt), þá fin^t mér það liggja í
augum uppi, að höfuðatriðið —
sjálf niðurstaðan — sé rétt: Sú
bezta og þjóðinni mest samboðna
minningarhátíð, sem hægt væri að
halda, er, ef hægt væri að gera eitt-
hvað, sem gæti aukið menningu og
við ýms tækifæri. Margar voru
myndirnar af svartliðasveitum
(Fascistaher), og áttu auðvitað
að sýna, að ítalía væri voldugt
ríki og vaxandi. Sömuleiðis var
lögð áherzla á að sannfæra roenn
um hraðann á öllu, ákafann,
dugnaðinn, þróttinn, en sýningar
þessar voru óneitanlega vottur
um mikið yfirlæti og þjóðargor-
geir. Voru þær ekki vel faHnar til
að vekja menn til samúðar með
ítölum og Mussolini. Þá lízt mér
betur á stjórn veraldarinnar í
höndum víðsýnna miðflokka
bænda og borgara, heldur en í
greipum Lenins og Mussolini og
þeirra iærisveina.
Nokkur ávörp og bréf með eig-
inhandar undirskrift Mussolini
voru sýnd í þessari ítölsku deiid.
Þar var útbýtt fjölda smárita um
ítalska bæi og fagra staði í ítalíu,
í því skyni að hæna menn að,
herða á ferðamannastraumnum
suður þangað.
Gyðingar áttu sérstaka deild
á sýningunni. 297 tímai'it og
biöð, þar á meðal 44 dagblöð,
koma út í 17 löndum á jid-
diska tungu. Það er mállízka,
er töluð var af þýzkum Gyðingum
á 14. og 15. öld upphaflega,
blönduð pólsku, þýzku og he-
bresku. Er nú mál þetta talað af
Gyðingum í Galizíu, Rússlandi,
Ungverjalandi og Rúmeníu, ritað
hebreskum stöfum, en orðstofn-
arnir mikið til þýzkir. f Ameríku
sannar framfarir þjóðarinnar. —
Krossaregn og annar hégómi eða
þjóðarrembingur ættu þar hvergi
nærri að koma. — Lengra get eg
ekki fylgt honum. Eg hygg að vér
munum komast nær því að halda
hina réttu framfara-hátíð með því
að auka samúðar og samvinnuvilj-
ann meðal allra góðra afla hjá þjóð
vorri en með æsingum og byltinga-
kenningum. Hvað eina verður að
bíða síns tíma; og það er þróun og
andlegur vöxtur, þroski og þjálfun,
sem vérþörfnumst. Sérgæðingsskap-
urinn og annað siðleysi hugsunar-
háttarins þarf að hverfa. Almenn-
ingsheill þarf að verða æðsta boð-
orð hvers einstaklings, eða réttara,
það þarf að verða annað eðlix sem
hann ósjálfrátt breytir eftir. Mann-
kynið mun þurfa langan tíma til að
læra þetta og þjáningalaust mun
það ekki verða. En þangað til menn
eru komnir á þetta þroskastig get-
ur enginn verulegur jöfnuður kom-
ist á, þrátt fyrir allar byltingar —
og þegar því er náð, er byltingin ó-
'þörf. — Stefna og húgsunarháttur
sannra samvinnumanna — hvort
sem þeir eru socialistar eða ekki —
hygg eg muni bera menn lengra á
brautinni til samvilja í þjóðfélaginu
og mannfélaginu, en nokkuð annað.
F. Á. B.
eru gefin út 11 dagblöð á þessa
tungu í 4i/2 milj. eintaka.
Einn salur þessarar deildar var
helgaður Zíonismanum, hinni al-
þjóðlegu Gyðingahreyfingu. Voru
þar sýnd blöð og önnur rit Zion-
istanna í öllum löndum, ályktanir
þinga þeirra o. s. frv. Margar
dýrar og fagrar útgáfur voru þar
af Mósebókunum og öðrum ritum
hins gamla testamentis, þ. á. m.
pergamenthandrit. Enn voru þar
myndir af fjölda mikilsháttar
Gyðinga. — Eg fékk lítið af rit-
um um þessa sýningardeild, því
að þau voru nokkuð dýr, en í
flestum deildunum var hægt að fá
talsvert nákvæmt yfirlit ókeypis.
Gyðingar eru ekki hneigðir fyrir
að útbýta hlutunum ókeypis, og
um ensku sýningardeildina er hið
sama að segja í þessu efni.
. Tjekkóslóvakar áttu merkilega
deild á sýningunni. Tjekkar eru
gömul menningarþjóð. Fyrsta rit-
að blað þeirra kom út árið 1495
og fyrsta prentað árið 1515.
Brjóstmyndir voru í deild-
inni af þremur mestu þöfð-
ingjum andans, þeim er lifað
hafa með Tjekkum, Jóhmmi Hus,
þjóðhetjunni og trúarhetjunni
miklu, brautryðjandanum, sem
Lúter tók við af, Jan Amos Ko-
menský (Comeníus), postula frið-
ar og bræðralags allra þjóða og
brautryðjanda á sviði uppeldis og
kenslumála, og Thomas Garrigue
Masaryk, núverandi forseta ríkis-