Dagur - 18.04.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 18.04.1929, Blaðsíða 3
16. tbl. DAGUR 65 Samsöngur Seysis Á laugárdaginn var hélt söngfé- lagið »Geysir« samsöng í Sam- komuhúsi bæjarins. Húsið var troð- fult og komust færri inn en vildu. Var það gleðiefni, því það sýnir þó að bæjarbúar muni hafa einhvern á- huga og srnekk fyrir fögrum listum. Rúnrur helmingur af lögum þeim, sem flokkurinn söng í þetta sinn, voru úrvalslög frá því er hann söng í vetur, og var farið með þau af sömu snild og þá; uin þau lög, sem nú höfðu bæzt á söngskrána má segja hið sama. — Satt að segja bar eg dálítinn kvíðboga fyrir, hvernjg ílokknum mundi takast að fara með svo vandasamt lag, sem »Landkjending«, en það var á- stæðulaust, því að ef sérstaklega ætti að taka eitt fram yfir annað af því, sem sungið var, þá væri það einmitt þetta lag. — Það er aðeins eitt út á >>Geysir« að setja, og það er, að hann »gýs« of sjaldan. Þakklátur áheyrandi. -----o---- Simskeyti. (Prá Fréttastofu íslands). Rvík 16. Apríl. Alþing. Efri deild afgreiddi í gær tii neðri deiidar fruinvarp um loft- ferðir. Breytingarnar voru samþykt- ar. Leyfistíminn var ákveðinn tíu ár i stað tuttugu. Stjórninni er heimil- að að banna loftferðir á ófriðartím- um, eða að taka loftferðir og flug- áhöld öll í sínar hendur. Benedikt Sveinsson, Sveinn í firði, Magnús Torfason, Þorleifur Jónsson, Hákon í Haga, Hannes Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Bern- harð Stefánsson, Halldór Stefáns- son og Jörundur Brynjólfsson bera fram þingsályktunartill. um þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem fari fram eigi síðar en við fyrirhugað landskjör vorið 1930, um hvort samkomustað- ur þingsins skuli vera á þingvöllum eða í Reykjavik. Eldhúsdagsumræðunum lauk í nótt kl. tvö, eftir fimm sólarhringa. Allir íhaldsmenn deildarinnar tóku til máls og töluðu sig dauða nema Jón Ólafsson, sem talaði ekki. Auk ráðherranna Tryggva Þórhallssonar og Jónasar Jónssonar töluðu af Frainsóknar hálfu Benedikt Sveins- son og Lárus Helgason. Björgunarbát, sem kostaði 12000 krónur og kom til landsins með-Sel- fossi, hefir Þorsteinn Þorsteinsson á Þórshamri og Guðrún kona hans gefið Slysavarnafélagi íslands. Eim- skipafélagið flutti bátinn ókeypis. Þá hefir danskur maður, Nielsen skipamiðlari í Khöfn, gefið félaginu 5000 krónur danskar. Guömundur Kamban skáld kemur hingað til Akureyrar með Island og dveíur hér nokkra daga að sögn. i Ætlar Kamban að hafa hér upplestrarkvöld; er hann talinn mjög góður upplesari. Margir mtmdu óska þess, að hann vildi flytja hér fyrirlestur þann um Daða Halldórsson og Ragnheiði Brynjólfs- dóttur, er hann flutti í Itvík í fyrra og bvo aftur nú, við svo mikla aðsókn, að jafnan urðu margir frá að hverfa. % J ' F r éttir. Frægur fidkdeikari, Florizel v. Reu- ter að nafni kemur hingað með »Island« cg ætlar að halda hér hljómleika. Með honum er Kurt Haeser til aðstoðar. Ný símalína mun væntanleg á þessu ári fram Eyjafjörð og er mál til komið. Aöalfundwr K. E. A. hófst í morgun og stendur yfir í 2—3 daga. »Geysir« söng í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið. Aðsókn var ágaet og létu menn hið bezta yfir söngnum. — Á sunnudaginn söng flokkurinn úti á Möðruvöllum í Hörgárdal. Flokkurinn syngur aftur á síðasta vetrardag í Sam- komuhúsi bæjarins. Landsfumlur Ihaldsmanna. Lítil tíð- indi hafa borist af þeirri samkomu. Þó hefir heyrst, að sett hafi verið 9 — arðir segja 11 — manna nefnd, til þess að velja flokknum eitthvert virðulegra nafn, en hann nú hefir, en ófrétt um niðurstöðu þess stórmáls, eða hvort hún er nokkur orðin. Heyrst hefir og að annað aðalmál fundarins hafi verið úr- lausn þessarar spurningar: Hver'nig á að koma Jónasi frá Hriflu á kné? Úr- lausnin ófundinl -------O------- Andsvar til Jóns á Reynistaö. i 7. tbl. »ísl«, 15, febr. sl., send- ir Jón alþm. á Eeynistað mér kveðju — ekki Guðs heldur að- eins — sína. Á kveðja sú að vera svar 'gegn grein minni: »úr Skagafirði«, er kom út í »Degi« 3. jan. sl. Er synd að segja, að hann sé hýr á manninn í þessu »svari« sínu, enda er það kunn- ugra maiina mál, að í seinni tíð standi geðprýði hans í öfugu hlut- falli við vinsældir Kaupfélags Skagfirðinga. Til þess að lesendum Dags gef- ist kostur á að meta varnir höf. og rök, skal hér birtur útdráttur úr svari hans. Hann segir: »..... Greinarkorn þetta er nokkuð einstætt vegna þess, hve bréfritaranum hefir tekist að hrúga saman miklu af dylgjum, ósannindwn og rógi,* bæði um menn og málefni...«. — Þá koma hugleiðingar um, hver vera muni höfundurinn, með viðeigandi skömmum til Gísla frá Frosta- stöðum. Hyggur hann sýnilega að Gísli, sá vondi mann, muni vera hinn seki, og andvarpar sáran yf- ir því, að þessi frændi sinn skuli vera sokkinn svo djúpt (— í hvað?). Því næst segir hann: »Ein af dylgjum bréfritarans er, að eg hafi gengið fyrir hvers manns dyr hér í Staðarhreppi í vor og beðið hreppsbúa mína að kjósa mig í sýslunefnd«. 'Skorar hann síðan á mig að birta vottorð frá einhverjum hreppsbúa um, að þetta sé satt. Endar síðan »svar- ið« með því að skýra frá, með hinu mesta ýfirlætisleysi, að * Auðkent hér. Nýjar vörur. — Vorvörurnar eru að koma — verða teknar upp á föstud. og laugard. — Par á meðal verða Sumarkápur karlm. og kvenna. Xvenkjólar. Alfatnaðir karlmanna og unglinga og m. m. fl. BRAUNS VERZLUN. Páll Sigurgeirsson. Kristneshæli vantar tvœr stúlkur, i árs- eða sumar-vist. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona hœlisins. * UPPBOÐ. Föstudaginn 10. maí 1929 verður opinbert uppboð sett og haldið að Syðra-Krossanesi i Glæsibæjarhreppi, og hefst kl. 12 á hádegi. Þar verður selt ef viðunandi boð fæst: 2 kýr vorbærar, 1 naut l*/2 árs, 1 nautkálfur >/2 árs, 1—2 hestar. Einnig ýmsir dauðir munir, svo sem: Aktygi, kerra, sleðar, reipi, amboð, skilvinda og margt fleira. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Syðra-Krossanesi 17. april 1929. TRAUSTI RJEYKDAL. Opinbert UPPB0Ð verður haldið að Efri-Vindheimum í Glæsibæjarhreppi laugardaginn 11. mai n. k. og hefst kl. 12 á hádegi. — Verða þar seldir ýmsir búshlutir í góðu ástandi, ef viðunandi boð fást, svo sem: Eldavél, skilvinda, herfi, hjólbörur, reipi o. m. m. fl. Einnig e. t. v. góð vorbær kýr og nokkrar ær. Efri-Vindheimum 16. apríl 1929. Pétur fóhannsson. UPPBOÐ. Föstudaginn 10. maí 1929, verður haldið opinbert uppboð d Veturliðastöðum í Hálshreppi og þar selt, ef viðunanlegt boð fæst, ýmsir innanstokksmunir og búsáhöld. Ennfremur eitthvað af lifandi peningi. — Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi. Sölu- skilmálar verða birtir á staðnum. Veturliðastöðum 17. aprll 1929. Sigríður Sigurðardóttir. Grammofónplötur í miklu úrvali, nýkomnar. Verðið lækkað. Jón öuðmann. sveitungar sínir hafi falið sér fleiri trúnaðarstörf, en hann hafi kært sig um, — svona alveg ótil- kvaddir! Þarna er nú »svarið« komið. Alþm. gerir ekki tilraun til að hnekkja einu einasta, atriði í grein SUMARGJAFIR: Kassar með ilmvatni og hand- sðpum eru mjög hentugir til tækifærisgjafa. í miklu úrvali hjá JC>]VI GDÐMANN. minni, enda myndi honum senni- lega reynast það torvelt. Hann segir aðeins að eg fari með dylgj- ur, ósannindi og róg. En —- með. leyfi að spyrja: Hverjar eru dylgjurnar, hver eru ósannindin og rógurinn? Eg skora á hann að svara því — og svara með rökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.