Dagur - 18.04.1929, Blaðsíða 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
s«n í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
• o « « • «
XII.
I. ár. í
-•-•-• -^ • ••• •
• ♦ • ♦ ♦ #
•♦••••♦
Akureyri, 18. Apríl 1929.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ&r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
• -• • • •
• • • • •
Eldhúsdagsumrœður.
Aö þessu sinni hafa eldhúsdag-
arnir á þinginu orðið fleiri en
nokkru sinni áður og umræður að
sama skapi harðvítugri en nokkru
sinni fyr. Hófust eldhúsverkin fyrra
miðvikudag og enduðu kl. 2 síðast-
liðna þriðjudagsnótt. Stóð því þessi
rimma í 5 daga og var stundum
lögð nótt við dag. í þessari löngu
hrotu voru íhaldsþingmenn mjög
málóðir, og töluðu þeir sig allir
dauða. nema Jón Ólafsson, sem
aldrei tók til máls. Sömu söguna er
að segja af minsta þingflokknum,
Sig. Eggerz. Jafnaðarmenn tóku og
nokkurn þátt í atförinni að stjórn-
inni. Eínkum sneru stjórnarand-
stæðingar vopnum sínum að dóms-
Biálaráðherra, nokkuð einnig að
forsætisráðherra og lítið eitt að
fjármálaráðherra, enda hefir hann
skainma hríð verið í ráðherrasæti.
Ráðherrarnir tóku snarplega á móti
og er einkum viðbrugðið tilþrifa-
miklum ræðuin Jónasar Jónssonar.
Hélt hann eitt sinn þá lengstu ræðu,
sem nokkurntíma hefir flutt verið á
þingi íslendinga; stóð hún yfir i 5
klukkustundir, enda svaraði hann
þá mörguin i senn, og ^lls er talið
að hann hafi flutt 30 til 40 ræður
þessa eldhúsdaga. Tryggvi Þór-
hallsson hafði og haldið margar
snjallar og þróttugar ræður og
þjappað fast að andstæðingum sín-
um. Lauk svo þessari löngu sennu,
að meiri var orðin sókn en vörn af
hendi ráðherranna. Voru íhalds-
menn undir það síðasta orðnir
daprir og dasaðir eftir rækilega
hirtingu dómsmálaráðherra fyrst og
fremst, svo og ómjúka meðferð
hinna ráðherranna beggja. En um
síðustu helgi var Jónas Jónsson ekki
þróttminni en það, að hann- brá sér
til Dýrafjarðar í skólamálaerindum
og var kominn í tækan tíma á þing-
ið á mánudag, til þess að taka þar
upp bardagann að nýju.
Fullyrt er, að íhaldsmenn hafi
orðið þeirri stundu fegnastir, er
þeir sluppu úr þeim eldi, sem þeir
sjálfir höfðu kynt, og til merkis um,
hvernig þeim var innanbrjósts und-
ir lokin og hvernig þeir sjálfir litu
á vopnaviðskifti sín og dómsmála-
ráðherra, má geta þess, að einum 1-
haldsþingmanni varð þetta að órði
við einn flokksbróður sinri, er þeir
gengu út úr þingsalnum:
»Það var Magnús einn, sem stóð
dálítið í honum«.
Lýsir þetta vel tilfinningum í-
haldsþingmanna fyrir eigin ósigri,
jafnframt og það ber vott um virð-
ingajverða hreinskilni í eigin hóp.
-----------------o-------
Nokkur orð um söguna
af Bróður Ylfing.
Saga þessi lýsir lífi hinna nor-
rænu víkinga og írsku höfðingja,
ást þeirra og ástríðum, drengskap
og hryðjuverkum. Yfir allri frásögn-
inui hvílir æfintýrablær, ljómi eða
myrkur liðinna alda. I sögunni eiu
raktir örlagaþræðir þeirra manna,
sem tóku þátt í Brjánsbardága.
Bróðir Ylfingur er söguhetjan og er
lífi hans, frá því fyrsfa til hins síð-
asta, þannig lýst, að íslenzkum bók-
mentum er gróði að því, að hafa
eignast svo stórbrotna og heil-
steypta mannlýsingu. Bróðir er upp-
alinfi í kristni, gerist munkur og
boðar trú sína með djörfum orðum.
Síðar vaknar hann til meðvitundar
um ætt sína og uppruna, hinn
heiðni, norræni víkingsandi gagn-
tekur huga hans, hann kastar
trúnni, klæðist brynju í stað munka-
kufls, mundar öxina í stað krossins.
Hann gerist víkingur, gráðugur til
fjár og valda og blótmaður að forn-
um sið. Hann kynnist Gonnflaith
drotningu, sem gefin var þremur
mön'num móti vilja sínum; þau fá
brennandi ást hvort á öðru, og hún
gefur honum fyrstu og síðustu öx-
ina, sem hann eignast — með henni
berst hann til hinzta dags. Með
benni vill hann yfirbuga þá, sem
standa í veginum fyrir ást lians og
drotningar. Meginþungi sögunnar
er því sjálfsvörn og hlífðarlaus bar-
átta ástarinnar fyrir tilveru sinni og
gæfu. — í Brjánsbardaga gerist
Bróðir griðníðingur og vegur Sig-
urð sjarl af ótta við það, að hann
ætli sér drotninguna og ríkið, en
finnur um leið að hann hefir brotið
æðsta lögmál alls drengskapar og
hetjuanda og jafnframt »myrt sigur
og hamingju sjálfs sín«. Hann
blygðast sín. Hann lamast og flýr
— í fyrsta sinni á æfinni.
Or skóginum sér hann tjald Brí-
ans konungs, sem er kvæntur Gorm-
flaith. Bróðir myrðir hann — það
eru síðustu fjörbrot hinnar dreyntdu
en vonlausu gæfu hans. Hann er
handtekirin án þess að hann veiti
nokkurt viðnám og honum rist blóð-
örn. Gormflaith hefir horft á bar-
dagann ofan úr háum turni, og þeg-
ar hún sér endalok Bróður, varpar
hún sér út. — Svo grimm eru for-
lög þeirra, að ást þeirra verður
þeim í raun og veru báðum að bana.
Sagan er harmsaga en um leið
tietjusaga.
Ýmsir munu vilja halda því fram,
að höfundurinn geri Bróður órétt,
er hann lætur hann flýja til skógar
— í stað þess að æða fram og berj-
ast til lífs eða dauða, en eg held að
höf. geri hárrétt. Samvizka hans
hrópaði að honum níðingsnafnið.
Hinn skapmikli víkingur, sem eitt
sinn hafði verið kristinn og inst í
hjarta sínu mat lögmál drengskap-
arins, fann að hann hafði svívirt
sjálfan sig, glatað heiðri víkingsins
og gat aldrei barist lengur meðal
heiðarlegra manna.
Hann játar það fyrir sjálfum sér,
að hann sé ekki verður þess að verá
drepinn í bardaga — þessvegna flýr
hann. Sú játning er þung, en knúin
fram af því sannasta og bezta í
meðvitund hans. Hún sýnir að hann
er rnaður ennþá, en ekki hjartalaus
ófreskja.
Þegar hann sér Brían konung,
missir hann á ný valdið yfir sjálf-
um sér. Tilfinningar hans brjálast,
í örvæntingar æði gerist hann níð-
ingur i annað sinn, og myrðir kon-
unginn vopnlausann.
Höf. reynir aldrei að gera Bróð-
ur að yfirnáttúrlegri veru, heldur
aðeins að syni jarðar, breisku og
sönnu barni samtíðar sinnar. Og
höf. hefir tekist það: Bróðir er mað-
ur. —
Sagan er mannmörg og skapferli
flestra þannig lýst að engum, sem
les bókina, getur dulist það, að hér
er skáld að verki. Æfiþættir Þor-
gilsar og Óspaks eru injög glöggar
og góðar mannlýsingar. Þeir eru ó-
sviknir fulltrúar hinnar fornu hreysti
og hins forna drengskapar, sem öllu
öðru fremur aétti að beina hugum
nútíðar íslendinga til liðinna alda,
og vekja hjá þeim löngun til þess
'að ala hjá sér þá eðliskosti, sem
forfeður þeirra áttu bezta.
Öll sagan af Bróður Ylfing er
sögð af manni, sem kann að segja
sögu, og hefir um leið mikla þekk-
ingu á fornum staöháttum og aldar-
hætti. Og þó hefði hann gjarnan
mátt vera fjölorðari um sögu ír-
lands, írskt líf og menningu; það
hefði orðið til þess að auka gildi
sögunnar ennþá meira. Margir kafl-
ar sögunnar eru fjörlega ritaðir,
höfundurinn er hugmyndaríkur og
glöggsýnn og auðfundið að efnið er
honum hjartfólgið.
Því miður eru allvíða gallar á
málinu, sem auðvelt hefði verið að
leiðrétta í próförk, en höf. hefir yf-
irsést.
Höf. hefir dvalið árum saman er-
lendis og upphaflega samið sögu
þessa á dönsku, en aukið hana og
umskrifað á íslenzku. Mér finst efni
hennar njóta sín betur á islenzku,
og sagan í alla staði betri.
Friðrik Ásmundsson Brekkan er
þegar orðinn kunnur rithöfundur og
sagan af Bróður Ylfing er óefað
hans inesta og bezta bók. Eg efast
ekki um að hún muni fara sigurför
til íslenzkra lesenda. Beztu þökk
fyrir söguna, Brekkan, og velkonr-
inn heim til fslands.
Davíð Stefánsson.
-----o------
Bœndanámsskeiðið
d Akureyri.
(IJidr. úr fundarg. námsskeiðsins).
3. dagur. Kl. 1 e. h., þriðjudaginn
9. apr. 1929, var þriðji fundur
bændanámsskeiðsins settur í Sam-
komuhúsinu. Setti Sigurður Hlíðar
fundinn og las upp fundargerð síð-
asta fundar. Að því loknu voru
kosnir ritarar og síðan gengið til
dagskrár. 1. fyrirlesturinn hélt Ól-
afur Jónsson Ræktunarfélagsstjóri.
Var hann um ræktunaraðferðir.
Fyrirlesarinn gat þess í upphafi,
að nú væri einskonar ræktunaröld
að renna upp yfir íslenzku þjóðina,
og því mikil nauðsyn að kynna sér
þær beztu ræktunaraðferðir, sem
tök væru á. Mikið riði á að finna
þær áreiðanlegustu og fljótlegustu
aðferðir. Hann skýrði aðallega frá
einni stórri tilraun, sem verið væri
að framkvæma af Ræktunarfélagi
Norðurlands, og væri þar aðeins
um fjórar ræktunaraðferðir að
ræða: 1. þaksléttuaðferðina, 2. rót-
græðslu eða sjálfgræðslu, 3. sáð-
sléttu á óundirbúnu landi og. 4.
sáðsléttu með undirbúningsrækt.
Niðurstaðan af tilraun þessari —
enn sem komið er — hefir sýnt að
þaksléttuaðferðin er lang-dýrust,
eða um 1338 kr. á ha., sjálfgræðsla
379 kr. á hff. og sáðslétta 415 kr. á
ha. ,
Að lokum benti ræðumaður á, að
af þessari reynslu væri hægt að 'sjá-
að þaksléttuaðferðin væri of sein-
leg og of dýr, en að sáðsléttan og
sjálfgræðslan gefa góðan árangur,
sérstaklega mætti mæla með sjálf-
græðslunni í gömlum túnum, en
sáðsléttan virtist þó hafa mesta yf-
irburði, sérstaklega á óræktuðu
landi.
2. fyrirlesari dagsins var Sigurð-
ur E. Hlíðar dýralæknir, talaði hann
um lungnaorma og lungnadrep.