Dagur - 07.02.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 07.02.1929, Blaðsíða 2
22 D AGUR I-# • • •-• • •-•-• -•-•-•-♦-•'-•-• -• ••• ♦ ♦-♦♦• ••♦-♦-•• - Farm af ágætum hörpuðum 1 eimkolum fáum við um næstu mánaðamót. — Kaupfólag Eyfirðinga, •m á i i ■ WMI •m Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alia daga frá kli 10-6. Quðr. Funch-Rasmussen. fyrir sunnan hefir stigið fyrsta sporið í þessa átt að dæmum ná- grannaþjóðanna. — Þetta félag, sem nú er fyrirhugað fyrir Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur, ætti svo að verða næsta sporið. Ei- þá vonandi, að margar slíkar félags- stofnanir fari á eftir, þangað til allar sýslur og öll kauptún lands- ins eru bundin samskonar félags- samtökum. Ættu þá öll félögin að tengjast höndum og mynda allsherjar samband fyrir alt land — væri þá allvænlegt til fram- kvæmda málsins. Vonandi er, að undir merki slíkra félaga skipi sér menn af öllum stéttum og öllum flokkum, og að enginn láti deilumál dags- ins aftra sér frá að rétta hendina út og taka framréttar hendur annara, þegar um jafnmikið alls- herjar-velferðarmál er að ræða. — Hér ættu menn að hugsa: Eitt verður þó ávalt að sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru — hvering sem stríðið þá og þá er blandið — og þaö er að elska, oð byggja og treysta á landið! Undirtektir almennings gagn- vart ávarpi því, er hér er birt að ofan, mun sýna, hvort menn vilja gæta þessarar skyldu við land sitt eða ekki. ------------- Rannsökn skólanefndar á kærum þeim, er komið hafa á hend- ur Steinþóri Guðmundssyni skólastjóra er nú lokið. Hér birtum vér tillögur þær, er fram hafa komið í málinu og ræddar hafa verið af nefndinni. Eins og sjá má af tillögunum, varð nefndin ekki öll sammála. En það er óþarft hér að skýra afstöðu meiri- eða minnihlut- ans, þar eð hún kemur ljóst fram í til- lögunum sjálfum. Útdráttur úr fundargerð skólanefndar Ak- ureyrar 19. janúar 1929. ...Eftir nokkrar umræður um málið, kom fram tillaga þess efnis að gefa skólastjóra kost á að segja af sér skólastjórastöðu, og falli þá frekari rannsókn málsins niður, ef hann tekur þann kost. Tillagan feld með 2 atkv. gegn 2, en einn greiddi ekki atkvæði. Útdráttur ■ úr fundargerð skólanefndar Ak- ureyrar, 21. janúar 1929. ...Á fundinum kom fram svo- hljóðandi tillaga: »Þar sem nefndin lítur svo á, að frekafi rannsókn um kæruat- riðin verði að fara fram hjá nefndinni, og þá verður óhjá- kvæmilegt að leita vitnisburðar skólabarnanna í 6. bekk um fram- ferði skólastjóra í bekknum, sér- staklega viðureign hans við skóla- barnið Guðbrand Hlíðar, telur nefndin óviðkunnanlegt að börn þau, sem þannig verða leidd sem einskonar vitni gegn skólastjóra, verði alt að einu áfram undir stjórn hans sem skólastjóra og kennara. Því ályktar nefndin að bekkur þessi skuli, það sem eftir er vetrarins, undanskilin skóla- stjórn Steinþórs Guðmundssonar, en stjórn þessa bekkjar falin ein- hverjum af hinum kennurum skól- ans. Sömuleiðis sé sérstakur kenn- ari ráðinn til þess að hafa á hendi kenslu í bekknum í ^tað skóla- stjóra, það sem eftir er skólaárs- ins. Tillagan samþykt með öllum atkvæðum. Samþykt var að fela elzta kenn- ara skólans, Ingimar Eydal, um- sjón 6. bekkjar, það sem eftir er skólaársins, í stað skólastjóra. Formanni skólanefndar falið að útvega kennara handa bekknum í samráði við umsjónarmann bekkj- arins..... Útdráttur úr fundargerð skólanefiidar Ak- ureyrar, 5. febrúar 1929. . .Á fundinum kom fram svo- hljóðandi tillaga til fundarálykt- unar: »Nefndin telur það hafa komið í ljós við rannsókn út af fram- komnum kærum gegn skólastjóra, Steinþói'i Guðmundssyni, að hann sé ekki til þess fallinn, að hafa með höndum stjórn og umsjón barna, sem skólastjóri. Þykir því ástæða til að óttast um framtíð skólans undir hans stjórn. T^ka ber og tillit til þess, að skólastjóri, hefir áður tvívegis or- sakað verulega erfiðleika í sam- starfi sínu við suma kennara og skólanefnd, þótt siglt yrði hjá fullkomnum vandræðum í þau skifti. Af þessum sökum telur nefndin nauðsyn á að, skifta um skóla- stjóra við barnaskóla Akureyrar. Hinsvegar verður það varla talið nauðsynlegt, að skólastjóranum sé vikið frá starfinu fyrirvara- laust, einkum þar sem 6. bekkur skólans — en þar hefir mest skor- ist í odda milli skólabarna og skólastjóra að þessu sinni — hef- ir þegar verið undanskilin skóla- stjórn hans og falin öðrum kenn- ara til umsjónar. Virðist því mega gera ráð fyrir, að menn mundu telja þá úrlausn málsins fullnægjandi, ef ekkert nýtt kem- ur fyrir á þessum vetri,- að skóla- stjóraskifti frá næsta hausti yrðu þegar fullráðin, þótt núverandi skólastjóri héldi stöðu sinni það sem eftir er þessa skólaárs. Nefndin leggur því til/ að fræðslumálastjórnin segi skóla- stjóra Steinþóri Guðmundssyni upp stöðu sinni frá 1. Sept. 1929 að telja, eða sjái um að hann láti þá af skólastjórastöðu sinni, og að nýr skólastjóri verði ráðinn frá þeim tíma. Tillagan var feld með 3 at- kvæðum gegn 2, að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu Brynleifur Tobiasson og Böðvar Bjarkan, en nei: Jón Sveinsson, Jón Stein- grímsson og Elísabet Eiríksdóttir. Þeir nefndarmenn, er * feldu framanritaða tillögu, óskuðu eftir fresti til morguns, til þess að koma fram með tillögu af sinni hálfu. Var fundur ákveðinn á morgun kl. 4. Fundi slitið. Útdráttur úr fundargerð skólanefndar Ak- ureyrar, 6. febrúar 1929. ....Lagði meirihluti nefndar- innar fram svohljóðandi tillögu til f undarályktunar: »Við rannsókn á kæru Sigurðar E. Hlíðar á hendur skólastjóra barnaskólans á Akureyri, telur skólanefnd sannað, að skólastjóri hafi beitt allharðri líkamlegri refsingu við skólapiltinn Guð- brand Hlíðar. Virðist refsing sú, er barnið hlaut, í því innifalin, að skólastjóri sló það að minsta kosti tvo kinnhesta með flötum lófa og sló auk þess í búk þess, einnig með flötum lófa. Auk þessa hefir skólastjóri, samkvæmt frásögn bekkjarsystkina Guðbrandar, þá er Guðbrandur hrasaði á gólfið, sett höfuð hans milli fóta sér, en skólastjóri neitar að hann hafi gert það, heldur kveðst hann hafa tekið steinbítstaki á drengnum með annari hendi. Þó skólanefnd sé það ljóst, að refsing sú, er .skólastjóri beitti, eigi hafi verið harðari en refsing- ar þær, sem alt til þessa hefir oft og tíðum verið beitt í skólum hér á landi, verður nefndin þó að telja hana of harða í hlutfalli við brot- y 6. tbl. • ••••« - • ••••••••••• ið, sem aðeins var truflun á ró í bekknum í kenslustund. Ennfremur lýsir nefndin því yfir, að hún telur að kennarar megi eigi grípa til líkamlegi’a refsinga gagnvart börnunum, néma ítrustu nauðsyn beri til. Rannsókn á kæru Sigurgeirs Jónssonar hefir leitt það í ljós, að skólastj. hefir þann sið að klípa í eyru skólabarnanna í kenslu- stundum, gefa þeim selbita og jafnvel kippa í hár þeirra. Sam- kvæmt framburði 6. bekkjar barnanna, gerir skólastjóri þetta aðallega í reikningstímum, og segja þau að hann ge'ri þetta alls ekki í refsingarskyni, þó ' það stundum komi fyrir að þau finni til af þessum handtökum hans. Virðist nefndinni að hér sé um að ræða leiðinlegan ávana hjá skóla- stjóra, er hann ekki hafi gert sér l.ióst að börnunum félli illa. Rannsókn á k^æru Páls Sigur- geirssonar hefir leitt það í ljós, að skólastjóri kendi stjúpsyni hans ekki neitt fyrri veturinn, er gróf í eyra piltsins, en seinni vet- urinn aðeins kristinfræði. Með til- liti til þess, að skólabörnin hafa borið, að eyrnaklip skólastjóra hafi aðallega átt sér stað í reikn- ingstímum,'er alveg ósannað að í- gerð í eyrum piltsins Hauks Helgasonar standi í sambandi við eyrnaklip skólastjóra. Þá vill nefndin taka það fram, að þótt fyrir allmörgum árum hafi verið nokkur misklíð milli skólastjóra og sumra kennara skólans, og jafnvel milli skóla- stjóra og skólanefndar, .þá hafi slíkt alt jafnast fyrir löngu og nú í seinni tíð ekki borið á neinni misklíð innan vébanda skólans. Þótt skólanefnd samkvæmt framansögðu hafi allmikið að at- huga við framkomu skólastjóra í þeim efnum, er kært var yfir, lít- ur hún þó svo á, að skólastjóri muni, er hann fær áminningu þar um, geta lagfært þá bresti, er komið hafa í ljós á kennarastarfi hans, en skólastjórn hans hefir nefndin ekkert út á að setja. Loks virðist 8. gr. laga nr. 75 frá 25. nóv. 1919, um skipun barnakennara og laun þeirra, gera ráð fyrir að þegar einhver'* ávirðing hendir kennara í starfi sínu, þá beri skólanefnd að á- minna hann og því ‘aðeins víkja honum úr kennarastöðu, að hann ekki láti skipast við þá áminn- ingu. Því leyfir skólanefnd sér að gefa skólastjóra Steinþóri Guð- mundssyni áminningu, fyrir að hafa beitt of harðri líkamlegri refsingu við barnið Guðbrand Hlíðar, í kenslustund í 6. bekk barnaskólans, 16. f. m. Jafnframt átelur hún skólastjóra og bendir honum á, að hann verði að leggja niður ávana þann, er hann hefir, að taka í eyru skólabarna og því um líkt. Loks bendir skólanefnd skólastjóra á það, að hann megi búast við, ef hann eigi lætur skip- ast við þessa áminningu nefndar- innar, að verða sviftur starfinu«. Tillagan var samþykt með 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.