Dagur - 11.04.1929, Síða 3

Dagur - 11.04.1929, Síða 3
15. tbl. 61 DAGUR |mhBBBSHBíi ; ♦ ♦ «- ♦ ♦ ♦ ♦ •# I # « ♦ Fermingarfötin eru komin. Blá matrosa- og jakkaföt. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. ♦ # #■ 1 Verzlun Péturs H. Lárussonar | Columbus Bananar j karlmannaskófatnaðurinn er hollur og nær- er sterkur og fallegur. andi ávöxtur. Fleiri gerðir með Afbragð ofan á 2 breiddarnr. brauð. NÝTT! NÝTT! Karlm. Regnfrakkar og Waterproof-jakkar. Við viljum sérstaklega vekja aihygli yðar á ofan- greindum vörum. — Gerið svo vel og litið inn og athugið þessar nýju tegundir. — BRAUIVS verzlua. Páll Sigurgeirsson. lega og óvenjulega að við atkvæða- greiðslu með nafnakalli um frum- varp Héðins Valdimarssonar um verkamannabústaði. Hafi eg fyrst kallaó upp Hallgrím Davíðsson, til þess að hann gæfi öðrum bæjar- fuiltrúum »tóninn«, og síðan hald- ið til vinstri handar »hringinn rang- sælis, þar til komið var aftur að H. D., sem sat næstur forseta á hægri hönd«. Eins og flestum bæj- arbúum mun kunnugt, er forseta- stóllinn við vesturvegg bæjarþing- salsins, og þegar svona hagar til og greiðsla fer fram frá vinstri hönd forseta og endar honum til hægri, þá hefi eg ætíð heyrt það nefnt að fara réttscelis, en »Verka- maðurinnc kallar það að »halda hringinn rangsælisc, en að eg kall- aði H. D. fyrstan upp stafaði af því, að í fundarsköpum fyrir bæj- stjórnina er fyrirmæli um það, að við nafnakall greiði skrifarinn fyrst atkvæði. Nú var H. D. einmitt ann- ar skrifarinn við þetta tækifæri og Steinþór Ouðmundsson hinn. Með því að láta þá greiða atkvæði fyrst var eg einungis að þræða fundar- sköpin og hafði engan hrekk í huga. En »Verkamaðurinn< sýnist áttaviltur á tvennan hátt. Hann er áttaviltur í bæjarþingsalnum og hann er áttaviltur í fundarsköpunum. Ingimar Eydal. Nýtt frumvarp um refagirðingar og útflutning refa er flutt af landbún- aðarnefnd Neðri deildar. — Eldhús- dagsumræður hefjast á morgun. — Niðurstaðan samkvæmt tillögum fjárveitinganefndar er sú, að tekju- afgangur samkv. fjárlagafrumvarpinu var 53791,45 kr., hækkun tekju- bálksins nemur 650000,00 kr., en lækkun gjaldabálksins 8800.00 kr.; samtals gerir þetta 712591.45 kr. Hækkun gjaldabálksins nemur 557510.00 kr. og tekjuafgangur því 155081.45 kr. Nefndin hefir hækk- að áætlun ýmsra skatta og tolla og Alþingiskostnað hefir nefndin hækkað um 25 þús. kr., vegna þess að þinginu er stefnt saman á Ping- völlum í sambandi við hátíðina Kristneshæli eru veittar 7500.00 kr. til umbóta. Jónas Jónson heilbrigðismálaráð- herra hefir skipað nefnd, til þess að undirbúa starfrækslu Landspítal- ans, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa haustið 1930. Enn fremur hefir hann skipað aðra nefnd, sem skal hafa umsjón með útgáfu heilsu- rits með myndum, sem skólabörn- um verður úthlutað ókeypis. Land- læknir er formaður beggja nefnd- anna. ERLENT. Shanghai: Nanking- herinn hefir tekið Hankow mót- spyrnulaust. London: Henderson hefir haldið ræðu, þar sem hann kvað socialista mundu samankalla. alþjóðlegan af- vopnunarfund, ef þeir kæmust til valda eftir kosningarnar. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn gera tilkall til suðurpólslanda, enn- fremur Argentína. New York: Feilibylur fer yfir Minnesota Wisconsin, 20 farist og 50 meiðst. -----o——— Útlent. Foch dauður. Franski herforinginn Foch var skipaður yfirforingi Bandamanna- hersins mikla gegn Miðveldunum sfðasta ófriðarárið, 1918. Var sæmd- ur marskálkstign. Hann var fæddur árið 1851, 2. okt., liðsforingi 1873, herforingi (Oeneral) 1907, foringi herráðsins franska í hermálaráðu- neytinu 1917 eftir Pétain, yfirforingi allra Bandamannaherja (Qeneral- issimus) 24. apríl 1918, forseti yfir- herráðsins franska í jan. 1919, sæmdur brezkri marskálkstign í ágúst 1919, fyrstur allra útlendinga. Foch dó úr hjartaslagi. Fréltapistlar. S íms keyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 9. Apríl. ALPINOI. Frumv. um breyting á lögum um skráning skipa er af- greitt sem lög» — Ingibjörg og Jónas Kr. bera fram frumv. um íbúðir í jarðhúsum; miðar frumv. að því eð útrýma kjallaraíbúðum á 30 árum. — Hinn 6. þ. m. samþ. Neðri deild þá breytingu að kalla Landbúnaðarbankann Búnaðarbanka. Feld var breytingartillaga um að heimila lán til smábátaútvegsbænda og stofnfé minkað úr 2 milj. kr. niður í l>/4 miljón kr. — Nafni sveitabankans hefir verið breytt í lánsfélög. — Umræður um raforku- veiturnár standa enn yfir. Frumvarp- inu verður sennilega visað til stjórnarinnar. — Neðri deild ræðir ábúðarlögin, sem þeir Jörundur og Bernharð bera fram; í þeim eru ýmsar stórfeldar breytingar; lífstíð- arábúð lögboðin, en landsdrotni þó heimilt að taka jörð til ábúðar handa sjálfum sér, barni sínu eða fósturbarni, með árs fyrirvara. Lands- drotni er einnig skylt að eiga öll hús á leigujörðum o. s. frv. — Parna á flugvellinum var maður kominn í nýjan heim. En hvernig verður þar um að litast árið 2028? Miklar hafa breytingarnar orðið síð- ustu öldina, en liklega verða þær ennþá stórfenglegri hér eftir. Og við vonum, að sá tími komi, að allar uppgötvanir verði hagnýttar mönnunum til sannarlegrar farsæld- ar. Liðinn tími ber því miður þess vottinn, að oft hafa þau öfl, sem mennirnir hafa í þjónustu sinni, verið notuð öðrum til ófarnaðar og hverskonar niðurdreps. Betur að framfarirnar í mannheimum á siðum fólksins og ugi andlega þróun væru jafnmiklar og á hinu verklega sviði. En — þvi er ekki að heilsa, að í réttu hlutfalli standi hvort við annað, og þó miðar í áttina. Við þau hænufet eru vonir vorar bundnar. Eg veit varla hvar eg á næst að bera niður I Berlínarborg. Lesendur mínir hafa fáir ánægju af því, þó að eg skýri frá stofnun þeirri, er eg oftast kom í þetta sinn í Berlín, en það var »Institut fiir Erziehung und Unterricht«. Par er saman komið hið mesta kensluáhalda- og kenslu- bókasafn, sem eg hefi séð á einum stað. Pessi stórfenglega kenslu- og uppeldismálastofnun er, eins og geta má nærri, mjög lærdómsrík. Par er sýning opin ár og síð hinna fjölbreyttustu kenslutækja og skóla- bóka. Úir þar og grúir af ritum um kenslu- og uppeldismál. Forstöðu- maðurinn, Ladovig prófessor, tók mér ágætlega, leiðbeindi mér með framúrskarandi alúð og sýndi mér margar deildir stofnunarinnar. Átti eg tal við hann um áfengis- málið, og sagði hann mér hrein- skilnislega, að hann hefði um eitt skeið æfinnar komist í helzti mikinn kunningsskap við Bacchus, en nú kvaðst hann hafa sagt sig úr lögum við hann og hyski hans. Taldi hann kennarastéttina siðferðilega skylda til þess að beitast gegn áfengisböl- inu í öllum löndum. Eg heimsótti kunningja minn, dr. Kraut, er eg þekti frá bindindisþing- unum í Dorpat og Antwerpen. Hann er lærður í forníslenzku, en hefir langa hríð staðið framarlega í flokki bindindismanna á Pýzkalandi og starfar nú í herbúðum þeirra, er heitir »Die Reichshauptstelle gegen den Alkoholismusc. Pað er höfuðból þýzkra samherja i bindindismálum Nog starfar í nánu sambandi við Stórstúku Pýzkalands af óháðri reglu Ooodtemplara. Eg kom á þrjá templarastúkufundi i Berlín og fiutti fyrirlestur um ísland á þeim öllum, og á einum þeirra sýndi eg einnig skuggamyndir héðan. Var mér tekið forkunnarvel, og kyntist eg þar mörgum góðum samherjum. — Landa hitti eg í Berlín, Stefán Pétursson frá Hésavík, er hefir styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar, hinn efnilegasta lærdómsmann, og Pórð lögfræðing Eyjólfsson, sem stundar framhaldsnám i lögum við háskólann. — Mér varð dálítið hverft við einu sinni, er eg var að drekka kaffi á »Josty«, gríðarstóru kaffihúsi við Potsdamertorg, og lesa blöð, að kallað var á mig með nafni á önd- vegis-íslenzku. Par var kominn Pórður. Aldrei hljómar »ástkæra, ylhýra málið* eins dásamlega og í útlendum stórborgum, langt frá yorri feðrafold. Einn daginn, þegar eg um mið- aftansleytið kom úr ríkisbókasafninu prússneska »Unter den Linden*, (en svo heitir fínasta gatan í Berlín), og ætlaði að halda áleiðis til ríkisþing- hússins, er liggur spölkorn frá Brandenburg — hliði, er lokar göt- unni öðrum megin, var svo marg- ment á götunni, að eg komst ekki þversfótar. Eg spurði einhvern ná-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.