Dagur - 27.03.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 27.03.1929, Blaðsíða 4
54 DAGUR 13. tbl. Námsskeið. Bændanámsskeið Verklegt búnaðarndmsskeið verður haldið d Hóli í Sigluýirði d nœstkomandi vori d tímabilinu frd 1. juni til 15. júlí. Par verður kent alt, er að jarðrækt lýtur, og sérstök áherzla lögð d meðferð hesta og notkun hestaverkfœra. Umsóknir sendist til Guðmundar Skarphéðinssonar Siglu- firði jyrir 15. maí og gefur hann allar frekari upplýsingar. Mjólkurbúsnefndin. verður haldið á Akureyri að tilhlutun Búnaðar- félags Islands, dagana frá 7—10 Apríl n. k. (að báðum dögum meðtöldum), hefst kl. 4 e. m. þ. 7. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri mætir af hálfu Búnaðarfélagsins. Opinberf uppboð verður haidið að Fjósakoti i'Saurbæjarhreppi laugardaginn 11. maí n. k. og þar selt, ef viðunanlegt boð fæst, allskonar búshlutir og ef til vill 30—40 ær í góðu standi. Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi nefndan dag og verða uppboðsskil- málar birtir á staðnum. Fjósakoti, 2i. marz 1929. Kristinn S. Einarsson. Síldarmafreiðsla. Undirrituð kennir að matreiða síld á námsskeiði, er hefst á Akureyri 2. Apríl. Námsskeiðstími hvers einstaklings er 6 dagar með tveggja stunda kenslu á dag. Sveiíakonur geta fengið námstfmann styttan, með því að taka fleiri tima á dag. Kenslugjatd 10 kr. Umsóknir sendist Elísabetu Eiríksdóttur, Brekkug. 1B, sfmi nr. 13, og gefur hún allar nánari upplýsingar. P. t. Akureyri 18. Mars 1929. Björg Sigurðardóttir. H e r f i Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rúliuherfi, Rúðólfsherfi og Ávinnsluherfi. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Síefáná Yíri-Neslöndum. 5. febr. 1929 andaðist að heimili sínu Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit bóndinn Stefán Stefánsson, tæpra 75 ára gamall. Hann var fæddur 30. júlí 1854 að Haganesi í sömu sveit. Foreldrar hans voru Stefán Oamalíelsson bóndi í Haganesi og Björg Helgadóttir bónda á Skútu- stöðum. Stefán ólst upp hjá foreidrum sínum til 17 ára aldurs, fór þá í vinnumensku til Jónasar bónda á Orænavatni og var hjá honum — nema 1 ár, er hann var við smíðanám hjá Vilhjálmi Bjarnar- syni í Kaupangi í Eyjafirði — þar til hann giftist árið 1882 Ouðfinnu Jónasdóttur, húsbónda síns. Quð- finna lifir mann sinn, en er albiind fyrir allmörgum árum. Rau eignuð- ust 5 börn, sem öll náðu fullorðins aldri. Halldóra og Jónas, ógift f Neslöndum, Stefanía, dó ógift, um þrítugt, Pórarinn og Björg bæði gift og búa í Neslöndum. Fyrst eftir að Stefán sál. giftist, bjuggu þau hjón á parti af Oræna- vatni um 3 ár. Þaðan fluttust þau að Skútustöðum og bjuggu þar á ’/4 af jörðinni í 3 ár. Fluttu svo þaðan að Ytri Neslöndum og hafa búið þar síðan, eða í tæplega 41 ár og lifað saman í hjónabandi í 47 ár. Stefán naut víst lítillar mentunar í uppvextinum, en hann var mjög góðum gáfum gæddur og bók- hneigður og aflaði sér á þann hátt mikiilar sjálfsmentunar. Hann var hagsýnn og framkvæmdasamur, að- gætinn og skjótráður og var því oft fljótur til að koma auga á það, sem öðrum mundi hafa yfirsést. Stefán tók talsverðan þátt í ýms- um málefnum sveitar sinnar. Oekst meðal annars fyrir því, ásamt fleir- um, að stofnað væri veiðifélag í Mývatnssveit, sem vann að því alð auka veiði i vatninu, með því að takmarka silungsdráp um hrygning- artímann og koma á fót silunga- klaki, sem nú hefir verið framkvæmt með góðum árangri í mörg ár, hann var formaður veiðifélagsins um langt skeið. Aðgæzlu hans og snarræði var það að þakka, að hann bar gæfu til þess að bjarga úr lífsháska 3 eða 4 mönnum — sínum í hvert sinn — er fallið höfðu ofan um ís á Mývatni. Voru honum veitt verð- laun úr opinberum sjóði fyrir þá mannbjörg. Stefán sál. var mjög glaður og skemtinn í viðræðum og vakti oft óblandna gleði með hnittilegum til- svörum og hýrlegu viðmóti. Skáld- mæltur var Stefán vel og kastaði oft fram gletnum gamanvísum við ýms tækifæri, sem vert hefði verið að halda á lofti engu síður en mörgu öðru, sem nú er útgefið á þessari ritmokstursöld. Jarðarför Stefáns fór fram að Reykjahlíð 18. febrúar, að viðstödd- um tveim prestum og miklu fjöl- menni. Eftirfarandi erindi voru flutt við jarðarförina: Ekki mikla undrun vekur aldraðir þó falli í val. Samt mun það oft sorgum valda sögu hvers er ljúka skal. Það er líkt og endurómi inst i fylgsnum hjarta manns bilaður streugur brostnum hljómi. Burt er starfatíminn hans. Mér er ljóst að margur segi, er minnist þessa liðna manns. Hér var alt að efsta degi æfiröðull prýddur glans. Þó að líkamsþrekið minki þá er sálin altaf ný. Svo að jafnvel sjúkdómsþjáning sýnist björt í Ijósi þvi. Misjöfn braut er mörkuð hverjum manni, hér á þessari jörð. Því er tíðum vandi að vita verk hver séu réttast gjörð. Þess vegna er oss þörf á Ijósi í þokulofti heims um stig, svo að enginn öfugt kjósi og eyðileggi sjálfan sig. Ljósið, sem oss lýsir fegurst, ljósið það er drottins orð. Þú hefur bezti bróðir valið birtu þess um grýtta storð. Þess vegna var björt þín bráin, brosin mild og sjónin skýr. Mörg þó vonin virtist dáin, von þín sjálfs var kraftur nýr. Yfir sjötiu ár að baki áttir þú í fríðri sveit. Mörgu hreinu handartaki hefur þú göfgað þennan reit. Drottins miskuu altaf yfir, undir starfsþrá glaðlynds manns. Minning þín hjá mörgum 'lifir, minning vafin gleðikrans. Því er von að auðn sé yfir, er þú kveður hinsta sinn, svo sem dimmu drungaskýi dreift sé upp á himininn. Meiðurinn, sem að mörgu hlúði, má ei framar veita skjól. Næðir þvi á nöktu brjósti, niður í haf er hverfur sól. Allir vita, að aftur morgnar, upp þá rís hin fagra sól. Þó að blási kalt að kveldi, hverfum við í föðurskjól. Þegar æfiþraut er liðin, þá er von um endurfund. Oott mun vera í hljóðu húmi hníga vært í síðsta blund. Hjartans kveðju, kæri bróðir, kona og börnin flytja þér. Þökk frá bræðrum, þökk frá systur þökk frá vinum mörgum hér. Oóða ferð til Ijóssins landa; lofið syngur engladrótt. Komið er að kveðjustundu, Klökk við segjum góða nótt! H. Stefánsson. P i 1 s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. Rítstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aöalstrseti 16. ENSKU REYKTÓBAKS- TEGUNDIRN AR Richmond. Waverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. Prentsmiðja Odds Bjömmonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.